Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 23
Jólablað TÍMANS 1952 23 svo hátt að segja mátti að glymdi í fjöllunum, leiddist samferða- mönnum hennar þessi gjallandi og reyndu að þagga hann niður, en slíkt hafði hún að engu. Um kvöldið bjóst fólk þetta um í tjaldi. En um nóttina varð flutn- ingsmönnum á sú mikla skyssa að þeir sofnuðu allir samtímis, bó hitt væri ætlunin að einn vekti jafnan. En er þeir vöknuðu var Halla á bak og burt, sömuleiðis einn malsekkur þeirra féiaga, svo og „vænsti kiár- inn“ úr hestahópnum. — Leitu'tu ferðamennirnir um daginn og fundu för eftir tvo járnaða hesta, lágu förin í austurátt, en þeir misstu af slóðunum, því ýmist iágu þær um graslendi eða hraun. Sneru þeir svo heim við svo búið og þótti ferð þessi næsta sneypuleg. Var ætlun manna, að Eyvindur heföi um nóttina komið að tjaldinu, gert Höllu aðvart,_og síðan numið hana á brott með sér. Mundi Eyvind hafa borið þarna að ríðandi, þvi að hestaslóðirnar voru tvær. Spúrðist svo ekki til þeirra að sinni. En nú víkur sðgunni til Austur- lands. Svo ber til kvöid eitt, náiægt veturnóttum, að kvatt er ciyra á Skriöuklaustri í Fijótsdal. Komu- maður gerir boð fyrir húsbóndann, sem var Hans Wium, sýslumaður. Ganga þeir á einmæli og ræðast við litla stund. Leiðir húsbóndi gest sinn siðan til baðstofu og tilkynnir húsfreyju, að þessi nýkomni mað- ur, sem heiti Jón, verði þar vetr- armaður. Næsta dag ríöur sýslumaöur að Hrafnkelsstöðum i sömu sveit, og vissi fólk ekki erindi hans, sem ekki er tiltökumál. En litlu síðar vitnast það. að þangaö er komin ó- kennd stúlka, til veturdvalar, er nefnist Steinunn. Sumt þykir frá- í sagnarvert í afskekktum sveitum, sem virðist þó smálegt, svo sem það, að eitt sinn, skömmu eftir að stúlka þessi kom að Hrafnkelsstöð- um, hafi húsbóndinn þar í rnyrkri gengið bæjargöngin löng og þröng, en rekst þar á einhver j a persónu — og verður báðum bylt við — spyr bóndi hvatskeytslega hver þar sé. „hað er Halla“, er svarað. En reynd- ar var þetta Steinunn vetursetu- kona. Auðvitað breytti hetta mis- mæli engu og kölluð var hún Steinunn eftir sem áður. Ölteiti mikil vaf á Skriðuklaustri um jólin, drakk svslumaður ótæpt og veitti piltum sínum vín og spil- aði við bá. Lét hann bá margt fjúka og meðal annars betta, við Tón, „Ætli þú hafir ekki stolið sauðun- um mínum í sumar, Eyvindur, Jón, eða hvern andskotaiin bú annars heitir“. En Jón var nesti geðstill- ingarmaður og brá sér hvergi við þetta klúra fylliröfl húsbóndans. Þegar voraði hvarf Jón á braut frá Skriðuklaustri og sömuleiðis Steinunn frá Krafnkelsstöðum, svo að enginn vissi hvað aí beim varð. Og það hvarf fleira, það týndust líka tveir klárar, sem sýslumaður átti, var þeirra iiokkuð ’eitað, en árangurslaust. En sýslumaður æðr- aðist ekki þó hestarnir hyrfu, og sagði piltum sínum, að vera ekki að amstrast í að leita þeirra, bað væru víst nógir bölvaðir merarsynir hér til fyrir bví, bó bessir findust ekki. Höfðu menn fyrir satt, að þessi hjú, sem dvöldu í Fljótsdaln- um þennan vetur, hefðu verið þau Halla og Eyvindur. Heimildarmaður aö þessari sögu er talinn að vera systursonur Wium sýslumanns, er tívaldi hjá honum á unglingsárum sínum, en fluttist síðan vestur í Eyrarsveit og dó þar í hárri elli 1840, talinn greinargóður og greindur. vel. Næst