Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 12
12 Jólablað TÍMANS 1952 Mikilmennið Albert Effir Ólaf Ólafsson, kristniboða Schweitzer Alberl ScKweitzer. 1. Væri þaö borið unöir ykkar álit, lesendur góðir, af hvaöa núlifandi manjai á Vesturlöndum þið telduö mest frægðararð fara, þykir nér ekki líklegt að þiö yröuð öil á eitt sátt. Hins vegar verður ekki að minni skoðun um það deilt hver samtíma manna okkar njóti i senn mestrar frægðar, virðingar og að- dáunar. Annar maður korni vart til greina en — AVoert Schweitzer. Nathan Söderblom, erkibiskup Svía, hafði iátið þau orð falla, að nafn Alberts Schweitzer mundi valda fræðimönnum síöari tíma nokkrum heilabrotum. Hann hafi komið það víða við, markað spor á svo mörgum sviðum, að tilgátur muni koma fram um að verið hafi að verki fleiri en einn maður með því nafni. Innan við fertugs aldur var Al- bert Schweitzer orðinn doktor í þrennum vísindagreinurn, guðfræði, heimspeki og læknisfræði, og þar fyrir utan heimskunnur rithöfund- ur og organleikari. Síðar óx hróður hans urn allan helming fyrir þaö, að hann lét síjómast af mannkær- leika, en ckki metnaði, sneri af giæstri framabraut og gaf sig allan að líknarstarfi. Hann verður heið- ursdoktor við háskóla margra landa og að lokum meðlimur Akademí- unnar frönsku. Það er mikili vandi ao segja frá Albert Sch'weitzer í stuttu máli. — Æviferill hans er í senn langur og ýiðburðaríkur og afarmikið hefir verið um hann skrifað, (þó ekki á íslenzku). Béztu heimildirnar eru rit sjálfs lians og við þau hefi ég stuðst að mestu leyti. 2. Albert Schv/eitzer er fæddur 1875 í landamærahéraöinu Elsass. En það heíir ýmist talist til Frakklands eða Þýzkalands eftir því hver aðii- anna bar siðast sigur úr býtum í styrjöld. Frakkar tóku Eisass að lokinni fyrri heimsstyrjöld. Varð Schweitzer því franskur rikisborg- ari rúmlega tvítugur að aldri. Bæði mál eru honum þó jafn töm, franska og þýzka. Hann hefir til- einkað sér hið bezta í germanskri og rómanskri menningu og gert sitt til að bera sáttarorð milii ná- grannaríkjanna. Faðir hans var prestur, — sann- ur prestur. Þegar á bernskuskeiði var Albert það nautn að vera í kirkju hjá föður sínum. Hann tel- ur það vera vöntun í uppeldi barns- ins hafi það ekki vanizt kyrrð og helgi kristiiegrar samkomu. Snemma tók að brydda á því, sem í honum bjó. Hljómlistargáfan var honum í blóð borin. Sjö ára gamall lék hann á orgel, átta ára var hann farinn að grípa í stóra kirkjuorgelið í kirkju föður hans og lék á það við guðsþjónustur níu ára að aldri. Hann þótti lengi vel lítill náms- maður. Ákaflyndur var hann og hafði lítinn hemil á hugsun og á- stríðum. Eftir því sem honum sjálf- um segist frá skorti ekki á mögu- leika þess að lítið hefði orðið úr hans miklu gáfum og hann jafnvel farið í hundana, eins og það er kall- að. En hann tók sig á og kippti öllu þessu nógu snemma • í lag. Hann varð fyrir sterkum áhrifum ágrets kennara og tamdi sér uppfrá því stundvísi og eijusemi. Hann var farinn að reykja óstjórnlega og liggja yfir spilum, en hœtti hvort- tveggju. Hann var gæddur ríkri líknar- lund. Sjö ára gamall lét hann til- leiðast að fara með leikfélögum á fuglaveiðar. Þeir höfðu búið til gúmslöngur og æft sig í að slöngva steinum. Nú bar svo við að Albert komst í dauðafæri við fuglahóp uppi í trjákrónu. Vegna áeggjana félaga sinna lagði hann stein á slöngu, en var þó ákveöinn í að hitta ekki. í sömu svipan hringdu kirkjuklukkurnar heima i þorpinu. Albert grýtti í ofboði frá sér slöng- unni, æpti svo fugiarnir flugu og þaut sem örskot heim. — Hann segir að þá hafi verið hringt inn í hjarta sitt boðorðinu: „Þú skalt ekki morð fremja.“ Honum leið það ekki úr minni sæi hann skepnu misþyrrnt. Kornungur bætti hann við bænir móður sinnar bæn frá eigin brjósti, svo hljóðandi: „Góði Guð, varðveittu og blessaðu áliar lifandi verur.