Tíminn - 24.12.1951, Qupperneq 31

Tíminn - 24.12.1951, Qupperneq 31
31 JÖLABLAÐ TÍMANS 1951 Sumardagar í Öræfum Fram af bls. 10 nokkrir fleiri lægri reyniviðir og bjarkir. Þar vaxa líka rúmlega 20 tegundir skrautjurta. Ofan við bæ- inn er nýlegur reitur með birki, reyni, þingvíði, Alaskaösp, furu og greni. í Vestri-Hvammi í Kvískerj- um er eini fundarstaður glitrósar- innar hér á landi. Hvammurinn er grunnur og liggur móti suðaustri skammt frá bænum, í brattri, skilðu'rtmwrmTi-hTO, undir klett- um. Vex þar smávaxið birkikjarr með miklu af blágresi, undafíflum, bláberja- og aðalbláberjalyngi, hrútaberjalyngi og sortulyngi. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fundu glitrósina árið 1756. Rósin var nú smá og mikið nög- uð af maðki. Virðist hún í afturför á síðari tímum, kannske mest vegna grjóthruns og uppblásturs. Hún hefur verið flutt heim í garð á Kvískerjum og blómgast þar. Hinn sjaldgæfi klettaburkni vex í klettum í hvamminum, örskammt frá rósinni. Spölkorn austar liggur Eystri-Hvammur. Hann er miklu stærri og gróðurmeiri, með falleg- um kjarrbrekkum og stöðuvatni, en hamrar fyrir ofan. Þar vex eski, dökkasef og gullstör í brekkunum, en mari og þráðnykra í vatninu. Víð sýnt er austur um sand, jökul og Suöursveitarfjöll af hæðunum við hvamminn. — Engjar eru litlar } Kvískerjum og er sóttur heyskapur til Fagurhólsmýrar. Fengum við far með Hálfdani að Hnappavöll- um, í heyskaparferð þeirra bræðra 19. júlí, og gistum njá Gunnari og Páli Þorsteinssonum. Fyrir neðan Hnappavelli eru viðlendar og mjög grösugar engjar. Vex þar gulstör á stórum svæðum, en á milli eru mýrastaraflákar og mikið af hrafnastör, bæði dökkri og ljós- leitri. Skriðdepla vex um allt og dökkasef allvíða. í klettum með- fram enginu ofanverðu, vestantil vex mikið af köldugrasi, liðfætlu, klettafrú og skriðuhnoðra. Fjalla- puntur og fjallafoxgras vaxa víða í mýraþúfum. Segir vatnsaginn og nálægð fjallanna glöggt til sín. Blátoppastör er algeng og stórvax- in. f pollum vaxa vatnsliðagras, vatnsnarvagras, þráðnykra, gras- nykra, lófótur, síkjamari, sefbrúða og flagasóley. Tveir hnúðlaga tind- ar standa upp úr jöklinum. Ber þá hátt og eru þeir gott auðkenni á- lengdar að sjá. Af þeim er dregið heiti Hnappavalla. Haldið er að Hnappavellir hafi fyrrum staðið vestar en nú, en eyðst af jökul- hlaupum og vatnagangi snemma á öldum. Á Hnappavöllum teljast sjö búendur, þar af ein kona. Þar eru reisulegir bæir í hverfi, líkt og að Hofi. Flestir eru bæirnir meö gamla laginu, nema nýlegt stein- hús hjá Gunnari og Páli Þorsteins- sonum. Standa Hnappavellir undir svipmiklum, klungróttum fjöllum. Vesturfrá bæjahverfinu liggur klettarani til Fagurhólsmýrar, en láglendi bæði fyrir ofan hann og neðan. Þar er Salthöfðinn og hinn frægi Blesaklettur, þar sem sagnir telja blesóttan klár hafa staðiö af sér jökulhlaup. 20. júlí fórum við að Fagurhóls- mýri. Stendur bærinn uppi á klettahæð og mun þar æöi veöra- samt. Ingólfshöfði blasir við, eins og víðar úr Öræfum. Seinlegt er að komast út í höfðann fyrir bleytu og vatnsmagni, en samt vel fært kunnugum, jafnvel á bílum. í höíðanum hefir Hálfdan talið jurtir. í klettunum hjá rafstöðinni í túnfætinum á Fagurhólsmýri vex blátoppan sjaldgæfa. Klettafrú, hjónagras, eski, liðfætla, köldugras og háliðagras vaxa víða í klettun- um, en strandstör á sandinum fyrir neðan. Vísaði bóndinn okkur á jurt- irnar. Dálítið kal var í lægð í tún- inu. Stóðu háliðagras, vallarsveif- gras og túnvingull helzt eftir í kal- blettinum. Tvíbýli er á Fagurhólsmýri. Er hún orðin allmikil umferðamiðstöð héraðsins, einkum síðan flugferðir hófust. Liggur flugvöllurinn á mal- arborinni sandflatneskju undir hömrum, rétt neðan við túnið. Nokkrar hríslur standa í garði framundan bæjunum. Stærstur og elztur er 24 ára reyniviður. Byrjað er á blómarækt í garðinum. Öræfin voru lengi einhver af- skekktasta sveit á íslandi. En þetta hefir gerbreytzt með flugferðunum. Eru nú flugsamgöngur við Reykja- vík, Hornafjörð og Kirkjubæjar- klaustur tvisvar í viku á sumrin. Mestöll þungavara er flutt loftleið- is, t. d. ket og jafnvel lifandi fén- aður, vélar, kornvara o. s. frv. Ör- æfingar búa vel að sínu. Þeir eru fjármargir, enda er víða snjólétt og fjárbeit góð. Ennþá eru sauðir hafðir til heimaslátrunar á flest- um bæjum. Fengum við Gröntved víða