Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 1
„Þetta er að' þakka hjartgróinin miskunn Guðs vors. Fyrir hana mun ljós af hæðum vitja vor, ti> að lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, til að beina fótum vorum á frioarveg." (Lúk. 1,78 n.) í þessum orðum „Lofsöngsins“, sem svo er nefndur, endurhljóm- ar sumt af' því, sem mennina hefir fegurst dreymt og þeir hafa feg- urst sagt. Vér erum nnnnt á það, sem Jesaja spámaður sagði á fornri tíð og höfundur „Hátíðasöngva“ gjörir að upphafsorðum jólalof- söngsins: „Sú þjóð, er í myrkri gengur, sér mikið Ijós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ]jós“. Já, þess vegna eru jólin jól, að þau kunngjöra og flytja oss Ijós af hæðum. Fyrir þá Ijósgjöf höfum vér jarðneskir menn brýna þörf — svo brýna, að fullnæging hennar er stórbrotið fagnaðarefni. Um það skyldi oftar hugsað en almennt er gjört, hvílíkt „Iand náttmyrkr- anna“ þessi jörð væri, ef hinmeska ljósið ryfi ekki myrkrin í kring- um oss — myrkur þjáninga, skelfingar og dauða. Ljósið skín — og „þetta er að þakka hjartgróinni miskunn Guðs vors". Fyrir kærleikssforsjón Hans er sú fylling tímanna þegar orð- in, að jörðin á jólafögnuð. Ljós tendrast af Ijósi. Hann, sem fæddist við svo fátækleg kjör í Betlehem, hefir tendrað ljós háleitrar lífstrúar í hjörtum óteljandi jarðarbarna, sem annars hefðu setið „í myrkri og skugga dauðans“. í Honum hafa þau séð „ljóma Guðs dýrðar og ímynd veru Hans“. Þannig hefir Hann sýnt oss föðurinn, kunngjört oss það mesta fagn- aðarefni mannlífsins, að Guð er góður. Vér höfum heyrt talað um kalt ljós. Ivalt hefir verið ljós „hinnar vonarsnauðu vizku“, sem varpað hefir verið um jörðina af svo miklu kappi síðustu mannsaldrana. En jólaljósið vermir. Fyrir því getur það lífgað og leyst hið góða og fagra, sem í mannssálinni býr. Við það verður göfgi hennar augljós og ómótmælanleg, og bölsýnið á mannlegt eðli lækkar róminn. Það er ekki aðeins eftirtektarvert, heldur dásamlegt, hversu andi góðhugans og miskunnseminnar líður um löndin á hverjum jólum — eins og sólvermdur sunnanþeyr, sem kemur í bláköldu banni vetrarins og varpar til jarðar sterkum virkjum frosts og fanna. Við þetta fagra undur hafa líka óteljandi mannshugir dvalið fyrr og síðar. I ljóðum, sögum og ævintýrum, sem enginn kann tölu á, í tónsmíðum, málverkum og leikritum hafa menn sökkt sér niður í boðskap jólanna og leitast við að sýna og skýra áhrifamátt þeirra. Þannig hefir Tjósið af liæðum skinið og endurskinið í allavega ljós- brotum og litrófum frá sál 1il sálar, ökl eftir ökl, allt til þessa dags. A miðöldunum var mikið að því gjört, að sýna söguefni Nýjatestá- mentisins í sjónleikum, en öllu öðru frémur fæðingu Krists. Enn tíðkast slíkir sjónleikir víða um lönd, og munu píslarsjónleikarnir í Obergannnerau þeirra kunnastir. Islendingar eru ekki þess konar helgihaldi vanir, og kynnu að efast um, að það sé við þeirra hæfi. Þó er fvrir hendi nokkur reynsla um hið gagnstæða. í því efni er t. d. þess að minnast, að um nokkurt árabil var „Fæðing Ivrists" sýnd í táknlegri sýningu í einni af hinum stærri kirkjum Vestur-íslendinga. Um hundrað manns fóru þar með hlutverk. JMenn létu ekki snjó- þyngsli né grimmileg frost hins kanadiska vetrar aftra sér frá að sækja þessa sýningu. Ár eftir ár konm þeir akandi á sleðum sínum, sumir svo tugum mílna skipti, kaþólskir menn og mótmælendur. Er lífsþróttur íslenzks félagslífs tók að þverra í byggðinni (Vatna- byggð), varð að hætta sýningunum. En ennþá minnast menn þeirra og játa, að fátt eða ekkert hafi þeir séð um ævina, sem vakti þeim svo hreina lotningu og fögnuð. Hvað felst í þessu? Án efa það, að þegar Ijósið af hæðum fær með einhverjum hætti að skína inn í mannssálina, þá finnur það þar frjóa jörð og lætur ..beztu blómin gróa“. — í þessum táknsýningum hefir ímyndunaraflið frjálst svig- rúm — skapar persónur og atburði eftir vild. En kjarni þeirra er ávallt einn og samur: Sannleikurinn um Ijósið af hæðum, sem lýsir og lífgar, gerir mennina glaða, bróðurlega, miskunnsama. í tiltölulega nýútkomnu Ieikriti þessarar gerðar eftir skozka konu er „sagan eilífa“ meðal annars sögð á þessa leið: Tvær litlar Betlehem-stúlkur gengu út að fjárhúsinu, þar sem Jesús fæddist. Þær voru dálítið forvitnar, og það var