Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 9
Jólabl-að TÍMANS 1952 9 Svipmyndir sjötíu ára tímabils Nokkrir minningakaflar Karls Einarssonar, Túnsbergi í Húsavík Ka:l E.:;a:s on cr-JítiJimir aT.i- og .:l- liafnamaft'uc í Húyavtk. i’us.!esur <jó- EÓkyari um langa. u’vi, vc! acíinn 'S rlugaixii líorgar:. H:m:i • r iáfncainall Húsavik ftm knuplúni. Hann. licfir "lt- sð minningaþætt: j;.i. scm hc.r á c!f.:r, c:; r.um. ntörgimi |>yk;a nokkur rróUTc'kiii' að. hv; a Kðárl cr rriinnug- ur ve!, vi’cvur á t.'ma c; athafnir og h nn sk.’orðasti ir.acur í hvjvetna. Harm er nú necr áttra.'ííur a) a!Jri. Ég heíi ráðiz‘. í að s>rlía raohfera smájjastii \:r Híi izSnu og af þrí viðfc.oriS, se::i blasao hefir við á hverju steioi ævinnar frá mínura fcæjardyrum séð. En viðsýnið er kanr.ske ekki mikið, þvi að' ég hefi alið allan aldur minn hér í Husa- vík og mjög lítið farið, aöeins einu sinni kringum landið. Fara nú þessir þættir hér á eft- ir: Ég er fæddur 6. des. 1874 í Vilpu í Húsavík. Vilpa var lijáleiga frá prestssetrinu Húsavík, metin fimm hundruð að dýrleika. Faöir minn var Einar Jónsson, Einarssonar frá Saltvík, Jónssoriar frá Yztafelli í Kinn. Faðir minn og Þórhallur biskup voru systkinasynir. Móðir íöður míns hét Sigríður Ingjalds- dóttir, systir Jóns Ingjaldssonar prests í Húsavík (d. 1879K Móðir mín hét Guðrún Halldórsdóttir frá Kjarna á Galmarströnd. Um ætt hennar er mér ókunnugt. Frostavetur og mislingasumar. Hið fyrsta, sem ég inan eftir mér, eru smáatvik frá vetrinum 1880—31 (frostavetrinum mikla), og hirði ég ekki um aö lýsa því nánar, því að þau atvik snerta mest heimili rnitt og það, sem fyr- ir bar á því, þó að ví.su í sambandi við frosthörkurriar og stórhríð'- arnar. Þar næst man ég eftir sumrinu 1832 (mislingasumrinu, sem svo var nefnt). Það sumar leið varla nokkur vika svc, að ekki snjóaði og rigridi meira eða minna. Þá sá ég þaö, sem ég' hefi aldrei séð síðar. að heyið á túninu í Vilpu var svo smátt, að breiðá varð brek- án á reipin til þess aö hægt vseri að hem.ja það í böndunum. Þetta sumar sá ég gufuskip í fyrsta sinn svo ég muni. Kom það meo gjafá- .korn frá Englandi. Þaö var blíðviðri morguninn, sern skipið ksm, og sást til þess vestur á Flateyjarsundi. Það stefndi til Húsavíkur. Fóiki fór ekki að verða um sel, því ekki hafði frétzt um skiþskomuna, og- datt sumum í hug, að Tyrkir væru að sigla ao landi eins og 1627. Ekki held ég samt, að neinir hafi flúið til fjalla. Hurð fyrir snjógöngum. Mér er líka minnisstæður snjóa- veturinn mikli 1885, þegar hið ægi- lega snjóflóð hljóp á Seyðisfjörö °S sópaði húsum og fóiki á sjó ^ram. Þá snjóaði hér í Húsavík 27 ^aga samfleytt. og var snjórinn °rðinn svo mikill, að gera varð snjógöng fram af hverjum bæjar- öyrum og hafa hurð fyrir. uppgöng- unni úr göngunum. Öll fjárhús fóru svo gersamlega í kaf, að setja varð stöng i snjóinn upp af þeim, svo að þau fyndust. Árin 1880—90 munu hafa verið eínhrer hin höroustu, sem koinu hér á landi á sioustu öld. hafbök af ís á hverju vori, cg fór Húsa- vík ekki varhluta af þeim harð- incium, erida var oft þröngt í búi. En guð leggur jafnan líkn með þraut. Hvalur’nn góð björg i bó. Flest vor kom einhver björg ri:e'5 ísnum, stimclum stórhveli. höfr- uneur g3n í-slur. ísiini rcilc r.