Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 41

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 41
Jólablað TÍMANS 1952 41 Það er nokkur tilbreyting, að flytjast úr miljónaborg, þar sem tízkan er tignuð, í afskekktan dal í sveitinni. Það var skömmu eftir að við fluttum upp í sveit á Suður-Eng- landi, sem ég kynntist gamla prest- inum í dalnum. Fyrir fyrstu helgina, sem við vorum í sveitinni, kom bóndadóttir af næsta bæ. Hún sagði mér, að fólkið, sem áður bjó í okkar húsi, hefði alltaf sótt guðsþjónustu í bænahúsið, sem var rétt fyrir ofan okkur í dalnum, og nágrannar okkar væntu þess, að við héldum þessum sið, og að við kæmum þangað til messu næsta sunnudag. Hún sagði, að það væri að vísu stór kirkja hér suður frá, niðri við þjóðveginn, en fólkið í dalnum hefði komið upp þessu bænahúsi hjá sér, til þess að eiga skemmri leið til guðsþjónustu, og það héldi húsinu við á sinn kostnað. Það hafði samið við prest, sem þjónar söfnuði í næsta þorpi, um að messa í bænahúsinu, en stundum kæmi annar nágrannaprestur þangað í heimsökn, og ef svo óheppilega vildi til, að hvorugur þeirra gæti ltomið, þá væri gamli presturinn alltaf við hendina. Hann hafði lofað að hjálpa þeim ef á þyrfti að halda. Gamli presturinn hafði áður þjónað söfnuði stóru kirkjunnar við þjóðveginn, en var fyrir löngu búinn að segja af sér því starfi. Hann er ekki eins og fólk er flest, sagði stúlkan. Hann umgengst engan, síðan húsið hans brann og konan hans fór burt með dóttur þeirra. Það er sagt, að hann hafi byggt sér skúr úr brakinu, sem eftir var í rústum hússins, og þar býr hann alltaf einn, hann á ekki einu sinni hund. Enginn fær að stíga inn í garðinn hans; hliðið er lokað með keðju og lás. Hann er vissulega ósköp skrítinn, en það sofnar enginn við messu hjá gamla prestinum. Hann getur talað, allt verður svo lifandi, sem hann talar um. Öllum ber saman um, að hann sé vel greindur. Við erum alltaf á- nægð með messurnar hans, og nú á hann að prédika hjá okkur á sunnudaginn kemur. Við fórum til guðsþjónustu í bænahúsið næsta sunnudag. Húsið var snyrtilegt og vel við haldið, en það.var lítið og í fornlegum stíl. Mér fannst ég vera komin aftur í tímann, til Viktoríutímabilsins. Svo kom gamli presturinn. Hann var með hæstu mönnum á vöxt en grannur, á að gizka 70—80 ára gamall. Andlit hans og hendur dökkbrúnt af sólbruna, auga- brýrnar hvítar og þykkar, augun dökk og lifandi, en þau sýndust liggja langt inni í höfðinu, því augabrýrnar voru svo miklar. Hárið var mikið og hvítt, og það varpaði birtu yfir manninn. Presturinn flutti bæn, og orð hans voru lifandi. — Guðspallið, sem hann las var Jóh. 5. kap. 2.— 10. vers. í einu vetfangi hreif prest- urinn okkur með sér til Jerúsalem, að Betesdalaug. Ég sá fyrir mér súlurnar og hliðið, og mikla um- ferð á götunni fyrir utan. Og þarna var laugin, með tært vatnið, og Eftir Antoníu fallega liti. — Umhverfis laugina var fólksstraumur fram og aftur. - Og þarna sá ég lamaða manninn liggja. Þjáningarnar höfðu mark- að andlit hans rúnum sínum, ég gat ekki haft augun af honum. En skyndilega birti svip hans og un- aðslegur blær fyllti allt umhverfið. Það heyrðist hljómfögur rödd, er sagði: Viltu verða heiil? Maður- inn rétti fram báðar hendurnar og kallaði: Ég hefi engan til að hjálpa mér