“ Sannleiksást hans fékk heldur ekki dulist. Hann þótti snemma friðarspillir í hverri samræðu, ekki vilja sætta sig vio neitt sem sjálf- sagðan hlut að óathuguðu máli. Honum þykir gæta þekkingarhroka í námsbókurn, einkum í náttúru- fræði og sögu. Að hans dómi er „þekking vor í molum“ einnig á því sviði. Náttúran sé full af leyndar- dómum ofar mannlegum skilningi. Og þótt raktir séu helztu viðburðir mannkynssögunnar er og veröur hið umliðna okkur óskiljanlegt. Sem gúðfræðingur fer hann sínar eigin götur og verður ekki dreginn í dilk, en er laus við að miklast af lærdómi sínurn. Hann telur aö Jesús hafi ekki vænzt þsss að mannleg skynsemi gæti mælt hann eða veg- iö. „Eins og hann birtist í fyrstu lærisveinum sínum á ströndum Genesarets, þótt þeir ekki þekktu hann, þannig kemur hann og til vor og lcallar sem fyrr: Fylg þú mér! Og bendir oss jafnframt á þau vandamál, sem hann einn fær ráð- ið íram úr. Og þeir, er kalli hans hlýða, munu fá að þreifa á því — sem óumræöilegum leyndardómi hver hann er.“ 3. Albert Schweitzer hugsaði títt um það á unga aldri, hvort rétt muni vera að njóta hamingju lífsins í al- gerri sjálfselsku. Velgengnin verð- ur honum áhyggjuefni. Þegar í barnaskóla vill hann engra forréttinda njóta. Honum er raun að því að skólafélögum hans hættir við að líta upp til hans sem yfirstéttarbarns. Hann lendir í tuski við sér stærri dreng og verður ofan á. Þá segir drengurinn: „Fengi ég kjötsúpu tvisvar í viku eins og þú, þá væri ég líka eins sterkur og þú.“ Þessa minntist hann í hvert skipti og kjötsúpa var á borð borin og hann átti erfitt með að kyngja henni. Móðir hans hafði látið sauma á hann vetrarfrakka. „Mér þykir þú ætla að verða fínn, Al- bert“, varð klæðskeranum að orði. En þá var Albert öllum lokið. Eng- inn skölafélagi hans átti frakka/ Þegar hann átti að fara í írakkann í fyrsta skipti cg vera í honum til kirkju, þrióskaðist hann Viö að fara i hann. Föður hans þótti miður og gaf honum utan undir. Það stoðaði ekki. Þetta endurtók sig margar helgar í röð, Albert sat við sinn keip og var gefinn vel útilátinn löðrungur. Hann vildi fyrir aila muni engra forréttinda njóta. Meö aldrinum verður hann í æ mciri cfa um hvort rétt sé að njótci hamingjunnar í heiini, sem er í hirini sárustu nauð. Honum verður æ Ijósari sannleikur orða Jesú: Sá, er bjarga vill lífi sínu, mun týna því, en sá er týnir (fórn- ar) lífi sínu mín vegna og fagn- aðarerindisins, hann mun finna þaö.“ Honum skilst aö sá, sem mik- ið er gefið, er og öðrum mikið skuldugur. Sá, sem hlíft hefir verið viö þjáningu, er sjálfkjörinn til hlutdeildar í þjáningum ann- arra. Nýbakaður stúdent skrapp hann lieim urn hvítasunnuna. Þá er það í góðu tómi, að sú ákvörðun er tekin, að hann skuli gefa sig ailan að iðkun visinda og hljómlistar til þritugs aldurs, en úr því helga sig einhverju ákveðnu líknarstarfi í þágu mannkynsins. Hvert þaö starf skyldi vera, hafði hann ekk- ert hugboð um. — Hann var þá um tvítugt. 4. Árið 1394 lætur Albert Schweit- zer skrá sig í guðfræðideild liá- skólans í Strarsburg, þá 19 ára gamall. í herberginu, sem hann leigöi, hafði rúmum huiidrað ár- um áður leigt annar stúdent, er síðar varð heimsfrægur maður undir nafninu Jóhann Woifgang Gcethe. Nú er álitið að fáir menn hafi skilið og túlkað Goethe bet- nr en einmitt Albert Schweitzer, í verðlaunaritgerð, er hann sarndi um skáldið. Ég verð að leiða það algerlega hjá mér að rekja hér námsferil Schweitzers. Hann er gæddur frá- bærum námshæfileikum, óhilandi starfsþreki og sívakandi eljusemi- Hann les fornmálin. latínu, grísku og hebresku, ver að loknu emb- ættisprófi doktorsritgerðir í heim- speki og guðfræði, vinnst þó tími til að njóta tilsagnar ágætustU kennara í organleik og taka þátt í liljómleikum við og við. Guðíræðii heimspeki og hljómlist er með ein' stæðum hætti samofiö í líí'1 Schweitzers. Manni með hæfileikum hans lærdómi virðast standa ailar leiðil opnar. En hann gerist i fyrstu a3" stoðarprestur. Hann varð unguf gagntekinn af lotningu fyrir Jes^ Kristi, persónu hans og sjáhsfórU' „Sá, sem djörfung hefir til ao stað' næmast frammi fyrir augliti hin5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.