Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 21
Jólablað TÍMANS 1952 21 ar fleira vekur þeim sterkan grun um það, aö eitthvaö óhreint hafizt við norður á fjöllunum. En grun- ur þessi verður að vissu, þegar gangnamenn, eða fjallmenn í svo- kölluðum Norðurleitum rekast á fjárbrautir á Fjóröungssandi og lágu þær slóöir til jökla. Kom þeim þá í hug það sem Grímur Thomsen batt í ljóðlínur löngu síðar: „Úti- legu menn í Ódáðahraun, eru kann- ske að smala fé á laun“. Þótti sýnt að fjallaþjófar dveldu á þessum slóöum. Að heimkomnum bessum gangna mönnum kærðu bændur þessi vand ræði fýrir sýslumanni, Brynjólfi Sigurðssyni í Hjálmholti. Tók hann rösklega á málinu og kvaddi til 40 manna sveit, dugmikilla karla, úr nálægum sveitum til aö fara að þjófunum. Urðu þó ekki í förinni nema 34 menn, rneð '45 klyfjahesta. Röktu menn þessir sig aö nckkru eftir fjárbrautunum á Fjórðungs- sandi og fundu þannig útilégu- •mánnabælið. En íbúarnir höfðu orðið .leitar- manna varir og gefist ráðrúm til aö flýja. Sáu þó leitarmenn til ferða þeirra og fóru á eftir þeim. Flóttafólkið komst þó á jökulinn, áöur en byggöamenn kæmu á hæla þeim. En leiðin frá hreysinu að rönd Hofsjökuls er talin eins og ein bæjarleið, eða á að gizka 2—3 kíló- metrar. metrar. Eyvindur sá nú að fljótt myndi draga samftn og því yrði einhverra bragða að leita. Hann hafði pálstaf í hendi, mikinn og sterkan. Skip- aði hann Höllu, meö drenginn, að halda hærra til jökulsins og þeim Arnesi og Abrahám áð fylgja henni, eil sjálfur bjóst hann til varnar þeim sunnanmönnum, þó slíkt virt- ist í fljótubragði ofdirfska. Með pálstafnum hjó hann upp klaka, lagði siðan stykkin á stieng og kastáði þeim svo af slöngu að byggöarmönnum. En svo hatröm og af míkíum fimleiká voru þessi slönguskot, að árásarmenn töldu sér bráðan bana búinn, ef þessa vioureign skyldi þreyta. Svo hæf- inn var Eyvindur, að klakaörvarn- ar, beittar og þungar, flugu um þá allt í kring og munaði mjóu að þær hæfðu höfuð þeirra. Leist þeim því hyggilegra að hverfa frá við svo búið, heldur en að missa líf eða limi í þessari viðureign. Hurfu þeir þvi frá og að útilegumannahreys- inu og tóku að rannsaka það, haföi nú veður versnað til stórra muna. Útifyrir hreysinu var stór hrís- köstur, á að gizka 30 hestburðir. í lögum þar í hx'ísinu voru sauðarföll, 73 að tölu, þarna voru og aðrar til- heyrandi sláturfjárafurðir, svo sem gærur og mör í tunnum, riðnum úr tágum, þar voru og ganglimlr af folaldi og ýmislegt fleira. Innan húss fundu þeir eitthvað lítilsháttar af klæðnaði, einkum kvenfatnaði og barna, sömuleiðis eitthvað af búshlutum. Ekki má gleyma kindahausun- um, 75, sem þarna voru, og á sinn hátt hin merkilegustu sönnunar- gögn. Fundust mörk á þeim, sem þekktust, nær , öllum. Gaf farar- stjóri sýslumanni Árnesinga skýrslu um þau og sýnir hún, hvert afhroð ýms heimili hafa goldið af völdum þessara fjaliaþjófa. Má geta þess, aö frá einum bæ, Unnarholti, voru 22 hausar, frá Tunguíelli 18, frá Bergshyl 15 og 8 frá Kópsvatni, og svo færri frá öðrum bæjum. Næst- urn því haföi allt þetta fé verið úr Hrunamannahreppi, en eitthvaö þó lítillega úr Biskupstungum, að minnsta kosti, er nefnt, að þarna á meðal hafi verið kindur frá Skál- holti. Leitarmenn hirtu þarna allt, sem notandi var talið og unnt var að komast með. Voru mörkin á haus- unum lögð til