Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 8
8 Jólablað TIMANS 1952 ■ Halldór Kristjánsson. F O R M Á L I Utan af Alaskaströndum kom íslenzkur maður með fræ, fagnandi huga og færandi hendi flutti það heim yfir sæ. Enn skyldi ísland numið, enn skyldi látið sjást hverni'g á grjótinu getur gróið þjóðrækin ást. Vorsins djörfustu vonir, sumarins sælasta þrá fylgdu fræunum smá í fagurri hamingjuspá. Loftið varð léttara og tærra, lífið fékk bjartari brag. Æfintýrið um ísland var enn að hefjast þann dag. V I Ð FRÆBEÐIÐ Sáðreitur er þér sýndur. — Er þar eitthvað að sjá? Litlar, Ijósgrænar spírur lyftast moldinni frá. Hvað boða þeir blalctandi sprotar? Veikur er vísirinn hér. Stofnar þeir skulu þó standa aldir á eftir þér. Viljinn að vaxa og gróa er alls staðar cðlinu trúr, óskmeiðir íslenzkra skóga mjakast hér moldinni úr. Öðlingar íslenzkra marka / eiga hér vöggureit. ♦>> ? SáL mur um ^rœna óproia óp ti EFTIR HALLDOR KRISTJANSSON •V Lengi munu þeír lifa blómgvandi borg og sveit. Er veturinn situr að völdum og vefur að landinu ís úr gaddfrosnum greipum dauðans hinn græni barrviður rís, sígrænn og sífrjór lundur sendur með lífsins orð berandi barr sitt á vetri á frosinni fósturstorð. Gagnviði'r skulu hér gróa, skjól á skógarins bær. Mildari, fegurri og frjórri er fold sú, er skógi grær. IIEIMILISLUNDURINN Helgi á heimilislundum höfðu hér landnámsmenn, gö.mlum og góðum siðum gott er að fylgja enn, y leitaðu út í lundinn lami þig dagsins stríð, þreyttum er gott að gista gróandi laufin fríð. Gróandans kyngikraftur síast í mannsins sál lífstrú og lífsþrek nærir lundarins helgimál. Eigirðu í vök að verjast viðsjálli munaðsþrá, hollt er að lieyra raddir hei'brigðum gróðri frá. Leggi hald á þitt hjarta hégómans draumanótt líklegast geturðu í lundínn lækningu þína sótt. Ræni þig sælum svefni sýndarvegur og prjál láttu þá trén þín lesa lærdóma mæddri sál. Villi þér sjáandi sjónir lieimsins hringlandi rót augu þin mega opnast aftur við lundarins fót. Læsi liatur og hroki helgreip um æsta sál löngum er gott að lesa lundarins þögla mál. Svipti sáí þína friði svíðandi agg og nag leitaðu guðs þíns í lundinn, lengdu þinn helgidag, guð er gróðrinum nærri, skógurinn skilur flest. Hjálpirðu gráðri að gróa græöirðu sál þína bezt. ANDI SÁÐMANNSINS Um aldanna grónu götur fer gleymskunnar mi'kla tjald, liinn gengni maður er gleymdur, almúgi og yfirvald. Hversu snjallt sem þú hrópar, liver sem þinn búningur er, morgundagurinn má ekki vera að muna eftir þér. í kjörskrám og kirkjubókum kannske geymist þitt nafn, en gleymskunnar voldugi veggur verður þér fyrir því jafn. Hver varstu? Það veit þá enginn, Von, þín, ætlun og þrá gengur með þér til graíar þegar þú fellur frá. Eðlí þitt fylgir þér einum, ást þín, gleði og sorg líður úr heimsins huga, hverfur sveit þinni og borg. í þjóðlífsins þunga straumi þín mun þó gæta enn, andi þinn lifir þar áfram, eins þó að gleymi þér menn. Áhrif þín ganga að erfðum íslenzkri menningu trú, veröa þar upphaf að ýmsu ógert, sem hafði'r þú. — Kynslóðir koma og fara af kvistunum skógur rís sál þín í lundinum Iifir landvættur, — skógardís. í skóginum skilur þjóðin sköpunarmátt þinn og trú að ísland varð auðugra og betra af því að lifðir þú, þar haföir þú afrek unnið, sem æskunnar hjarta vann, því blessar þig æska íslands hinn óþekkta, nafnlausa mann. ► ... að ódýrasta aðferðin til þess að ná tii f jöldans er rr.ee prentuðu niáli, Sivert sem þér þurfið að sefja framleiðslu yöar eöa hafið eitthvað annað að skýra fóiki frá„ VÉR HJÁLPUM YÐUR við söl- "7 una á framleiðslunni með vel unnum umbúðum úr karton og pappír, fallega prentuðum í Sihijn til: mörgum litum. AHar teguntíir Vel gerður hlutur í smekklegum UMBÚÐA umbúðum, vel prentuðum, er úr karton bezta markaðsvaran. og pappír Prentum: Höfum fyrir- fyrir íiggjandi: Bækur, blöð og léttan iðnað, tímarit. Eyðu- Frumbækur, 2 prentaðar í blöð alls konar. stærðir. Reikn- mörgum litum Fjölritunar- ingseyðublöð í bækur. Bók- blokkum. og lakkaðar. haldsbækur. Kvittanahefti. YÐAR HAGUR er að eiga við- skipti þar sem verðið er sann- gjarnast á öllum tímum, ósvikið efni og smekklegur frágahgur, og allt gert að vilja viðskipta- vinarins, ekkert skammtað. Það bjóðum vér yður. ÓSKU M hinum fjöi- mörgu viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári. PRENTSMIÐJAN EBBA Lindargötu 9a, Reykjavík, símar 3720 og 3948, símneíni Prentedda, pósthólf 552

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.