Tíminn - 24.12.1951, Side 7

Tíminn - 24.12.1951, Side 7
JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 7 JÓLAKVÖLD I PASVlK í 1 Það var aðfangadagur, og berg- mál seinasta skotsins fyrir jól hafði dáið út milli fjallanna handan Bjarnarvatns. Við gengum til skal- ans, og félagi minn við borvélina, hinn langi Arvid Bölja frá Tjörn, hóf máls á því, að þar eð vinur okkar Bakkehög, lítill, fjörugur Norðmaður, búsettur í Pasvík, efn- aður kaupmaður með mikið, glannalega uppásnúið yfirskegg og tjúguskegg hefði boðið okkur til sín, ættum við að taka hann á orðinu og halda hátíð hinna dimmu skammdegisdaga þar. Daginn áður hafði hann komið með hundasleða sinn hlaðinn húð- um, sem hann ætlaði að selja niðri á Kirkjunesi, drukkið kaffi í skál- anum okkar og skorað á okkur að vera nú tilbúnir, þegar hann kæmi aftur næsta dag. Og innan stundar sást gegnum mugguna, hvar hann kom akandi neðan dalinn í bjarn- arskinnsfeldi með loðhúfu. Hann sat makindalega á körfusleðanum og tottaði með velþóknun stóran vindil, meðan hundarnir siluðust áfram jafnt og þétt á stuttum, sterkum löppunum. Við bundum óðara á okkur skið- in og fylgdumst með sleðanum inn- eftir öngveginu milli fjallanna. Á leiðinni hnykkti hann litlu höfð- inu ýmist til vinstri eða hægri og masaði þindarlaust við okkur um dvöl sína í þessum rússneska iandamærabæ, þar sem allir þekktu hann og virtu eins og heið- virður maður á kröfu til. Niðri á Nesinu brostu menn aftur á móti háðslega að honum og kölluðu hann Skinna-Stjána, en höfðu á- reiðanlega tífalt minni mat til jól- anna en hann. Og nú var hann á heimleið til þess að halda fimmtu jólin sín í Pasvik, raunar hin tí- undu, því að hann hélt árlega tvenn jól, sín eigin og Rússanna. Auðvitað var hann ósvikinn mót- mælandi og bar lotningu fyrir doktor Marteini Lúter, en taldi sig þrátt fyrir það ekki of góðan til þess að gista kaþólskan á jól- um hans. Nákvæmlega sama sinn- is voru kaþólskir i Pasvík, og hon- um féll vel við þá eins og þeim við hann. Reyndar var heimili hans fyrirsvari tveggja kirkna. Kona hans var sem sé Austur-Kirjáli, og honum féll einnig vel við hana, þó að hún ríslaði sér við róður sínar á kvöldin, meðan hann lá fyrir og hugleiddi viðskiptamál. Hinar ó- líku kirkjur voru, að hans dómi, einna líkastar ritsímastöðvum. Kaþólska kirkjan var gömul og hafði úreltan, flókinn og, í hrein- j skilni sagt, seinvirkan skeytasendi, og játendur hennar urðu að kukla ósköpin öll til þess að komast 1 gegnum loftlögin og ráða við þyngdarlögmálið, sem var á allan hátt svo erfitt viðureignar. Mót- mælendakirkjan hafði hins vegar I nútíðkanlegri, einfaldari og auð- veldari sendi, svo að hvert orð i hoppaði eins og neisti frá stjörnu j til stjörnu og var í einni svipan i komið alla leið. Þess vegna var i hann sannfærður um, að ef manni í aöeins auðnaðist að lesa eina, litla [ bæn, áður en maður dó, þá gat maður verið alveg öruggur á dóms- j degi. Við máttum annað veifið drepa [ tittlinga hvor framan í annan, eins i og iðulega þegar hann sat í skál- anum