Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 19
Jólablað TIMANS 1952 19 Eftir Þorlák Marteinsson Máttug er tungan. Jafnvel ein- stök orð berá með sér birtu og un- að, önnur hið gagnstæð?.,- kulda, geig og 'daþurléika'. Svó eru orðin útilegumaður, skógarmaður. Með leifturhraða fara 'rá um hugann minningarnar um þá menn, sem brutu lög og reglur, urðu sekir viö sitt samtíðarfö.k — óalandi, óferj- andi — en til þess að forðast ;:efs- ingu flýðu í hraun eða skóaa í út- kjálka, eyðieyjar eða ókleif fjöll, jafnvel upp til reginjökla, til að bjarga fjöri sinu og frelsi, en glöt- uðu alltaf meira og meir því, er peir hugðu helzt að verja. Við minnumst bá einkum Grett- is eða Gísla Súrssonar, frá íorn- eskjunni, en ef nær er horft, Fjalla-Eyvindar og Höllu konu hans. Margt hefir verið talað og all- margt skráð, um þessar einkenni- legu ævintýra persónur, en gallinn er bara sá, hve heimildum þessum ber illa saman. En ég hygg, að fiestir séu sam- mála um það, að á einum stað sé ekki að finna neitt, sem réttara sé, né áreiðanlegra en það, sem Gísli Konráðsson hefir um þetta efni skráð og finna er í Sagnaþáttum hans. En þar er þetta nokkuð á víð og dreif. Því hefi ég, og þó einkum mér til gamans, dregið- þetta sam- an í eina heild. Er því það, sem hér fer á eftir einskonar endursögn úr ritum Gísla, en þó með oíur- litlum innskotum og viðaukum, og þá einna helzf niðurlagsorðin. Taliö er að Fjalla-Eyvindur sé fæddur 1714. Eigi mun kunnugt hvar hann liefir fæðzt, en Gísli Konráðsson telur ,að hann hafi al- izt upp á Læk í Hraungerðishreppi í Flóa, en samkvæmt Þjóðsögum Jóns Árnasonar á það að hafa verið í Hlíð í Hrunamannahreppi. Þarf ekki að vera hér um neina missögn að ræða, því veriö gæti, að hann hefði alizt upp, að nokkru, á báö- um þessum bæjum. En foreldrum sínum, Jóni og Margréti, hefir hann fylgt í æsku. Snemma ber á því, að Eyvindur þykir blendinn, og þó einna helzt þjófgefinn. Þegar hann kemst á þroskaaldur flyzt hann að Traðar- holti við Stokkseyri, og fæst þar eitthvað við búskap, sem fyrirvinna bús, eða þá fyrir sjáifan sig. Ger- ast þá svo mikil brögð að óráð- vendni hans, að sveitungar hans og nágrannar þykjast ekki geta við það unað og hafa ráðagerð um það að draga hann fyrir lög og dóm. En áður en að úr því varö, tekur Ey- vindur að selja eigur sínar, eða nokkuð af þeim, og koma þeim í peninga. Svo er bað dag einn vorið 1745, þegar snjór er leystur af fjöll- um, að Eyvindúr hverfur á braut, með leynd, og vissu menn ógerla hvert hann fór. Þó bárust einhverj- ar fréttir af honum, sem bentu til þess, að hann hefði horíið' noröur á fjöll. Leið svo þetta sumar og hinn næsti vetur, að ekkert spurðist til hans í heimasveit hans, höfðu Ár- nesingar illan bifur á þessu stroki Eyvindar og hugðu helzt, að hann lægi á fjöllum uppi og stæli þar fé. Þegar þannig er liðið ár frá því, er hann hvarf, svo að ekkert frétt- ist til hans í átthögunum, er eftir hor.um lýst á Alþíngi, af svslu- manni Árnesinga, s?m slrbku- manhi, meö míög steríum ’íkum grunuðum um þjífnað. Ett.r þeirri lýs'nju helir Eyvlndur verið hár og granrur, bó'ugrafinn í andliti, r.eð Ijóst og IiðaS hár. Er. það, sem nrest er ku'inugt ura Eyvind. ?*tir þetta strok ur lieima- sveit, er það, að hans verður vart \ norðves.urhlu.a landsms, Þar slar.grur hanh á miU byggða, og tekur sér lofcs aðse'ur i Giunni- vikursókn í Norður-Ísaíjarðarsýslu. Þegar Eyvincur Þ.ver u • að hein- an hefir hann með sír briá hesta, sem hann átti, og fyrst cegar get- ið er um þennan ókunna ferðalang, þar vestra, þá fyigir oað. sögunni að hann hafi 3 hesta í eftirdragi. Þetta bendir til, að þá hafi hann ekki veríð búinn að liggja úti uin vetur, því hefði svo verið, myndi hann tæplega hafa haldið hestun- um við’sig. Þarna, í Grunnavíkursókn, or ekkja, Halla Jónsdóttir, og átti hún eitt