Tíminn - 24.12.1952, Síða 37
Jólablað TÍMANS 1952
37
„Þú verður að taka tillit til þess,
Jón minn, næst þegar þú sleppir
þér.“
Hann sagði svo sem ekkert við
þessu, auminginn.
Jæja, hvað sem því líður, þá var
svo komið eftir önnur tíu árin, að
búið var oröið jafnstórt og áður en
hann varð að minnka það, túnið
gírt og slétt og gaf af sér tvöfalt
við það, sem af því fékkst, þegar
við tókurn við. Og Jón hafði keypt
plóg og herfi og sláttuvél, og auk
þess skilvindu og prjónavél handa
mér. Og ekki skuldaði hánn nein-
um.
Svo kom hann, snjóaveturinn
mikli. Heyskapurinn hafði verið
með lélegasta móti, engjarnar verið
illa ssprottnar og nýtingin slæm.
Jón átti að eiga meira en nóg hey,
en bæði var beitin slæm og lítil
og heyið létt, já, sumt af því ekkert
fóður. Þá var það, þegar ekki sýnd-
ist annað fyrir hendi en að skera
allt niður, að Jón minn gerði út ■
leiðangur í kaffenni alia leið út í
kaupstað. Hann fór með tvo sleða
og tíu hesta og. fékk sér fjóra fíl-
eflda menn til viðbótar viö þá, sem
hann lagöi til sjálfur. Þeir voru
ekki færri en átta í ferðinni. Eftir
tíu daga kom Jón heim með 12
tunnur af korni. Allir hristu höf-
uðið yfir þessu háttalagi. Hvað voru
einir tóif pokar í allan þennan fén-
að, sem á heimilinu var? Og kostn-
aðurinn! Þá héldu þeir hann nú
rétt einu sinni vitlausan, hann Jón,
þeir hinir hérna í sveitinni. En
Jón sagði, þegar hann kom meö
kornið, að liann vonaðist fastlega
eftir því, að himnafaðirinn heldur
virti það við sig en hitt, þetta
ferðalag. Það sýndist líka svo, að
sá rnikli og hæsti gerði það, því
að viku eftir heimkomu Jóns kom
hlákan — og allt bjargaðist vel,
en við annars orðið að lóga miklu
af skepnunum. Og gleðin hans Jóns
•— hún er mér minnisstæö! Þó man
ég betur, hve glaður hann var, þeg-
ar hann sá, hvernig allt hafði fariö
heima, meðan hann var í ferðinni.
Ojá, þá dagana, sem hann var í
burtu, held ég, aö ég hafi sinnt
skepnunum meira en börnunum, þó
að ég hefði svo'sem fóik í kringum
mig, bæði stálpaða krakka og
vinnukonur. Jón dreif mig úr föt-
unum, þegar hann var búinn að
lítg. á skepnurna'r, lét mig fara of-
an í rúm, breiddi ofán á mig og
settist fyfir framán mig. Svo lét
liann sjóða hangikjöt og færa okk-
ur, og hann skar fyrir mig og mat-
aði mig, eins og ég væri ósjálf-
bjarga aumingi. Hann Jón minn —
,iá!“
Hún hristi höfuðið og horfði
þegjandi út um gluggann. Þar úti
söng fugl, söng sama tóninn blítt
og angurvært.
Hún eins og hrökk við og hélt
áfram:
„Þetta vor misstu margir meira
og minna af skepnunum. Mönnum
var ekki færð björgin í flugvélum
í þá tíð. Þá fóru þeir í eyði, bæirnir
hérna fyrir innan, allir þrír, já,
tveir um vorið og sá þriðji um
haustið."
Hún þagnaði á ný. Og ég þagði.
Svo tók hún að róa sér með prjón-
ana og hélt áfram frásögninni:
„Eftir þetta var það, sem hann
Jón byrjaöi fyrir alvöru á túnrækt-
inni. Hann rauk í að virkja lækinn,
og þá gekk nú mikið á, þegar ver-
ið var að reiöa og draga það hingað
inn eftir, sem til virkjunarinnar
þurfti. En ganga skyldi það, og það
gekk. Hann Jón sagði:
„Því skyldi ekki mega ala fé á
töðu eins og kýr. Ég set ekki oftar
á ónýt hey, og það er ekki til neins
að ætla sér að rækta hér stórt tún,
ef maður á að halda áfram að
brenna taði.‘
Og það stórt virkjaði hann, að
það dugði til Ijósa, suöu og hitunar.
