Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 35
Jólablað TÍMANS 1952 35 síðan kolli. Hún hélt því næst á- fram: ; „En þetta er enginn smáræöis j vegur. Það er hálfs annars til ! tveggja tíma reiö', talinn þriggja j til fjögurra tíma gangur. Þau eru j komin í eyði, þrjú býlin hérna fyr- ir utan, síöan mæðiveikin fór að herja. Innst er Hlíðarsel og svo Hlíð, báðir bæirnir hinum megin við ána, og loksins eru þaö Rögn- valdsstaðir — hérna megin. Þá er það símstöðin, Núpur, hinu megin árinnar. Það er annars skýr reið- gata alla leiöina, svo að þeim, sem fara fram og aftur um fjöll og heiðar, án þess aö vera kunnugir, veröur víst ekki skotaskuld úr að rata.“ Viö Eyþór brug'öum viö, þökkuö- j um góðgerðirnar, fórum út, tókum j hestana okkar og riðum ni'ður á flatirnar við ána. ViÖ fórum fyrir lausu hestana, sem höfðu þokað sér út með hlíðinni, og síðan héit Ey- ) þór af stað ofan eftir, en ég rak ! klárana inn á flatirnar og hefti bá j þar. Svo spretti ég af reiðskjóta ) mínum og hefti hann — og breiddi j tjaldiö yfir reiðtygi, klyfsöðla og i farangur. Því næst labbaði ég heim ) að bænum. Þegar heim kom, hafði húsfreyja borið á borð, og svo borðuðum við þá saman. Hún vék ekkert að einkamálum sínum, var fálát, en samt hlýleg í viðmóti. Ég ræddi svo um ferð okkar félaga, sagði hús- freyju frá ýmsu, sem gerzt hafði og fyrir augun borið á leiðinni, var glaðlegur í máli, en þó hæglátur. j Hún gaf mér öðruhverju ihyglis- ! auga, og ég þóttist sjá, að hún ! vildi segja við mig eitthvað sér- stakt. Hún sótti kaffi, og' við drukkum það, og nú sáturn við bæði þögul. Hún horfði út urn gluggann, og ég 1 sat og tottaði pipuna mína. Svo stóðum við upp, og ég þakkaði fyr- ir matinn, og síðan settist ég í ann- an armstólinn með pípuna, en j húsfreyja fór að bera af borðinu. ! Þegar hún *hafði loki'ð því, gekk I hún til mín og sagði: ! „Það liggja einir 20, 30 baggar af i töðu óleystir hérna ofan við kna- hlöðuna. Mig langar svo til að biðja þig að koma þeim fyrir mig inn. 1 Það þarf ekki frekar að leysa þá úr reipunum.“ Ég mun hafa orðið ofurlitið i skrýtinn á svipinn, og húsfreyja bætti við: „Mér fannst einhvern veginn, að það mundi vera óhætt að biðja þig ! um þetta. Ég veit, að gamli maöur- inn kynni illa við, að þær lægju þarna, þegar hann Bjarni kæmi. En ef þú ..“ „Nei, nei, — blessuð vertu, hvort þetta er ekki meira en velkomið!“ [ Og ég þaut á fætur ,var fljótur að leggja frá mér pípuna." „En þú þyrftir máski að hafa fataskipti. Ég hef nú föt, sem ættu að passa þér nægilega vel til þess, að þú gætir veriö i þeim við þetta.“ „En ég er einmitt í ágætum föt- um til svona starfa. Sko, þetta er öræfafatnaður.“ I „Ja-jæja, já. Ég.þakka þér inni- lega fyrir.“ 1 Við gegum saman út og hún vís- 1 aði mér á kúahlöðuna. Hún var eitt • af þeim þremur húsum, sem voru þarna heima ýiö þæinn. ■ 1 „Vitaskuld: léýsi' ég bággana, þegú ar ég er búinn aö koma þeim inn — 1 . eöa réttara sagt um leið “ sagoi ég glaðlega. „Það er nú svo sem óþaríi, en ' ’ ég tek mér til þakka.