Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 6
/ Jólablað T í M A.-N5 B52 6 Smásaga efíir Jónas Tryggvason í Finnstungu Stór áætlt;r.arbí!l frá lröfuð- staðnum brunar þungskrei'ó'ur eftir þjóðveginuxn og lætur sér fátt til tafar verða. Hin smærri og lítil- sigldari farartæki víkja hvarvetna úr vegi fyrir þessum ókrýnda kon- ungi umferðarinnar. För hans sæk- ist greiðlega upp eftir sveitinni. Bíllinn er nær fullskipaður far- þegum. Karlar og konur, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, fólk, sem annars á kannske fátt sameigin- legt, myndar hér um stund sam- stæða heild, farþegahóp á ferð milli áfangastaða. Flestir farþeganna renna auð- veldlega inn í svipmót þessarar heildar. Þeir eru eins og fólk gerist og gengur og vekja enga sérstaka eftirtekt. En þetta á ekki jafnt við um alla. í aftasta sæti situr gamall mað- ur, sem dregur að sér athygli ann- ara í bílnum. Hár hans er silfurhvítt. Hörunds- liturinn næstum jafn hvítur hár- inu. Andlitssvipurinn afskiptalaus, allt að því kaldur. Allt yfirbragð mannsins og enda klæðnaður sker af við umhverfið. — Hver er hann, er spurt framan til í bílnum — kannske útlending- ur? — Vestur-íslendingur — upplýs- ir bílstjórinn. — í kynnisför, býst ég við. Já, auðvitað Vestur-íslendingur. Þeir eru alltaf eitthvað öðruvísi en annað fólk. Bíllinn nálgast meir og meir fjöllin við efstu takmörk byggðar- innar. Farþegarnir smátína töl- unni, enda er nú skammt ófarið að endastöð. Gamli maðurinn í aftasta sætinu situr þögull og starir án afláts út um gluggann, í átt til fjallanna, sem nú taka á sig æ skýrari lögun og lit. Þeir, sem veita gamla manninum athygli, sjá að svipur hans hlýnar og verður sem annars manns. Loks er ekið inn á milli fjallanna og bíllinn beygir upp með Núpá . — Bílstjóri — kallar gamli mað- urinn og málfar hans ber annarleg- an blæ. — Hér ætla ég af. — Ætlið þér ekki suður yfir Núpá? — Jú. — Þá förum við eilítið lengra, upp að brúnni. Gamli maðurinn, sem þegar er til hálfs risinn úr sæti sínu, sígur ofan í það aftur og undrun bregð- ur fyrir í svip hans. Billinn beygir fyrir háan melhól og hér sést brú á ánni. — Hérna er það — segir bílstjór- inn og stöðvar aksturinn. Gamli maðurinn rís aftur á fæt- ur og staulast hægt og seint fram eftir bílnum. Hann er stirður eftir margra tíma setu og reikar í spori, þegar hann kemur út úr bílnum. — Þér voruð víst aðeins með eina, litla tösku. Það er víst þessi hérna Þói'Öur Þórðarson. Er það ekki í’étt? — Jú, þakka yður fyrir. — Jú, takk. Hurðin skellur í lás og bíllinn er þegar kominn á mikinn skrið inn veginn. Gamli maðurimi stendur einn eftir á veginum, í skini hnígandi kvöldsólar. Sunnan megin Núpár gengur þverdalur upp í fjöllin. Hann er þröngur og unairlendislaus, enda ber hann nafnið Þröngvidalur. Ekki allangt inni á þessum dal stendur býlið Skjól, lítið kot og kostarýrt. Þarna er Þórður Þórðar- son borinn og barnfæddur. Faðir hans, fátækur einyrkjabóndi, vai'ð úti hér í fjöllunum veturinn eftir að Þórður litli var fermi v.r. Eftir það bjó ekkjan her ein með tveim börnum sínum, Þórði og syst- ur hans, fimm árum yngri. Efni voru lítil og oft þröngt í búi, en af sveit var aldrei þegið. Sumarfallegt er á Þröngvadal, en vetrarríki mikið. Hver harðindavet- urinn rak nú annan og gekk saman bústofninn í Skjóli. Svo var það eitt hart vor að þau mæöginin þraut hey fyrir fénað sinn. Var þá búið tekið upp og selt hæstbjóðanda fyrir sama og ekkert verð. Þá var það, að gott fólk í sveitinni veitti ekkjunni aðstoð sína til þess að komast til Ameríku með börnin. Þetta vor var Þórður rétt tvítugur. Móðir hans lézt á leiðinni