Svo byggði hann súrheysgryfju —
og þá var nú komið og skoðað, og
þá var nú brosað. En eftir tuttugu
og sex ára búskap var túnið orðið
eins stórt og það er nú og gaf af
sér yfir tuttugu kýrfóður. Við höfð-
um samt ekki nema fjórar kýr, ekki
meðan við höfðum fjárbúið, en féð
komst upp í fimm hundruð. Það
var keypt rakstrarvél, kerra og tveir
heyvagnar, og enn var nóg fólkið,
börnin flest heima, meira og minna
að minnsta kosti.... A-jæia, það
líí og fjör — og ekki minnkaði það
næstu árin ....“
Húsfreyja stóð upp, fór út að
glugganum og opnaöi hann síðan.
„Nú er fuglinn hættur að syngja,"
sagði hún. „Hann var þarna i reyni-
trénu — en hann er farinn.“
Hún fór aftur í stólinn sinn. Læk-
ur heyrðist niða og gola þaut. Þaö
barst sterkur blómailmur inn í
stoíuna. Það var eins og húsfreyja
andaði honum að sér í dj úpum teyg
um, og síðan hóf hún máls enn á
ný, enda var ég jafnþögull eins og
ég væri sofnaður, en hafði þó ekki
augun af henni, og það var dautt
í pípunni minni:
„Nú fór hann að byggja, bless-
aður vertu, og þaö var nú kannski
sama kappið og við hvaö annað. Nú
var hægt að fá bæði styrki og lán,
og honum fannst þetta allt saman
leikur. Þú hefðir átt að sjá hann
ganga um stofurnar og anda að sér
ilminum af nýjum viðunum, og svo
rak hann þá máski upp skellihlát-
ur og sló fótunum upp í rass,
íimmtugur maðurinn. Allt þurfti að
flytja á lilökkum eða á sleðum að
vetrinum — en leikur fannst hon-
um það engu aö síður, kannski
frekar fyrir það, hvað á gekk og
fyrir því þurfti að hafa. Ég ýtti
undir í upphafi, sagði, að börnin
fengjust ekki til að vera hér, og
ekkert þeirra mundi vilja taka hér
við, ef ekki yrði byggt, — nú, og
svo fór, að fremur var ástæða til
að draga úr, en ýta á. Búið bar sig
vel, vinnukrafturinn var nægur —
þurfti miklu færra fólk, eftir aö
túnið var orðið slétt, húsin hag-
kvæm og vélar og önnur vinnutæki
komin til sögunnar — að ógleymdri
súrheysgryfjunni, já gryfjunum er
óhætt að segja, því að þær urðu
þrjár .... En svo kom mæðiveikin,
— og guð miskunni mér, — að sjá
hann Jón minn standa yfir dauð-
vona skepnunum! Nei, hann grét
ekki — ekki svo ég sæi, en ég sá
hann einu sinni berja saman hnef-
unum og gnísta tönnum steinþegj-
andi, því að hverjum var að snúa
sér? Og einu sinni þaut hann frá
dauöri forustu- og kynbótakind upp
á fell og stóö þar lengi grafkyrr,
svo að maður hefði getað haldið,
aö það væri varða en ekki liíandi
manneskja."
Hún stundi, gamla konan, og
hristi höfuðið, og nú talaði hún
hægar:
„Þegar féð kom af fjalli, þriðja
haustið eftir að mæðiveikin kom í
féð, gekk hann Jón minn heim úr
réttinni og háttað'i. Þetta var um
miðaftansbil. Hann fór ekki á fæt-
ur næsta dag, og ekki borðaði hann.
Hann talaði ekki heldur neitt, og
ég lét hann í friði. Ég hafði sagt
drengjunum mínum aö láta féð út
— en ég baö þá að halda því heima
við. Ég veit eiginlega ekki, af hverju
ég gerði þetta. Jú, mér fannst ein-
hvern veginn, að Jón hlyti að vilja
það, þó að ég vissi, að ekki átti að
reka í kaupstaðinn fyrr en eftir
viku, ef fylgt var vananum. Og á
öðrum degi reis Jón úr rekkju. Hann
var svipþungur og fálátur, en það
var ekkert hik eða ráöaleysi í svipn-
um. Hann skipaði að reka féð í rétt,
og síðan tók hann frá kindur til
að slátra heima, en fór af stað í
kaupstaðinn með allt hitt, hverja
kind, ungt og gamalt. Svo leið vika.
