Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 5
leifur Þorsteinsson, á Stóra-Kroppi, um Jónsmessu- leytiÖ i sumar, og mun hann hafa veriö nieð því síð- asta, er hinum aldna frœðaþul entist aldur til að rita. Verða þó ekki séð ellimörkin á þœtti þessum, sem vissulega mun geyma minninguna um fornvin hans. gjarnan eignast smíðisgrip eftir hann. SamdUst svo með þeim, að Þorsteinn smíðaði rokk handa konu Gríms. Þegar rokksmíðinni var lok- ið, var úr vöndu að ráöa að koma rokknum heilum og ósködduðum alla leið að Bessastöðum. Þótt Kjartan sé þá oröinn aldraður mað- ur, leggur hann rokkinn á bak sér og ber hann alla leið frá Hofsstöð- urn að Bessastöðum, sem mun vera nálægt 160 km vegalengd. Þótt Kjartan væri viðförull, hafði hann aldrei áður heimsótt Grím Thom- sen. Vildi hann nokkuð á sig leggja til þess að sjá hið þjóöíræga skáld á þessu forna höfuðbóji. Koman að Bessastöðum varð Kjartani líka hin minnilegasta. Sýndi Grímur hon- um öil húsakynni þar, sem voru ao mestu óbreytt frá fyrstu gerð. Ao síðustu sýndi hann Kjartani stof- una, þar sem glíman mikla hafði farið' fram og liann hafði ort um hið skemmtilega kvæoi „Glimuna miklu man ég enn.“ Um rokkinn er ' það að segja, að Grimur tók liann úr umbúðunum og aíhenti konu sinni. Hún skoðaoi hann vandlega, en lagði engan dóm á verkið. Þá sagði Grímur: „Ekki þarf á ao horfa, þetta er vöiundur, maður- í inn.“ Varla þykir mér líklegt. að Grím- ur hafi rennt grun i, ao þetta væri : gáfaður fræðimaður, sem færði honurn rokkinn. Reyndi Kjartan lítið til þess að komast í mjúkinn hjá lærðum mönnum og var fámáli við fyrstu kynningu. Ekki leitaði hann eítir kynningu við Ireidri menn í Reykj avík, þótt hann kæmi þar nokkuo oft. Eini vinur Kjart- ! ans í Reykjavik var Jón Borgfirð- ■ ur, og hj á honum dvaldi hann mest bæði nætur og daga. Jón viðaði að sér öllum þeim fornu og fágætu bókum, sem hann mátti og víöa voru til hér á landi í þá daga. Reyndist Kj artan honum hin mesta hjálparhella í þeim efnum og færði honurn fjölda af ýmsum merkileg- um fornritum. Klemens, sonur Jóns Borgfirð'ings og fyiTverandi ráð- herra, hafði mætur á Kjartani bæði sakir gáfna hans og hins vegar fyrir það, hversu oft hann kom færandi hendi af fágætum bókum. Þá má og geta þess, aö í hand- j ritasafni Landsbókasafns (Lbs. ! 1429, 8 vo) eru almanök frá ýmsum árum fyrir og eftir miðja 19. öld skrjfuð af Kjartani. í sama númeri | er Bændatai á ýmsum bæjum í Hálsasveit og Reykholtsdal frá of- i anverðri 17. öld og fram á 19. öld. j í Landsbókasafni eru og allmörg handrit, er Kjartan hefir átt, og | voru flest þeirra keypt af honum ! árið 1895. Eru það mest sögubækur 1 og rírnur, skrifaðar á 18. og 19. öld. ; Náfrændur Kjartans voru þeir i Jón Þorleifsson á Snældubeins- stöðum og Gunnar Jónsson, faðir i Erlendar smiðs á Sturlu-Reykjum. I Þeir voru allir systrasynir. Öllum þeim bændum var eitt og annað | til lista lagt. Jón var skáldmæltur | vel, og verður hér aðeins tilfærð ein vísa eftir hann því til sönnun- ar. Er