vestur yfir hafið, en þau systkinin komust heilu og höldnu til fyrir- heitna landsins. Þar skildi leiðir þeirra strax og eftir það spurði skógarhöggi eins og allri annarri vinnu. Kjartan var meðalmaður á vöxt, léttur á fæti, en þó jafnan hæg- fara, og sýndist honum aldrei liggja meira á í einn tíma en annan. Var hann jafnan reiðubúinn að gefa öllu gætur, sem bar fyrir augu hans og eyru. Leið honum lika fátt úr minni, sem hann hafði séð og heyrt um dagana. Kjartan var stórleitur, en þó fríður sýnum, ennið hátt, augun ljósgrá og heldur smá, en óvenjuhvöss og rannsakandi. Ung- ur varð hann snjóhvítur af hær- um, bæði hár og skegg. Skegg sitt rakaði hann vandlega af munni og höku, en hafði skeggkraga um kjálkabörð. Kjartan lifði í tólf ár, eftir að ég fór að búa, og var hann tíður gest- ur hjá mér öll þessi ár. Og skemmti- legri næturgest gat ég ekki kósið. Hann var heilsuhraustur alla ævi og hrörnaði lítt, þótt hann væri kominn yfir áttrætt. Hann unni Ingibjörgu konu sinni og geymdi minningu hennar í heiðri. Eitt sinn, þegar hann frétti, að Ástríður, syst- ir mín, væri nýbúin að ala mey- barn, gerði hann sér ferð að Húsa- felli til þess aö biðja Ástríði að láta þessa ungu mey bera nafn konu sinnar. Þessi bón var Ki artani veitt, þótt Ástríður ætti þá aðra dóttur með sama nafhi, en hún bar nafn móður okkar systkina. Fyrir þetta var Kjartan þakklátur, og hýrnaði svipur hans hverju sinni, þegar hann leit þessa ungu stúlku, sem bar nafn konu hans. Um Ingibjörgu Loftsdóttur, konu Kjartans, heyrði ég aldrei annað en gott eitt. Móðir mín sagðist hafa fengið mikið álit á henni strax við fyrstu sýn og ekki hefði það dvínað við nánari kynni. Bezt man ég eftir því, hvað Ingibjörg kunni mikið af þingeyskum kviölingum, bæði snjöll um kvæðum og allt niður í hlægi- legt vísnarusl, sem mér þótti gam- an að, þegar ég var krakki. Læt ég hér sýnishorn, og má af þeim sjá, á hvaða stigi sum þingeysku skáld- in stóðu á fyrstu áratugum 19 aldar. Jónar tveir á bökkum slógu, steinn í hverju höggi var, það var þeirra fegursta lukka, að þeir duttu ekki báðir í ána. Falleg er hún Hosa þín, stendur undir húsinu, hvítan kraga hefur hún, stendur unöir húsinu. Á stígvélunum stóru, löngu stekkur hann inn í búr, af því hann er orðinn svangur, eins og út kastað hræ. Sitúr nú á sorgarbekk sæmdarríka ekkja. Aldrei dvínar hryggðin sú, sæmdarríka ekkja. Þetta nægir til að sýna, að ekki voru allir Þingeyingar stórskáld í þá daga. Ragnheiður, systir Kjartans, átti mann, sem Sigurður hét, og eina dóttur með honum, Sigríði aö nafni. Um þá Sigriði veit ég ekki annað en það, að hún giftist manni aust- ur í Árnessýslu, sem Oddur hét. Lítið man ég eftir Ragnheiði fyrr en vorið 1869, þá var hún húskona í Augastöðum. Það vor gekk mann- skæð kvefsótt um landið. Ragn- heiður var þá um tíma á Húsafelli hjá móður minni og tók þar sótt- ina. Vildi hún þá komast heim að Augastöðum í sitt eigiö ból. Henni var þá fylgt aö Hraunsási, en þaðan er stutt bæjarleið að Augastöðum. Þegar að Ilraunsási var komið, treysti Ragnheiður sér ekki að halda lengra þann dag. Þá var hús- kona í Hraunsási, Kristín Pálsdóttir, kvenhetjan nafnkennda, sem sög- ur hafa verið skráðar um. Kristín var þá komin yfir áttrætt. Ekki hafði Kristín verið kvellisjúk um dagana og var þá enn hin hraust- asta. Stóð henni nú ótti af veiki þessari og fáraðist yfir því að fá slíkan gest á heimilið, sem væri boðberi dauðans. Kristínu varð að trú sinni, því að báðar þessar öldr- uðu konur, Kristín og Ragnheiður, dóu þar í Hraunsási með fárra daga millibili. Ragnheiöur var greindar- kona, en lifði við fátækt og lét lítið