er þá vitað um þau Eyvind og Höllu, að þau muni, eftir að þau hurfu úr Fljótsdal, hafa slangrað í hreysi sitt i Eyvindarveri, sunn- an Sprengisands. En Norðlending- ar urðu þessa varir. Var þá ráða- gerð Bárðdælinga og Mývetninga, að safna liði og fara að fjallaþjóf- unum og taka þá höndum. En sag- an segir, að bóndinn á íslióli, fremsta bæ í Bárðardal, vestan Skjálfandafljóts, Jakob að nafni, hafi komið í veg fyrir þessa hand- töku, með því að gera hjónunum aðvart. Hjónir. voru flutt úr hreys- inu, begar norðanmenn komu þangað. Fer nú --ð s,ya á selnni hiuta sögu Hö’lu og Eyvindar. Eftir þennan flótta úr Eyvindar- veri, vércur þeirra hvsrgi vart. svo v.itað sé. i ForóiencUngafjórðúngi. En næst er þeirra gefið á hálendi Strandas's'u. En m er bað' ekki eínasta Ha’ia og Lyvindur, h'eldur flokkur sfigamanna. I ar koma þeir nú aftur við sögu Arnes og Abra- ham einhver Hjörtur. svo nefndur tugthús-Gvendur. hcrsteinn skenk- ur, sem hlaut viðurne'ni af því, að hann gaf jahtar. á einum bænum, sem hann stal á hinum. Og svo til réttafjölda var annar kvenmaður kominn í hóþinn, Salbjörg að nafni, og sagt er, að um skeið hafi lagt lag sitt við Arnes. Byggði þetta fólk sér skála í Hrúteyjarnesmúla. Gegnir furðu sú glæpamennsku- óöld, sem þá hefir verið á norð- vesturhluta landsins. Stundum hélt þessi vandræðalýður hópinn, hitt var þó oftar, að fólk betta var á tvístringi hér og hvar, dvaldist jafnvel sumt af því með bændum og búaliði, öðru hvoru. Á þessu árabili bjó að Horni bóndi að nafni Hailvarður, var hann eínaður vel og almennt talið, að hann ætti peninga. Þegar Ey- vindur hafði verið viðloðandi um skeið í Hrúteyj arnesmúla, fór hann á fund Hallvarðar og bað hann að veita sér og Höllu viðtöku, kvaðst hafa heyrt, að gott væri sekum mönnum til hans ao leita. Bóndi tók liklega bessari málaieitun, og fóru þau síðan ao Horni, Halla og Eyvindur. Fór vel á með þeim i fyrstu, Eyvindi og Hallvarði, sem reyndar grunaði þó hver fiskur lægi undir steini hjá Eyvindi, að stela þarna peningum, og var sú til- gáta rétt. En Hallvarður var hygg- inn karl og faldi peninga sína svo kænlega, að' Eyvindur komst aldrei að því hvar beir vóru, en begar hann var orðinn vonlaus að finna þá. hvorf hann á braut, með Höllu. En Abraham fannst, að Eyvindur hefði verið furou klauískur, og langaði til að reyna sjálfur. Fór því á l'und Hornsbóndans og lcvað sig langa til að komast i vist hjá honum. Hailvárðui’ sá að visu í huga mannsins ,eh veitti honum þó viðtöku. En Hallvarður var kænni að' fela, en Abraham að stela, snautaði því manntetrið burtu von bráðar og hvarf tii sinna félaga. En loks svarf þessi óaldarlýður svo fast að Strandamönnum, að þeir risu upp og heinþmðu af sýslu- manni sínum, að hann ræki af höndum þeirra þetta leiöa hyski, sem fór um byggðir með ránum og þjófnaði. Brást sýslumaður vel við þessari kröfu, og var undir hans forystu gerð skipuleg aðför að þessu vandræðafóiki, lætur nærri að segja megi, að bví hafi verið srnalað eins og fé cða stóði. Var það 30 manna flokkur, sem sýslu- maður hafði hér á að skipa við þessa landhreinsun. Bar þessi her- för líka góðan árangur. Var betta hyski elt uppi, alit eða því sem næst> og handsamað, var það tvístrað nokkuð og sumt illskiptið og svakalegt við handtökuna, en varð sarnt