Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 39

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 39
Jólablað TÍMANS 1952 29 í allt gott heita, og Þórstína sýndist í sjöunda himni. I En þegar leið fram á einmánuð, fór að koma yfir hana einhver deyfla. Hún var nú ólétt, mann- eskjugreyið, og ég hélt nú kannski, að þetta væri barasta af því. Hún ! sagðist mundu eiga barnið í maí, ! en það fannst mér mundu vera í j fyrsta lagi, eftir því sem ég hafði ! komizt næst. Svo seffti að henni meira og meira þunglyndi, komu i í hana grátköst, en óhemjulæti á ! milli. Loksins kvað hún upp úr með það, að hún yrði að fara til Reykjavíkur til að ala barnið, og hún tók ekki annað í mál en að ‘Stefán færi með henni og dreng- urinn hennar líka. Þá þóttist ég nú vitá, hvað klukkan sló, en ekk- ert sagði ég. Jæja, þau fóru — og i síðan leið og beið. Loksins var það um Jónsmessuleytið, að við fengum ! skeyti upp á, að hún vseri nýbúin að eiga barnið. Svo kom bréf. Stef- án hafði veriö í vinnu hjá Könuh- um, frá því að hann hefði komið suður, og þénaði stóra peninga. Þau höfðu svo ákveöiö að setjast að í Reykjavík. Nei, svo merkilegt sem það má heita, þá varð varla vart viö, hvern- ig honum Jóni mínum likaði þetta -— nema hvað hann lét bara orgel- ið út í fjós. Hann fékk lélegan mann til heyskapar cg stúlkurýju, en talsvert var þó heyjað. En í fyrrahaust fór Jón með allan hóp- inn, hesta og nautgripi í kaupstað- inn — að unöanskildum reiðhest- inum sínum og gamalli uppáhalds- kú. Hann seldi, já, allan hópinn — og ekki er að tala um þaö, peninga fékk hann fyrir þetta, hvorki rneira né minna en eitthvað yfir 100 þús- und krónur. Hann sagði, að við gætum hangiö á jörðinni þess vegna eins lengi og lífiö entist, að ekki mundi okkur skorta eitthvað að borða. Nú, og ein kýr og sá jarpi — jú, fyrir því ætti hann að geta heyjað. Hann var vitaskuld að hugsa um að kaupa íé, ef svo slæ- ist, að einhver okkur skyldur vildi fara á jörðina. Eins og ég var víst búinn að minnast á, standa nefni- lega yfir þessi fjárskipti hérna í sýslunni — og í vetur var sauðlaust á öllum bæjum, allt drepið niður, á að koma fé aftur í haust — að vestan, eins og þú sjálfsagt veizt. Jæja, það er svo einn daginn í fyrrahaust, rétt um veturnæturn- ar, að gest bar að garði á Grundar- hóli. Það var fóstursonur okkar, sem Einar heitir. Hann hafði ver- ið í siglingum með Ameríkönum og siglt með vopn til Rússlands. í sein- ustu ferðinni hans hafði slcipið ver- ið skotið í kaf og hann verio areg- inn hálfdauður upp úr sjónum, og okkur skildist, að hann væri búinn að fá nóg af þeirri stóru veröld, já, og af sjónum líka. Ég held hon- um væri fagnað, og það er ekki nokkur vafi á því, að Jón fór að gera sér vonir. Einar er vel verki farinn, og hann hafði alltaf verið geðslegur piltur. En hann var breyttur. Það komu yfir hann ein- hver óróaköst, og það voru ósköp, hvaö hann veinaði upp úr svefni. Hann var líka alltaf aö tala um Þýzkarana, þegar hann sofandi var. Svo kom vorið, þetta indæla vor. Það sýndist liína yfir Einari, hann vann rösklega, og stimdum. þegar fuglarnir sungu og gróðrarilminn lagði upp úr jörðinni, stóð hann líkt og hugfanginn. Það var eins og hann hlustaði á sönginn, árniö- inn og klið lækjanna, og Jón minn varð fullur af kátínu og glettni og talaði um, að hann þyrfti að fara og ráða sér myndarlega kaupakonu, já, helzt tvær. Það þyrfti að heyja á Grundarhóli þetta sumar. „Ég fer, þó að ég þurfi alla leið til Reykjavikur. Maður kaupir nú einhverjar kindur i haust, — o, það held ég. Einu sinni þótti þér nú gaman að kintíum, Einar nr'rn!“ Þá var það einn daginn, að hann Jón kom til min þungbúinn, jó, það var reglulegur kr’ði f srpnum. Og þegar hann Jón hafði snúizt í kringum mig, vatt hann sér að mér og sagði: „Hvað heltíur þú, Gunnhildur mín, að hann Einar hafi sag't hérna áðan? Hann stóð úti á grundinni, þar sem blessaö grasið grær. svo að maður nærri því sér því nuwa, meðan maður horfir á það. Mér sýndist hann frá sér nurninn af einhveriu — og iá, ég þarf ekki að lýsa því fyrir þér, hvað mér datt í hug. Svo sagði hann allt í einu: „Ha? Nei, það getur ekki verið, þó hann sé vestan, að ég heyri sjáv- arnið — ha?