okkar. Hann har ekki ein- : nngis svoiítið, -vanm&ttvrgt skáM- eftir Gustav Hedenvind. Eriksson menni í innföllnu brjóstinu, heldur einnig efni í skorpinn heimspek- ing. Hann hélt áfram að leggja út af texta sínum og styggði upp margan rjúpnahópinn, er lyfti sér á blakandi vængjum og yfirgaf með gjallandi hlátri fylgsni sín í snævi þöktu víðikjarrinu við veg- inn, sem þannig varð hvorki lang- ur né leiðinlegur. Og rökkrið færð- ist yfir, það varð niðdimmt. En brátt lýsti nú úr Ijómandi, litlu gluggunum, likast kolaglóð, í kirkjuþorpinu við Pasvíkurfljót, og innan skamms stóðum við hjá húsi hans: langri, lágri og gamalli bygg- ingu, með cpnu sólbyrgi, íbúð í öðrum entíanum, söiubúð í hinum og metersdjúpum snjó á þykku torfþakinu. Garðurinn var umluktur greni- runnum, sem stungið hafði verið niður í snjóinn, og i sólbyrginu, upplýstu frá opnum dyrum íbúð- arinnar, stóð húsfreyja hans, feit- lagin, fertug kona með kolsvart hár, skipt í miðju, og lítið söðulnef á miðju, þriflegu andlitinu. Hún heilsaði honum og okkur á móðurmáli sínu. Hann túlkaði HÖFUNDUR Gvstav Hedenvind-Eriksson er jamtlenzkur bóndasonur, f. 17. maí 1880, og ólst upp við svipuð kjör og íslenzk sveitabörn af kynslóð hans. Faðir lians var vel stæður bóndi, fjölhæfur búmaður, og mésti dugnaðarþjarkur. Sonur hans mátti á unglingsárum sínum og fram yfir tvítugt vinna að bústörfum frá kl. 6 að morgni til kl. 12 og 1 að nóttu. Gustav hinn ungi hneigðist til fróðleiks og mennta, en faðir hans svaraði þeirri þrá sonar síns með því að berja hann frá bókum og brjóta fyrir honum tvær fiðlur. „Það kom fyrir, að ég vakn- aði á morgnana í öllum fötunum með bókina eða fiðluna á brjóstinu", heftfr hann citt sinn sagt. Móðir hans var greind kona og stálminnug, kunni biblíuna og sálmabókina utan að, og hafði erft frá föður sínum ást á þjóðsagna- fróðleik, en hann var mikill sagnaþulur. Á kvöldvökum voru sögur sagðar, og einn heimamanna las upphátt allar Islendingasög- urnar, sem þá voru til í sænskri þýðingu. Þannig leið æska hins verðandi sænska rit- höfundar, unz hann, rúmlega tvítugur, yfirgaf foreldrahúsin í fullri ósátt við föður sinn; „seinna á ævinni bárum við virðingu hvor fyr- ir öðrum í fjarlægð, faðir minn og ég.“ Hinn ungi bóndasonur staðnæmdist nú einn vetur í lýðháskóla, en þaðan lá leið hans út á meðal erfiðismanna, sem unnu að járnbrautarlagn- ingu, námugrefti, skógarhöggi og því um líku. Við þessar aðstæður tók hann að svala skáld- skaparþránni, sem sagnaþulurinn, móðurfaðir hans, hafði kveikt honum í brjósti, og nokkrar fyrstu hækur Aans voru skrifaðar á hvíldar- srimdumrí ÓTristlegum vttkamannaskálum, eða kveðju hennar fyrir okkur, og síð- an hjálpaði hún honum að spretta af hundunum, sem að því búnu tóku forystuna og dröttuðu leti- lega á undan okkur öllum upp í sólbyrgið, inn gegnum forstofuna og opnar stofudyrnar. 