Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 3
Jólablað TÍMANS 1952 nýtari hátt og stórvirkari en áður þekktist. Snernma hafa þekkzt eldfim efni. í síðari Makkabeabókinni 1. kap. er svo frá sagt, að þegar Nehemia kom úr Babýlonútlegðinni með Gyðinga, hafi hann látið grafa upp eld, sem prestarnir grófu fyrir 70 árum. Þeir fundu engan eld, en aðeins þykkt vatn, sem hellt var síðan yf- ir fórnarviðinn. En er sól etók að skína,- kviknaði þar eldur mikill. Hefir þetta verið olia. — Grikkir og Rcmverjar notuðu neflam'pa í fornöld, svipaða lýsislanmpa að 'ög- un, og brenndu í þeim viðsmjöri og öðrum olíum. Báru þeir daufa birfcu og fylgcli svæla mikil og ljósreyk- ur. Kerti voru kunn á dögum Nerós keisara. Áður notuðust menn við kaðalstúfa og sefvöndla gegn- Kolan og fífukveikur var Ijóstæki íslendinga öld fram af öld, og margt íslenzkt barnið hefir horft mcð íhygli og aðdáun á grútarljós í kolu. brædda biki og vaxi, og höfðu sem blys og húsaljós. Samskonar blys tíðkuðust á Norðurlöndum í forn- öld. Kerti voru afar dýr í fyrstu. Er getið um þau í íslendingasögun- um og Fornaldarsögum Norður- landa. Síðar urðu kertin ódýrari og notkun þeirra iókst. Konstantín keisari rnikli (d. 337) lét uppljóma ailan Miklagarð með lömpum og kertum á jólanóttina. Kerti voru mikið notuð í kirkjum. Á dögum Lúthers var t. d. 53.750 pundum kerta brennt á ári í hallarkirkj unni í Wittemberg. Við hirðhátíð í Dres- den var eitt sinn eytt 14,000 kert- um. Allt voru þetta vaxkerti. En á 15. ölcl var farið að nota tólkarkerti, og sterin (parafín) snemma á 19. öld. En mest voru olíu- og lýsis- lampar notaðir. Kertin voru frem- ur til hátíðabrigðis. Þegar stein- olian kom fram á sjónarsviðiö, breyttist gerð lampanna mjög til batnaðar. Var farið aö nota lampa- glös, betri kveiki og ljósahjálma. Svælan hvarf að mestu og lamp- arnir báru miklu betri birtu en fyrr. Áður voru lamparnir hálf- gerðar týrur, sbr. fjósátýrurnar glasiausu, sem lengi héldu velli hér á lanöi. Vísuorðin: „Ljósið kemur langt ög mjótt, logar á fífustöng- um“, einkenná vel það ljósfæri. ísleridingar, til forna sátu við lángelda á kvöldin og nutu af þeirn ýls ög' tóírtu, meðan rióg var af Skógi ' rekaviö tii eldsrieytis. Anngrs- rifcaðár á Norðuriöndum létu iíka hiargir sér að mestu nægja glamp- ann frá eidstæöum fram á lG. eða 17. öld. Stundúm Var kveikt á' furu- teinumy átiðugrim 1 af viðafkvoðu (harpix); Einkurn var þetta í Nor- egi' og Sviþjóð, því-að þar vex nóg fura. í Danmörku var furari horf- in. Þar grófu menn upp leifar henn- ur í mómýrum, bæði rætur og boli, þurrkuðu og klufu í mjóa teina. Furuteinarnir brunnu með skærari loga en lampar þeirra tíma og þoldu betur súg án þess að slokkna. Fyrir kom, að menn báru logandi furuteina (Fyrstykker) í munni sér viö vinnu. Lengd tein- anna var hálf til heil alin. Voru þeir algeng verzlunarvara og eru j afnvel enn notaðir í barrskógar- löndurn. í' Danmörku kcstuðu 300 furuteinar 3V2 mark árið 1578.. Á skóglausum svæðum í Damnörku út við sjóinn notuöu