grundvallar við skipti þessa bús. Sumt var auðvitað skemmt og ekki hirt þess vegna. Geta má þess, að hreysiö eöa liof- inn, var þakinn með sköruðum sauðargærum. Þegar allt var hirt, sem föng voru á, var eldur lagður í hrísið og hreys- ið brennt til ösku. Að því búnu héldu Sunnlendingar heim og sögðu tiðindin. Þegar sunnanmenn voru farnir vitjaði útilegufólkið hreysis síns, sem reyndar var nú ekki orðið ann- að en rjúkandi öskuhaugur. Þetta hervirki, sem hér hefir ver- ið sagt frá, Var frarnið 3. okt. 1762. Eins og'áður er vikið að, versnaði veður mikið, meðan útlagarnir voru uppi á j öklinum, var fólkiö bvi hræðiicga illa til reika þegar aö rústinni kom. Haföi Halla nær bví örmagnast í þessari för, og barniö var nær dauða en lífi. Er sag-t að Ilalla hafi skipað Eyvindi að stytta því aldur, áður en lengur kveldist, en hann 'hafi- ekki fengið sig til þess, en .skorað á Arnes að gjörá þaö, en Arnes hafi færst undan og talið, að slíkt stæði nær þeim, sem ættu, en hafi þó um síðir látiö til- leiðast, og síðan dysjað í sicafli. En veikar eru heimildir fyrir þessari sögu, sem eru einkum þær, aö löngu síöar hafi Arnesi verið boöiö rnikið fé til að segja sögu sína, en átti samt áöur að sverja, að hann drægi ekkert undan. En jafnvel þó Arnes væri mjög- fégjarn neitaði hann þessu þverlega, og þótti furða, þar sem öllum var kunnugt, að hann var útileguþjófur og því ekki hvítt að velkja. Hitt var aítur ekki sann- að, að hann hefði morð á samvizk- unni, hugði fólk þó að svo hefði veriö, en að hann heíði ekki riljað opinbera það. En hitt er víst að þetta haust deyr barniö, hvort sem Arnes heíir átt nokkurn þátt í dattða þess. En þarna, þegar allt er eyöilagt og fólkið stendur yfir’ rusfúnum, segir Eyvindur þeim Arnesi og Abraham, að réttast sé ao slíta fé- lagsskapnum, og muni best að hver sjái um sig, eftir föngum. Ilafi þá þeir síðarnefndu haldið í vestur átt, þaðan sem þeir komu, en þau Halla og Eyvindur til austurs. Svo döpúr og hörmuleg sem kjör þessara útlaga voru á þélrrá langa og stranga útlaga ferli, mun bó aldrei hafa sorfið'jafn fast að þeim, sem þetta haust og þann vetur, sem í hönd fór. Hjálpaðist allt að, sem manneskj urnar getur pint og kval- ið. Fyrst harmar beir, er neíndir hafa verið, síðan skortur alis. Hús- n.æðinu eru þau svipt, matbjörg- inni, eldsneytinu, klæðnaði aö" ein- hverju ieyti, og hið sama má segja um þeirra fátæklegu búsiöð, jafnvel þó Eyvindur væri svo forsjáll að skjóta einhverju því allra nauösyn- legasta af henni undan, áður en þau lögöu á flóttann. Það eru snauðar, lotlegar og nið- urbrotnar þær tvær mannverur, sem við í anda sjáum reika í mis- lyndri veðráttu, austur öræfi og eyðimerkur sunnan Hofsjökuls, þegar komið er fram í október, leit- andi að stað, þar sem hugsanlegt sé að hrófa upp skýli til að berast fyrir í yfir veturinn, bera með sér aleiguna. Loks rekast þau á lítinn flóablett eða mýri, þar sem svo er þítt, að Eyvindur getur stungið þar hnausa og byggt úr þeim smákofa. Virðist í fljótubragði lítt skiíjan- legt hvernig það mátti verða, þvi til þess hefir hann ekki haft svo mikið sem eina spýtu. Má því telja víst, að kofinn hafi verið hlaðinn í hring og þannig gerður, að hnausalögunum hefir öllum hallaö inn, og þrengdist því byggingin því meira sem hleðslulögunum fjölgaði og veggirnir hækkuðu, og enduðu síðast