hún um kirkjuferð fólks að Lundi í Lundarreykjadal. Að Lundi riður flokkur fríður, farin hlíðin er á snið. í kirkju bíður klerkur þýður, kennir prjðilegan sið. Gunnar var þjóðhagasmiður og Kjartan fræðimaður og lesari svo góður, að af bar. En eitt var sam- eiginlegt með þeim írændum: þeir voru svo hreinlátir bæði með sjálfa sig cg allt, sem þeir höfðu undir höndum, að til þeirra var vitnaö í þeim efnum. Kjartan var nær því alla ævi til heimilis í Hálsasveit. Þekkti ég hann. því vel írá barnúómi, en bezt jukust kynni okkar veturinn 1878. Þá vetrarvertíð vorum við gegn- ingamenn á Húsafelli. Hirti Kjart- an þá kýrnar, fimm að töiu, og tíu hross, en ég annaðist sauðféð, sem þá var um þrjú hundruð, Á kvöldin, þegar gegningum var lokið, gafst mér tækifæri til að spyrja Kjartan og fá fræðslu um ýmsa hluti, og var þá aldrei komiö að tómum kof- unum. Þá var enn til á Húsafelli mikið safn af fornum bréfum og skjölum um ýmis efni eftir forfeð- ur mína. Þar var að finna margar og breytilegar rithandir, máðar og ólæsilegar, og hafði ég þeirra lítil not. En Kjartan var jafnan fluglæs á þessi gömlu skjöl, sem myndu nú taiin mikils virði. M. a. voru þar bréf, sem farið höfðu milli Finns biskups Jónssonar í Skálholti og séra Snorra Björnssonar á Húsa- felli. Stóou þau slcrif í sambandi við skriðuföll á tún og engjar á Húsafelli. Vegna gáleysis um verð- mæti þessara. bréfa, fóru þau öll forgörtlum. Eftir samveru okkar Kjartans á HúsafelJi, lrafði ég miklar mætur á honum. Og hlýj ar minningar geymi ég um.hann, þótt Jierfinn sé fyrir meira en hálfri öld af sjónarsviöi hér. Frá 1883 til 1897 bjó ég á Uppsöl- um í Hálsasveit. Öll þau ár var Kjartan iiúsmaöur á Búrfelli og því nágranni minn. Varð Kjartani nokkuð tíðförult að Uppsölum á þeim árum. Skemmti hann mér þá marga vetrarvökuna og þótti jafn- ari góður gestur. Þá var Sigríður, dóttir Kjartans, vinnukona í Gilj- um hjá Gísla Eggertssyni, sem áður bjó á Stóra-Kroppi, og Valgerði Þorsteinsdóttur, konu hans. Vinnu- konur höxðu þá 25 krónur í árs- kaup, og saínað'ist þeim fáum fé á þeim árum. Þótt aldur færðist yfir Kjartan, gat hann því engrar hjálpar vænt frá þessari dóttur sinni. Sigríour var gáfuð, eins og foreldrar hennar, en þaö gaf lxenni elcki fé í aöra hönd. Kjartan var nú orðinn aldraður og með öllu fé- vana. Þar við bættist að Sigriður, dóttir hans, sem hann unni mikið, andaðist snögglega þar í Giljum, er hún var við ærmjaltir í kvíum. Hafði hún litlii áður verið skorin upp við sullaveiki og taldi sig al- bata. Kjartan fylgdi dóttur sinni til grafar, en hún var jöi'ðuð í Stóra-Ási. Engan átti hann reið- hestinn. En úr því gat ég bætt og lánaði lionum hest og fylgdi lion- um að og frá jarðarförinni. Yngri dóttir Kjartans, Ragnheið- ur, fór til Ameríku með fósturfor- eldrum sínum. Hún þótti glæsileg stúlka, og var það Kjartani gleði- efixi, er hann frétti um menntun liennar og menningu þar vestra. En svo slokknuðu öll þau gleðiljós, því að hún andaðist nokkru síðar en Sigríður. En aldrei