Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 25
Jólablað TIMANS 1952 25 VERKASKIPTI Gamansaga eftir Sæunni Bergþórs „Nei, minn góði Björn, og aftur nei,“ rumdi Hansen bakari, um leið og eitt af hinum frægu hnefahögg- um hans hitti borðið af svo miklu afli, að bollarnir og teskeiðarnar dönsuðu polka á hoppandi undir- skálunum. „Guð hjálpi þér, maður,“ hvein í konu hans, sem í sama bili birtist með fullfermdan kökudisk í dyrun- um. En Hansen var allt of æstur til að skeyta fyrirbænum konu sinn ar. Hann leit hvasst á Björn bónda, festulegan mann með íhugul augu, sem sat gegnt honum við borðið. „Nei, minn góði Björn,“ sagði hann aftur með allmiklum þunga í röddinni. „Kjör okkar kaupstað- arbúa eru á engan hátt sambæri- leg við kjör ykkar sveitafólksins. Þið þurfið ekki annað en að mjólka kýrnar og skjóta kindurnar til þess að raka saman peningum, og allt það, sem við borgarbúar öflum okk- ur með súrum sveita, fer í það að kaupa af ykkur afurðirnar þessu óheyrilega verði og borga svo í við- bót allskonar skatta, svo að þið get- ið ekið á sláttumaskínum, traktor- um og öðrum álíka farartækjum um hásumarið." „Já, að hugsa sér, hvað sveita- fólkið getur verið vanþakklátt," sagði frú Iiansen, um leið og hún hellti kaffinu í bollana. „Það sem þarf er ekki annað en að mjólka kýrnar og merarnar til að fá smjör, skyr og osta, og svo fer það bara niður i kjallarann sinn eftir rúgmjöli, haframjöli og hveiti, og samt þykist það vera að drepast úr eymd.“ „Svo er nú það,“ sagði Björn með hægð. „Ég verð vist að leyfa mér að vekja athygli frúarinnar á því, að þar sem ég þekki til eru merar yf- irleitt ekki mjólkaðar til heimilis- þarfa, og til þess að geta sótt korn- vöruna niður í kjallara, verður sveitafólkið að kaupa hana fyrst og flytja heim til sín, því að kjall- arar íslenzkra sveitabæja eru sann- arlega engir sjálfsánir kornakrar. Þér, Hansen, vildi ég segja það, að ég er þér alveg sammála um það, að kjör sveitafólks og borgarbúa séu á margan hátt ekki sambæri- leg, en hinsvegar er ég þér ekki samdóma um, í hverju sá mismun- ur sé fólginn,“ bætti hann við, og dálítilli glettni brá fyrir í svipnum. „Fögur sveit hefir vissulega þær dásemdir að bjóða, sem aldrei verða metnar til fjár og hvorki rafljósadýrð né auglýsingaskraut megna að veita. En ég verð að vekja athygli þína á því, að til þess að geta mjólkað kýr og skotið kindur verður sveitafólkið oft og einatt að vinna baki brotnu til að sjá þeim farborða, og ég býst við, að öfund þorgarbúa í garð sveitafólksins mundi minnka að mun, ef þeir ættu að búa sjálfir í dálítinn tíma.“ Þannig atvikaðist það, að Björn bóndi og Hansen bakari sömdu það með sér að hafa verkaskipti fyrstu viku júlímánaðar. Frúin var í sjö- unda himni við tilhugsunina um allt það rjómakaffi, sem hún gæti drukkið sér að kostnaðarlausu, og Hansen fór að tala um þurrka og lægðir, rétt eins og hann væri þeg- ar orðinn bóndi. Hann hafði alltaf haft gaman af að hlusta á hana Theresíu, hann Hansen. Loks rann hinn langþráði dagur upp, þegar Hansen skyldi gerast bóndi. Klukkan ellefu um morgun- inn voru hann og frúin setzt inn í bílinn, sem átti aö flytja þau til fyrirheitna landsins. Það eitt skyggði á gleði Hansens, að hann varð stöðugt að vera á verði gegn því, að turninn, sem hann var með á hnjánum, hryndi í rústir, en sá turn var byggður úr hattaöskjum frúarinnar. Annars gekk ferðalag- ið með prýði, og klukkan tvö eftir hádegi sátu Hansen og frú inni í stofu hjá Birni bónda og konu hans, sem gæddi þeim á skyri og rjóma. Næsta dag átti Björn svo að taka við starfi Hansens, en Hansen skyldi þá byrja búskapinn á Hóli. Björn var einyrki, svo að Han- senhjónin urðu sjálf að gera allt, sem gera þurfti að halda heyskapn- um áfram. Sagði Björn þeim fyrir um allt, áður en hann fór og sýndi þeim í alla króka og kima. Skildi hann við þau, þar sem þau voru að borða hádegisverðinn í sólskins- skapi. „Munið svo að fara strax að taka saman,“ sagði Björn um leið og þau hjónin kvöddu. „Útlitið er ótryggt, sennilegt áð hann verði kominn á austan í kvöld.