Tíminn - 24.12.1949, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ TÍMANS 1949
5
Það var víst líka orðið heldur svalara, en
hann vissi ekki mikið af því. Emma kom við
olnbogann á honum og reyndi að horfa í augu
hans.
— Mér leiðist að ég gaf þér þetta nafn.
— Oh. Slíku er ég nú vanur.
— Mér leiðist það samt. Ég hefi alltaf var-
izt með — ja, sjáðu, með þvi að svara aftur.
Það voru svo margir, sem hæddust að mér
og þá vildi ég helzt verða fyrri til. Ekki gat
ég vitað,-----ég hefi engan hitt eins og þig.
— Hvers vegna eigum við alltaf að slá frá
okkur, þegar það er sárast af öllu? Ef við
höfum nef eins og ég eða eitthvað þess hátt-
ar, þá vitum við það og það þarf ekki alltaf að
vera að segja okkur það. Ég byrja alltaf með
því að reyna að vera alúðlegur. Þormóður
svaraði eins og lifsreyndur maður. Hann
skildi hlutskipti Emmu og var henni ekki
reiður. Ef til vill hafði hann aldrei verið
henni reiður, en einungis hinum.
— Ég vildi, að það væru allir eins og þú.
En ef menn eru nú ekki alúðlegir við þig, —
hvað gerirðu þá? Emma hélt sér við efnið.
Þormóður gerði rák i mölina með tánni á
skónum sínum.
— Nú — þá fer ég einn, — þá fer ég leið-
ar minnar ef ég get, — þá er bezt að vera
einn.
— En þú slóst Frissa.
— Hann hafði komið illa fram við þig og
sló fyrst. Það var ekki honum að kenna, að
hann kom ekki höggi á mig.
— Menn þurfa ekki að vera fríðir á að sjá.
Það hefi ég lesið. Og þú ert laglegri en bæði
Frissi og Bernharð og Harry. Emma talaði
með hita í röddinni, svo að Þormóður reis á
fætur.
Hún ætlaði sér bá að hugga ha^n.
— Við getum ekki setið hér í allt kvöld.
Hann burstaði af buxunum sinum ómjúkri
hendi og hélt af stað. Emma fylgdist með
honum.
— Væri nú bjartara gæti ég sýnt þér
bæði malargryfjuna og rústirnar. Það $ru
ekki raunverulegar rústir, en húsið hefir ver-
ið rifið og kjallarinn er eftir. Þar er líka
hnoturunnur.
— Ég vil sjá það allt saman. Hann lét
hana hafa forustuna. Þegar kom að brekk-
unni, beið hún og rétti honum. hendina og
hann hjálpaði henni upp. Hendi hennar var
grönn og styrk og hann sleppti henni ekki,
þegar þau komu upp á grasflötina og gengu
þar meðfram hvítum birkistofnunum. Hann
var ekki lengur einn.
Hann kenndi unaðar stimdarinnar eins og
væri það mikil, óverðskulduð hamingja.
Hann fylgdist með stúlku, sem hafði komið
til móts við hann og af frjálsum vilja rétt
honum hendina, án þess að hlæja.
Halldór Kristjánsson þýddi.
Kápumyndin
Forsíðumynd jólablaðsins að þessu sinni er
teikning eftír Birnu Norðdahl. Birna er gift
húsmóðir í Reykjavík, fædd og alin upp á
Hólmi í Mosfellssveit. í tómstundum sínum
frá húsmóðurstörfunum fæst hún við að
teikna og hefir meðal annars gert talsvert
af hestamyndum.
Ef einhverjum skyldi finnast við fyrstu sýn,
að það sé nokkuð fjarlægt, að hafa mynd af
lambá framan á jólablaði, er hann hér með
beðinn að rifja upp fyrir sér það, sem Grim-
ur Thomsen kvað:
Freísarinn man hvar fætídist hann,
féð mun ei gjalda þess,
sakleysinu hann einkum ann,
ætlar því mjúkan sess.
Lækkar hann máske ljónsins dramb,
lætur það halda frið,
en skyldi sjálft guðs ljúfa lamb
lömbunum amast við?
Frekari greinargerð fyrir upruna og vali
myndarinnar þykir óþörf.
Sýslumaðurinn
Úr „Fánrik Stáls ságner" eftir J. L. Runeberg
Þótt lofstír oft með vopnum verði náð,
er vökvast blóði hermanns frœgðarstund,
þá vinnur margur vopnlaus afreksdáð
með vaskri hetjulund.
