Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 17
öll þessi net og ból?“ spyr ég. „Nei, þeim er sökkt svo djúpt,“ segir leið- sögumaðurinn. „Þetta ber mér að vita,“ bætir hann við. Við nálgumst tvö sker eða fleiri á bakborða. Þau heita „Bokkyven". Nafnið á sér sögu. Hana segir leið- sögumaðurinn mér. Árið 1692 fórust margar Norður- landsskútur (skjautur) á leið suð- ur til Björgvinjar með fullfermi af skreið, lýsi og öðrum sjávarafurð- um. Þá fórst skjauta, sem séra Pét- ur Dass á Alstahaug átti. Hún fórst einmitt á þessum skerjum. Norð- lendingar töldu víst, að í skiaut- unni hefði verið mikið af bókum, fyrst það var skjauta skáldsins og kennimannsins, hins vitra og fjöl- kunnuga séra Péturs Dass. Um mannskaðaárið mikla segir í gömlum sögum: „Áret seksten hunner nitti to, dá var det flere som gret enn lo.“ — Svo segir leið- sögumaðurinn mér þjóðsögu um séra Pétur, þennan Sæmund fróða norsku Norðlendinganna. Ég hafði að vísu lesið hana einhverntíma áð- ur. Hún er á þessa leið: Mikið orð fór af andríki prests- ins á Alstahaug. Kóngurinn í Kaup- mannahöfn vildi gjarnan sannfær- ast um, að séra Pétur væri slíkur kennimaður, sem hann var sagður vera. Eitt sinn gerði hann því séra Pétri boð, að hann skyldi koma suður til Hafnar og prédika þar fyrir sér á jóladag. Boð þessi fékk séra Pétur fyrst á aðfangadags- kvöld. — Nú voru góð ráð dýr, ef hann ætti að ná suður til konungs í tæka tið á jóladag. Séra Pétri varð ekki ráðfátt. Að loknum kvöldverði á aðfangadags- kvöld hvarf prestur inn í skrifstofu sína og aflæsti dyrum. Þar skrýdd- ist hann hempu og setti á sig krag- ann. Síðan tók hann fram koffort og söðlaði. Þá las hann ákaft í „Svörtu bókinni" og særöi Kölska sér til aðstoðar. Ekki leið á löngu áður Kölski birtist presti. „Hvað viltu mér?“ spurði hann. „Þú átt að skjótast með mig sem snöggv- ast suður til kóngsins Kaupmanna- hafnar.“ „Hvað fæ ég fyrir það?“ spyr Kölski. „Þú skalt fá sálir allra þeirra, sem sofna í kirkjunni hjá mér á morgun,“ svarar prestur. Þau ferjulaun var Kölski harö- ánægður með, lyfti koffortinu með séra Pétri í hnakknum á hrygg sér og flaug af stað. Þegar þeir komu suður undir Stað, lækkaði „gamli karlinn“ flugið, því að hann var þreyttur oroinn, enda var séra Pétur lands- kunnur beljaki og ístrumagi. Stöðugt lækkaði Kölski flugið og nálgaðist hafflötinn, þar til tók aö skvettast á prest. Nú vildi Kölski losna við séra Pétur og fá ástæðu til að kasta hon- um í hafið. Sú gat ástæðan ein orðið, að prestur nefndi guðsnafn. „Hvað sagði Pétur postuli, þegar hann var í sjávarháska?" spurði Kölski. „Hærra, upp og fram, djöf- ullinn þinn,“ hrópaði prestur með brýndri raust. Veslings gamla brýnið varð fyr- ir vonbrigðum. Hann varð nú að taka á því, sem hann átti til, og kom presti til Hafnar í tæka tíð. Kirkjan var full af fólki, og með- al kirkjugesta voru auðvitað kon- ungshjónin. Konungur hafði lagt svo fyrir, að texta dagsins skyldi séra Pétur ekkert vita um fyrir- fram, heldur finna hann á stóln- um. Þannig skyldi hann reyndur. Þá hlakkaði í Kölska, er hann heyrði það. Séra Pétur steig í stólinn. Þar lá blað. Ekkert stóð skráð á það. „Hér stendur ekkert,“ sagði prestur. Svo fletti hann því við. „Hér er held- ur ekkert,“ sagði hann, „og af engu skapaði guð himin og jörð.