i toppi. Leit svo kofinn, full- gerður, út eins og örlítill strýtu- myndaður hóll. Svona geröir kofar voru til á ýmsum afréttum, notaðir fyrir leitarmannaskýli. Jafnvel ekki óþekkt að kofar af þessari gerð væru notaöir sem fjárhús. Þó aö Eyvindur kæmi kofanum upp, svo vistlegur sem hann hefir verið, hlaðinn úr blautum hnaus- um, þá var samt margs vant. Sagt er að fljótt hafi Eyvindur náð í 5 lömb, einnig er þess getið, að hann hafi „giidrað til veiða“. Má helzt láta sér til hugar koma, að hann hafi.snarað rjúpur, því silung mun ekki þarna að hafa, nema þá í óra- fjarlægð. Og-þó skýli væri yfir höf- uoið, og einhver matvæli fyrir hendi, ,þá var allt annað en auð- velt að afla eldsneytisins, og svo stríðið að halda eldinum við, þegar loks að hann var kveiktur. Eins og reyndar er áöur sagt, varö þessi vetur þeim þyhgri í skauti, en hokkur árstið hafði áður veriö. Uröu þau þrátt að svelta sáru liungri, jafnvel þó Jón í Skipholti, bróðir Eyvindar, hjálpaði þeim "af fremsta megni. Til viðbótar hungri og öðrum hörmungum skeður það, að Ilaila eignast barn og var þá svo aðframkomin af megurð, að hún treystist ekki að leggja það á brjóst, varð það því eitt til úrræðis aö bera barniö út. Hvort sem fólk hefir litla eða mikla samúð með þeim Höllu og Eyvindi, þá mun öllum koma sam- an urn það, að vart sé hægt aö hugsa sér krappari kjör né átakan- legri, en þeirra, þennan umrædda vetur, eða þessi missiri. En er nær dregur vori, berst þeim hinn oft ncfndi strokuhestur, alinn gæöingur, sem þau slátruðu og höfðu þá um sinn nægan mat. Það er- sagt, að skengju af húðinni hafi Eývindur notaö’, sem hurð fyrir kof- ann, þvl' tíl þessa haíði -hann not- - ast við hnausa í hurðarstað. Ýmsir téljá að strokuriestuí þéssi hafi Vér- io írá Barkarstöðum í Fijótshlið, en aðrir að hann hafi verið frá Stóra- núpi og er þaö mikið trúlegra. Eig- andi hestsins var Einar Brynjólfs- son, sýslumanns í Hjálmholti,. en Einar þessi bjó fyrst að Stóranúpi, en fluttist síðan aö Barkarstöðum. Ef næstum óhugsandi að hestur austan úr Fljótshlíð hefði hlaupið vestur á Sprengisandsveg, en sanni nær með hest úr Gnúpverjahreppi, því þaöan liggur leiðin. svo miklu opnari fyrir. Gat iika, skeð, að far- ið væri að vora þar, þó enh ríkti •vetur í Arnarfellsmúlum, en líkur eru tii; að þessi kofi Eyvindar hafi einmitt verið þar. En hestinn hafði Einar á Stóranúpi fengið norðan úr Þingeyjarsýslu eða Eyjafirði. Óbjörguiegt þótti Eyvindi þarna og yfirgefa þau því kofann um vor- ið og héldu enn í austurátt, austur yfir Þjórsá og byggöu þar, sem síð- an heitir Eyvindarver. Er það vest- an Tungnafellsjökuls, en til vinstri handar, þegar farin er norður Sprengisandsleið, sú er liggur yfir Þjórsá um Sóleyjarliöfða. Dag nokkurn um sumarið ber það við, að flokkur manna kemur að þeim óvörum Höllu og Eyvindi, þeg- ar þau eru bæði við hreysið. Er þar fyrirliði Einar bóndi Brynjólfsson á Stóranúpi, eigandi hestsins, sem fyrir skemmstu er getið. Bað Einar Eyvind að ganga þeim á hönd, og sá hann þann kost vænstan að gera það, umyrðalaust. En Halla var erf- iðari viðfangs. Hún hafði eld í hlóð- um og sauð kjöt. Vildi hún ekki gef- ast upp og varðist nokkra stund með því, aö hún ýmist þeytti log- andi eldibröndum undan pottinum, að komumönnum, eða skvetti til þeirra sjóðandi kjötseyðinu. En Ey- vindur talaði til