Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 47
Jólablað TÍMANS 1952
47
Svipmyndir
Flutt af 9. síðu.
Hermóði hét Jörundur og bjó á
ísólfsstöðum á Tjörnesi. Eitt sinn
sendi sýslumaöur svohljóðandi
bréf til Jörundar:
„Heiðraði Jörundur. Ég vildi ein
ungis láta yður vita, að loftvogin
er að stíga, og ísland er að leggja
út. Virðingarfyllst. B. S.“
Jörundur skildi bréfið og brá
við.
Uppboðið á „Alfreð“.
Ég var mjög hrifinn af Benedikt
Sveinssyni sem andans manni.
Það sópaði svo mjög að honum,
þegar hann hóf máls, að það var
ekki hægt að komast hjá að hlusta
og veita þvi athygli, sem hann
sagði. Sama var að segja um hann
sem uppboðshaldara.
Mér er minnisstætt uppboðið
hér, þegar „Alfreð“ strandaði.
„Alfreð“ var haustskip Örum &
Wulffs og slitnaði upp af legunni
hér í norðvestan stórviðri, mig
minnir 1. nóv. 1893, og rak upp í
fjöru rétt innan við kauptúnið.
Þetta var 100 lesta skonnorta og
var að verða fullfermd af haust-
vörum, kjöti, gærum o. fl. þegar
hún strandaði. Um uppboð þetta
var kveðið:
Skorti ei org né hljóðin hörð,
hópurinn líktist svínahjörð,
er sló í kringum valdsmann vörð.
Var það fásén uppboðsgjörð.
Vísa þessi mun vera eftir Ara
Jochumsson, bróður Matthíasar
skálds.
Þá mátti heyra til gamla manns
ins, enda kom það sér betur í það
sinn sem oftar, að honum lá hátt
rómur.
í selaróðrum 36 vor.
Selveiði, aðallega útselur, var
mjög stunduð hér á hverju vori,
og fékkst oft mikið af sel. Ég stund
aði selaróðra í 36 vor meira eða
minna, og gekk veiðin misjafnlega
eins og gengur. Flest fékk ég á einu
vori 52 seli — stóra og smáa.
Selirnir voru allir skotnir, nema
eitt vor, þegar töluvert af blöðru-
selskóp kom með ís, og var geng-
ið að þeim á jökunum og þeir rot-
aðir með hnalli, sem til þess var
hafður í selabátum. Síðustu árin
má heita, að vöðuselur sjáist ekki.
Það er með selinn eins og hákarl-
inn, að hann er hættur að ganga
upp að landinu, hvað sem veldur.
Tveir bátar farizt á 65 árum.
Þótt sjór hafi verið sóttur af
hörku hér á öllum tímum árs, er
furða, hve giftusamlega hefir tek-
izt til. í þessi 65 ár, sem ég man
gerla, hafa aðeins tveir bátar far-
izt með áhöfn, en þar að auki tveir
menn drukknað, sinn að hvorum
bát.
Árið 1887 fórst bátur með fimm
mönnum í fiskiróðri. Formaöur-
inn, Sigurður Árnason, var ókunn
ugur hér, en vanur sjómaöur af
Suðurlandi. Var álitið, að hann
hefði ætlað sér að lenda á sandin-
um viö botn Skjálfandaflóa, en
ekki varazt, hve afar útgrunnt er
við sandinn. Þegar þessi bátur
fórst, voru allir aði'ir bátar frá
Húsavík í róðrið og gekk þeim
sæmilega að ná landi. Veðrið var
norðaustan stórviðri og hríð.
Hinn báturinn fórst með fjór-
um mönnum 4. nóv. 1897. Formað-
ur á honum var Gunnar Þórar-
insson. Hann var að koma vest-
an úr Naustavík, þar sem hann
hafði verið að sildarleit með lag-
net. Þeir fóru frá Naustavík að
morgunlagi í suðvestan roki og
reru inn að sandl í skjöli- bjarg-
anna, ætluðu síðan að hleypa aust
ur með sandinum og norður til
Húsavíkur undan veðrinu. En þeir
komust ekki fyrir Skjálfandafljóts
ós vegna roksins og urðu að bíða
vestan fljótsins fram á daginn,
þar til veður tók að lægja. Þá
héldu þeir af stað á nýjan leik. En
veðrahléið varð ekki langt, aðeins
meðan hann breytti um átt. Að
örskammri stundu liðinni skall
hann á með ofsaroki af norð-
vestri. Báturinn mun hafa farizt
nálægt Laxárósi, því að hann rak
upp í Ærvíkina, sem er norðan við
ósinn, og þar rak einnig lík for-
mannsins.