von, því að þetta var óvenjulegt og einkennilegt, að barn skyldi fæðast í úti- húsum. Fréttin barst fljótt út um ekki stærri bæ en Betlehem. Önn- ur telpnanna var tíu ára að aldri. Tamar hét hún. Mamma hennar hafði dáið, þegar hún ól hana. Og Rómverjarnir höfðu tekið föður hennar í hernað eitthvað langt burtu, og nú var orðið svo langt síð- an, að það var í raun og veru vonlaust, að hann kæmi aftur heim. Tamar ólst upp hjá vandalausu fólki, og mátti alls ekki gráta. Samt grét hún stundum, þegar enginn gat um það vitað, og reyndi þá að ímynda sér hvernig mamma hennar hefði ktið út og hvernig hún hefði, ef lnín hefði liíað, horft á litlu stúlkuna sína, talað blíðlega við hana og kysst hana. Jósef varð telpnanna var, þegar þær til skiptis tylltu sér á tá og gægðust inn um rifuna fyrir ofan hurðina. Hann tók hnýsni þeirra ekki illa. Síður en svo. Þær fengu að koma inn og sjá barnið. Tamar fékk meira að segja að taka það í fangið. En þá brá undarlega við. Djúp sælutilfinning kom yfir hana. Sorgin, kvíðinn og vonleysið var horfið úr hug hennar. Skammt frá var gistihúsið. Það var yfirfullt af fólki. Rómverska valdstjórnin hafði stefnt fjölda fólks saman í Betlehem til skrásetn- ingar og skattgreiðslu. En auk þess var þarna stödd rómversk tign- arkona, klædd dýrindisklæðum, ineð gimsteinabaug um höfuð sér. Satt að segja var talsvert þrengra í litla gistihúsinu vegna þess, hve rúmt hún þurfti að hafa um sig. Þetta var samt væn kona. Ósjálfrátt tók hana sárt til fátæku konunnar, sem hafði orðið að ala barn sitt úti í fjárhúsi. Það var því síður af forvitni en löngun til að gera þessari bágstöddu fjölskyldu eitthvað gott, að hún gekk þangað og hafði góðar gjafir meðferðis. En er hún horfði á barnið í jötunni, gagntók hana sælurík ástúðartilfinning og fögnuður. Ilún hafði sjálf átt barn — hraustan, fallegan son, en hann hafði fallið í hernaði. Þann missi gat hinn mikli auður hennar aldrei bætt henni. En þótt hún þekkti vel sorg og mótlæti, snart það hana yfirleitt elcki veru- lega, þegar tátækt og munaðarleysi bar henni fyrir augu. Búgindi voru alls staðar hversdagsleg. En þarna á þessari stund var hug hennar öðruvísi farið. Þegar hún hafði heyrt sögu litlu móðurlausu stúlkunnar, sem þarna var, fann hún að hún elskaði hana sem sitt eigið barn. Þannig eignaðist Tamar aftur móður, sem umvafði hana ástríki og græddi barnslegu sorgarsárin. Margir komu í fjárhúsið þessa nótt — sumir af forvitni, aðrir fyrir dýrðlegar sýnir eða leiddir af stjörnu. En allir, sem konm og sáu Jesú, urðu fyrir einhverri dásamlegri blessun — fátæk börn, hirðar, þjón- ustufólkið í gistihúsinu, hefðarfólk, vitringar. Jafnvel hatursmenn tveir, sem brugguðu hvor öðrum bánaráð, en hittust þarna af hend- ingu, íundu hjá sér fúsleik til að sættast heilum sáttuin. — Alll eru þetta táknmyndir — myndir, sem boða þann sannleika.. að þeir, sem sjá Krist, sjá kærleiksljósið af liæðum. Við það tendrast vermandi ljós í þeirra eigin barmi, svo að myrkur sorgarinnar og óttans flýr, kuldi eigingiminnar, tortryggninnar og tómlætisins vík- ur, og mátturinn til að elska og gleðja verður frjáls og virkur — eins og vaxtarorka jarðarinnar á vorin. Vel á það við, er trúarskáldið góða talar um „náttúrunnar jól“. Fögur eru jýl náttúrunnar. Og sú var tíðin, að mönnunum nægði að fagna með öðrum kvikum verum jarðarinnar yfir komu sumars- ins og gjöfum þess. Nú nægir þetta ekki mönnunum framar. Fyrir því hefir faðir Ijósanna og lífsins gefið þeim jól náðarinnar og sann- leikans, sem kom fyrir Jesúm Ivrist. Aldrei mun Ijósið af hæðum gefast upp fyrir jarðarmyrkrunum. Það mun halda áfram að rjúfa þau, — eins og það gjörir á hverjum jólum. kleð því að lýsa þeim og leysa þá, er sitja fjötraðir í myrkri og skugga dauðans, mun því að lokum takast að beina fótuin jarð- arbarnanna á íriðarveg — veg bjartsýni, göfgi og liamingju. Ekki aðeins á jólum, heldur alla daga vora, erum vér livert og eitt kölluð til þjónustu og trúmennsku við þann draum, þá hugsjón, það óumbreytanlega markmið jarðlífsins. Hvers vegna? Vegna þess, að þannig fullnægjum vér vorri eigin innstu þrá og æðstu þörf. — „Heilög jól höldum í nafni Krists“. Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Húsavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.