Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 31

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 31
Jólablað TÍMANS 1952 31 Þó að Helgi væri mikill stjórn- ari og sjálfkjörinn fyrirliði á mörg- um sviðum, var hann manna fús- astur að taka þátt í félagsskap og liðsinna öðrum í starfi. Þegar Góð- templarareglan kom til sögunnar, gerðist hann stuðningsmaður henn- ar og einn af stofnendum stúkunn- ar Aldamót. Þá var hann félagi ungmennafélagsins Ármann í Landbroti og hvatamaður að stofn- un þess árið 1909. Það félag bar hann á höndum sér meðan hann lifði. Áður en fyrrnefndur barna- skóli var reistur, voru hans rúm- göðu húsakynni ávallt lánuð félag- inu, ekki aðeins til venjulegra mál- funda, heldur einnig til skemmti- funda, er fjölsóttir voru og oft af fólki úr nálægum sveitum. Mér eru minnisstæðar samkomurnar í bað- stofunni í Þykkvabæ. Ég efast mjög um, að skemmtisamkomur nú til dags séu fólki jafn-ánægjulegar og þær voru, þrátt fyrir meiri skemmti krafta og rýmri húsakynni. Ég veit að margur hefir vel gert fyrir ung- mennafélagshugsjónina, en naum- ast verður betur gert en þau gerðu hjónin í Þykkvabæ að lána híbýli sín fyrir almennar skemmtisam- komur. Kunnugir aðeins geta um það borið, hve miklum átroðningi og alls kyns fyrirhöfn það olli heimilinu í mörg ár án endur- gjalds. Þó að Helgi sæi margar hugsjón- ir sínar rætast, þarf ekki að efa, að mörg hafa áform hans verið, er aldrei urðu kunn. Margt fyrnist yf- ir og gleymist — eða jafnvel verð- ur skráð í annarra reikning. Sumt er þegar horfið sjónum, svo að eng- in merki sér eítir, eins og gengur, því að breytingarnar eru tímans tákn. Eitt af því er skýlið við Skaftárós, er Helgi byggði í félagi við Hávarð í Króki. Mér er kunn- ugt um, að skýliö gekkst Ilelgi fyr- ir að byggja í því skyni að skýla þar vörum, er hann hugðist fá þar skip- að upp. Nokkuð hafði verið róið til fiskjar á vorin þarna fyrir söndum og bátur var til, sjófær, allt fram um 1910. Það-var vorið 1907, sem Helgi o. fl. í félagi við hann áttu von á vörum, er koma átti i land við Skaftárós. En er skipið kom, sem vörurnar flutti, var brim og enginn kostur aö fá það til aö bíða þar til sjófært yroi. Vörunum var svo skipað upp i Vik. Þó að þessi tilraun heppnaðist ekki, kom þó að því, að vörum var skipað upp við Skaftárós, en ekki lifði Helgi það. En skýlið hans var samt fyrsta vörugeymslan þar, og oft lcom það sér vel, áður en Kaupfélag Skaft- fellinga lét byggja þar stóra vöru- geymslu. Mér er minnisstætt haust- ið 1918, er Katla gaus og lokaði landleiðinni til Víkur. Austan Sands voru menn innikróaðir með slátur- fénað, sem reka átti til Víkur. Gras- brestur var óvenju mikill um sum- arið og því þurfti að löga mörgu fé umfram venju. Svo þegar gosið kom var enn sýnt, að farga varð stórlega þess vegna, þar sem vetr- arhagar ónýttust og öll beit frá haustnóttum til gróanda. Ástandið var alvarlegt og allar bjargir bann- aðar að því er sýndist. Loks varð það að ráði, að landsstjórnin léði björgunarskipiö Geir og Sláturfélag Suðurlands lét í það tunnur með salti og rúgmjöli og var skipið sent með þannan farm austur að Skaft- árós. Svo var um búið, að farmin- um (tunnunum með salti og mjöli) yrði kastað í sjóinn, í von um, að hann bærist á land. Vitað var, að ekki gæfi á sjó til aö taka farminn í bát að venjulegum hætti, svo síðla hausts og stórbi'im orðiö með söndum. Skipsmenn á „Geir“ sættu lagi að kasta út tunnunum, þegar