Tíminn - 24.12.1952, Side 16

Tíminn - 24.12.1952, Side 16
16- Jólablað TÍMANS 1952 Þorsteinn Þ. Víglundsson: FERÐAÞÆTTIR FRÁ NOREGI í Björgvin undir janúarlokin. VélskipiS „Vesturállinn“ liggur við „Bryggjuna“, sem öldum sam- an hét „Tyskebryggen“, en hefur nú misst helminginn framan af nafninu sínu eftir hernám nazist- anna. Eftir áþjánina og ósköpin lætur fyrri hluti orSsins illa í munni og minni. Til þess tíma dró bryggjan nafn af þýzku Hansastaðakaupmönnun- um, sem notuðu hana um langan aldur. Ennþá bera húsin við bryggjuna þess merki. Þau eru flest byggð að gerð þýzku kaup- mangaranna, eru húsalengjur, er snúa gafli fram að byggju og hö-fn, Voginum svokallaða. Um alllangt tímabil voru Hansa- staðakaupmennirnir mestu valda- menn í borginni með margskonar sérr.éttindum, sem þeir tóku sér. Þeir voru einráöir í viðskiptum við norska sjómenn og útgerðarmenn frá ströndum Fjarða og Sunnmær- is alla leiðina norður í Finnmerk- urfirði og -eyjar. Langt finnst þeim, sem búinn bíður. — Við hjónin bíðum ferðbú- in meiri hluta dagsins, en farar- timi skipsins er fastráðinn um kvöldið. Aö sjálfsögðu reynum við að- stytta okkur biðtímann eftir föngum, en þau virðast smávægi- leg eins og á stendur, því að hug- urinn er rígbundinn væntanlegu ferðalagi til norðurstranda Noregs við yzta og nyrzta haf, Dumbshaf- ið. Uggvænlegast verður það, er við þekkjum minnst, en miklum fyrir okkur. Farartími skipsins nálgast. Við stígum á skipsfjöl. Eina ósk á ég nú ríkasta í huga mér. Hana hefi ég alið lengi. Hún er sú að mega standa á stjórnpalli í björtu og dimmu í norska skerja- garðinum og afla mér þannig dá- lítillar hugmyndar um siglingar Norðmanna á þessum torleiðum milli stórra og smárra eyja, blind- skerja og boða um þröng sund og krókótt. Nú gefst mér ef til vill tækifærið. Þarna hafa forfeður þeirra og okkar siglt í þúsund ár eða þúsundir ára. Þekkingin á þessari hættulegu og varasömu siglingaleið meðfram hinni óra- löngu strandlengju hefur gengið í erfðir mann fram af manni og kynslóð fram af kynslóð. Þarna eru notfærð siglingavísindi, sem að- eins lærast örugglega í skóla lífs- ins, og einungis á löngum tíma. Tuttugu ára gamalt atvik dreg- ur úr kjarki mínum. Sumarið 1931 var ég á leið heim fi’á Englandi með íslenzku skipi. Við höfðum siglt í dimmviðri á annan sólar- hring. Þá sást til sólar allt í einu. Ég sé enn í anda hinn mjög boröa- lagða landa minn, skipstjórann, nota hornamælinn og taka sólar- hæðina. Ég var fullorðinn maður og þótt- ist fínn á fyrsta farrými. Slík dyrð- ilmenni eru ekki líkleg til skemmd- arverka eða fikta við forboðna hluti! Með þá sjálfsvitund í huga afréð ég að beiðast þess að fá aö koma upp á stjórnpallinn og kynn- ast hornamælinum, lita í hann. Ég sagði sem var, að ég væri skóla- maður, sem þyrfti að geta skýrt áhaldið fyrir nemendum mínum og sjón væri sögu ríkari. „Stjórnpall- urinn er engin skólastofa fyrir far- þega,“ sagði skipstjórinn með þeim sérkennilega þóttasvip og yfir- mennsku, sem helzt finnst með sonum lítillar þjóðar, sem er a'ð rétta úr kútnum, losna úr bónda- beygjunni eftir margra alda áþján og niðurlægingu. Ég fann til með þjóð minni og eimskipafélaginu og kenndi i brjósti um hinn ofmetn- aðarfulla skipstjóra. Ég minntist þess, að þjóðin mín hafði þá hafið aftur siglingar á ný fyrir 17 árum, eítir 