2 Hundarnir fleygðu sér niður á hreinbjálfa i skotinu innan við dyrnar og sofnuðu um leið. Hús- móðirin bætti kurlum á eldinn, stakk einnig nokkrum viðarbútum í járnofninn, sem stóð líkur löngu, svörtu dýri hjá eldstæðinu og lýsti gegnum draglokuna fram á gólfið, stráð einiberjalyngi, snarkaði lítið eitt og gaf frá sér varman jávnþef. Húsgögn voru ekki önnur en tvær hillur og ein byssa á nöktum, brúnum veggjunum, tvö löng sæti á miðju gólfi og milli þeirra vand- að, dúkað borð með jafnvönduðum réttum, sem báru húsfreyju fagurt vitni og staðfestu fullkomlega um- mæli bónda hennar, er við lögðum af stað. Og nú sveiflaði hann hendinni undir lampanum, sem hékk hjá SÖGUNNAR undir beru lofti á hörðum steini, þegar árs- tíð og veðurfar leyfði. Hann sótti yrkisefni sín í það umhverfi, sem honum var kunnug- ast af eigin raun og lýsti lífi og kjörum þjak- aðrar verkamannastéttar, sem um þær mundir var að vakna til meðvitundar um þann mátt, er hún bjó yfir til þess að bjóða byrginn harð- svíruðu auðvaldi og sýna því fram á verðleik sinn til launanna. Einstaklingshyggja Heden- vinds og vantrú hans á óskeikulleik hagkerfa hafa þó forðað honum frá öðrum áróðri en þeim, er felst í listrænni, hleypidómalausri túlk- un á kjörum og vaxtarmætti fátækrar alþýðu. En frásagnarstíl sinn spann rithöfundurinn ungi úr orðlist jamtlenzkra þjóðsagna og ís- lendingasagna. Gustav Hedenvind-Eriksson hefur aldrei verið vinsæll (populer) rithöfundur í venju- legri merkingu þess orðs; en áhrif hans á þau skáld úr aiþýðustétt, sem á eftir honum komu, hafa haft ómetanlega þýðingu fyrir sænskar nútímabókmenntir. Þó að grimm örölg hryndu Hedenvind í æsku úr faðmi sveitalífsins út á berangur hinnar kaldsömu tilveru heimilislausra daglauna- manna, hefur hugur hans þrátt verið heima. Þegar hann varð fimmtugur, skutu vinir hans saman handa honurn nokkurri fjárhæð; fyrir hana keypti hann lítið býli og gerðist bóndi 1931, en varð, vegna slysfara, að láta af bú- skap sjö árum seinna. Borgarbúi hefur hann þó aldrei orðið siðan. Seinasta áratuginn hef- ur hann, auk annarra ritstarfa, unnið að könnun á sögu Jamtalands í skjalasöfnum í Þrándheimi og Kaupmannahöfn, svo og út- gáfu jamtlenzkra sagna. Á síðari helmingi skáldævi sinnar hefur hann mest skrifað sveita- Iífssögur og þá einatt sótt kvcik þeirra í þjóð- sögur og munnmæli um mikilfengleg örlög. Á 40 ára rithöfundarferli hefur Gustav Hed- envind-Eriksson sent frá sér rösklega 20 bæk- ur. En engin þeirra hefur verið þýdd á ís- lenzku. Hann hefur rakið saman ættir jamt- lenzkra sagna og íslerizkra á þessa leið: „ís- lendingasögurnar kann ég frá barnæsku mirini; þær og hinar jamtlenzku eru skyldar. Um sömu mundir og landnámsmennirnir héldu til Islands undan ofríki Haralds hárfagra í Noregi, flýði Ketill jamti með skylduliði sínu yfir til Jamta- lands — og þeir þekktu vitaskuld sama sagna- fjársjóðinn." Mundi ekki a. m. k. ein bók eftir höfund, sem telur til svo mikillar andlegrar frændsemi við Islrndinga, geta búizt við góð- um viðtökum hér á landi? ■ ' L. Har. brúna bjálkanum í loftinu, og hróp aði upp að hér byggi hann. Því næst fór hann úr bj arnarskinns- feldinum og hengdi hann ásamt húfunni á hreindýrshorn við dyrn- ar, tætti