að lúta í láegra haldi. Sagt er, að Halla og Arnes hafi verið gripin í skálanum í Hrút- eyjarnesmúla, en Eyvindur og Ab- raham náðust á Dröngum. Þau Halla og Eyvindur voru nú flutt að Felli í Kollafirði, þar sem sýslu- maðurinn bjó. Talið er, að þá hafi Eyvindur verið búinn að vera í út- legð í 16 vetur, þó er eins líklegt, að útlegðin hafi þá verið orðin eitt- hvað lengri ,en hin nefndu 16 ár, bendir það til þess, ef rétt er, að það hafi verið 1762. sem hreysi úti- legumannanna var brennt undir Hofsjökii. Þess er fyrir skemmstu getið, að Halla og Syvindur. vóru eítir hand- tökuna á Ströndum, flutt á heim- ili sýslumanns Halldórs Jakobsson- ar og húsfreyju hans, Astríðar Bjarnadóttur, sýslumanns á Þing- eyrum, en systur Halidórs umboðs- manns á Reynistað, föður bræðr- aniia Bjarna og Einars, er úti urðu á Kjalvegi snemma vetrar 1780. Þarna að Felli var Eyvindur fyrst hafður í iárnum, en mælt er, að frú Ástríour hafi talið það ó- fært, að fara svo með jafn lag- hentan og vinnufúsan mann, og hafi fengið því tii leiðar komið, að Eyvindur var látinn ganga laus. En hann hvarf stuttu síðar. Varð svsiumanni hverft við, og vildi þegar hefja leit, en Ástríður taldi það úr og spáði bví, að Eyvindur skilaði sér sjálfur ,og rættist sú spá. Þessa sömu nótt, sem Eyvindur hvarf, var stolið peningum á Mel- um í Hrútafirði. Grunaði fólk, að það hefði Eyvindur gert. Var það og ýmsra ætlan, að Ástríður hefði hjálpað honum til að komast á braut, að því sinni, og fylgdi sá orðasveimur, að hún hefði þegið að launum einhvern hluta þýfisins. ,E,n seint verður tófa tryggð“. Enn sleppur Eyvindur frá Felli, og hverfur nú ekki þangað aftur eins og í hið fvrra sinn. En ekki náði hann Höllu með sér og hefir þó, sem jafnan. lagt mikið kapp á það. Nokkru eftir þetta síðara hvarf Eyvindar, af sýslumannssetrinu, kernur þangað kvöld eitt ókunnug- ur ferðalangur, sem segist vera Vestfirðingur, biðst hann gistingar þar að Felli, sem honum er veitt. Um kvölclið spvr hann hvort hér sé Halla, kcna Eyvindar fjallaþjófs, segist spyrja vegna þess, að frænd- fólk hennar í Súgandafirði hafi beðið sig fyrir skilaboð til hennar, en Halla var ættuö þar úr sveit. Mæltist hann til að fá að flytja henni þessi boð. sem hann hafi ver- ið beðinn. Fékk ferðamaður þessi leyfi til aö flytja. Höllu skilaboðin, og fylgdi nú sýslumaður honum sjálfur til hennar í afhýsi, þar sem hún var geymd. Vildi yfirvaldið þar með tryggja, að ekkert orð færi á milli þessara persóna, sem hann ekki heyrði. Bar svo bessi ókunni maður boðin, í áheyrn sýslumanns, — sem undraðist mjög þetta er- indi gestsins —, og fannst víst skilaboðin rugl eitt og markleysa. En um nóttina hvarf ferðalang- urinn, og sömuleiðis Halla. Þóttist fólk nú skilja, að hér hefði Eyvind- ur verið á ferð, í nýju gerfi, og verið svo torkenndur, að fólk hefði látið blekkjast, og þá náttúrlega líka breytt málfari sínu. Sýslumað- ur ætlaöi þó að viðhafa varúð, gegn þessum óþekkta manni, og tók það fram, að hann vildi heyra það, er ókunnugir mæltu við HöUu. Því varð þessi ferðalangur feginn, því sem minnst vildi hann blanda sér i hennar vandræða mál. Sem oft áður var það nú á huldu hvar þau Halla og Eyvindur létu fyrirberast, en helzt lék grunur á, að þau hefðu stefnt norður til Kerl- ingarfjalla og hefðu