“ Út af þeim orðum lagði hann svo í ræð- Jólablað TÍMANS 1952 17 unni, sem þótti svo góð og andrík, að kóngur dáðist að og undraðist. Engum kirkjugestanna kom að sjálfsögðu dúr á auga undir ræð- unni, og veslings Kölski varð af fluggjaldinu. „Vesturállinn" dýfir sér léttilega í úthafsölduna, sem leggur inn Síldargapið. Innst í flóa þessum er eyjan Selja. Hún á sér merkilega sögu. Á dögum Ottós keisara hins milcla í Saxlandi (926—933) ríkti fögur og guðhrædd konungsdóttir i írlandi. Hún hét Sunnifa. Ileiðinn víking- ur biðlaði til hennar og íékk hrygg- brot. Þá fór hann báli og brantíi um ríki hennar. Sunnifa flúði á báti til haís með meyjum sínum og bróður Albanusi og fói sig forsiá guðs. Bátinn rak með þau yfir Norðursjóinn, inn í Síltíargapið, upp að strönd eyjunnar Seliu. Fólk á nálægum stöðum hugði ræningja komna í eyna og leitaði aðstoðar Hákonar jarls. Þegar Sunnifa varð þess vör, að jarl og heiðingjar hans nálguðust eyna, flúði hún i helli þar í eynni. Bað hún svo guð að láta fjallið, sem hellirinn er í, hrynja yfir sig. Þegar jarlinn kom að hellismunnanum, féll klettur úr berginu fyrir munnann og lokaði hellinum. Lét Sunnifa þar líf sitt. Árið 996 hélt Ólafur konungur Tryggvason fund með Sygnum, Firðum, Sunnmæringum og Raum- dælum á Dragseiði á Staðarlandi. — Dragseiðis er getið í Heims- kringlu. Það dregur nafn af því, að fornir sjófarendur drógu gjarn- an skip sín yfir eiðið á suður- eða norðurleið, til þess að þeir þyrftu ekki að sigla þeim fyrir opið haf fyrir Staðarhöfða. Á fundi þessum bauð konungur bændum birginn, og gengust þeir undir kristna trú. Þá heyrði kon- ungur frásagnir um tákn og und- ur á Seljuey. Konungur og biskup hans, Sig- urður, þóttust skilja, að þar hlytu að liggja helgra manna bein. Kon- ungur lét siðan byggja kirkju á Selju og helgaði hana Sunnifu. Þar varð svo fyrsta biskupssetur í vest- anverðum Noregi. Þaðan var það flutt til Björgvinjar. Þá var einnig byggt Benediktsklaustur i eynni og helgaö hinum heilaga Albanusi, bróður Sunnifu. Klausturrústirnar sjást þar enn. Og ennþá stendur þar við þær 14 metra hár steinturn frá dögum klausturbræðra. Við nálguðumst Staðarlandið, Staöarhöfðann, sem er á mörkum Fjarða og Sunnmæris. „Þessi vík þarna heitir Ærvíka,“ segir leiðsögumaðurinn og bendir til lands, „men kar av ordet kjem, veit íkje eg,“ segir hann á móður- málinu sínu. Jú, það þóttist ég geta skýrt. Svo skýrði ég orðið œr fyrir honum. Það væri góð íslenzka enn í dag. Þarna hlyti því að vera gott sauðland. „Kemur heim,“ sagði hann. „Þarna bjó einu sinni geysi fjármargur bóndi, en nú er land- inu skipt milli margra bænda. Stað- arhöfðinn heitir Kjerring (Kerl- ing) á sjómannamáli. Svo bendir leiðsögumaðurinn á eyju þar vestur í hafinu. „Erkna heitir hún,“ segir hann, „það er mér sagt að þýði seley.“ „Rétt mun það vera,“ segi ég, „samstofna með orðinu Orkn- eyjar, sem þýðir Seleyjar. Nú skapaðist okkur nýtt áhuga- efni og umræðuefni, samanburður norskra og íslenzkra örnefna, breytingar á þeim frá fornu máli í skrift og framburði. Orðið Sæ- heimur verður Seim í norskunni. Orðið Sólheimur verður Solheim eða Solem, o. s. frv. Fjöldamörg önnur örnefni í norskum byggðum eru næstum óbreytt frá söguöld eins og hér heima. Fyrir norðan Stað tekur skerja Hinar fornu byggingar á Bryggjunni í Björgvin. garðurinn aftur við, eyjar og sker, blindsker og boðar, krókótt sund og rásir. Með 15 mílna hraða brunar „Vesturállinn“ um sund þessi. Ég dreg úr samtalinu við leiðsögu- manninn. Mér flýgur í hug svo frá- leit hugsun, að átt gæti sér stað, að hann gleymdi að segja piltinum við stýrið breytingar á stefnunni, svo að slys hlytist af. — En skip- anir leiðsögumannsins koma jafnt og þétt. Þó virðist hugurinn fastur við viðræðuefnið. Ég tek að untírast og dást að þess- um garpslega og tírengilega sjó- manni. í stýrishúsinu eru tveir áttavit- ar. Annar er í lofti þess. Þann not- ar pilturinn, sem stýrir. Hinn átta- vitinn stendur í lokuðu hylki fram- an við stýrishjólið. Kringla áttavitans er sett strik- um og «tölum frá 1—360, en ekki merkt með aðaláttum og broti úr þeim, eins og áttavitar, sem ég, landkrabbinn, hefi séð og kynnzt. Fyrirskipanir leiðsögumannsins koma jafnt og þétt, þótt hann skrafi við mig um alla heima og geima. Og pilturinn við stýrið end- urtekur-þær alltaf orðrétt á sjó- mannsvísu og breytir nákvæmlega stefnu skipsins eftir þeim. Annað talar