“ Ég vann siðan af kappi við að , koma inn böggunum og léysa þá. 1 Ég hugsaði margt um gömlu hjón- ' in, konuna, sem var nú þarna ein < manna á lífi, og bóndann, sem lá liðið lík, trúlega inni í svefnher- bergi þeirra hjóna. Jörðin, húsin, rafstöðin — sko, jaínvel hlaðan var raílýst — og ekki kvik skepna nema hundur og köttur! Ég brann af óþreyju eftir ao heyra þá sögu, sem þarna hafði gerzt — og sjálf- sagt hef ég unnið af meira kappi en ella vegna þcss, að mér fannst það einhvern veginn, að ég mundi verða einhvers vísari, þegar ég kæmi á ný inn til gömlu konunn- ar. Hún baö mig aö koma inn hey- inu, en lét það ekki bíða nágrann- ans, og var þó síður en svo rigning- arlegt. Hún kærði sig heldur ekki um, að hann kæmi í kvöld. Nei, en ég .. já, ég var gerókunnugur, leit út fyrir að vera hleypidómalaus og hafa sitthvað sðð og heyrt, hafði ekkert samband við fólkið þarna í sveitinni, sem hafði sjalfsagt fylgzt af áhuga og máski misjafnri góð- vild með því, sem þarna hafði ver- ið að gerast á undanförnum ár- um. Ef til vill var það svo létt að rifja upp í áheyrn einhvers það liðna — og var ég þá ekki tilval- inn áheyrandi — einmitt ég, hlut- laust en almennt góðviljað aðskota- dýr? Þá er ég kom aítur inn í stofuna, beið min á borðinu mjólk og smurt brauö. Ég borðaði tvær, þrjár sneið- ar og drakk drjúgum af mjólkinni, og húsfreyja sat hjá mér og rabb- aði við mig. Hún sagði mér frá bú- skap og ástandi þarna í dalnum. Nú áttu að fara þarna fram fjár- skipti, og bændur áttu ekki nokkra kind. Það var nú eitt af því, sem eytt hafði byggðinni, þessi ófétis mæðiveiki. Við ræddum fram og aftur um þessa heljarpest, og hús- freyja minntist ekki á sig eða sitt. Þegar ég var á ný setztur í arm- stólinn með pípu mína, mælti gamla konan: „Þið eruð með marga hesta?“ „Já, við erum með þá sjö.“ „Eigið bið bá sjálfir?" „Við keyptum fjóra. Hina leigð- um við.“ „Er nokkur af þessum, sem þið keyptuð, stilltur kvenhestur?“ „Já, einn — skjóttur. Og það er mesti stólpagripur og bæði þæg- ur og vitur.“ „Eru þetta nokkrir uppáhalds- gripir — ég á við hestar, sem bið ætlið endilega að eiga?“ Nei, ónei. Við keyptum þá nú bara til ferðarinnar.“ „Vilduð þið kannski selja þann skjótta?“ „Já, við ætlum.að selja þá alla, og það er orðið svo stutt eftir af ferð- inni, að við getum vel iátið Skjóna.“ „Hvað mundi veroið verða?“ „Við keyptum hann á þrjú þús- und.“ „Munduð þið láta hann á sama?“ „Já, þó það væri nú. Ekki færum við að selja hann hærra verði eítir þriggja vikna brúkun.“ „Jæja, þá segjum við það. Ég borga hann strax.“ Hún gekk að annarri komrnóð- unni, opnaði efstu skúffuna, fór þar ofan í peningakassa og tck úr honum þrjú búsund krónur í hundraC króna seðium. Þá er hún haföi fengið mér seðlana og ég þakkaö henni fyrir með haiida- bandi, settist hún á bann stólinn, sem var næstur minum, leít á mig og mæiti: : finnst ég n4 kannálci ógætin { í ýiðtkiprum afe fítá„eÉkl éinu.sinrá * á klárinn, en ég treysti þér, og bað jafnvel betur eu' flestum sveitung- um minum, því að þa'ð c-r nú grunnt á hrossaprangaratilhneig- ingunum i mörgum beirra. En cvo er þaö annaö: Ef hestakaúpin kynnu að_ berast í tal við hann Bjarna á Núpi, þá heí ég 'háft' .slett' býtti á þeim skjótta og honurn Jarpi hans Jóns míns. Hann var of fjörugur fyrir mig sá Jarpi, og það er alkunnugt, að bessir hesía- menn i Reykjavík fara flestír vel með hesta .. Mér s.