straumur og vindur bar að landi. Tjlraunin tókst vonum framar, þó að nokkuð spilltist. Ég var einn þeirra manna, ?r tóku á móti vör- unum og vorum við á fjörunum að björguninni í þrjá sólarhringa, holdvotir af sjó og óveðri. Þá var gott aö hafa skýlið hans Helga og eins um vorið, er tunnunum var skipað út, þá fullum af kjöti. Þegar Helgi andaðist 54 ára að aldri 1915, hafði hann afkastað á fáum árum svo miklu, að undrum sætir. Þeir, sem þekktu hann bezt og unnu með honum, undrast það ef til vill minnst. Að hann fékk af- kastað margfalt á við aðra, verður ekki skýrt með því einu, að hann var afburða verkmaður. Hitt mátti sín ekki síður, hve glöggur hann var og hagsýnn. Þó að aldrei sæist Helgi „spekúlera" yfir verki, gerði hann sér fullkomna grein fyrir því, áður en hafizt var handa, hvern- ig léttast var og fljótast að vinna hvert verk. Aldrei vissi ég að hon- um yrði ráðafátt, hvað sem að höndum bar, og fastmótað öryggi einkenndi hann í öllu starfi. Hann bjó sér öll verkfæri svo í hendur, að sem minnstrar orku þyrfti að neyta til að hafa þeirra full not, sama hvort það var rekan, sögin, öxin eða ljárinn, allt beit þetta eins og brugðið væri i vatn. Sláttumað- ur var hann svo að af bar og smið- ur góður bæöi á tré og járn. Reglu- semi hans og kapp að koma öllu áfram á réttum tíma orkaði miklu. Slátt byrjaði hann venjulega 9—10 vikur af sumri. Voru þá áhöld öll tiltæk í góðu lagi og vorverkum lokið, svo að engu þurfti að sinna öðru en slættinum, eftir aö hann hófst, og stóð hann yfir 10—11-vik- ur. Allra manna bezt gekk Ilelga að ná inn heyjmn í óþurrkatíð. Flutti hann þá heim af votengi jafnóðítm og slegið var og þurrkaði á túni. Notaði svo hverja flæsu upp á milli, þar til fullþurrkað var. ið, sem skylt er, að Helgi var kvænt- ur mikilhæfri konu, Höllu Einars- dóttur frá Heiði á Síðu. Hún var kona prýðilega mennt til munns og handa og átti hún sinn mikla þátt i því að gera heimilið úr garði með þeim myndarbrag, sem raun bar vitni. Heimili þeirra hjóna sótti fjöldi gesta og flestir langferða- menn kusu sér þar gistingu með- an þjóðleiðin var syðra um Land- brot. Halla hafði þvi mikil umsvif á heimili sinu og um margt að sinna. Verður hennar hér minna getið en efni standa til, því að hún skaraði fram úr um margt, að sínu leyti hliðstætt Helga. Áður en Helgi lézt, höfðu þau hjón afhent Kirkju- bæjarhreppi eignarjörð sina að gjöf. Helgi hafði mikla elsku á jörð- inni og hugðist með þessu koma í veg fyrir að hún lenti í braski eða yrði niðjum hans of þung í skauti til búsetu vegna kaupa á eigninni. Vísast að öðru leyti til gjafabréfs þeirra hjóna um þetta efni. Ég hefi nú lítilsháttar lýst störf- um Helga Þórarinssonar eins og ég kynntist þeim. Tel ég, að það hafi meira gildi en rakalausir dómar mínir eða annarra. Þó vil ég að endingu bæta hér við nokkrum ummælum merkra manna: Jóhann Sigurðsson búfræðingur, sem var nákunnugur Helga, sagði í erindi, er hann flutti á almennri samkomu: „Það er meira af því að læra að vera eitt ár vinnumaður hjá Helga en vera í bændaskóla í tvo vetur.“ Magnús Bjarnarson prófastur sagði í útfararræðu um Helga, aö hann hefði haft „stálvilja“, sem allt hefði orðið undan að láta. Enginn, sem til þekkir, efast um sannleiks- gildi þessara orða prófastsins um Helga. Gisli Sveinsson sýslumaður minnt ist Helga látins l bréfi til Höllu konu hans á þessa leið: „Hans mun verða minnzt með fremstu mönn- um þjóðar vorrar.