“ Reyndar var sláttur hvergi haf- inn, en Björn hafði slegið fimm hesta engjastykki skammt frá bænum handa þeim Hansenshjón- unum að glírna við. Hann var ekki vanur að eyða slættinum til einskis, hann Björn, nei, ónei. Að loknum hádegisverði skálm- uðu Hansen og frúin út á engjar með hrífur um öxl til að taka sam- an. Þau voru bæði i bezta skapi, og frú Hansen var með einn af nýju sumarhöttunum sínum á kollinum. Þau gengu i takt og Hansen söng hástöfum gamalt hergöngulag, sem hann hafði lært endur fyrir löngu. Þegar á engjarnar kom, mökuðu þau bæði framan í sig sportkremi úr dós, sem frú Hansen hafði í svuntuvasanum, svo að þau yröu reglulega brún, en að því búnu tóku þau hrífurnar og hófust handa. í fyrstu gekk þeim hálf illa að láta tindana snúa niður, en brátt komust þau upp á lag með það, og einhvernveginn tókst þeim að vöðla þessum fimm hestum sam- an. Þá var eftir að sæta og binda. Nú rnundi Hansen eftir því, að hann hafði gleymt öllum reipunum heima við bæinn. Hann kallaði því til konu sinnar og bað hana að bíða, meðan hann brygði sér heim. Frú Hansen varð hvíldinni guðs- fegin, því að satt að segja var hún dauðþreytt. Og það var Hansen reyndar líka, þar sem hann kom kjagandi meö sjö pör í fanginu heiman frá bænum. „A-púh,“ stundi hann, þegar hann loksins fleygði reipunum nið- ur og tók að bjástra við að leysa þau sundur. Björn hafði sýnt hon- um, hvernig fara ætti að þessu öllu, en gallinn var bara sá, að Hansen var búinn að gleyma svo mörgum ráðleggingum Björns. Auðvitað gat það ekki verið neinn sérstakur vandi að binda þetta hey, bara að hægt væri að greiða úr þessari ó- tætis reipaflækju. „Stattu ekki þarna og gláptu á mig eins og belja," öskraði Hansen loks til konu sinnar, sótrauður og útblásinn af að hamast á einu reip- inu, sem nú var orðið flækt um fæt- urna á honum sjálfum. „Ó, góði Hansen, við getum ekki leyst þetta,“ stundi frú Hansen og lá við að láta hugfallast, en Han- sen, sem nú var loks orðinn laus, svaraði með því að þeyta reipinu með kröftugu blótsyrði út í tjörn þar rétt hjá. Einhvern veginn tókst þeim samt að leysa næsta reipi, og tók Hansen í annan endann, en frúin í hinn og lögðu þau það þann- ig einþætt niður á jörðina milli sín. Þá var eftir að koma heyinu á það. Hansen rámaði í það, að Björn hefði sagt, að til þess ætti maður að nota hrifuna og eitthvað verið að sýna sér, hvernig ætti að saxa. Hann greip því hrífuna og byrjaði að vöðla heyinu saman með henni. „Hana, reyndu að saxa líka, kona,“ kallaði hann myndugri röddu til konu sinnar, sem þegj- andi tók hrífuna og reyndi að bera sig að eins og maður hennar. Allt í einu rak Hansen upp hræðilegt óp. Hann henti hrifunni á jörðina af svo miklu afli, að hún fór í tvennt, og hringsnerist á öðrum fæti með svo miklum hraða, að meðal vindmylla hefði ekki gert betur i sjö vindstigum. „Jesús minn góður, hefirðu slas- að þig, Hansen?“ hrópaði frúin ná- föl'af skelfingu. Hansen, sem ekki hafði gætt sín nógu vel við söx- unina og rekið hrífuna í fótinn á sér, svaraði ekki, en settist niður á þúfu og fór úr öðrum sokknum. Og ekki bar á öðru, nöglin á litlu tánni var sprungin. „Ég skal bera svolítið af sport- kremi á hana,“ sagði frú Hansen með móðurlegri umhyggju. „Já, það má reyna það,“ sagði Hansen, sem létti mikið, þegar hann sá, að allar tærnar voru kyrr- ar á sínum stað. „Við getum svo athugað, hvað bezt sé að hafa við þetta í nótt. Ég get séð það í Hjálp í viðlögum,“ sagði frúin. Það var nú gott og blessað, en hvernig átti Hansen að fara að því aö saxa og sæta hrífulaus? Það