Þá kom hann heim með þrjár kýr
og hersingu af tryppum og kálfum,
sem hann hafði keypt niðri um alla
sveit. Það þótti víst á hann horf-
andi, reksturinn, sem hann fór meö
upp dalinn.“
Nú kimdi hún ofurlítið, hús-
freyjan:
„Jæja, hann fjölgaði kúnum á
einu ári upp í tólf og ól alla kálfa.
Og svo hafði hann þá bara hesta
kýr og geldneyti. Hann átti, þegar
mest var, hvorki meira né minna
en sextíu nautgripi — fyrir nú utan
tryppastóðið. Og þessi búskapur
lánaðist, já, lánaðist betur en fjár-
búskapurinn hjá hinum, eins og þá
var oröið ástatt. Hann beitti geld-
neytunum óírúlega mikið og hann
gekk að hirðingunni á þessurn grip-
um með sama kappi og dugnaði og
að öðru, sem hann hafði haft með
höndum. Menn komu langar leiðir
til þess aö skoða hjá honum hjörð-
ina, og þú getur nú nærri getið,
hvort sveitungar hans hafi ekki
gert sér títt um búskapinn hans.
Sjálfsagt hafa þeir eins og oftar
sagt hann vitlausan — það væri
ekki að að spyrja vitleysunni hjá
honum Jóni — en eins og oftar í
búskapnum hans Jóns varð vitleys-
an að viti í reyndinni... En þar
fyrir vissi ég ekki neinn, nei, ekki
hér um slóðir, sem tæki sér hann
til fyrirmyndar. Þeir gátu glott að
honum og hermt hitt og þetta eftir
honum, sem hann sagði — en að
feta í förin hans sér til gagns, það
létu þeir vera ... Ojæja, þetta er
kannske mannlast, en það er- sátt
samt . . . . En þó að hann Jón sigr-
aöist á öllum þeim erfiðleikum, sem
íslenzkum bændum hafa mætt af
náttúrunnar völdum---------og jafn-
vel mæðiveikifárið gæti ekki steypt
honum, þá ... Já, guð hjálpi mér!“
Hún tók upp úr vasa sínum litla,
silfurbúna pontu, og hún hafði ekk-
ert fyrir því að afsaka, að hún tæki
í nefið, hefði enn þennan ósið, sem
ekki þætti nútíðarkvenfólki sam-
boðinn. Nei, hún tók vitundarögn
i nefið, stundi ofurlítið og hélt svo
áfram hvoru tveggja, prjónaskapn-
um og frásögninni:
„Ég gat þess við ykkur, að við
ættum sex börn og þrjú fósturbörn,
-----já, öll á lífi. Og það held ég,
að þau þyki myndarleg ... Þegar
þau stækkuðu, fóru þau að veröa
hálfgildings farfuglar, eins og ann-
aö ungt fólk nú til dags í íslenzk-
um sveitum--------og ekkert við því
að segja, ekki’ gátu þau öll setzt
hér að búi. Lengi vel var þó eitt-
hvað af þeim heima, bæöi sumar
og vetur, og allt fór vel með vinnu-
kraftinn, enda höfðum viö líka
gömul hjú, sem nú eru komin undir
græna torfu, en voru dygg og
traust. Svo giftust tvær af dætr-
unum, mönnum, sem búsettir eru
i Reykjavík, og einn sonurinn fékk
sér þar konu og settist þar að, varð
sjómaður á einu af þessum far-
þegaskipum og er það enn. En hin
héldu áfram að hvaríla heim —
annað veifið, og yngsti sonurinn
var hj á okkur allan ársins hring ...
Svona var þá ástatt um börnin,
þegar hernámið kom. Þá liurfu þau
öll til Reykjavíkur nema hann
Stefán, sem er yngstur. Það leið
rúmt ár. Svo komu þær tvær heim,
dóttir og fósturdóttir, sín með hvort
barnið. Ojú, jú, þeim var vel tekið.
Hann Jón var engu óhýrari framan
í þessi krakkaskinn héldur en fram-
an í kálfana sína, sem höfðu nú
um skeið verið svo til eina ungviðið.
En þessi börn voru ekki orðin ýkja-
stór, þegar mæðurnar þurftu endi-
lega að fara til Reykjavíkur. Þær
giftust svo fljótlega, báðar tvær, og
þær tóku til sín börnin. Þá var
Jóni mínum brugðið, það sá konan
hans, en annars lét hann sem ekk-
ert væri. En svo fréttum við, að
fósturdótturinn og hennar maður
væru hlaupin sundur og hún orðin
þetta, sem það kallar flugfreyjur.