menn lýsislampa á 1G. öld. Kveikurinn var venjulega úr sefi eða fífu eins og hér á landi. Tólgarkerti voru gerð heima á haustin eftir sláturtíö. í Sviþjóð voru gerð þrenns konar tólgar- kerti: Herralcerti, fógetakerti og sveinakerti. Kóngakerti voru með þremur rökum og þremur liósum (kóngaljós). Vaxkerti úr býflugu- vaxi þóttu fínni. Þau hafa likiega borist með kristinni trú til Norð- urlanda og vcru til viðhafnar við messugjörð. Þau voru lengi mjög dýr og ekki á annarra færi en höfð- ingja og ríkra manna að nota þau larigt fram eftir öldum. Skara þurfti vaxkertin lengi vel eins og tólkarkerti. Var þaö gert með íingr- unum og síðar meö hníf og loks með Ijósaskærum. Þannig var lengi með altarisljósin í kirkjum hér á landi. Kertasveinar meö kerti í annarri hendi en ljósaskæri i hinni gegndu starfi á hátíðum í kirkjum og höll- um. Mikiö vax lak jafnan niöur og svæla var af kertunum. Tveir ein- kertastjakar þóttu lengi góður ljósfærakostur á heimili. „Ekki var hægt aö sinna vinnu í mýrkrinu. Þá var öl drukkið drjúgum og draugatrú mikil“, seg- ir Troels Lund í kafla um lifnaðar- hætti í Danmörku á 16. öld. Bætt- ur ljósakostur hefir rekið draug- ana á flótta hér á landi sem ann- arsstaðar. Á dögum Grikkja og Rómverja hefir verið dimmara og draugalegra í höllum höfðingjanna en í aum- asta koti á íslandi nú á tímum. í Róm, Spörtu og Aþenu voru að vísu til skrautlegir lampar til forna, en Ijósin ósuðu og svælan var mikil. Ríkir menn blönduðu ilmolíum í ljósmetiö. Kerti voru lengi svo dýr, að furuspænir voru notaöir með þeim til ljósa. Á síðari hluta 18. aldar var byrjað að nota gas til ljósa í Þýzkalandi og á Englandi. Stræti Lundúnaborgar voru lýst meö gasi 1814, og Reykjavíkurgöt- ur 1910. Rafveita var sett á stofn í Hafnarfirði um 1902; í Reykjavík 1921 og nokkru síðar á Akureyri. Á undan höfuðstaðnum voru sett- ar upp vatnsafls rafveitur á nokkr- um stöðum úti um land og mótor- rafstöðvar voru settar á stofn á stríðsárunum 1914—1918. Nú eru rafmagnsstöðvar í flestum kaup- stöðum og á mörgum sveitabæj- um. Þar sem rafmagn vantar enn- þá, hafa Aladín-lampar tekið við af gcmlu steinolíulömpunum, svo nú er bjart í borg og bæ. Lengi voru ljósfæri ófullkomin hér á landi. Lýsislampinn mun hafa verið til frá ómunatíð og voru aðal- ljósfærið allt frarn um 1870, er steinolíulampinn leysti hann af hólmi. Kerti hafa verið1 notuð i kirkjum og á höfðingi asetrum við hátíðleg tækifæri. í Stúl'Iungu ér getio um logabránda og tjörupirina í sambandi við Sauðafellsför 'og Flugúrriýrarbrerinu (Sbr. funítéin- aria. á NoröuHöndurii). Lýsislárrip- arnir voru týöfáldir og 'vdrri úr járni eöa kopár. Ljósmetið vát lýsi. Þótti - séllýsi b'ezt og þvíriæst h'á- karlalýsi, eri þorskalýsi lakast. Hr'ossaflot vár oft nötað, og á Vést- urlandi selsmjólk. Segir Eggert Ól- afsson að bændur við Breiðafjörð og á Vestfjörðum hafi hengt kópa- vambir með selsmjólkinni í upp í eldhús. Kváöu þeir liana breytast við það íí.lýsi og höfðu til Ijósmat- ar. Kveikir voru gerðir úr fffu, snúnir