hlaut að vera hægt að vöðla hey- inu einhvern veginn á reipið án þess að nota hrífu. Hansen fór úr jakkanum og lagðist á hnén. Þann- ig tókst honum að krafsa saman dálitla tuggu, og rambaði hann sigri hrósandi með hana á reipið. Hvað þetta sveitafólk gat verið sér- viturt að nota hrífur við að sæta. Brátt fannst Hansen, að hann væri búinn að hrúga nógu miklu á reipiö, til þess að hægt væri að binda sátuna. „Komdu og bittu með mér,“ kallaði hann til konu sinnar, sem óðara kom kjagandi. En það gekk ekki vel að binda þessa ólukk- ans sátu, hún skekktist öll og skældist, þangað til ekkert einasta strá var orðið eftir í reipinu. Hvern- ig í ósköpunum var líka hægt að binda hey saman með böndum eins og einhverja böggla? Það var auð- vitað miklu skynsamlegra að setja það í poka. Hansen hljóp heim að bænum og tíndi saman alla þá poka, sem hann fann, meðan frú Hansen hitaði handa þeim kaffið. N Þegar þau höfðu lokið kaffidrykkj- unni, fóru þau aftur niður á engjar og byrjuðu að troða heyinu í pok- ana. Eftir mikið basl og marga stunu voru þau loks búin að troða megninu af þessum fimm hestum í átján poka. En þá var eftir að koma því heim í hlöðu, og til þess átti víst að nota hest og heygrind. Hansen var nokkur fróun við til- hugsunina um það að geta látið aðra vinna undir sinni stjórn, jafn- vel þótt þaö væri aðeins hestur. Þar sem nú var orðið nokkuð framorðið, sagði Hansen konu sinni, að hún mætti mjólka kýrnar, með- an hann næði í hestinn og flytti heyið heim. Er heim kom, fór Han- sen út í skúr og tók þar fallegasta kjálkabeizlið, sem hann fann. Þvi næst labbaði hann inn að nátt- hagagirðingu, þar sem Gráni gamli, vagnhestur Björns bónda, var á beit. Gráni var lússpakur og því hægðarleikur fyrir Hansen að ná honum. Hann dæsti af ánægju, um leið og hann batt beizlið vand- lega um hálsinn á Grána. Svo tog- aði hann í tauminn og spýtti um tönn með óaðfinnanlegu búendalát- bragði að hann áleit. „Svona nú, hesturinn minn, komdu nú heim,“ sagði hann biðj- andi og færði sig eins langt frá Grána gamla og beizlið og hand- leggirnir frekast leyfðu. Gráni gamli glápti steinhissa á þetta mannkerti. Annað eins hafði hann aldrei vitað — að binda beizl- ið um hálsinn á honum. En þar sem manngarmurinn vildi auðsjá- anlega fá hann heim með sér, þá lét Gráni það gott heita og lallaði af stað. Þegar þeir komu heim á hlaðið, batt Hansen Grána gamla rækilega við hestastaurinn á stertinum. Síð- an brá hann sér vestur í hlöðuskúr að leita að aktýgjunum. Það gekk bæði fljótt og vel að finna þau, en þá var eftir þrautin þyngri, nefni- lega að leggja þau á klárinn. Han- sen dröslaði þeim upp á bakið á Grána, en hvernig sem hann fór að, gat hann ómögulega komið þeim rétt á. Loksins fór Grána að leiðast þófið og nuddaði hausnum hálf óþolinmóðlega upp við bak- hlutann á Hansen, sem einmitt í þessu var að stríða við að spenna reiðann utan um aðra afturlöppina á hestinum, og varð svo bilt við þetta tiltæki Grána gamla, að hann steyptist kollhnís í hlaðvarpanum. „Drottinn minn dýri, aldrei hefði mér dottið í hug, að til væru mann- ýgir hestar,“ hugsaði Hansen, um leið og hann komst á fæturna og flýði í dauðans ofboði upp að hlöð- unni. Innan fárra sekúndna sat hann klofvega uppi á hlöðunni, kófsveittur af angist, og horfði með skelfingu á mannýga hestinn Grána, sem árangurslaust reyndi að losa stertinn frá hestastaurnum. En nú víkur sögunni að frú Han- sen. Er hún hafði hresst sig á góð- um kaffisopa, ákvað hún að mjólka kýrnar. Hún tók mjólkurfötuna og þvottaáhöldin og labbaði niður á stöðul, þar sem kýrnar stóðu jórtr- andi. Þetta voru nefnilega mestu myndarkýr, sem aldrei þurfti að sækja. Satt að segja var frú Han- sen hálf kvíðandi. Þetta búskapar- umstang var sem sé alls ekki eins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.