700 ára landkrabbalíf og lit- ið framtak við kvöl og kúguh. - Skyldi norski skipstjórinn á „Vesturálnum“ svara mér hinu sama til eða einhverju þvílíku? Var annað líklegra en að norski stjórn- pallurinn væri heldur engin skóla- stofa fyrir farþega skipsins, og þá sízt fyrir erlenda farþega? Með hálfum huga smeygði ég mér inn í skrifstofu skipsins, áður en það lét úr höfn. Þar vissi ég skip- stjórann vera. Þar sat einnig ann- ar maður hnellinn og garpslegur og borðalagður eins og skipstjórinn. Ég bar upp erindi mitt. Ég sagði sem var, að ég yrði farþegi með skipinu norður í Niðarós, og mig langaði til að koma upp á stjórn- pall með morgninum til þess að fá svolitla hugmynd um siglingar þeirra í skerjagarðinum. Hér kom enginn mikilmennsku þóttasvipur á skipstjóra. Ég stóð hér frammi fyrir syni gamallar og mikillar siglingaþjóðar, sem hefur a.m.k. stundaö siglingar samfleytt í 1700 ár. Skipstjórinn hafði enga hugmynd um það, hvort ég var skólamaður, verkamaður, sjómað- ur, bóndi eða úr einhverri annari vinnustétt þjóðfélagsins, þar sem ég stóð í þykku vetrarúlpunni minni, fóðraðri með gæruskinnum, líklega frá „Sláturfélagi Suður- lands“. Hann vissi heldur ekki, að ég var útlendingur. Skipstjóri brosti góðlátlega við beiðni minni. Hann taldi mig hepp- inn, „því að þarna er maöurinn, sem hefur í rauninni valdið“, sagði hann og benti brosandi á hinn vörpulega mann í stólnum við hlið- ina á mér. „Þetta er annar leið- sögumaður skipsins," sagði skip- stjóri, „og hann leiðir skipið fyrri hluta dags á morgun." Ég sneri mér þá að hinum borðalagða leið- sögumanni. „Velkomið“, sagði hann hýrlega. „Ertu frá Evanger eða ertu Svíi?“ bætti hann við glettinn. „Nei, ég er íslendingur“. „íslendingur", endurtók hann með dálítilli furðu í rómnum. „Það gleður mig.“ Og skipstjórinn tók undir það. „Þér hittið þá þarna rétta mann- inn, íslendingur," sagði skipstjór- inn, „því að. þessi karl er þaulles- inn í sögu eins og þið íslendingar. Iiann veit þar að auki fjölda ör- nefira í öllum vogum og víkum, á hólmum og skerjum með allri strandlengjunni alla leiðina norð- ur og austur í Kirkjunes við Var- angursfjörð," Mér kom í hug hugtakið „Sögu- eyja“. Það lifir enn með frændum okkar Norðmönnum. Þeim hættir ennþá við að ímynda sér, að allir frændur þeirra -vestan eystri At- lantsála séu söguhestar hinir mestu. vogurinn til hœgri. Eftir arykklanga stund voru landfestar leystar og lagt frá bryggju. Stafalogn var á. Ljósin á bryggj- unni sitt hvoru megin við Voginn og á ströndinni út með Björgvinj- arfirðinum merluðu sjávarflötinn. Ég vakna við það, að gnýinn frá skrúfunni lægir, og hægt er á. Ég klæði mig í skyndi og skunda upp á þilfar. Enn lifir nokkuð nætur og myrkrið umvefur allt. Við reynumst vera í Málöy, sem er kaupstaður nyrzt í Fjörðum, nyrzt við Úlfa- sund, sem skilur milli Vogeyjar og meginlandsins. í Málöy búa um 3 þúsund manns. Kaupstaðurinn er miðstöð sam- gangna og verzlunar þar um slóðir. A.