saman og tvinnaðir. En betra þótti ljósagarn; einskonar óvand- að baömullarband, eftir að það fór að flytjast. Lýsið og kveikurinn voru í efri lampanum, en undir- lampinn tók við lýsinu, sem dróst fram með kveiknum og fór niður. Lýsislampar geta borið sæmilega birtu ef lýsið er gott, en ella er birtan dauf og Ijósreykur mikill. Var mörg baðstofan sctsvört upp í rjáf.ri af þessari sífeildu svælu og loftið oft mjög slæmt. Furða var ekki bótt steinolíulamparnir bættu mestu gersemi, er þeir kcmu til sögunnar. Oft þurfti að 'gera aö lýsishósinu méð spýtu eða kcpar- stíl. f Þingeyjarsýsiu tfðkaöist fram yfir 1870 bósáhald, sem kállaðíst trunkur. Hann var gerður úr 12—20 cm. langri, sívalri, vel greipagildri spýtu, oft tálgaöur út með mitti eins og taflmaöur og stétt sett und- ir. Hola var gerð ofan í efri enda hans og siðan borað gat niður í botn holunnar. í boraða gatið var stungið spýtu og vafið urn hana fífu eða íéreftspjötlu holan var íyllt rrieð tólk 'og svo kveikt á. Log- aði þetta vel. — Kerti voru oftast stej7pt í strokk, sem kallað var. Voru strokkakerti algeng í Rangár- vallasýslu um 1880, en nyröra hurfu þau miklu fyrr (segir Jónas Jónasson í „íslenzkum þjóðhátt- um“). Kertaformar voru allviða til. Þeir vorri úr tini eöa pjátri og man margt fullorðið fólk eftir þeim. Til voru kertaform ún tré. — í Búalögum var talið meðal- mannsverk „að skera 10 geldinga og raka allar gærurnar og hafa álnarlángt kerti“. Sýnir það, að 3 lengi hafa tíðkast heimagerð kerti. Kertin v'oru höfð í kertastikum og kertaplötum. í eldhúsi, búri og fjósi var notuð kola (eða panna) með fleyg aptur úr, sem stungið var í torfveggina. Úti voru kolurn- ar bornar í ljósbera, þ. e. eins kon- ar húslaga kassa. Var kolunni smeygt inn um rifu á gaflinum við botninn. Stundum voru kolurnar bornar til fjóss í mjólkurfötun- urn. Síðar tíökuðus't steinolíutýrur. Settur var kcrktappi i glas eða flösku og pipu með kveik, stungið niður í gegnum tappann niður í olíuna. Var þá áhaldið tilbúið. — Þegar átti að kveikja á kvöldin varð að fara fram, opna eldinn og 'kyeikja þar. Var eldurinn jafnan falinn á kvöldin. Eldfæri hafa verið fátíð. Tinria, eldstál og eld- sveppur munu hafa verið til á stöku stað. Eldsveppur sá (Polyp- orus fomentarius, fýrsveppur) sem mest var notaður á Norður- löndum, vex ekki hér á landi. Hafa menn sennilega notað mosa og íslenzka sveppi við uppkveikj - una. — Klukkur voru lengi óvíða til. VöJculampar geröu hæfilega langa kvöldvöku, þegar allt lýsið brann af þeirn fullum. Eftir að steinolíulampar komu til sögunnar voru þeir sumstaöar látnir mæla tímann. Var t. d. litill flatbrenn- ari látirin endast í tvö kvöld. Oft hefir birtan verið dauf í baðstofunum. Voru þess dæmi, aö þeir, sem mikið þurftu að skrifa, hengdu glæra glerkúlu, fulla af vatni, upp hjá lampanum og létu geislavöndinn úr henni falla á blöðin. Sumir rituðu við kertaljós. En nú er bjartara í koti karís en í konungshöllum til forna. Ingólfur Daviðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.