sá ég þó Kjart- an hryggan eða reiðan, þótt margt blési á móti. En ýmis tiis-vör hans gátu verið nöpur. ’ Þegar Kjartan var lxúsmaður á Búrfelli, bjó þar Jón Gíslason, al- bróðir Gísla í Stóra-Botni. Var hann nafnkenndur greindarmaður. Kona Jóns var Ástríður Halldórs- dóttir frá Skáneyjarkoti. Jón var kátur og fyndinn, og- skopuðust þeir stundum lxvor að öðpum, Jón og Kjartaix, og mátti þar ekki á milli sjá, lxvor betur hafði. Jón var refaskytta og óveixjufengsæll í þeim efnum. Séra Magnús Andrés- son á Gilsbalcka var á þessum ár- unx lxreppsneíndaroddviti Hvitsið- inga. Lét hann sér annt um refa- veiðar og samdi urn það við Jón á Búrfelli aö vera reiðubúinn að konxa tafarlaust, þegar hann fengi frá sér boð um að koma á nýfundið grexxi. Jón var jafnan við öllu bú- iixn og var skjótur í lxreyfingum, þegar haixix lagði upp í slíkar veiði- ferðir. Á þeim árum var Kjartaix gangandi bæði sumar og vetur, hvort sem hann fór langt eð'a skammt. Eitt sinn vildi ég úr þessu bæta og láixaði honum unga hryssu, bleika að lit. Eftir þvi, senx um var sarnið, skilaði Kjartan þeirri bleiku á tilsettum tíma, og var þá elcki að sjá, að neitt hefði verið viö Jxenixi snert, svo trúlega fór Kjartan með allt, senx Jxaixix hafði undir hönd- unx. Þegar Kjartan hafði skilað hryssunni, fór hann að telja fram galla hemxar og hafði ýmislegt út á haixa að setja. Ég fór þá að rnæla henni bót og sagði, aö bæöi væri Jxúix sporviljug og bæri sig vel. „Já, nógu ber hún hausinn hátt,“ segir Kjartan, „rétt eins og Jón á Búr- felli, þegar hann er nýtaúiixn að fá taréf frá séra Magnúsi á Gilsbakka upp á þáð að konia strax á greni.“ Eitt sinn spurði ég Kjartan, hvort Búrfellshjón nxyndu láta son sinn, sem konxinn var undir tvítugt, róa um veturinn. „Það veit ég ekki,“ svarar Kjartan. „En ef hann fer, verður móðir hans að fara nxeð honunx, því að ekki getur hann klætt sig lxjálparlaust.“ Einu sinni var Kjartan að lýsa ungum bónda og hafði ýmislegt út á hann að setja og m. a. hvað Jxann væri lxeinxskur. Segir þá einn, sem á hlýddi, að hann væri þó góöur í skrift og reikningi. „Veiztu, hver hefir kennt lionum það?“ segir Kjartan. „Enginn nema andskot- ans ágirndin.“ Þórhalli Bjarnarsyni, síðar bisk- up, var fyrst veitt Reykholt, er hann lconx af háskólanum í Kaup- mannahöfn. Þegar hann messaði í fyrsta sinni í Stóra-Ási, var margt fólk við kirkju. Eftir messu fer Kjartan ofan Hvítársíðu og kemur að Hvammi. Þar bjó þá Eyjólfur skáld Jóhannesson, vinur Kjartans. Þegar Eyjólfur vissi, að Kjartan var nýbúinn að hlýða messu hjá séra Þórhalli, fór hann að spyrja Kjart- an úr ræðunni. Kjartan var seinn til svars og vildi fátt um ræðuixa tala. Eyjólfur spyr þá Kjartan, hví hann sé svo fámáll um þetta efni, líklega hafi það þó verið guðsorð, sem presturinn flutti. „Nei, guðs- orð var þaö nú aldeilis eklci,“ svar- ar Kjartan. „Hvað var það þá?“ spyr Eyjólfur. Kjartan svarar: — „Þetta var eitthvert sambland af siöafræöi og heimsádeilu.