flatbrauð, og hangikjöt af feit um sauðum og þótti herramanns- matur. Hefur Gröntved oft verið hér í rannsóknarferðum og geðjast vel að íslenzkum réttum. En rétt á undan okkur var danski fiðriida- fræðingurinn Wulf á ferð í Öræf- um. Þorði hann naumast að bragða hangikjöt, flatbrauð, skyr, slátur og aðra íslenzka þjóðarrétti. Mátt- ur vanans er mikill. Garörœkt er talsvei’ð í Öræfum og heppnast ágætlega. Mest eru ræktaöar kartöflur og rófur, en kál tegundir þrífast líka prýðilega. Tún virðast grasgefin. Mundi naut- griparækt aukast, ef fært yrði að koma mjólkinni á markaö. — Ströndin er sendin og hafnlaus, eins og nafn sveitarinnar bendir til. Er ströndin hættuleg sigling- um. Liggja þar skipsskrokkar, flest ir orpnir sandi. Verður víst seint gerð höfn eða fiskveiðar stundað- ar frá þeirri strönd, en selveiði er nokkur. Fyrrum kvað samt hafa verið útræði frá Ingólfshöfða. Hef- ur sennilega verið vík eða fjörður við höfðann, þegar Ingólfur kom þar að landi. En síðan hafa sand- arnir færst út og fyllt fjörðinn. Tækni nútímans hefur rofið ein- angrun Öræfa. Rafmagn, sími og útvarp hafa aukið þægindin og fært fólk nær hvert öðru. Bílar þjóta um sandana og ösla yfir flest ar árnar. Flugvélar flytja menn til Reykjavíkur á tveimur tímum. Von andi kemur ekki of mikið los á fólkið við þessar öru breytingar, heldur una menn glaðir við sitt ekki síður en áður. Ferð milli fjarða Framh. af 17. síðu. reyna landtöku við Hofsströnd. Báturinn brotnaði í spón, en fólk bjargaðist með naumindum til lands yfir jakahrönglið. Var það einkum þakkað frábæru snarræði og dugnaði Norðmannsins Bent, er þá var í Asknesi í Mjóafirði. Með þessum bát voru m. a. tvær konur, Guðríður heitin Magnúsdóttir í Friðheimi og Kristín heitin Ás- mundsdóttir. Mér virðist einsætt, að töfin á Hánefsstöðum fyrr um daginn hafi bjargaö lífi okkar. Allar líkur benda til, að við hefðum náð suður fyrir palatanga, ef við hefðum verið lit- ið eitt fyrr á ferð. Og það er alveg fráleitt að ætla, að okkur hefði tek izt lendingin þó eins vel og hinni bátshöfninni, Árni mjög við aldur og fatlaður eins og fyrr er lýst, og báturinn að öðru leyti menntur kon um og unglingum. Nú víkur sögunni heim að Hofi. Þarf engum getum að því að leiða, hvernig heimamönnum var orðið innanbrjósts. Fólkið af bátnum, sem brotnaði viö Ströndina, kom að Hofi um nóttina, illa til reika. Hafa hrakningar þess síður en svo verið til hughreysingar þeim, sem von áttu á sínum á heimleið á sama tíma. Þeir bræður, Vilhjálmur og Ein- ar, höfðu frétt það utan frá Grund, daginn sem við vorum á Skálanesi, að Höfrungur hefði sézt við „Rast- arhælinn" í ljósaskiptunum og svo horfið í myrkrið. Vöruðust þeir að' láta konur sínar (og systur mínar) vita um þetta. — Þann dag varð ekkert aðhafzt fyrir roki. Á þriöja degi var aftur stillt veð- ur og sjór rennisléttur eftir vest- anáttina. Afréðu þeir þá, bræður, að fara út að Steinsnesi aö sækja hey, í þeirri von, að við kæmum þá og þegar. Annars átti að fara norður og leita frétta um kvöldið. En til þess kom ekki. því það stóð heima: Þeir voru rétt búnir aö koma heyinu í bátinn þarna í Steinsnesfjörunni, þegar Höfrung- ur skreið fyrir „Halann“. Háværum hlátrum þeirra bræðra og húrrahrópum, sem bergmáluðu á móti okkur frá klettunum í kring, ætla ég ekki að reyna að lýsa. En þau óma ennþá í eyrum mínum, þegar ég minnist þessa atburðar. Og þau minna á marga ógleyman- lega stund, þegar sterka tenór- röddin hans Vilhjálms mágs míns hljómaði skærast, er við höfðum hópast saman til að taka lagið, en það var ekki svo sjaldgæft í þá daga. Það þarf svo ekki að greina nán- ar frá heimferðinni. Ekki heldur heimkomunni, því þar giltu þau lögmál, sem lifa enn og allir þekkja. Viðurkenndar iandbúnaðar- vélar í 100 ár Yfir 30 ára reynsla hér á landi Framleiðsla á P O N Y dráitarvélinni er nú hafin í Frakklandi og er hún nú ódýrasta dráttarvélin, sem býðst hér á landi. Kostir PcHlf eru ótvíræðir: Mjög sparneytin. Bensíneyðsla aðeins 1/3 til 1/2 af eyðslu stærri véla ODYRASTA Sérlega lipur og meðfærileg Sláttuvélin út frá hliðinni Öflug til dráttar DRÁTTARVÉLIN BÆNDUR: PONY dráttarvélin getur sparað yður alllt að 2.000 kr. á ári í minni bensíneyðslu Hafið samband við oss og fáið frekari upplýsingar flllltitr Laugaveg 166 i •:♦

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.