hann eklci. Hugur piltsins erfiðar; hann er gígfastur við strikið; má ekki frá því hvarfla. eitt andartak. Pilturinn hverfur frá stýrinu eftir einn klukkutima. Þá er hugarorka hans þrotin í bili, og annar tekur við. Ég inni leiösögumanninn eftir því, hvernig hann fari að muna all- ar þessar stefnubreytingar og átt- ir. Þá opnar hann kassa út við vegg stýrishússins. Þar logar ljós, og þar liggur skrifbók alsett tölum. „Hér er öryggið, ef mig brestur minnið um áttirnar og stefnubreytingarn- ar. í þessari bók eru skráðar niður- stöður minna eigin rannsókna í góðu veðri að sumarlagi.“ Hér skrái ég nokkrar fyrirskip- anir leiðsögumannsins orðréttar upp úr dagbók minni. Þær eru stuttar og knappar. Við förum krókótt sund. „58,“ segir hann, — „gefðu eft- ir — beint þetta.“ „45, — beint þetta — aðeins bet- ur á stjórnborða, — gott þetta.“ „Nú til bakborða á 30, — beint þetta.“ Víð erum í sundi milli skerja og boða. Ég lít á áttavitann öðru hvoru. Alltaf lá stefnan nákvæmlega á strikinu. Einbeittur hugur, þraut- notuð hugarorka. — Áður var það siður, að stýrimenn stæðu tvo tíma við stýrið í senn, en nú er sá tími sem sé styttur um helming af ör- yggisástæðum. Við ræðumst við um þessi fræði öll, skerjagarðinn og siglingaþekk- ingu leiðsögumannanna þar. Þekkingin á siglingaleiðum inn- an norska skerjagarðsins eru þús- und ára gömul vísindi. Þessir leið- sögumenn eru sérlærðir til þess að stunda þetta lífsstarf. í skerjagarðinum eru um 3000 siglingaljós, vitar, dufl og ljós- stengur. Sumir vitanna hafa allt að 20 liti i hringnum, sagði leiðsögu- maðurinn mér. Hvert litarhorn hef- ur sína merkingu. „Vitir þú ekki glögg deili á öllum vitum og öðrum ljósum eða ljósmerkjum, nærðu ekki leiðsögumannsprófinu,“ sagði hann. Til þess að fá að þreyta þetta próf, þarf að hafá þriggja ára sigl- ingatíma. Siðan 10 mánaða sjó- mannaskóla. Eftir það verður leið- sögumannsefnið að ráðast fastur starfsmaður, og nemandi um leið, hjá einhverju þeirra skipafélaga, sem rekur flutninga- eða farþega- skip með ströndum fram á því svæði eða meðfram þeirri strand- lengju, er leiðsögumannsefnið ósk- ar að verða sérfræðingur á. Á slíku skipi starfar leiðsögumannsefnið minnst eitt ár. Að þeim tíma liðn- um getur hann fengið leyfi til að þreyta leiðsögumannsprófið, sem er sérstaklega strangt. Fyrir norðan Stað tekur Sunn- mæri við. Hér breytast fjöllin og likjast íslenzku blágrýtisfjöllunum með hamra, stalla, tinda og skörð. „Finnur íslendingurinn nokkra breytingu hér á hreyfingu skips- ins?“ spyr leiðsögumaðurixm eitt sinn upp úr þurru. — Breytingu? Jú, ég var ekki frá því, að skipið titraði lítiö eitt meir en venjulega. „Alveg rétt,“ sagði hann, „hér er aðeins 21 feta dýpi. Komdu hérna út á stjórnborðsvænginn!“ Þaðan sáum viö í botn, ljósan sand- eða malarbotn með þaraflekkjuhi. „Hér geta ekki stór skip farið,“ segir hann, „aðeins svona kollur.“ Nú, mér fannst „Vesturállinn“ ekki vera nein smákolla. Hve margar smá- lestir? „Já, hve margar smálestir er skipið?“ spurði hann piltinn við stýrið. „2200,“ var svarið stutt og knappt. Þá skýrir leiðsögumaðurinn mér nýja eða nýlega uppfyndingu um skiptingu á gangi skrúfunnar á skipinu. Stöðu blaðanna á skrúf- unni er breytt eins og á bátavél, án þess að draga þurfi úr snúnings- hraða eða hægja á gangi sjálfrar vélarinnar. Hann sýnir mér radar- tæki skipsins, hvernig það vinnur. „Þarna sérðu á sjónkringlu þess bátana tvo, sem við fórum framhjá áðan, og þarna skerin á stjórn- borða.“ Dásamleg uppfynding og öryggistæki, sem enskur vísinda- maður setti saman, en notfærði sér uppfyndingar 17 annara visinda- manna. Leiðsögumaðurinn ræðir lengi um radartækið af miklum áhuga. Ég hlusta þó á hann með hálfum huga, því að við stefnum beint á land með fullum hraða. „267,“ segir Framh. á bls. 45.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.