á sér bera. Hún var mörgum árum eldri en Kjartan. Árið 1900 komst Kjartan að Síðu- múla til þeirra hjóna, Þórunnar Björnsdófftur og Jóns Einarssonar, hálfbróður séra Magnúsar Andrés- sonar á Gilsbakka. Innvortis krabbamein varð Kjartani að bana. Var hann jarðaður að Reykholti án fjölmennis. Nú fyrst, þegar hálf öld er liðin frá andláti Kjartans, hripa ég þessa grein með það fyrir augum, að minning þessa góðvinar míns falli ekki alveg í gleymsku. Skrifað um Jónsmessuleytið 1952. Þórður aldrei neitt til systur sinnar. Sjálfur hafði hann strax fengið atvinnu og síðan haft sig áfram á eigin spýtur við ólíkustu , störf. Hvergi festi hann yndi til lengdar, en leitaði stöðugt nýrra viðfaþgs- efna. Hann safnaði ekki auð^ en komst af án hjálpar annarra. Þannig liöu árin hvert af öðru, og áratugirnir liðu einnig hver af öðrum, og Þórður Þóröarson varö gamall maður. Þá var það snemma sumars þess, sem nú var að kveðja, að hann á- kvað að snúa aftur heim til gamla landsins, heim til æksustöðvanna. Þann fimmtánda september yrði hann áttræður og fyrir þana tíma ætlaði hann að vera kominn heim. Hann hófst þegar handa um und- irbúning fararinnar, en ýmsar á- stæður ollu því, að ferðalagið dróst á lairginn. Þó kom þar að honum var ekkert lengur að vanbúnaði og ferðin heim var hafin. Allt gekk vel, en mátti þó ekki tæpara standa. í dag var fimmt- ándi september og í kvöld ætlaði Þórður Þórðarson að gista bei’nsku- stöðvar sínar í Skjóli á Þröngvadal. Hann stendur sem í leiðslu og horfir skyggnum augum inn í land æskudrauma sinna. Gamalkunnugt umhverfi blasir við. Núpárdalurinn, grasi vafinn og vingjarnlegur. Áin, blá og tær. Fjöllin norðan dalsins há og hrika- leg, en Núpurinn gnæfandi ofar þeim öllum. Sunnan dalsins nokkru lægri fjöll og ekki eins gróðursnauð. Þeim megin ganga nokkrir þverdal- ir upp í fjöllin og er Þröngvidalur næstur. Við.mynni hans staðnæm- ast augu ferðamannsins oftast og lengst. Inn á dalinn, sem þarna liggur falinn milli fjallanna, er för- inni heitið í kvöld. Hann vaknar skyndilega, sem af draumi. Hve lengi hefir hann staðið hér? Það veit hann ekki. Hitt veit hann, að það dugar honum ekki lengur. Inn að skjóli er meira en tveggja stunda gangur og það er áliðiö dags. Sólin nálgast fjöllin í vestri, og í mynni Þröngvadalsins er þegar kominn forsæluskuggi. Hann grípur litlu handtöskuna og heldur af stað ofan aö ánni. Hann reikar ekki í spori, sem þá er hann kom út úr bílnum, en geng- ur rösklega af áttræðum manni að vera. Lítil, steinsteypt bogabrú á ánni mætir augum hans. Fyrr hefir hann ekki veitt henni athygli. Hann stanzar við og einblínir á brúna. Margar brýr hefir hann séð um dagana, bæði svimháar hengi- brýr með fjölda akbrauta, en einn- ig litlar brýr, rétt eins og þessa. Aldrei hafa mannvirki þessi valdið honum neinum sérstökum heila- brotum. Sjálfsagðir hlutir á sínum stað. En brú hérna á henni Núpá. Það er ekki eins og það á að vera. Honum finnst brúin framandi í umhverfi sínu, næstum fjandsam- leg því. Hvers vegna ekki að fara yfir Núpá á gamla vaðinu, eins og vant er? Betur að hann hefði fengið aö fara þar úr bílnum, eins og hann ætlaði sér. Hann víkur út af veginum og gengur ofan með ánni. Of oft hefir haxxn vaðið Núpá á þessum stað til þess nú að fara að að ganga yfir hana þurrum fótum, rétt eins og engin á væri hér lengur. Hann þekkir vel gamla vaðið. Of- urlítið skarð i norðurbakkann, og sandhólmi í miðri ánni og hálf- gróin eyri að sunnanverðu. Það er aðeins stuttan spöl að fara og hann er þegar kominn á staðinn. Eir hér er ekkert skarð í norður-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.