í miðju Finnlands manni segir frá,
sem rnerki friðar alla daga bar.
Nú sat hann grár, og sjjslumaður þá
í sínum byggðum var. __________
/ sveitum þeim hann mikils virtur var,
og Wibellius, nafnið sýslumanns,
af háum feðrum lítinn Ijóma bar,
en lofsælt veqrux hans.
• y-i-.tr--**:-i- -
Hann lifði þama þroskans beztu ár
og þreytustörf í hversdagsfriði vann.
En nú var ógnaröld með stríð og fár,
og ellin þyngdi hann.
Hann varð að þjóna vina og fjenda stjóm
á víxl og kyrra fólk á marga lund,
og þrótt sinn allan færði hann sem fórn,
sinn frið og hvíldarstund.
-f-
Að vemda réttinn, hugsa um allra hag,
það hafði sýslumanni skylda þótt,
því átti hann margan mœðusaman dag
og marga vökunótt.
Hann einhvern dag að iðju sinni vann
og ungir sveinar, skrifararnir tveir.
En þreyta og vökur höfðu bugað hann,
og hljóðir sátu þeir.
Hann þráði hvíld, en hennar synjað var,
því hurð var lokið upp og glumdi við.
Þeir sáu úr hernutn valdsmann vera þar
með vopnað fylgdarlið.
Sá œðstur var í öllum Rússa her,
sem inn þar gekk og fyrir sýslurnann.
Með hörkurödd og ógn í augum sér
hann ávarpaði hann:
„Þér intið, Finnland vopnum sigrað er,
og völdin hefur tekið rússneskt lið.
Þó eru Finnar enn í sænskum her
og oss þeir berjast við.
Nú takið penna í skyndi til að skrá
þau skilaboð, sem auglýst verða þeim:
að frið og allar eignir hljóti sá,
er aftur kernur heim.
En vilji í þrjózku einliver berjast enn
og eigi þekkjast vora griðaraust,
vér gerum allt hans frændlið flóttamenn
og fólk hans eignalaust.
Og skrifið orðrétt þannig yðar þjóð.“
Nú þagði hann og ylgdist nokkuð við.
IIjá borði sinu sýslumaður stóð
með Svíalög við hlið.
Á bókarspjaldið lagði hann lófa sinn
og leit á ritið undir hendi sér:
„IIér bíður vernd til hjálpar, herra minn,
þeim hóp, sem ógnið þér.
Hér liggur bók, sem lög vor geymast í,
þau léttu raun og tryggðu hag vorn mjög,
og Zarinn hefir heitið Finnum því
að halda þessi lög.
Frá fornöld er þar sagt: Ef syndgar einn
skal sckt og refsing engra nema hans.
Ei konu sinnar brot skal bæta neinn
og bniður ei sins manns.
Sé rangt að verja eigin ættarjörð,
— sem allir góðir drengir svara nei, —
þá látið hermenn bæta brotin hörð,
en börn og konur ei.
Þér hafið sigrað. Yðar valdið er,
og undir refsing búinn mig ég finn.
En lögin voru löngu á undan mér
og lifa dauða minn.
Nú fannst þeirn ungu stundin heldur heit,
um hjarta þeirra og taugar skjálfti rartrt.
En skœrum augum öldungurinn leit
á yfirforingjann.
Þá Ijirmaði andlit yfirforingjans
af innileik, og garpur tignarstór
tók hlýtt og þétt í hendi sýslumanns
og hneigði sig og fór.
Við borðið settist sýslumaður þá
og sigurlaun að unnu stríði hlaut,
og það var friðar gleði göfg og há,
sem góður maður naut.
En skrífararnir horfðu stillt á hann
og hrifnir síðan oft því skýrðu frá,
þcir hlutu að undrast unaðsljóma þann,
sem yfir svip hans lá.
Að himinfegurð birta þessi bar
var báðum Ijóst, og vafi komst ei að.
En hvaðan þessi bjafrti bjarmi var,
þeim bar á milli um það.
Því öðrum sýndist himinsólin hrein
slá helgiblæ á andlit sýslumanns.
Hinn sagði: „Ljómi sá að innan skein
frá samvizkunni hans.“
Guðmundur Ingi þýddi.