ð landinu í ctórhriCum, hröktusfc bessar skepnur upp ao landi cg kc'fr.uðu undir honxmi eða voru skotnar i vökum í vikura ot vog- um, sem andnes og sker vöröu fyr- ir ísrekinu. Siðasfca árið sem ég man að höfrungar hrektust ao landi undan ís var 1891. Þá rak inn íshroða um skírdags- helgina, og kom mikið af höfrung- um undan honum upp að svoköll- uðum Gvendarbás niður af Kald- bak, sem er næsti bær sunnan við Húsavík. ísinn rak inn í smáspöng um og var autt á milli, og króuðust höfrungarnir við landið innan við spöngina, þótt flóinn væri enn auður framan sþangarinnar. Það, sem náðist af höfrungi i þaö sinn, var veitt á föstudaginn langa, en á páskadagsmorgun var komið þiðviðri af suðri og rak allan ís- inn frá landi, og varð hann ekki landfastur eftir það þetta vor. Mikið af höfrungi liafði kafnað og náðist, þegar ísinn var farinn, alveg óskemmdur. Þegar leið að aldamótum rak að vísu ís inn flest vor, en hann lá skeniur. Snenima beygðist krókurinn. Um leið og ég fór að geta nokk- uo, hneigðist hugurinn að sjónum og því, sem þar gerðist. Þegar ég man fyrst eftir, var fimm sexær- ingum haldið' út héðan úr Húsa- vik. Þá var svo fátt fólk búsett hér, ao fá þurfti menn úr sveitum á bátana haust og vor. Þá voru 14 torfbæir hér í Ilúsavík, flestir litl- ir, og þrjú timburhús. Föikið var um 130, börn og fullorðnir. Þá var aoaliega róið með línu, 15 stokka á bát. Auk þess haíöi- hver háseti 60 öngla „sþotta". Skipt var í afcta staði, þegar beitt var ljösabeitu og saltaðri síld, en væri beitt si.1- ungi eða nýrri síld, var ætið tek- inn beituhlutur, og var þá skipt í 9 staði, ef sex menn voru á bát. Sveitamenn, sem bjuggu við veiði- vötn, komu oít með silung til beitu. og fengu þeir þá beituhlut. Réði þá heppni og óheppni, hve niikið .íékkst fyrir silunginn. Síldarnet og vélfcátar til sögunnar. A fyrstu árunum, sem ég man effcir mér, átti varla nokkur mað- ur síltiarnet, nema þá smástubba til að „kasta fyrir“ síid, þegar hún óð, en 'þetta breyttist eftir 1390, því að þá fengu flestir bátaeig- endur sér síldarnet, enda fór bá að fjölga hér fólki og bátum. Bát- arnir voru bó hafðir heldur minni um skeið, eða þriggja til fjögurra marina för. Fyrsti vélbáturinn kom hingað til Húsavíkur árið 1905 og var nefndur Hagbarður, og svo bætt- ust tveir við 1906. Ég átti fjórða Karl Einarsson. hluta 1 öðrum þeirra. Hann var með sex hestafla Dan-vél, opinn og vindulaus. Vélarnar gengu skr.vkkjótt. Þegar vélbátarnir komu hingað fyrst, haíði enginn maður hér séð mótorvél, hvað þá sett hana í gang. Með bátihn, sem ég átti hlut í, kom maöur úr Hrísey, Ólafur Björnsson, og kenncli hann okkur aö gangsetja vélina. Gekk þetta sæmilega fyrst, en einn góðan veð- urdag neitaði vélin að fara í gang. Við gátum ekkert að gert, og höfð- um engin önnur ráð en að senda inn á Kljáströnd, sem var hálf önnur dagleið, og fá þaðan dansk- an vélamann, sem var hjá Höfða- bræðrum betta sumar. Þetta var aðeins lítilfj ötleg bil- un, sem hann gat gert við, og eft- ir þetta fórum við að öð'last meiri þekkingu á vélinni. Gekk hún sæmilega það, sem eftir var sum- ars. Hákarlinn skæður. Áður en vélbátarnir komu, hafði verið róið' með mjög stutta linu, enda var annað varla ger- legt, vegna þess að svo mikið var um hákarl á ffskimiöunum, að al- títt var, að við töpuðum í hann af þ^ssari stuttu línu, þó ekki væri látið iiggja nema eina 'eða. tvær klukkustundir. í fyrsta róðrinum, sem við fórum á vélbátnum, höfð- um við 25—30 stokka og lögöum í tvennu lagi, fyrst 15 stokka, og lágum yfir