hennar og benti á hver fáhyggja þetta væri og lót hún þá sefast. Ferö Einars var heitið norður i Þingeyjarsýslu. Tók hann hjónin og reiddi á hestum sínum norður að ' Reykjahlíð. Taliö er, að það hafi verið á laugardegi, sem hann kom í Eyvindarver, en á þó að hafa ver- ið kominn til Reykjahlíðar daginn eftir, áður en gengið var í kirkju, eftir því að dæma hefir verið all- geyst farið. í Reykjahlíð skyldi Eyvindar gætt í kirkjunni, en Höllu innanbæjar. Brátt kom að því.aö Eyvindur burfti að ganga örna sinna, bað því að mega ganga út, því ekki vildi hann saurga kirkjuna með því að hægja sér þar, og var látið aö ósk hans um þetta. Þoka var og auk þess komin nótt. Skipti það engu að Eyvindur hverfur varðmönnum sínum, og spurðist þá ekki til hans um langa stund. Var hans þó auðvitaö leitað, en árangursláust. En sá orðrómur barst út, að Eyvindur myndi skammt hafa fariö og falið sig í hrauninu, eða jafnvel flúið á náðir einhvers bónda í grendinni, er skot- ið hefði skjólshúsi yfir hann í bráð, en hefði siðan laumast burtu, er leitinni var hætt. En af Höllu er það að' segja, að hún var, að fyrirmælum héraðs- stjórna og mektarmanna flutt eftir ýmsum krókaleiðum vestur um Þingeyj arsýsiu og til Eyjafj arðar og svo áfram til Skagafjarðar. Ber ekkert öðru sögulegra til tíðinda á því ferðalagi, fyrr en hún er kom- in að Flugumýri. Konur skylau gæta hennar þar. Ganga þær út að kvöldlagi og ber þá svo við, að þær heyra drunur miklar og skurðning í íjallinu Glóoafeyki, er þar er að baki byggðarinnar. — Heimakonur skelfast og hrökkva við; en Halla hló að kjarkleysi þeirra, og kva'ð það lítið til að ótt- ast þó að steinn ylti til í fjalli. Síðan “lagðjst»'fólk til svefnsr - Stúlka nokkur var látin sofa hjá Höllu óg sváfú þær 'Sndfætis. Eii um morguninn var Halla horfin, án þess fólk hefði orðið nokkurs umgangs vart um nóttina. En tekið hafði hún með sér nokkuð af föt- um þeim, sem stúlkan'átti, sem hjá henni svaf. Vissi fólk nú ekki um skeið, hvað or'ðlð' var af IIöllu eða Eyvindi. Þó líður' ekki langt til þess að eftirleitarmenn veröa þess áskynja, að Eyvindur hefðist við á Hvera- völlum í hreysi því, er hann hafö'i áöur búið 1. Hugðu þeir, að Éyvind- ur hefði ekki orðið þeirra var. En hvar, sem Eyvindur dvaldi á fjöll- um ske'öi æ hið sama, að fjár- heimtur urðu illar þar í nálægð. Voriö eftir var af Skagfirðingum liafin leit. Gátu þeir þá gr'ipið IJöllu í hreysinu, en Eyvind fundu þeir hvergi, og hugö'u, aö' hann hefði þá verið' „floginn til bráða“. Heldur þótti Halla nú óræstilega til fara, var hún í skinnpilsi og var ullin á. Tóku Skagfirðingar hana með sér til byggða og fluttu hana á reiðingshesti og afhentu siðan sýslumanni. En hann skipaði tveim ur hreppstjórum, þeim Þorgrími frá Húsey og Konráði Gíslasyni frá Völlum, að' flytja Höllu vestur að Þingeyrum til Bjarna sýslumanns Halldórssonar. — Ekki er talið að Halla væri neitt stúrin meðan á þessum flutningum stóð, gambraði hún mikið og talaði þrátt um Ey- vind sinn, en treg var hún að svara spurningum, sem til hennar var beint. Sýslumaður Húnvetninga fól þremur mönnum að flytja Höllu suður til Borgarfjarðar. Fóru þeir . Grímstunguheiði. Fyrsta dag fóru þeir aö Dauðsmannshvisl. Hafði. Halla verið mjög hávær um daginn, einkum þó síðari hlutann, hafði þá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.