“ Þetta svar varö lxljóðbært og komst síðar til eyrna séra Þórhalls, eftir að hann var orðinn biskup, og birti hann það í Kirkjublaðinu. Eftir að Kjartan hætti búskap, var hann nokkur sumur kaupa- maður á Gestsstöðum í Norðurár- dal. Þar bjó þá aldraður bóndi, Páll að nafni. Hann átti tvö uppkomin börn, sem lxjá honum voru. Þau hétu Jóhannes og Guðlaug. Jó- hannes var grannvitur í meira lagi, en Guðlaug stórskorin og ókven- leg. í Fornahvammi var þá bóndi, Einar að nafni. Hann var lengi for- söngvari í Hvammskirkju, og þótti hann söngmaður ágætur. Einar átti eina dóttur, Petrínu að nafni. Var hún orðlögð fyrir mælsku og örlyndi. I þann tímá bjó í Sveina tungu Eyjólfur skáld Jóhannesson, síðar bóndi í Hvammi í Hvítársíðu og áður er minnzt á. Hann var hrókur alls fagnað'ar og jók mjög fjör og líf í nágrenni sínu. Lét hann og oft fjúka í kviðlingum unx granna sína. Þegar Kjartan var á Gestsstöðum, þurfti hann oft að finna Eyjólf, og bar þeim þá margt á gónxa, sem Eyjólfi varð stundum að yrkisefni. M. a. barst í tal, að Einar söngmaður í Fornalxvammi hef'ði ráðlagt Páli á Gestsstöðum að koma Jóhannesi syni sínum á nxenntabraut. Þá orti Eyjóli'ur þess- ar stökur: Eitt sinn íinnur Einar Pál og þá svinnur talað getur: Námsgefinn nxeð setta sál sonur þinn er ílestunx betur. Góðar næra gáfur hans gagnlegt væri á æskudögum, líf svo færa mætti manns mennt og æru þjóöfélögum. Til útlanda þarftu þá þegni að vanda reisu snara, brinxs um grandaekru á alckersbanda svaöilfara. Fremd og rínar-fögur ljós fara að skína lxér í dalnum, þá Petrínu, dýru drós dóttur rnína, gef ég halnum. Um Guðlaugu Pálsdóttur orti Eyj - ólfur þessa vísu: Guðlaug heitir mærin mild, mesta sveitarprýði, allri fleytir álitssnilld, yndi veitir lýði. Kjartan undi sér vel á Gestsstöð- um í nágrenni við Eyjólf. Báðir voru þeir gáfumenn, en nokkuð skopgjarnir. Kjartan var dómharð- ari og lét jafnan fylgjast að lof og last. Þegar Kjartan var spurður um Guðlaugu á Gestsstöðum, svaraði hann: „Hvergi er Guölaug fríð. Og svo munnstór er hún, aö þar á hún engan sinn líka, því að standi mað- ur fyrir aftan hana, má sjá þaðan í bæði munnvik hennar. Hún er og lystug vel og gengur rösklega að mat sínum, sérstaklega að skyri. Það borðar hún nxeð geysistórri birkisleif og stingur lxenni upp í sig með öllu, sem getur á henni tollað. En af því aö hún hefir ekki víðara kok en annað fólk, verður hún að renna því niður í þrennu lagi.“ Þessi ^mannlýsing Kjartans, þótt öfgafull sýnist, er fullkomlega í anda ýmissa nútíma skálda, sem þiggja bæði laun og lof. Ekki stóð fríðleiksskortur Guð- laugar henni fyrir kosti, því að hún giftist norðlenzkum manni, er Kristófer hét. Þau fóru til Ameríku. Kjartan var aldrei talinn mikill garpur við stritvinnu fór að engu óðslega. Oft var hann að vorlagi við kolagerð í Húsafeljsskógi fyrir ýmsa. Kaus hann þá jafnan stað, þar sem skjól var af öllum áttum, svo að hann gæti tekiö sér væran dúr á daginn. Vel kunni Kjartan að viðarkolagerð og gekk þriflega að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.