“ En því miður hefir hvorki Gisli Sveinsson né aðrir skrifað um Helga svo að telj- andi sé. Nú er allmikið að því gert að skrifa um þá menn, er skara fram úr á einhvern hátt. Ekki lasta ég það, ef rétt er með farið. En illa er það, ef þeir menn gleymast, sem bera höfuð og herðar yfir samtíð sina. Helgi Þórarinsson er einn af þeim. Þessar minningar mínar um Helga ber ekki að líta á sem tilraun til að skrá sögu hans, heldur eru þær skráðar, svo að ekki sé allt gleymt, þegar ævisaga hans verður rituð. Nú fækkar þeim óðum, sem muna hann og getur því orðið lítið um heimildir, hvert árið sem líður. Mönnum sem Helga á þjóðin miklu meira að þakka en þreifað verður á og séð verður í þeirra eig- in verkum. Allt það, sem aðrir læra af þeim, verður hvorki vegið né mælt — eða metið til fjár. Ég hefi ætíð hugsað með hrifn- ingu til þeirra manna, ér fornsög- urnar herma, að jafnan væru þar, sem bardaginn var harðastur. Slík- ur maður var Helgi. Ef til vill átti það sinn þátt í því, hve auðvelt honum var að samhæfa annarra krafta sínum eigin til allra átaka. Hann var mikill verkstjóri og sjálfur var hann alltaf í broddi fylkingar, gagnstætt því, sem nú tíðkast um þá er verki stjórna, sem standa öðrum að baki og haf- ast ekki að. Allir sáu, að Helgi lagði sig allan fram til vinnunnar, hver sem hún var. Fyrst og fremst stjörnaði hann sjálfum sér, svo að hans sterjki vilji, vinnudagur og verksnilli, skapaði honurn fulla til- trú og virömgu. Þegar slætti lauk var strax byrj- að o.ð koma út búfjáráburði, er eft- ir var frá vetrinum og tilféllst að sumrinu. Þá var unnið að húsabót- mn, garðahleöslu og ofanafristu meoan tío leyfði. Var og gripið til þessara staría alian veturinn, hve- nær sem tíð leyfði og ástæður voru til. Þegar frost hamlaði jarðabóta- vinnu, var gripið til smiða, s. s. hestajárna, flytja heim rekavið og saga hann. Var betta ígripavinna allan veturinn með skepnuhirðingu. Er líða tók á vetur, var hvert tækifæri notað til að koma áburði á túnið, ef jörð var auð og nokkuð þíð. Meðan enginn var tilbúni á- burðurinn, var stórt atriði að fá búfjáráburðinn sem bezt hagnýtt- an. Reynslan sýndi, að sprettan varð bezt þar sem borið var á síð- ari hluta vetrar. Helgi hafði sí- breiðu gras á sinu túni 9—12 vikur af sumri, þó að enginn væri tilbúni áburðurinn. Aldrei láðist Helga. það að nota veturinn til þess að yfirfara reipi og öll áhöld, svo að allt væri í góðu lagi, þegar til þurfti að taka. Þann- ig var hinn „dauði tími ársins“ eins konar aflgjafi anna- og bjargræð- istímans. Þó að búnaðarskýrslur greini nokkuð um framkvæmdir Helga, segja þær ekki allt. Þar eru ótalin öll þau þúsund dagsverka, sem Helgi vann að húsabyggingum og ekki verða mæld öll þau ógrynni, er hann jafnaði og færði til af mold í túni sínu. í útfararræðu, er sr. Magnús Bjarnarson flutti um Helga, telur hann að jarðabætur Helga síðustu 15 ár nemi 4000 dagsverkum. Geta má þess, að heiðurslaun úr sjóði Kristjáns IX. hlaut hann allmörgum árum fyrir andlát sitt og gerður hefir hann verið að heiðursfélaga Búnaðarfé- lags íslands. Hér hefir þess enn ekki verið get- Reykjavík S:mcr: 15/0 (2 Ííaar). Símnefni: „Eernkasdo' $: KAUPIR: Þorskalýsi, allar tegundir. Síldarlýsi. Sildarmjöl. Fiskimjöl. SELUR: Kaldhreinsað meðalalýsi. Fóðurlýsi. Kol i heilum förmum. Salt í heilum förmum. Niý fuílkoinin kafdhremsunarstöð Sólvallagötu 80. — Sími 3598. h :: H H ?: ♦♦ H :: H :: :: H :: :: ♦♦ :: ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.