legið þar um skeið í hellum og skútum. Þau höföu lagt kapp sitt og metnað í að þrauka 20 ár í útlegð og á fjöllum uppi, nú var því takmarki náð og fyllilega það. Hafa þau álit- ið, að þau væru að fornum lögum „komin úr sekt“, svo hefir líka lúi og hrörnun verið farin að beygja þau. En hvað, sem valdið hefir, þá verða þarna þáttaskipti og straum- hvörf í lífi þeirra. Þau, sem um langa stund hafa flúið byggðina, leita nú sjálfkrafa í byggð, til þess aö setjast þar að, og þá er það fyrst vitað um þau, að þau eru komin að Iirafnsfjarðareyri í Jök- ulfjörðum, lcotinu, sem þau struku frá einhverntíma á árunum á milli 1750—1760. Segir sagan, að þau hafi að vísu verið þarna fyrst með nokkurri launung, en prestur sá, er sjá átti um kotið, hafi ekki kært þau, eða nokkur annar blakað við þeim. Er og líka sagt, að Eyvindur hafi nú loks látið af stuldum. — En það þóttist fólk vita, að oft fyndi hann Ástríði í Felli og að hún hafi þá jafnan miðlað honum nokkurri björg. En mæðu og ólán hafði Halldór sýslumaður Strandamamia af málsmeðferð sinni og afskiptum öllum af þjófum þessum, flökkur- um og slangurlýð. Var hann kærð- ur fyrir að hafa sleppt ýmsum strokuþjófum, og raunar var hon- um gefið fleira að sök. Missti hann af þessum sökum embættið, og var auk þess dæmdur í fjársektir. Skömmu eftir að Halla og Ey- vindur setjast að — í annað sinn — á Hrafnsfjarðareyri — deyr Halla. Er sögn um það, að Eyvindur hafi dysjað hana í mýri skammt frá bænum. Mun og Eyvindur ekki heldur hafa lifað lengi, eftir það að Halla féll frá, að minnsta kosti er hann dáinn fyrir árið 1783. En er Eyvindur lá banaleguna, beiddist hann þjónustu sóknar- prestsins, og óskaði þess, að hann græfi sig í vígðri mold. Studdi hann beiðni sína með því, að hann hefði þegar lifað 20 vetur í útlegð og ætti því, samkvæmt fornum lögum, að vera sýkn. En talið er, að prestur hafi borið það fyrir sig, að enginn dómur hafi fallið um þessi mál, og því hefði hann engan valdsmanns úrskurð fyrir sýknu hans. Eyvindur hafi því verið graf- inn við hliö Höllu. Er taliö, að kuml þeirra, eða leiði, hafi hvað eftir annað verið hækkað upp og hresst við, svo að það sigi ekki niður í rpýrina og hyrfi þar með í gleymsku. En önnur sögn er líka til um þetta og trúlegri, sú, að Halla og Eyvindur hafi bæði verið grafin í vígðum reit, og bein þeirra hvíli í kirkjugarðinum á Stað í Grunnavík. Það er engan veginn víst, að hér hafi verið nefndir allir þeir staðir, sem þau Halla og Eyvindur dvöldu á, á sínum útlegðardögum, á fjöll- um eða í byggð, og má reyndar telja fullvíst, að svo er ekki. Saga hefir gengið um það, og studd nokkrum heimildum, að þau hafi, er þau hurfu úr Fljótsdalnum, lent í Norður-Þingeyj arsýslu og dval- izt eitthvað þar, hann að Svalbarði, en hún að Sauðanesi. Fylgir og sögunni það, að Hans Wíum hafi fengið þeim einskonar vegabréf, stílað til embættisbróður síns í Norður-Þingeyjarsýslu. Mun þá ætlunin hafa verið sú, að hann greiddi fyrir því, að þau mættu komast í erlent fiskiskip og kom- ast af landi burt. En eitt er víst, út fyrir landsteinana stigu þau aldrei og móðurmoldin geymir þeirra duft. í Hvannalindum, í tungunni milli Kreppu og Jökulsár, hafa fundizt rústir af útilegumannabú- Fravih. á bls. 47.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.