ðalatvinnuvegirnir eru annars þorsk- og síldveiðar. Þar eru síld- arverksmiðjur og aðrar atvinnu- stöðvar, sem byggja tilveru sína og framleiðslu á hráefnum úr sjónum. Húsin verða naumast greind fyr- ir myrkri. En verksmiðjurnar og umhverfið er upplýst, því að þar er unnið nótt og dag um þessar mundir; vetrarsíldveiðarnar standa sem hæst og landburöur af síld. Ég heyri vélaskelli og sé nokkur ljós líða um höfnina. Annað greini ég ekki, því að ljósin á skipinu magna myrkrið. Ég veit, að mestallur síld- arflotinn er enn á veiðum eða ó- kominn að landi. Tveir ungir menn á bryggjunni beita því, að ’oera kveðju mína ís- lenzkri konu, sem býr í kaupstaðn- um, og ég veit deili á, en þeir þekkja. Sama veðurkyrrðin helzt ennþá, en svalt er morgunloftið. Eftir litla v’ðdvöl eru landfestar leystar. Ég gríp það sem hendi er næst um fatnað, og heimsæki leiðsögu- manninn við starfið. Leiðin liggur norður úr Úlfa- sunai milli Norður-Vogeyjar og meginlands. Vogey er hrjóstug og nakin, en þó er þar byggð á víð og dreif. Flest eru það sjómenn meö fjölskyldur sínar, er þar búa. Svo slitnar skerjagarðurinn, og við leggjum á Síldargapið, en svo heitir flóinn sunnan við Stað eða Staðarlandið. Þar byltist úthafs- aldan óhindruð að sjálfri megin- landsströndinni eða lætur lítið yf- ir sér og gjálfrar þar blítt við fjörusteinana. Það gerir hún í þetta skiptið, því að sjór er ládauður, logn og stilla. Fyrst í stað snýst samtalið hjá okkur leiðsögumanninum um ís- land, land og þjóð. Ég hefi naum- ast viö að svara spurnlngum. Á- huginn vex með auknu samtali, og sameiginleg áhugamál sameina. Fljótt kemur í ljós, að leiðsögu- maöurinn er lesinn í sögu, Heims- kringlu og íslendingasögunum. Norsku konungarnir og kappar þeirra eru ástáar hans. Hann dáir Egil Skallagrímsson, Sighvat Þórð- arson, Gunnlaug ormstungu o. fl. forna íslendinga, sem samneyti höfðu við norska fornkonunga. Við mætum brátt síldarbátum með mikinn afla. í morgunskím- unni kemur í ljós langur veggur ljósa vestur viö hafsbrún. Þar er að veiðum eöa á landleið megin síidarflotans sunnan Staðar. Við förum framhjá skeri á bak- borða. Ég hefi orð á því, að þetta sker hljóti að vera hættulegt bát- um og skipum í þoku, náttmyrkri eða hríðarbyl. „Já, það heitir líka „Utrygg“ (svikull),“ segir leið- sögumaðurinn. Nokkru síðar förum íúð framhjá Ijósdufli eða bauju. „Þessi heitir „Den gamle“,“ segir hann. „Hversu djúpt er hér?“ spyr ég. „Dýpið er 30 metrar.“ Landið er hér bert og nakio, éoa svo virðist mér það til að sjá. Þó eru grænir barrskógarblettir á stöku stað. „Plantaður skógur,“ segir hann. Áður fyrr var mikið af landi þessu vaxið nytjaskógum. Góður markaöur var fyrir viðinn. Sérstak- lega sóttu Hollendingar eftir að kaupa timbur og óunninn við. „Þá stóðust forfeður okkar ekki mát- ið. Þeir hjuggu skóginn miskunnar- laust og seldu viðinn,“ segir leið- sögumaðurinn. Svo nærri gengu þeir landinu, að til auðnar leiddi. Nú er sem sé plantað skógi þar út á stöku stað. „Þessi.vík þarna heitir Hodnvik (HOrnvík),“ segir hann, „og þar erú nokkrir bóndabæir.“ Við sjáum, hvar vegurinn liggur skáhalt upp hlíðina, upp í skarðið í fjallinu, og tengir þessa afskekktu sjávar- byggð við vegakerfi landsins. Við nálgumst mörg skip við síld- veiðar. Það eru bæði reknetjaskip og herpinótaskip. Skipshöfn á „linuvéiðara“ háfar upp mikla síld mjög nærri landi. Vélbátur, 15—20 smálestir, hefir síldarskipið i tar-3 og dregur það frá landi eoa varnaf strandi, meðan háfað er. Hér eru belgir og ból beggja vegna. Mér flýgur í hug skrúfan á „Vesturálnum“. ,,Er ekki varasamt að sig’ a svona stóru skipi innan uú1 Séð yfir Björgvin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.