þeim, en’síðan það sem eftir var, þegar við höfðum dreg- ið það fyrra. Okkur þótti þetta timafrekt að liggja yfir línunni með þessum hætti og tðkum brátt að leggjá alla línuna í einu, og gafst það vel. Nú er það altítt, að vélbátarnir rói með 90—100 stokka og leggi allt í einu, pnda verður nú varla hákarls vart. í hákarlalegum. á yngri árum minum var mikið átt við að veiða hákarl, Veiðar- færið, sem mest var notað, var nefnt lagvaður. Lagvaðurinn var látinn liggja frammi dag og nótt um nokkurn tima og vitjað um hann eftir ástæðum og þegar veð- ur leyfði. Ef „góð viðkoma“ var, var farið í „Iegu“, sem kallað var. Var þá legið viö lagvaðinn, og sókn unum „krækt upp“, sem kallað var, svo að hákarlimi gæti ekki fest. sig á þeim, en tæki helaur handvaðinn. Handvaður hét það veiðarfæri, sem notað var, þegar legið var yf- ir hákarli. Hann var iíkur hand- iccri að öðru Ieyti en því, að í stað sökku var nctaCur stsinn, sem járn var beygt utan um, og voru járn- lykkjur á báðum enöum. í neðri iykkjuna var krækfc isfcaði, sem var með sigurnagla. í sigurnaglann vcru festir j árniilekkir, tvær eða þriár álnir á lengd og ne'ðan í þá sðknin. Góknin var meS öngulslagi, smíðuð eíns og lagvaðssókn, én grennri óg fest í hlekkina með sig- urnagla. í efri lvkkiur.u á steinin- um var stungio kaðli, 1—2 faðma löngum, Gg' nefndist hann „báik- ur“, en í efri enda hans var hand- færið, seni nefnt var vaðarhald, fest. Að rcnna ofan í hákarl. í hákarlalegum voru höfð fjög- ur vaðarhöld, tvö á borð, og setið undir þeim. Var maður við hvern vað og beið án þess að keipa þar til „sá grái“ fór að „narta í“. Oft þurfti mikla nákvæmni til að finna, þegar hákarlinn byrjaði að „narta“, en þegar hann fór að taka í, var gefið eftir á vaðnum eins eða tvær álnir, og var það kallað að „renna ofan í“ hákarl- inn. Síðan var tekið rösklega á móti, og var sóknin þá venjulega komin niður í maga hákarlsins. Eftir að Noremenn fóru að veiða hákarl á línu, hætturn við við lag- vaðinn, en komum okkur upp há- karlalínu. Var það ólíkt betra veið aríæri. Nú á seinni árum hefir eng inn hákarl fengizt, þótt hákarla- lína hafi verið' logð. Nýir liákarlabátar. Einnig var stunduð hákarlaveiði á opnum seglbátum. Það voru norskir nótabátar, sem keyptir voru útbúnir til bess. Fyrsti bát- urinn, sem hingað korn af þeirri gerð, hét ísland. Eigandi hans var Grímur Laxdal, verzlunc irmsour hjá Örum & Wulffs. Um sama leyti *og ísland var keypt hingað, keypti Benedikt Sveinsson sýslumaður á H.éðinshöföa annan bát, sem Fler- móður héfc. Sýslumaður hafði áð- ur átt hákarlabát, er Héðinn hét, en hann mun hafa verið orðinn ósjöfær, er hér var komið. Þess- um ’oátum var haldið út í hákari seinni hluta vetrar og fram"á vor. Fengu þeir oft harða útivist og urðu að leita hafna norður á Sléttu og viðar. Eitt sinn man ég, ao ekkert fréttist til þeirra i hálf- an mánuo. Rak inn ís, en bátarnir höfðu komizt undan, íslanú inn á Leirhöfn, en Hermóður til Kópa- skers. Þar varð að setja hann, en áhöfnin gekk heim langan veg. ís- land komst heim að' lokum án þess að þyrfti að setja það þar eystra. „Heiöraði Jörundur — loftvogin stígiu\“ Benedikt syslumaöur var áhuga sarnur urn allan veiðiskap og vildi haltía mönnum sinum út, þótt ekki væri ætíð álitlegt. Fór þó hægt í sakir. Ég set hér sýnishorn af aðferðum hans. Formaðurinn á Pri\. a bls. 47.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.