í laugina, þegar vatniö hrær- ist, en meðan ég er á leiðinni, fer annar ofan í á undan mér. En þá heyrðist hljómfagra röddin aftur: Rís upp, tak sæng þína og gakk. Ég horfði enn á iamaöa manninn. Nú stóð hann upp, rétti upp hend- urnar og hrópaði: Dýrð sé þér, Drottinn minn, ó, dýrð sé þér Drottinn minn, ég hefi fengið mátt. Hann grét og hló í einu, og svo hljóp hann út að hliðinu. Ég horfði og hlustaði, og orðin endurómuðu í eyrum mér: Viltu verða heill? Viltu verða heill? — Ég vissi ekki hvað tímanum leið, en svo lauk presturinn máli sínu, og ég var aft- ur komin í sæti mitt á litla tré- bekknum í bænahúsinu. Eftir að guðsþjónustunni var I n u m lokið,, heilsuðum við prestinum. Hann sagði mér, að sig hefði lengi langað til að sjá íslending og ég væri sá fyrsti er hann hitti. Gamli presturinn kom stundum á heimili okkar og var þar kærkom- inn gestur. Ég sagði honum, að það væri margt í biblíunni, sem ég ekki skildi. — Hann tók sögur og kafla úr þeirri helgu bók og útskýrði fyrir mér. Lifandi svör og skýringar átti hann við öllum spurningum. Hann las biblíuna jafnt á grísku og iat- ínu, kunni góð skil á mismunandi þýðingum orða og minni hans var mjög gott. Þegar presturinn kom í heimsókn til okkar, var hann vanur að spyrja mig að því, hvað ég vildi heyra í dag, úr heilagri ritningu, æfisögu einhvers enska skáldsins, sögu einhvers stjórn- málamanns, úr sögu Englands eða um forna enska konunga. Af nógu var að taka. Öll ártöl mundi hann, og hann hélt mjög vel og drengi- lega á málstað annarra í frásögn- um sinum. Það var eins og bezti skóli að hlusta á þennan stóra öld- ung, og ég hugsaði oft um það, að postular Krists hefðu sennilega verið líkir honum. Gamli prestur- inn sagði lika börnunum sögur og æfintýri, sem öll urðu að veru- leika í frásögn hans. Margt benti til þess, að prestur- inn væri vanafastur. Þegar hann heimsótti okkur, kom hann alltaf á sama tíma, um miðjan daginn. Eftir að tedrykkja var lokið sett- umst við öll til að hlusta á frásögn hans. Það var sama hvað margt var í kringum hann, alltaf komst kyrrð á, þegar hann byrjaði að tala, og við höfðum mikla ánægju af að hlýða á hann. Það eina, sem prestfurinn sagði okkur um sjálfan sig, var að hann væri einsetukarl, sem lifði mjög einföldu lífi. Hann sagðist eiga eina dóttur, sem væri barnalæknir í London, en hún hefði því miður of sjafdan tíma til að koma til hans. Hann færði okkur góða ávexti og grænmeti úr garði sínum, og það bar vott um að garðurinn hans væri í góðri rækt. Við fórum burt úr sveitinni eftir 4 ár, en þegar presturinn heyrði, að við værum á förum, bauö hann mér að koma til sín með dætur mínar til tedrykkju hjá sér. Við fórum þangað á ákveðnum degi. — Það fyrsta sem við sáum, er þang- að kom, var meir en mannhæðar- há hliðgrind, lokuð með járnkeðju. Veggurinn umhverfis garðinn var enn hærri, og ofan á honum glitti í glerbrot, sem virtust vera steypt í vegginn, svo þaö var ekki hægð- arleikur að klifra yfir hann. Þegar við komuin að hliðinu, heyrðum við glamra í þungurn hlekk, er féll til jarðar. Það greip mig snöggvast ný tilfinning. Mér kom í hug fangelsi, og ég tók ósjálfrátt fast- ar utan um hendur barnanna, er ég leiddi. Þau liorfðu spyrjandi á Framh. á siðu 46.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.