Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 43

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 43
43 7 Brynjólfur, bóndi á Strönd, leit ■ upp frá bréfaskriftunum, þegar Sigurður sauðamaður kom inn í baðstofuna. &£ . „Vantar nokkuð af fénu?“ f „Já, það vantar hana Golsu. Ég skil hreint ekki hvar hún getur í verið.“ j? „Jæja, svo hana Golsu þína vant- ar. En það verður ekki átt við að leita hennar í kvöld, því að ég þarf að fá þig til skreppa með bréf til Hallgríms á Bakka núna á eftir.“ t Að svo mæltu stakk bóndi penn- anum í blekið og hóf skriftirnar aö nýju. Sauöamaður gekk að rúmi sínu, þreifaði upp fyrir og dró gamla byssu undan sængurfötun- um, Svo settist hann á rúmstokk- inn og byrjaði að fægja byssuhlaup- ið. Ekki var verra aö hafa hólkinn með, ef hann kynni að rekast á tæfu, hugsaði hann með sér. Hann var maður hávaxinn og sterkbyggð- ur, naumast tvítugur að aldri . . . Gunnhildur gamla sat á næsta rúmi og spann á rokk. Hún var orðin skorpin í andliti af elli og lotin í herðum. Á nefi hennar sat loðin varta, sem gerði gömlu konuna ó- frýnilega álitum. En hreyfingar hennar báru engin ellimörk. Þær voru snöggar og hvatlegar. Öðru hvoru gaf hún sauðamanni horn- auga. „Þér væri nú nær að taka í kambana, heldur en að fitla við þennan grefils hólk. Hérna, taktu við,“ sagði hún og fleygði vænum ullarbyng í fangið á honum. Þá glotti sauðamaður, lagði frá sér byssuna og fór að kemba. Á rúm- inu gegnt honum sat fjósamaður- inn og fléttaði reipi úr hrosshári. Augnabrýr hans voru kafloðnar og miklar, og lá önnur brúnin áber- andi ofar. Hann dró nú vænan tó- bakspung upp úr rúmshorninu, snýtti sér svo rösklega, að það glumdi í baðstofunni, og fékk sér síðan drjúgan slurk í nefið. Að því búnu ók hann sér öllum í sætinu og mælti: „Heyrðu, Gunnhildur! Heldur þú að draugar séu til?“ „Hvernig spyrðu maður, kominn á sextugsaldur? Þú hefir þó víst heyrt getið um Móra og Svartnasa. Séu það ekki ósviknir draugar, þá má fjandinn hirða mig.“ „Já, sko. Þetta hefi ég alltaf hald- ið, þó að ég hafi aldrei séð draug sjálfur. En mér finnst eins og unga fólkið nú til dags vilji gera lítið úr draugum og afturgöngum, rétt eins og þær verur séu hugarburður og hringavitleysa,“ sagði fjósamaður og stakk tóbakspungnum aftur í rúmshornið. j i i I I L „Þið megið trúa á drauga fyrir mér. En ég get sagt ykkur, að það er ekki til einn einasti draugur á öllu íslandi, og því síður huldufólk eða álfar,“ sagði sauðamaðurinn. „Heyra hvernig þú talar, dreng- ur; naumast, að það er rembingur í þér. Færi betur að þér hefndist ekki fyrir svona fullyrðingar út í bláinn,“ gall Gunnhildur við og steig rokkinn hraðar. „En þetta er satt, sem hann seg- ir, amma. Þú mátt trúa því, að það eru engir draugar til,“ sagði heima- sætan á bænum, er Álfhildur hét. Hún var 18 ára, spengilega vaxin og fríð sýnum, þar sem hún sat á innsta rúminu í baöstofunni og prjónaði vettlinga. „Og ert þú þá svona líka, rýjan mín,“ mælti Gunnhildur með nokk- urri þykkju. Svo bætti hún við: „Þið eruö líklega búin að gleyma, hvern- ig fór fyrir honum Pétri sáluga hérna um áriö. En trúað gæti ég að það skryppi ekki jafnskjótt úr minni leitarmannanna, sem fundu hann laminn og lemstraðan undir Dimmukleif. Draugurinn hafði séð fyrir því, að ekki þurfti að binda um hans benjar.“ „Já, — en amma. Heldurðu ekki, Jólablað TIMANS 1952 að hann hafi getað hrapað í kleif- inni?