barn. Brátt fella þau llugi saman, ekkjan og Eyvindur, og hefja búskap á smájörð, sem heitir Hrafnsíjarðareyri. Kotið vár njög niðurnítt, og hafði jafnvel eitthvað verið í eyði. Tók Eyvindur fljótt til að hressa þar við og laga, og gjörði það snyrtilega og af hag- leik. Var þetta kirkjujörð frá Stað í Grunnavík. Prestinum, lands- drottni Eyvindar, féll vel við þenn- an nýja innflytjanda í sveitina og mat mikils við hann natni þá, er hann sýndi í því að hlynna að kot- inu. Og þessi prestur var það, sem gaf þau Höllu og Eyvind saman í hjónaband. Mun presti, að minnsta kosti þá, hafa verið hulið, hver ljóður var á ráði Eyvindar og þó að Eyvindur þarna í sveit dyldi ekki sitt rétta nafn, þá laug hann til um það, hvaðan hann væri kominn. Mun því prestur algerlega hafa gengið þess dulinn, að þessi Eyvind- ur væri sá hinn sami, sem sýslu- maður Árnesinga hafði lýst eftir á Alþingi. Ekki er hægt að vita það með vissu, hve lengi þau Eyvindur og Halla bjuggu á Hrafnsfjarðareyri, en líklegt má telja, að það hafi þó verið C—7 ár. Svo mikiö er víst, ao þar eignuðust þau 3 börn, tvær stúlkur, Ólöfu og Guðrúnu, og pilt, sem Gisli hét. Jafnvel þó svo kunni aö hafa verið, að Eyvindur hafi hugsað sér, i fyrstu, að byrja þarna nýtt og betra líf, þá er hitt víst, að brátt tók að sækja í sama ólánið fyrir honum. Þarna í sveitinni fóru að verða ýms hvörf, og þó einkum kinda, sem hann var talinn vaidur að. Gjörðist einn nágranni hans svo djarfur — Þorvalúur á Kvíum — að úrótta því aö honum, að hann hefði stolið frá sér grákollóttum sauð. En Eyvindur var lundhæg- ur og svaraði þessu litlu, en mun þó af því, og að vísu ýmsu öðru, hafa skilið, að a'ðstaða lians var orðin hæpin þarna á Hrafnsfjarð- areyri, enda var bað svo, aö Grunn- víkingar voru farnir að ráðgera aö grípa hann höndum og flytja til sýslumanns. Þegar svona var komið, flaug Eyvindi í hug að bregð'a á sitt fyrra ráð, að leggjast út. Enda er líká sagt, að Halla væri þess fýs- •ar.dl, vár .hún lífca í engu „grand- vcr !, segir Gísli Konráðsson. Hún haíci' iíkleru í slnu ekkjustandi tekið samc.il við lahdshornaflakk- c.ra cg þiof. Hafði grunur leikið á uai bað, a'5 þau helðu fyrirkomið piltL, er dauður fannst í Hrafns- firði. Sagan sannar ekkert, en s' nlr bc.j eitt, að Halla hefir leg- 3 uu.dir ócrði, þegar kynni hennar tm: “”vindar, heijast. >! er að orðiengja um það, að -• Hn'a og Eyvindur láta ekki si'ja viö ráó'agerðina eina með út- legðina. Þ.au búa ferð sína snemma cags og leggja af stað áður en börn- in komast á fætur. Sagt er, að Eyvindur skildi við þau með nokkr- um trega og vildi signa þau. Halla stóð ferðbúin og var óstillt, vildi komast lelðar sinnar sem fyrst og kallaði sníöugt til Eyvindar, því hann teíði sig við slíkan hégóma, taldi nær og sér skapfeldara, aö leggja eld í lireysið, svo að enginn ‘nyti. Talið er, að Óliver, sonur Höliu frá fyrra hjónabandi, hafi frá þessu sagt, enda er það sennilegt, þar sem hann hefir verið elztur barnanna og því gert sér ljósasta grein fyrir bví er fram fór. Hjónin áttu þrjú hross og fóru með bau, riðu sínu hvort, en höfðu á því þriðja búslóð. Þegar vitnaðist, aö hjónin væru strokin, hirtu sveitungarnir börnin, fjögur að tölu, og sáu um uppeldi þeirra. Eyvindur hafði trúað einhverjum málkunningja sínum fyrir því, að hann ætlaöi að leggj ast út, og helzt aö' stefna í Ódáðahraun, því þar myndi gott að vera sekurn mönn- um. Hversu gott sem það kann að vera útlögum að búa um sig þar, þá er hitt víst, að þangað fór hann ekki. Það voru Hveravellir, sem urðu fyrir valinu og þar var þeirra fyrsti sameiginlegur dvalarstaður í óbyggð. Sá staður hafði lika kosti, ákjósanlega fyrir svona fólk, fyrst og fremst jarðhitann og svo skjól- ið og skútana i hrauninu til að dyljast í. En svo að hinu leytinu annmarki hversu staðurinn er ná- lægur leiðinni um Kjöl. Ekki