Það leið svo ekki á löngu, þangað
til við fengum bréf frá henni, þar
sem hún gat þess, að hún hefði
gefið efnuðum hjónum í Reykjavik
drenginn sinn. Þau hefðu verið
barnlaus, og hún hefði ekki viljað
hafa af drengnum það guðslán að
komast í slíkar hendur. Það væri
heldur ekki víst, hve lengi Stefán
yrði hér á Grundarhóli og hvort
nokkur fengist þá til að búa á slíkri
afdalajörð. Það vissu líka allir, að
Reykjavík væri framtíðin. Þetta
bréf las hann Jón minn aftur og
aftur, og svo fleygði hann því fyr-
ir hvolp, sem var að leika sér á gólf-
inu, og hann tætti þaö í sundur,
hvolpsmánin. Ekki löngu seinna
kom sú. frétt í blöðunum, og við
hana kannast þú sjálfsagt betur en
ég, að hann Þórður, næst elzti son-
urinn, hefði veriö settur í fangelsi
fyrir að berja til óbóta útlending,
sem hefði tekið af honum kærust-
una, en Þórður var í atvinnu hjá
Ameríkönunum, og þessi hafði ver-
ið kunningi hans og einhver yfir-
maður. Þegar hann Jón las þetta,
sagði hann bara:
„Skyldu þeir halda, Þórður og
fleiri, að þeir þurfi ekki að borga
neitt fyrir þessa rífandi atvinnu!"
Nú, jæja, allt gekk sinn gang,
eins og til var búið að stofna. Það
fækkaði óðum fólkinu hjá okkur.
Tvær gamlar manneskjur dóu, og
við uröum ein með honum Stefáni,
nema hvað við fengum hlaupafólk
að sumrinu. Og bæirnir hérna fyr-
ir neðan, þrir þeir næstu okkur,
fóru í eyði. Þar með fór vonin um
aö fá hingað bílveg. En hann Jón
var ekki af baki dottinn. Hann
linnti ekki látum, fyrr en hann
fékk, reyndar upp á eigin kostnað,
eina þessa ýtu til þess að gera ak-
fært liingað fram eftir fyrir her-
bíla og stóra vörubíla, en vitaskuld
er ekki hægt að fara þetta, nema
þegar þurrast er um og minnst í
á.nni. Það þarf að fara hvorki meira
né minna en þrisvar yíir hana á
leiðinni hérna frá Núpi og hingaö
upp eftir.
í hittiöfyrra fengum við hingað
kaupakonu, sem hafði með sér eins
árs dreng. Hún var bæði myndar-
leg og dugleg, en nokkuð mikil á
förunum. Jón sagði, að hún hefði
mikla burði og heiðingjaheilsu, og
hún væri að mörgu leyti þénanleg
manneskja. Hún mundi verða drift-
in á heimilinu, ef þau Stefán tækju
saman. Það var svo sem fljótséð, að
hún hafði ekki á móti því aö kynn-
ast honum náið'. En lengi vel gekk
hvorki né rak. Svo kom þetta þá
allt í einu, með hverjum hætti —
það veit ekki ég. Og um haustið
giftust þau, og svo var þa ákveðið,
að þau tækju við búinu með vorinu.
Þegar leið að jólum fór hún að
tala um, að sér þætti dauflegt. Hún
hefði til að mynda verið vön því
heima að hafa orgel. Nú, Jón rauk
til og pantaði hljóðfærið, og á
þrettándanum fékk hann boð um
það, að það væri komiö og biði í
kaupstaðnum.
„Það verður ekki fyrr en með vor-
inu, að orgelið kemur!“ sagði Þór-
stína, já, Þórstína hét hún.
Það var ógurlegt fannfergi. En
hann Jón lét sér það ekki fyrir
brjósti brenna frekar en fyrri dag-
inn. Hann þaut af stað með hest
og sleða og fékk menn niðri í sveit
til að fara með sér.
„Þetta kostar einhver ósköp,“
sagði Bjarni á Núpi við hann.
En Jón svaraði — og er það víst
orðið viðvik ýmsra í sveitinni, þeg-
ar talað er um að gera eitthvað,
sem þykir erfiðleikum bundið:
„Akkúrat sama hreint, orgelið
skal að Grundarhóli!“
Og upp eftir dreif hann það.
Og svo var nú spilað — en ekki
leizt Jóni á lögin. Það voru þessi
nýtizku danslög. Hann lét það þó