Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 14
14 Jólablað TÍMANS 1952 i. Hraust og harSfeng var sú kyn- slóð, er réð rikjum á Norðurlönd- um við upphaf íslenzkrar sögu. Víkingar fóru á langskipum landa á milli og heimtu til sín herfang án þess að hlífast við. Snilli hern- aðar var þó bundin óskráðum siðalögum. Drengskapur var kjarni þeirra laga. Rætur að lífsskoðun víkinga stóðu djúpt í heiðnum dómi og sá meiður, sem upp af þeim óx, var víða „lofgróinn laufi sæmd- ar“. Hugrekki var nauðsynlegt, en ekki einhlítt. Jafnframt bar að gæta sóma síns gagnvart sjálfum sér ,og samferðamönnum. Ekkert lögmál var æðra. Drengskapur ber blóma 'sinn, þegar mannúð býr að baki frábæru harðfengi og hugrekki og veitt er hjálp í nauð- um á úrslitastund. Kári Sölmundarson er að þessu leyti glæsilegur fulltrúi, þar sem hann kemur án aðdraganda og umsvifa á svið íslenzkrar sögu. Frásögn Njálssögu af Kára hefst þannig: „Vikingar kölluðu ok báðu kaup- menn upp gefast. Þeir sögðu, at þeir mundi aldrei upp gefast. í þessu varð þeim litit til hafs. Sjá þeir skip fara sunnan fyrir nesit ok váru eigi færri en tíu. Þeir róa mikinn ok stefna at þangat. Er þar skjöldr við skjöld. En á því skipi, er fyrst fór, stóð maðr við siglu. Sá var í silkitreyju og hafði gyltan hjálm, en hárit bæði mikit ok fagurt. Sjá maðr hafði spjót gullrekit í hendi. Hann spurði: „Hverir eiga hér leik svá ójafnan?“ Helgi segir til sín ok sagði, at í móti vóru þeir Grjótgarðr ok Snæ- kólfr. „En hverir eru stýrimenn?“ sagði hann. Helgi svaraði: „Bárðr svarti, er lifir, en annarr er látinn, er Ólafr hét“. „Eruð þit“, segir hann, „íslenzkir menn?“ „Svá er víst“, segir Helgi. Hann spurði, hvers synir þeir væri. Þeir sögðu. Þá kannaðist hann við ok mælti: „Nafnfrægir eruð þér feðgar“. „Hverr ert þú?“ segir Helgi. „Kári heiti ek, ok em ek Sölmundarson“. „Hvatan komt þú at?“ segir Helgi. „Ór, Suðreyjum“. „Þá ert þú vel at kominn“, segir Helgi,- „ef þú vill veita oss nokkut“. „Veita slíkt, sem þér þurfið“, segir Kári — „eða hvers beiðið þér?“ „Veita þeim at- lögu“, segir Helgi. Kári sagði, at svá skyldi vera.“ Eftir þetta verður saga Kára viðburðarík. Iiann vinnur eitt af- reksverk af öðru utan landsteina og innan. Hvarvetna fylgir honurn gifta. Frægðarljómi leikur um nafn hans, hvar sem hann fer. Hann er skapdeildarmaður, aiira manna vinsæiastur, herðimaður, mikill fyrir sér, engum manni lík- ur í hvatleik sínum. II. Hrollaugur scnur Rögnvalds járls á Mæri nam Hornafjörð áusta.n frá Horni til Kvíár og bjó fyrst undir Skarðsbrekku í Horna- íirð^, en síðar á Breioabólsstað; ú Fellshverfi. Þórður illugi, son Eyvinds eiki- króks braut skip sitt á Breiðár- sandi. Honum gaf Hrollaugur land milli Jökulsár og Kvíár og bjó hann undir Felli viö Breiðá. Bær Þóröar er síðan ýmist nefndur Fell eða Fjall. Samkvæmt máldaga, sem talinn er vera frá 1179 átti þá Rauðalækjarkirkja í Öræfum 160 sauða beit í Fellsland. Tveim öld- um síðar, þ. e. 1387, er jörðin talin Hoískirkju. Árið 1709 er P'jall eyði- jörö. ísleifur Einarsson sýslumaö- ur lýsti þá jörðinni þannig: „Hef- ur fyrir 14 árum sézt til túns og tófta, en er nú allt komið í jökul.