verður það' með vissu vitað, livaða ár þetta var, sem þau Halla og Eyvindur strjúka frá Hrafns- fjarðareyri til Hveravalla, en senni- legt bó aö það hafi verið 1754 eða 1755. En skamma stund auðnaðist þeim aö’ búa að þægindunum á Hveravöllum, sennilega þrjú miss- iri, eða svo. Grasafólk, sem liggur við tjald í Þjófadöium, verður þeirra vart, en dalir þessir eru í vesturátt frá Hveravöllum, við austurröð Langjökuls, og ekki langt frá. Einn úr hópi grasafólksins var senclur noröur yfir fjöll, til þess að segja hvers það hafði orðið á- skynja. Var skcrin upp herör um Skagafjörð og Húnaþing og hald- ið til Hveravalla. En liðið greip í tómt. Hjónin voru flúin og fundu þeir nörðanmenn bar ekki annað fémætt en slitur úr gamalli guðs- orðabók, það var allur árangur fararinnar. Svo hefir slóð þeirra Eyvindar og Höllu verið rakin, að frá Hveravöll- um hafi þau flúið norðvestur til Arnarvatnsheiðar, en síðan fært sig nær byggð í Borgarfirði. En þetta fólk lét sig a.krei án vitnisburöar, enda urðu Borgfirðingar þess brátt varir, að fénaður hvarf. Var það heldur engin furða, því vitað er, að nú var það ekki einasta þau Halla og Eyvindur, sem höfðust við á afréttum Borgfirðinga, því komnir vóru til viðbótar tveir menn i fé- lagsskap við þau, Arnes Pálsson útileguþjófur, ættaður af Kjalar- nesi, og stráktuddi af Vestfjörðum, Abraham að nafni. í þennan mund bjó að Húsafelli Snorri prestur Björnsson, hinn sterki. Hann þóttist vita með vissu, að kauðar þessir hefðu stolið frá sér kvígu og nokkrum geldingum, og þótti að vonum illt við slíkt að búa, safnaði samt ekki liði, en lét duga að fara bara í eigin persónu og freista að ná fundi þessara kumpána, og heppnaðist það. Þeir höfðu þá aðsetur, sem heitir Þjófa- krókur og hitti prestur þá þar, og talaði til þeirra, allstrítt og alvar- lega. Kvaðst þó ekki ætla að sak- ast svo mjög um orðna hluti, en ráðlagði þeim að hypja sig á braut, sem snarast, ella myndu þeir fá á hörðu að kenna. — Fáa fýsti að bekkjast við Snorra prest vegna hans andlegu og líkamlegu yfir- burða. Fór þeim félögum og svo, þeir kusu að taka aðvaranir hans til greina og færðu bústað sinn norður á Arnarvatnsheiði að veiðivötnunum þar. Sagt er, að þegar Snorri prestur stökkti þessu hyski burtu úr Þjófakrók, hafi þau Halla og Eyvindur átt einn dreng, ungan. En ljóst var þessu fólki, að ekk- ert friðland ætti það á Arnarvatns- heiði, svo sökótt sem það átti sunn- an hennar og norðan. Var því til- rætt um það' hvert halda skyldi.Ey- vindur vildi til Hveravalla, en Arnes aftók það með öllu, benti á hversu fljótt þau hefðu orðið að hröklast það'an og varð það svo að hann réði í það sinn. Hélt mannhópur þessi austur heiðar, sanda og öræfi, sunnan Langjölkuls, þvert yfir Kjalveg og undir Hofsjökul, en settist að sunnan hans, vestarlega. Þar varð fyrir þeim hóll eða mold- arbarð, með' þykkum jarðvegi, grófu þeir sig þar undir og bjuggu um sig í jarðhúsi, en þennan bústaö bættu þeir vorið eftir. Ýmsra skoðun er, að bústaður þessi hafi verið í ná- munda við Kerlingarfjöll, eða þá í Nauthaganum, því svona landslag sé tæpast að finna nema þar. Það eru komnar haustnætur þeg- ar þeir félagar nema þarna land. Búslóðin er lítil, svo er og með vetrarföngin, ekki annað en það, sem þeir gátu flutt með sér á tveimur hestum, ætt og óætt. Vit- anlega hafa þeir látið greipar sópa um nálæg afréttarlönd og hirt þar allt afréttarfé, þá má líka nærri geta, að hestana hafa þeir drepiö og etið, en þetta hrökk skammt. Það er líka sagt, að þennan vetur, sem í hönd fór, hafi þeir gerst svo djarfir og áræðnir, að þeir hafi hlaupið í byggð til fanga, þó við langræði væri að etja, en liðið var líka hraust, þar sem voru þrír efldir karlmenn. En nú er röðin komin að Árnes- ingum. Illar fjárheimtuf og reynd-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.