-ndist áðan, ao' þið séuð með einn jarpan .. úetta ættu nú að vera frekar meinlítil skrök, en mér kæmu þau betur.“ „Hu, hvort okkur má ekki vera sama. Ég ábyrgist Eyþór, og ég skal sjá um, að klárarnir okkar verði ckki á vegi þessa Bjarna, begar hann kemur.“ „Við áttum kú og hest, — já, sá jarpi fór til ykkar, en kýrin datt ofan í fyrir fáum dögum, — ó, já, þetta segir maður honum Bjarna — svona er ekki lengi til að vilja með skepnurnar, en hún Skrauta var bezta kýrin, sem við höfum átt.“ „Hu, hu, það er svona, já,“ sagði ég og kinkaði kolli, en spurði ekki neins um afdrif kýrinnar, fannst eitthvað mundu búa þarna undir. Húsfreyja andvarpaði, sagði því næst, og það vottaði fyrir brosi á andlitinu: „Ég er nú farin að skulda þér það, finnst mér, að ég segi þér eitthvað frá mér og minum. Ég kalla þig góðan að spyrja einskis.“ „Hvers vegna ætti ég að vera að spyrja um það, sem mér kemur eMci við? Ég er hér ekki sem útsendur blaðamaður. Ég er hér gestur, sem hefur þegið hjá þér góðgerðir og ætlar aö þiggja gistingu í ofaná- lag.“ „Já, og hefur svo verið leiddur út í hrossaprang og drifinn í að bera inn hey! .. Jæja, já, ég ætla nú að segja þér það mikið, að bú þurfir ekki að spyrja það hérna á bæjunum. Nú, kannski þarf ég að tala, en ég tala ekki við það hérna í sveitinni minni — nei, -ekki um þessi mál.“ „Ég þakka þér fyrir traustiö — og hvort ég muxii ekki hlusta!“ „Ég held það sé nú ekkert að þakka. Svoleiðis kemur eða kemur ekki, eftir því, hvernig manni lízt á manneskjuna. En nú ætla ég að skjótast eftir prjónunum mínum.“ Hún fór fram og var góða stund í buríu. Svo settist hún með prjón- ana, sat um hríð þegjandi og að- gerðalaus og sagði síðan: „Nú seíur han Jón minn, — já sefur í friði. Það sýnist svo, að fyrir honum sé áhyggjunum lok- ið .. Æ, þau voru erfið hjá hon- um, siðustu árin.“ Hún hallaði á og horfði niður á prjónana. Ég skildi það á svip og málróm, að liún var í rauninni enn- þá ekki farin að tala til mín. Hún varp öndinni, leit síðan á mig og sagði í frásagnartón: „Við Jón minn bjuggum allan , okkar búskap hér á Grundarhóli, já, búskaparárin okkar urðu -16 núna í vor .. Foreldrar mínir bjuggu hér. Þau áttu ekki jörðina, og fólkið, sem átti hana, bóndi niðri í sveit, vildi ekki selja. Faðir minn var vel stæður, eftir þvi sem þá var talið. Hann hafði reyndar ekki nenxa þrjár kýrnar, en þrjú hundruð fjár, og vænar voru þær, kindurnar hans. Jón var frá Stakkagerði, koti hérna innan við fellsöxlina, — það er í eyði núna. Og ég held, að þegar hann Jón kom hingað vinnumaður, þá hafi það svo sem ekki verið meiningin hans föður míns, að hann yrði tengda- sonur hans. Jæja, já, — en hann Jón hafði nú ekki verið hérna nema tænt árið, þegar faðir minn fór að tala heldur en ekki lofsamlega um hann í mína áheyrn. Hann sagði viö mömmu, man ég: „Ég hef ekki áður haft vinnu- nxann, sem þótt hefur hér of lítið _ unnið.“ ‘ *Ög haim”sá*gðf: .... „Þetta hefur líka verið dugnað- armaöur, hann Sæmundur í Stakkagerði, en ástæðurnar og heilsan bagað hann .. Þá held ég nun i-urxöur heitixr væri af duglegu og vþnduðu fólki.