Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 45

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 45
Jólablað TIMANS 1952 45 Ferðaþættir Flutt. af 17. siðu hann. Pilturinn við stýrið hefir eft- ir töluna og snýr hjólinu í skyndi. Skipið hallast mikið við snúning- inn. Hann heldur áfram skýring- um sínum. — „80,“ kallar hann. Hjólið snýst. Þetta lítur háskasam- lega út, sýnist mér. Hann ræðir á- fram. Ég heyri það ekki. „Á stjórn- borða 330,“ segir hann snöggum rómi. Hjólið snýst hratt. — Eftir drykklanga stund: „Meira á stjórn- borða, yfir strikið 7 stig. Og síðan eftir andartak: „14 stig.“ — Nú sé ég, að sund opnast. Um það förum við. — Landkrabbanum létti. Bát- ur á sundinu víkur til hliöar upp að landsteinum, til þess að skipið komist óhindrað leiðar sinnar. Svo mjótt er sundið. Vel eru bændabýlin hýst á Sunn- mæri. Þar býr harðgert dugnaðar- og myndarfólk. Hjá því dvaldi ég við skólanám á duggarabandsár- unum mínum. Það stendur nú hvergi að baki öðrum landsmönn- um, þótt „fína“ fólkið í borgunum fyrr á tímum kallaöi menningu þess útnesj amenningu. Mér koma í hug sögur höfund- arins Andrésar Markússonar, er ég sé smábryggjur niður af bænda- býlunum á ströndinni og vélbát við þær eða við festar skammt frá landi. Biiskapur til sjós og lands. Laust eí'tir hádegi brunar „Vest- urállinn" að bryggju í Álasundi. Miðsvetrarsólin gyllir sund og voga. Snjóföl er á jörðu. Vetrarsíldveið- arnar setja svip á bæinn. Vertið í algleymingi. Enginn bær í Noregi, sem við höfum komið til, minnir betur á Eyjarnar á aflasælum ver- tíðardögum. Annir, líf og fjör hvar sem litið er. Starfandi fólk og stritandi vélar á landi og sjó allan sólarhringinn. Brátt eftir að skipið er landfast og hægzt hefir um á bryggjunni, eru þrjár líkkistur bórnar um borð. Ég spyr. Þegar ymprað er á svari, veit ég það allt. Hefi lesið það í blöðunum. Við drúpum höfði sem allir hinir. Þetta hefði eins vel get- að átt sér stað heima. — Fyrir tveim döguin villtist síldarbátur af réttri leið og lenti upp í skerjagarðinn. Um helmingur skipshafnarinnar bjargaði sér á sundi gegnum brim og boða upp í eyju þar mjög skammt frá slysstaðnum. Öldruð hjón bjuggu tvö ein í eyjunni. Dótt- ir þeirra var í heimsókn hjá þeim, þegar slysið varð. Þau þrjú björg- uðu sjómönnunum úr brimgaröin- um. Þrjú lík fundust af þeim, sem drukknuðu. Þarna voru þau. Flutt norður í land, heim til æskustöðv- anna til greftrunar. Hverjir fórna lífinú fyrir velferð þjóðar sinnar? Við stígum í land. „Sunnmör- posteri, Sunnmörposten,“ hrópa nokkrir drengir á götunum. Ég kaupi „Sunnmörposten“. Á fram- síðu blaðsins er stór mynd af ei- litlum hluta skerjagarðsins, af skerjunum og umhverfinu, þar sem báturínn fórst. Þar sést á ffam- stafn bátsins í brimgarðinum. Hann liggur þar á hvolfi og bíður þess að sundrast og hverfa í djúp- ið. HUgurinn hvarflar heim. Báð- ar frændþjóðirnar heyja geysi- harða lífsbaráttu við úfiö haf og válynd veður. Sjómenn þeirra, með harðfengi sinni og snilli, eru sjaldnast metnir að verðleikum. Þorsteinn Þ. Víglundsson. J ÓLAKROSSGÁTAN FARWAUL dráttarvelar « T I: I Lárétt: 39. Öðlasjt. 16. Máttarviður. 1. Hátíð. 41. Ending. 17. Tætts. 6. Næsta árs. 43. Veðdró sig 19. Málleysa. 10. Gamla mannsijjs. fjandanum. 21. Mannlausar. 11. Náblæjur. 44. Ónefndur. 25. Synjun. 12. Hnoðri. 46. Náttfari. 27. Óvinurinn í 13. Búin. 48. Tveir samstæðir. görðum. 14. Lofthræðslu. 49. Skrautbúningur. 28. Synd, sem orðin 16. Snemma. er að drottnandi 17. Fara á fætur. Lóðrétt: vana. 18. Menntasetur. 1. Hátíðagestur. 31. Viðartegund. 20. Ófús. 2. Hvíldist. 32. Illur fengur. 23. Forsetning. 3. Pening. 34. Hljóð. 24. Stirðnaður. 4. Eldstæði. 37. Sund. 26. Lifandi tungu. 5. Varphljóð. 38. Tónn. 29. Vættir. 6. Lanalæknishús. 40. Víti. 30. Minni. 7. Undralyí. 42. Kvíða. 33. Sjólax. 8. Skref. 43. Látbragð. 34. Mynnis. 9. Snöggur. 45. Eignast. 35. Rengla. 13. Meiðslin. 46. Tveir eins. 36. Aö draga til stafs. 15. Rekueggjar. 47. Tveir eins. - er heimanmundurmBi ? Farmall Super-A I Farmall H Farmall M FARMALL dráttafvélar eru framleiddar af stærsta landbún- aðarvélaframleiðanda heimsins. Auk dráttarvéla framleiða þeir McCORMIC, DEERING hey- vinnuvélar af margslags gerð- um, svo og jarðvinnsluverkfæri og fleiri vélar til landbúnaðar- starfa. Verksmiðjurnar í U. S. A., Sví- þjóð, Frakklandi, Englandi, Þýzkalandi, Ivanada og víðar Vér kappkostum að hafa til alla nauðsynlega varahluti. Einkaumboð á Islandi fyrir: Þessi unga stúlka er hið ríkasta gjafor'ð, en til þess að tilvonandi biðill geti reiknað út, hve mikill heimanmundurinn verður, hefur hún klæðzt nokkrum tölum. Legðu nú saman og skrifaðu summuna hér fyrir neð- an. Lausnin veröur birt i Tímanum um ný- árið. — Heimanmundurinn er kr...... « lLj Œ ili ♦♦ I B INTERNATIONAL HARVESTER Samband ísl. samvínnufélaga « « « « « :! « H K m CThl Ui'i' ■ n ijVu] % I1!1 Ratar þú til stúlkunnar P Hver getur fundið leið- ina inn til ungu stúlk- unnar. Leiöin er að vísu krókótt, en er þó ekki krókóttari en almennt gerizt að hjarta fallegr- ar, ungrar stúlku. — Reýnöu nú. Lausnin verður birt um nýárið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.