síðan hrímið úr skegginu og gekk hljóðlausum skrefum í mjúkum hreinbjálfaskóm sínum að borðinu. Þar bandaði hann nii hendinni á ný og bauð okkur að setjast. Hann væri sem sé hungr- aður og gæti sér þess til, að við værum ekki betur á okkur komn- ir. Við skyldum ófeimnir eta af því, sem til væri, svo að við syltum ekki i hel, þangað til lagt yrði á jólaborðið. Að svo mæltu settist hann og réðst á sólþurrkaðan sauðarbóg. Við þökkuðum, settumst og lit- um yfir borðið, óráðnir í því á hverjum réttanna okkur væri holl- ast að byrja. Þar var sem sé þurrk- að, soðið, steikt og reykt kjöt, smjör og ostur, nýr, hálfkæstur og al- kæstur, svo kæstur, að hann var með öllum regnbogans litum, og lyktin minnti á moldarkj allara og háan aldur. Aldur, sem fór nærri fram úr hugtakinu að vera orðinn gamall. En þar voru einnig egg, sulta og nýlega glóðarbakað brauð. Þó var þetta aðeins ofurlítið til þess að seðja sárasta hungrið, raupaði gestgjafi okkar. Hann hélt á sauðarbógnum í annarri hendi, hnífnum í hinni og lyfti loðnum brúnum sínum mót okkur, tuggði svo, að tjúguskeggið vippaði líkt og fuglsstél, og lýsti því yfir, að jóla- , kvöldið skyldi verða nokkru betra. Þá kæmudíka hans ágætu gestir. Á hátíðum vildi hann hafa eins mannmargt við borðið og hægt væri. Hin frábæra eiginkona hans væri líka þannig gerð, að hún nyti sín bezt, þegar hún fengi að sýsla við mat, og það var okkur þegar orðið fullvel skiljanlegt. Hún var önnum kafin við að hagræða réttunum, með baugum prýddum fingrum, þannig, að við næðum til þeirra með sem minnstri fyrirhöfn. Og við átum með góðri lyst, hlýddum á hjal hans og þóttumst siður en svo hafa val- ið lakasta kostinn, þegar við kus- um að halda jólin hjá honum. 3 Að síðustu stóðum við á blístri, vorum auk þess eilítið hýrir. Hinn veglyndi gestgjafi okkar hafði sem sé einnig gætt okkur hvorum um sig á vænu staupi af hinu tærasta og beiskasta vodka, sem maður gat búizt við að fá á þessum hjara ver- aldar. Hann sýndist einnig fullmettur og tróð nú ropandi í sæfrauðspípu með löngu munnstykki. Því næst hlammaði hann sér niður hjá langa, snarkandi járnofninum og kveikti i pípunni, lagði siðan ann- an fótinn yfir hinn og hallaðist upp að veggnum, tók að dingla fætinum og sneri sér nú að því, meðan hann naut reykjarpípu sinnar,.að segja okkur frá verzlun- arferðum sínum til Kirjála og Skoltlappa, svo og sænsku Lapp- anna. Enda þótt ófriður væri í heimin- um og alls konar óreiða, fann hann ferðaleiðir með hunda sína, leiðir, sem fekki voru settar á landakort stjórnmálamannanna. Og hann hafði ekki hið minnsta samvizku- bit af því. Því að stjórnmálamenn- irnir mundu brátt svelta í hel yfir bláu landamærastrikunum á kort- unum sínum, ef kaupmennirnir kærðu sig ekki kollótta um þessi strik og miðluðu eftirspurðum vör- um á þann hátt, sem auðveldast var og við átti. En þó að hann reykti og léti dæl- una ganga, varð húsfreyja að láta i ofninn. Þá tók hann sér hvild og dangiaði hlæjandi svo duglega í

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.