“ Skammt austur af Felli var býlið Breiðá. Ekki er það nefnt í Land- námu, en kunnugt er um byggð þar á söguöld. Á síðara hluta söguald- ar bjó þar Össur Hróaldsson, frændi Síðu-Halls. • Þegar Þang- brandur boðaði trú, gisti hann á Breiöá og tók Össsur primsigning. Össur kemur og við sögu, þegar góðgjarnir höfðingjar leituðu um sættir eftir Njálsbrennu. í Njálu segir svo: „Flosi mælti: Þat vil ek yðr kunn- igt gera, at ek vil gera fyrir orð Halls, mágs míns, ok annarra inna beztu manna, at hann geri um ok inir beztu menn af hvárra hendi, lögiiga til nefndir. Þykkir mér Njáll makligr vera, at ek unna honum þessa. Njáll þakkaði honum ok þeim öllum ok aðrir þeir, er hjá vóru, ok kváðu Flosa vel fara. Flosi mælti: Nú vil ek nefna mína gerðarmenn. Nefni ek fyrstan Hall, mág minn, ok Özur frá Breiðá, Surt Ásbjarnarson ór Kirkjubæ, Móðólf Ketilsson", — hann bjó þá á Ásum —, „Hafr ok Rúnólf ór Dal. Ok mun þat ein- mælt, at þessir sé bezt til fallnir af öllum mínum mönnum." Og er sættir höfðu farið út um þúfur og deiluaðilar bjuggust til stórræða, er Hróaldur Össurarson frá Breiöá talinn meðal höfðingja í liði Flosa. Þegar Kári Sölmundarson hafði lokið suðurgöngu sinni og sigldi til íslands við átjánda mann, tók hann land við Ingólfshöfða og gekk þaðan heim til Svínafells. Njála lýsir komu hans að Svína- felli þannig: „Flosi var í stofu. Hann kenndi Kára, er hann kom í stofuna, ok spratt upp í móti honum ok minntist til hans ok setti hann í hásæti hjá sér. Flosi bauö Kára at vera þar um vetrinn. Kári þá þat. Sættust þeir þá heilum sáttum. Flosi gifti þá Kára Hildigunni, bróðurdóttur sína, er Höskuldur Hvítanessgoði hafði átta. Bjuggu þau þá fyrst at Breiðá.“ Snemma mun hafa verið reist kirkja á Breiðá. Samkvæmt mál- daga, sem talinn er vera frá 1343, var þar þá Maríukirkja og lágu undir hana tvö bænhús. Tutt- ugu árum síðar voru kirkjugrípir, tvær klukkur og kross, lagðjr til Stafafellskirkju í Lóni af þáver- anci Skálholtsbiskupi. Bendir-' það til þess, að þá hafi veg Breiðár- kirkju verið tekið að hnigna. Beén- hús mun þó hafa verið þar fnfm á 17. öld. Ário 1697 er Breiðá byggð og jörðin metin sex hundruÖi>-en áíið -effií fer jörðin, ít eyði. Til cr þingsvitni frá ' mánntálsþin'gi ' er haldið var á Hofi í Öræfum 1. júní 1702. Þar segir, að jörðin Breiöá hafi þá verið óbyggð í fjögur ár og að jörðin sé árlega að eyðast af vatni, grjóti og yfirgangi jökla og sé það ætlun manna, að það býli byggist aldrei framar. Þessi frá- sögn er staðfest af ísleifi Einars- syni sýslumanni tíu árum síðar. í skrá, er hann geroi um eyðijarðir 1712, scgir svo: „Breiðá (Breiðár- mörk) hefur bær heitið og byggð fyrir 14 árum, var hálf kóngs- eign, en hálf bændaeign, öll 6 huntíruð að dýrleika. Hún er nú af fyrir jökli, vatni og grjóti, sézt þó til tóíta. Þar hafði verið bænhús og sá þar til tóftarinnar fyrir fá- um árum og garðsins i kring. Þar lá milli dyraveggjanna í bænhúss- tóftinni stór hella, hálf þriðja al- in að lengd, en á breidd undir tvær álnir, víðast vel þverhandar- þykk, hvítgrá að lit, sem kölluð var Kárahella og þar liggur á leiði Kára Sölmundarsonar, hverja hann hafði sjálfur fyrir sinn dauöa heim borið til hverrar nú ekki sézt. Þó kunna menn að sýna, hvar hún er undir.