“ Ég skildi svo sem, hvað hann faðix' miixn söng, en þá var ekkert kcmíö á xnilli okkar Jóns. Hann haíði ekki sýnzt gefa sér tíma til að iíta á mig fyrir vinnuerginni .. Jú, ég skildi hann föður minn, og cg vigsi, að hann setti allt sitt traust á mig um íramhaldsbúskap á jörðinni. Bróðir minn var indæl- isdrengur, en hann var fullur af einhverri óró, fór út í heim og dó þar. Við fengum fötin hans og fleira honum tilheyrandi, alla leið frá Ástraliu, sem kvað vera hinum megin á hnettinum. Og systir mín var gift bónda, sem ekki var lík- legur til að taka sig upp af sinni jörð og flytja hingað. upp að Grundai’hóli. Hann bjó þriggja tíma lestagang frá kaupstaðnum, en héðan eru það tvær dagleiðir. En svo gerðist það á grasafjalli, eins og í þjóðsögunum, að ég villt- ist i þoku frá hinu íólkinu, veit ekki hvað yfir mig kom. Þá neytti Jón hvorki svefns né matar fyi-r en hann var búinn að finna mig, og þó að hann væri ekki stór maður, þá bar hann mig nokkuð af leiðinni að tjaldinu. Og þessi atburður flýtti því, sem fram átti að koma, enda sagði hann pabbi, þegar Jón kom með mig: „Ég held þú ættir þá ekki að sleppa henni aítur, Jón litli.“ Jæja, hér var skipt búinu, og við tókum við tveimur kúm, fimm hestum og rúmlega hundrað fjár — og svo vitaskuld því, sem var innanstokks. Túnið var ógirtur snepill og húsin vitanlega úr torfi og grjóti, en þau voru vel byggð og viöhaldiö hafði verið gott. Gömlu hjónin voru hérna kyrr, og svo höfðum við vinnumann og vinnu- konu og tvo unglinga. Og ég held, að búskapurinn hafi svo sem geng- ið bærilega. „Han’i vei'ður ríkur, hann Jón, bara ríkur, blessuð mín, sanna þú til, — það segi ég!“ sagði hann fað- ir minn og hristi sig allan og skók af andagt og aödáun. Þegar tíu ár voru liðin, frá þvi að við tókum hér viö, kom allt í einu bréf upp á það frá eiganda jarðarinanr, að nú væri hún til sölu ,og að maður vildi kaupa hana fyrir tiltekið verð, en Jón átti að ganga fyrir, ef hann væri búinn að boi’ga innan hálfs mánaðar. Jón rauk af stað og reyndi að fá pen- inga, þó að honum þætti jörðin óg- urlega dýr, en hann fékk hvergi eyri. Allir sögðu líka, að ekkert vit væri að kaupa jörðina á þessu verði. Jón átti, þegar hér var komið, tvö hundruð og fimmtíu ær, þrjár kýr og tíu hesta. Hann seldi tvær af kúnum, sex af hestunum og hundraö og fimmtíu ær. Það dugði til þess að borga jörðina, og varð hann þó að selja fénaðinn fyrir það verð, sem þeir fyrstu buðu. Svo áttum við hana þá skuldlausa, en höfðixm ekki eftir nema eina kú og 100 ær, og þá voru þó börnin orðin fjögur. Sumir töldu Jón vitlausan, og það var hreinlega sagt við mig. Ég svaraði bara: ,.Ég er að vona, að honum og okkur dugi það, ^em hann á eítir af hyoru tveggja, vitinu og bústofn- inúm!“ Og þó að Jón hefði unnið eins og eng'inn annaf, sem ég hef séð vinna allt til þessa cags, þá fékk maður fyrst að vit-a það nú, hvað hann gat. ÞaÖ var vorið eftir að þetta gerðist, að hann Jón sagði við mig: „Þaö er bagalegt, að þú skulir nú fara að leggjast á sæng, rétt þegar ' 'slátturinn -cr að byrja og vefst gegnir, já, verst gegnir, — guð hjálpi mér!“ Ég svaraði ósköp rólega:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.