“ spurði heimasætan. „Nei og sussu nei. Það hefir ekki hent jafn gætinn mann og Pétur heitinn, enda var allt blóðautt, og ekki svo mikið sem einn svellglotti í kleifinni. Nei, ég segi það satt, að enginn þarf að efast um hans ævi- lok,“ sagði Gunnhildur og nuddaði vörtuna í ákafa. „Það er undarlegt, hve sumt fólk getur verið hjátrúarfullt. Farist belja í fjósi — eöa hrapi maður til bana, þá er ekki um að villast, að draugar hafi verið að verki,“ mælti sauöamaður og renndi augum til heimasætunnar; hún hafði svo falleg brjóst. „Tja — hérna. Þú getur kallað þetta hjátrú eða hvað sem þér sýn- ist. En draugar eru samt til eftir sem áður. Ætli að hún Gunnliildur fari ekki nær um það en þið ungl- ingarnir,“ sagði fjósamaður og þurrkaði tóbakstaum af efri vör- eftir einstigi nokkru, er skarst inn í hamravegginn, og þó aðeins fært röskustu mönnum . . . Tunglið óð í skýjum. Var stund- um svo bjart sem um dag væri, en stundum svartamyrkur. Sauða- manni miðaði drjúgum áfram út með sjónum. Hann þrýsti lambhús- hettunni betur niður, því frost var biturt og snarpur vindur stóð af hafi. Háar, hvítfextar öldur geist- ust að landi utan úr myrkrinu, hvæstu hástöfum, stungu sér koll- hnís í flæðarmálinu, hnigu síðan út með þungu soghljóði og hrifs- uðu með sér þang og möl. Skyndilega nam sauðamaður stað ar og hlustaði. Hvaða hljóð var þetta? Nú — þaö var þá bara skrækjandi máfur. En slcrambi gat hann samt gert manni bilt við, skömmin sú arna. Hann var þó ekki orðinn myrkfælinn eöa hvað? Reyndar fann hann nú einhvers- staðar langt inni í sér sjálfum, ein- DRAUGURINN ÆT I DIMMUKLEIF Smásaga eftir Torfa Þorkel inni með handarbakinu. „Ég nenni ekki að deila við ykkur um jafn augljóst mál og þetta,“ sagði sauða- maður. „Kannske að það sé líka bezt að hver hafi sína skoðun, hvort sem hún er rétt eða röng.“ Nú varð þögn um stund. Hver kepptist við sitt starf og enginn minntist frekar á drauga. Lýsis- lampinn varpaði flöktandi bjarma um gömlu baðstofuna og skugga- myndir reikuðu á kvistóttri súð- inni. Rokkþyturinn og urgið í kömbunum rann saman við veður- hljóðið á þekjunni og myndaði svæfandi súðu. — Enn sat bóndinn við litla borðið undir glugganum og skrifaði. Loks stóð hann upp, stakk pennastöng- inni undir eina sperruna og mælti til sauðamanns: „Jæja. Loksins er bréfið tilbúið. Fáðu þér bita niðri hjá húsfreyju um leið og þú ferð.“ Sauðamaður tók við bréfinu og stakk því í barm sinn. Síðan greip hann byssuna og kastaði kveðju á fólkið. „Ferðu yfir Hálsinn eða Dimmu- kleif?“ spurði heimasætan með nokkurri eftirvæntingu. Sauðamað- ur nam staðar í stiganum og horfði andartak í augu hennar, blá og blíð. „Dimmukleif,“ svaraði hann bros- 'andi og hvarf niður fyrir skörina. Tvær leiðir lágu að Bakka. Önn- ur yfir breiðan ás, sem nefndur var Háls, hin lá út með ströndinni og var talsvert skemmri, en þó sjald- an farin, því aö illur þröskuldur var þar í vegi: Dimmakleif. ■ Dimmakleif var langur kletta- rani, sem gekk í sjó fram, aflíðandi að austan, en snarbrattur að vest- an, þeim megin er vissi að Strönd. Þar varð ekki komist upp, nema hvern ónota beyg, sem magnaðist jafnt og þétt eftir því, sem hann nálgaðist Dimmukleif. Ósjálfrátt ruddust orð Gunnhildar gömlu inn í huga hans. „Ef þau hefðu nú við eitthvað að styðjast? Hver drauga- sagan af annari rifjaðist upp fyr- ir honum. Flestar voru þær á einn veg: Viðureign mennskra manna við drauga og afturgöngur, sem lyktaði ávallt og eiliflega með því, að þeir síðarnefndu báru sigur af hólmi. Það hlaut að vera hryllilegt að þreyta fangbrögð við þessar ofsa- sterku og slímugu ófreskjur. Guð minn góður. Hann mundi missa vit- ið, ef það ætti eftir að koma fyrir hann. Var ekki ráðlegra að snúa við og fara Hálsinn? Hverslags bölvuð bleyða var hann annars orð inn! Við hvað var hann eiginlega hræddur? Verur, sem ekki voru til? Ha, ha, ha. Nei, slíkur ræfill gat hann ekki verið orðinn, að hann hopaði af hólminum áður en óvin- urinn sýndi sig. Og nú datt honum nokkuð í hug, sem veitti honum nýjan þrótt: Ung stúlka með blá augu, þriflega handleggi og þrýst- in brjóst. Ef til vill var hún ein- mitt núna að hugsa