“ III. Þær lýsingar, sem hér hefur ver- ið drepið á, bregða upp mynd af bústad Kára, þótt saga Breiðár sé ekki samfelld. Lönd Fjalls og Breiðár hafa legið saman. Land- námsmaður setti saman bú á Fjalli. Þegar tímar liðu, bar höfuðkirkj- unni, sem stóð þó þingmannaleið vestar í byggðinni, 160 sauða beit í land jarðarinnar. Bændur á Breiðá eru í flokki fremdarmanna á söguöld. Mannaforráð voru grunövölluö á liðskosti. Fyrirmenn þurftu að hafa fjárráð, en nutu ekki fjárhagslegrar aðstoöar frá þjóðarheild. Gæði landsins urðu að leggja þeim fé í hentíur, jarðir þeirra að fleyta fram miklum bú- stoíni. Ekki þarf að ætla, að Kári Sölmundarson hafi setzt að á ör- reytiskoti, eftir að brennumálin voru til lykta leidd, hann var kom- inn heim úr Suðurlöndum og hafði stofnað til mágsemda við héraðs- höfðingjann í Svínafelli. Allt bend- ir þetta ótvírætt til þess, að á Breiöumörk hafi veriö landkostir góðir og býlin þar eftirsótt íil á- búðar. En Vatnajökull lyftir háum fannafaldi bak við Skaftafellssýslu. Ferlegar hamfarir náttúruafla hafa leikið byggðina grátt. Jökull- inn ýtir fram háum grjóthrýggj- um, sem cru s&orrJr sundur hér og þar af skollitum ám, er ’oyua sér til og frá og bera möl yfir gróður- lendi. Þó kastar fyrst tóirunum þar sem skriðjökull laesir nyajaland í heljargreipum og mylur undir sia með reginafli blóm ot bjarkir, frjómold jarðar og mannvirki. Slík urðu örlög Breiðár, bústaðar Kára Sölmundarsonar. Talifi er, að á dögum Kára hafi brún Ereiða- merkurjökuls handan við bæinn Breiðá verið kringum fjórum km. norðar heldur en varð um síðustu aldamót. Á Sturlungaöld mun jökullinn hafa tekið að skríða fram yfir nytjaland á þessum slóð- um og þróunin gengið í þá átt næstu aldir, en þó misjafnlega ört á ýmsum tímum. í byrjun 18. aldar var svo kornið um bújörð Kára, að meginhluti hennar var eyddur gróðri. Eítir var lítill hólmi, þar sem bærinn hafði staðið og á hólm- anum tvö hús að íalii komin. Breiðamerkurfjall, sem stóö á bak við bæina á Breiöumörk, varð girt jökli og einangrað, en lokkaði og laðaði eftir sem áður með ilmandi kjarngrös í barmi. Siðar svarf þó enn fastar að. Á tímabilinu 1350— 1890 skriðu jöklar i Austur-Skafta- fellssýslu lengra fram en nokkru sinni áður, síðan land byggöist. Þót-t vald Vatnajökuls sé mikið, er því samt markaður bás. Barátta jökulsins við yl sólar er langæ og hún harðnar eftir þvi sem hann færist meira í fang. Síðastliðin tuttugu ár hefur Breiðamerkur- jökull verið á sífelldu undánhaldi. Greipar jökulsins, er hann læsti um Breiðamerkurfjall, hafa verið spenntar sundur (sbr. mynd) og íarginu mun vera létt af bæjar- stæðunum Fjalli og Breiðá. En Kárahella er gengin úr ekorð- um og glötuð. Lantíið, sem breði hefur fótumtroðið meira en tvær aldir, ber þess menjar. Enn má þó finna þar sýnishorn af þeim jarð- vegi, sem búskapur bændanna á Breiðumörk var grundvallaður á (sbr. mynd). Og það ber víð, að frá rótum jökulsins berist molar þeirra stofna, sem á fyrri öldum hafa borið fagrar laufkrónur haridan viö bústað Kára. IV. fslenzk tunga er rökvis. Hún er andans fcrm í mjúkum myndum, Á þcssum slóðuvi var bœr Kára Sölmundarsonar. Nú er aðeíns eftir bert grjótið, en Breiðamerkurfjall hefir á ný losnað úr heigreipum jökuls' ins, eins og myndin sýnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.