“ Um morguninn var Einar horf- inn. Hann Jón fór ekki að leita sér að kaupakonu. Það kom bréf frá elzta syninum, þar sem þess var getið, að Einar hefði komið til hans — og að hann væri orðinn ráðinn á skíp í siglingar milli landa. i bréf- inu var á það minnzt, að ekkert vit væri í því, að við héngjum lengur á jörðinni. Það væri helzt að reyna að selja hana. Silungurinn í ánni, íbúðarhúsið og rafstöðin gætu kannski gert það að verkum, að einhver vilöi kaupa jörðina fyrir sumarbústað. Menn vissu sumir varla aura sinna tal, og við ættum að geta funöið okkur ssémilegan samastað í Reykjavik — Jón gæti jafnvel fengið einhverja vinnu hiá Sambandinu — eða hjá Eimskip, hann væri nú hluthafi þar — og það væri margs kor.ar létt vinna þar í pakkhúsunum. , Hann minntist ekki við mig á efni þessa bréfs, hann Jón rninn, en ég las það sjálf, og ekki minntist hann neitt á framtíðina. Ætli hann hafi ekki hálft í hvoru búizt við ein- - hverju unöri? Ég sá, að hann var annað veiíið að kíkja eftir manna- ferðum, — það sá ég. Ég þóttist vita, að hann ætlaöi okkur að minnsta kosti að þrauka eitthvað. í vikunni sem leið fór hann að slá þennan kraga, sem orðinn cr sleginn hérna kringum bæinn. Hann sló þetta meö orfi, þvi að hann Jarpur fékkst ekki til að ganga fyrir vélinni. Hann var upp- gefinn á kvöldin, hann Jón, effcir sláttinn — og þrjá daga var hann með þennan blett, þessi kappsmað- ur. Svo bundum við þetta, og hann bar það heim aðð hlöðugatinu, var ekki hægt að nota hann Jarp fyrir heyvagn. Þetta var í gær. Þegar lieyið var komið að hlöðunni, fór ég heim. Ég spurði Jón minn, hvort hann ætlaði ekki að koma líka. „Ætli ég nái ekki háttum, þó að ég gEjngi frá heyinu!“ sagði hann. Jæia, hann var lengi úti. Ég heyrði hann reyndar ganga um hlaðið, en inn kom hann ekki. J^oks- ins kom hann. Ég sá, að þaö var mold á skónum hans og buxunum. Hann sagði: „Eg kom ekki inn heyinu. Ée held ég sé ekki orðinn til að búa. Ég fcr svo með þau, liann Jarp minn cg hana Skrautu hérna út í gilið og skaut þau þar. Ég stakk úr rofbakk- anum og tókst aö velta honum yfir þau cg jafna svo um, að þau eru hulin. Æi, já, ég reyndist maður til þess að jarða búið okkar, svo að • erfingjarnir þurfa ekki að hafa fyr ir öðru en að jafna hanöaverkin mín við jörðu.“ Svo háttaði hann Jón, en ég var ofurlitiö að stússa. Ég tók til fyrir hann matarbita, nestaoi hann, ef hann kynni að þjóta eitthvað með morgninum, eins og hans var oft og tiðum vani, þegar hann hafði tekið einhverja ákvörðun. Ég sofnaði seint, og svo svaf ég þangaö til sólin skein inn á rúmið mitt. Þá sá ég, að hann Jón lá al- klæddur á stokknum, fæturnir fram úr. Hann var búinn að borða eina sneið af nestinu sinu og súpa mjólkursopa, sem ég setti við stokk- inn. Ég fór framan á, fannst hann Jón minn liggja eitthvað svo und- arlega. Hann var þá dáinn. Svo stóð ég þá þarna og horfði á hann stundarkorn, og fuglinn söng í trénu úti í garðinum.“ Hún sagði ekki meira að sinni, gamla konan, og ég sat steinþegj- andi. Það var hún, sem næst hóf máls: „Jæja, hann Bjarni lógar fyrir mig kattarkvölinni og tíkinni — um það get ég beðið hann.“ Síðan þetta gerðist eru liðin þrjú ár. í vor sem leið hitti ég hana Gunnhildi gömlu frá Grundarhóli á götu í Reykjavik. Hún þekkti mig strax og ég heilsaði henni, en það kom eitthvert blik í augun. Hún brosti, þegar ég þakkaði henni fyr- ir síðast. „Þú sveikst mig ekki á honum Skjóna,“ sagði hún. „Hann bar mig með sannri prýði bæði til jarðar- fararinnar og heim aftur — og eins út í kaupstaðinn, þegar ég fór hing- að til Reykjavíkur.