um hann . . . Nokkrum mínútum síðar var hann kominn að kleifinni. Kol- svartur hamraveggurinn gnæfði við himin. Til allrar hamingju virt- ist elckert svell í einstiginu. Sauða- maöur varpaði byssunni um öxl og byrjaði að klifra upp skorninginn. Hægt og. hægt þokaöist hann upp eftir með rólegum, öruggum hreyf- ingum. Það var betra að flýta sér ekki of mikið, því að eitt klaufa- legt handtak gat kostað mann líf- ið. Smátt og smátt nálgaðist hann brúnina. Tunglið hafði lýst honum það sem af var, en nú dró fyrir þykkan skýflóka. Það varð kola- myrkur, því hamravegg'urinn kást- aði frá sér dimmum skugga. Nú varð hann að þreifa sig áfram með höndum og fótum, og miðaði hon- um því hægara en áöur. Bót í máli að einstigið var greiðfærara ofan til. „Það var svei mér betra aö ég treysti ekki á þessa nibbu, en litlu munaði það nú samt,“ hugsaði hann með sjálfum sér og hlustaði hvern- ig steinflaga, sem losnað hafði lamdist við bergið á leiðinni nið- ur, unz hún molaðist í urðinn fyr- ir neöan. — Loksins var hann kominn upp á brúnina. Hann fleygði sér flötum og varpaði mæðinni. Enn var svarta myrkur. Allt í einu kipptist hann við. Hvað var þetta? Hann heyrði eitthvert skrölt fyrir aftan sig. Ó- sjálfrátt þreif hann til byssunnar og spratt á fætur, en varð einskis visari. Löng stund leið . . . Þei! Nú kom það aftur, þetta glamur, eins og mörgum smástein- um væri barið saman. Hann hlóð byssuna í snatri og spennti skiln- ingarvit sín til hins ítrasta. Nei, nú heyrðist ekkert. Þetta hlaut að hafa verið einhver ofheyrn, hugs- aði hann með sér. En í sama vetfangi sá hann ein- hverjalágvaxna vofu læðast utan úr myrkrinu í áttina til sin. „Hver er þar?“ kallaði sauðamaður dálítið skjálfraddaður. Ekkert svar. „Stanz aðu eða ég skýt,“ hrópaði hann í mikilli geðshræringu. En ófreskj- unni brá ekki hið minnsta. Með ís- kaldri ró mjakaði hún sér áfram. í áttina til hans og boraði draugs- legum glyrnunum í gegnum hann. Sauðamanni fannst sem úr sér drægi allan mátt. Hann fann, hvernig draugurinn bókstaflega saug úr honum lífsmagnið með augnaráðinu. Hér var um líf eða dauða að tefla. Með titrandi hönd- um beindi hann byssuhlaupinu að draugnum og hleypti af. Skotið hreif. Skrímslið valt stynj- andi um hrygg og steyptist fram af brúninni. Sauðamaður flaug fremur en klifraði niður brattann að aust- anverðu. Komst hann þó ofan án stórra slysa og tók síðan á rás . . . Seint um kvöldið barði móður vegfarandi að dyrum á Bakka og baðst gistingar . . . í birtingu morguninn eftir lagði sauðamaður af stað heimleiðis. Veður var stillt og færi hið bezta. Nú gæfist gott tækifæri til að leita Golsu, svo að bezt var að hraða sér heim. Þegar hann kom að krossgötun- um nam hann staðar og virtist hugsa sig um. Það gat varla verið hættulegt að fara Dimmukleií. í þessu blíðviðri um skellibjartan daginn. Og þó . . . Hrollur fór um hann, er atburðir kvöldsins rifjuðust upp fyrir honum, og höndin, sem hélt á byssunni, herti tak sitt ósjálfrátt. Já, byssan. Henni átti hann nú lífið að launa. Aldrei gæti hann fargað henni. Og aldrei gæti hann farið Dimmukleif framar í myrkri. En núna? Ja, það var öðru máli að gegna, svona um hádaginn; þá var ekkert að óttast. Og hann valdi leiðina um Dimmukleif. í góðu skyggni var fagurt útsýni af brún- inni út yfir fjörðinn og sveitina. Þarna blasti við bærinn á Strönd. Reykurinn liðaöist um blátært loft- ið og gaf til kynna, að kaffiketill- inn væri kominn upp . . . Honum farnaðist vel niður kleifina. En hvaö var þarna í urðinni fyrir neð- an? Hann fikraði sig nær og trúði varla sínum eigin augum. En það var ekki um að villast. Þarna, í stórgrýtisurðinn við fætur hans, lá ræfillinn af Golsu. — I ■ ■ < .U— n ■ 1"II—I II ■ 11———

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.