“ „Það er nú gott að heyra, að þér líkaði við hann,“ sagöi ég og slóst í íör með henni. ,,Þá hefir hann ekki reynzt mér illa, hann Eyþór, félagi þinn, og þetta er frægur maður, heyri ég sagt. Mér er nú reynöar fortalið, ao það sért þú lika, þó að þú sért þaö kannski ekki eins. Hann hitti mig á götu í fyrra, heilsaði mér undir e;;io, ámóta og þú núna, og spurði mig, hvar ég ætti heima. Jú, ég sagðí honum það. Jæja, þegar ég kom heim, beið mín þetta líka litla málverk af Grundar’nóli — og var svo seni ekkert klessuverk. Það var húslag þar á hverju húsi.“ „Þetta er ekki nema líkt honum Eyþöri — en það er munur eða ég.“ „Þú getur skrifaö söguna, sem óg sagði þér, — þií bara breytir nöfnunum, — hún er jafnsönn fyr- ir því.“ „Þakka þér fyrir að gefa mér leýfi ti! bess. Ég er nú annars búinn að pái'a hana upp.“ ,,Já, en þig vantar endirinn, maö- ur!“ Og Gunnhildur ýtti í mig. „Já, já — hefirðu kannski handa rnér góðan endi?“ „Hluátaðu nú á mig! Börnin vildu fá fööurarfinn sinn, og ég lét þau og fósturbörnin hafa þessar krón- ur, sem til voru. Börnin fengu sín fimmtán þúsundin hvert — og hin hálfu minna. Það voru rúm hundr- að og tuttugu þúsunHl Það átti aö vera frílega föðurarfurinn, því að ég hélt engu eftir nema jörðinni, og í hana bauö enginn annar en hann Bjarni á Núpi. Hann bauð í hana fyrir sína hönd og þeirri fleiri þarna á uppdalnum. Þeir vildu fá landið fyrir upprekstrarland — en buðu ekki nema þrjátíu þúsund, þar í öll mannvirki. Ég sagði nei, og börnin voru svo sem ekkert að fáta út í það. En svo í fyrra bauð einn grósserinn hérna í Reykjavik fimmtíu þúsund.“ „Og þú seldir ekki?“ „Nei, óekkí. En þá vildu nú börn- in, að ég seldi. Hann kom til mín, hann Siggi minn, en ég sagði nei. Siggi fékk grósserann til að hækka sig upp í 55, því þá var sá góði mað- ur búinn að finna það út, að hann gæti með hægu móti látið gera laxa stiga í ána — og það er talsverð laxveiði í henni niðri á dalnum. Ég heyrði það eftir honum, að þetta yrði allra skemmtilegasti staður, þegar laxinn væri farinn að ganga þarna upp eftir . . . En ég sat við minn keip.“ „Urðu ekki börnin ókvæða við þessum þráa í þér?“ „Jú, þá var ég heimsótt — það skal ég segja þér.“ „Og hvað svo?“ „Nú er ég búinn að selja jörðina tveimur bílstjórum hérna úr Reykja vík. Þeir eiga sinn vörubílinn hvor og sitthvað meira, og þetta eru dugnaðar- og reglumenn. Þeir vilja heldur setjast að á Grundarhóli, með sín stálpuðu börn, en tapa því hér í Reykjavík, sem þeir eru bún- ir að eignast. Ég sel þeim á 85 þús- und, og þar af hafa þeir borgað mér sextíu út í hönd, en hitt eiga þeir að leggja i að gera almennilega bílfært upp að Grundarhóli." „Hvað segja börnin þín um þetta?“ „Ætli þau vildu ekki fá þessi áttatíu og fimm þúsund — eins og þau koma fyrir, en þau fá ekki nema sextíu — grósserinn bauð ekki nema fimmtíu og fimm — og bá vilöu bau, að ég seldi . . . Og þau hafa ekki komið svo oft til mín, að mér brygði sérlega við, þó aö þau hættu því alveg. Ég kem jafnt og áður til þeirra, þegar mér býður svo við að horfa, en maður verður nú svo sem fegin að hvíla sig, þegar maður kemur heim á kvöldin.“ „Ha? Gengurðu kannski í vinnu?" „Já, ég vinn á prjónastofu við að sauma saman flíkur. Það er rífandi atvinna. Svo hef ég ellilaun. Það er nú oröin glúffa. Já, ég vona, að ég geti skilað þessum sextíu þúsund- um óskertum til krakkanna.“ „Ég held þú ætt.ir að taka þér frí og hi’einlega skreppa vestur, úr því að þú ert nú búin að koma þessu svona fyrir. Mér finnst þú eigir það skilið.“ „Ég er að koma úr fríi, maour guðs og lifandi!“ „Að koma úr fríi?“ „Ajá, ég dreif mig rétt vestur með bilstjórunum, þegar þeir fóru að skoða Grundarhólinn." „Það er bara svona? Og hvernig var þar um að litast?“ „Þar er allt með sömu ummerkj- um. Manneskjurnar hafa ekki einu sinni komið þangað til að brjóta þar nokkrar rúður. Þau mundu standa eitthvaö ennþá, handaverk- in hans Jóns míns.“ Selfoss — Nærsveitir Eiííð í verzítmíua. Kyisssið yiikar verð gæSi. Hikið úrvstl af heniufium jóhíffiöftitn. Gleðileg jól! Gott nýtt ár! VefjiuHÍH SELFOSSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.