Nú er breytt til batnaðar.
Eins og ég hefi þegar drepið á,
hefir margt breytzt hér í Húsavík,
en að því er snertir störf sjó-
manna, finnst mér breytingin
einna mest á því aö koma aflanum
á land úr bátunum. Áður urðu
menn að bera allan aflann í kassa-
börum úr bátunum upp í sandinn
eða fjöruna og þaðan upp á bakk-
ann, þar sem tekið var á móti hon
um til innleggs — þá ætíð flött-
um — en nú eru fyrir löngu komn-
ar bryggjur og tekið á móti fisk-
inum þar.
Einnig eru framfarirnar miklar
á landi. Nú er nær hver blettur,
sem ræktanlegur er í nánd kaup-
túnsins, orðinn að túni. Þegar ég
man fyrst eftir, var ekki annað i
rækt hér en lítill kragi kringum
kirkjujarðarkotin, en þau voru
fjögur, og svo Húsavíkurtúnið, en
það var stórt á þeim dögum að
telja, en mikið af því í lélegri rækt.
Og svo var Stórigarður, sem kall-
aður var. Hann var mikið mann-
virki í miðju kauptúninu — fer-
hyrndur og um 100 faðmar á hlið
— grjótgarður hlaðinn um hann
á alla vegu. Tún þetta mun Páll
Johnsen, sem var hér við verzlun
Ö. & W. hafa látiö gera á árunum
1850—60.
Fimm krónur þá og nú.
Nú langar mig til að segja frá
einu atviki, sem sýnir ástandið i
peningamálunum og þær breyting
ar, sem orðið hafa á því sviði. Ég
var staddur í húsi hjá kunningja
mínum. Var þar verið að lesa í
gamalli dagbók, er merkur mað-
ur — nú löngu dáinn — skrifaði.
Á einum stað skrifaði hann: „í dag
fékk ég bréf frá systur minni og
fimm krónur að gjöf.“ Þegar þessi
setning var lesin, fór unga fólkið
að brosa og fannst gjöfin varla
þöss verð, að hennar væri getið í
dagbók. Við vorum þarna tveir
gamlir menn, og vorum ekki á
sama máli og unga fólkið. Við sögð
um því, að á þeim árum hefðu
fimm krónur verið mikið fé. Fyrir
fimm krónur mátti fá eitthvað af
því, sem ég skal nú nefna: Vænt
haustlamb, 5 kg. af smjöri, 25 klst.
vinnu, 41 lítra af mjólk, 10 kg. syk-
ur eða 6 lítra af brennivíni — lítr-
inn 85 aura — eða eitthvað annað,
sem of langt yrði upp að telja.
Þegar við höfðum nefnt þessi
dæmi, dró úr kímni unga fólksins,
og það fór að átta sig á því, að ekki
væru allir tímar eins, og skeð gæti,
að þeir tímar kæmu, að betra væri
að eiga fimm krónur en kasta þeim
nú fyrir óþarfa, sem er einskis nýt
ur, en rándýr, þótt ég búist ekki
við, að krónan verði eins mikils
virði og fyrir 50 árum, en fyrr má
nú gagn gera.
Á meðan samleið var.
Hér í Húsavík hafa verið og eru
margir nýtir menn. Um og við þá
vil ég segja þetta og taka mér í
munn orð Þorsteins Erlingssonar:
Á meðan saman lá hér vegur vor,
það voru mínar beztu sólskins-
stundir.
Ég man og þakka þær við hvert
mitt spor,
unz þrýtur leið og sólin gengur
undir.
Það þýðir ekki að þylja nöfnin
tóm.---------
Eitt er samt, sem ekki hefir
breytzt, og það er umhverfið.
„Náttúran er alveg eins og áður
var hún.
Sama móðursvipinn ber hún.
Sannarlega fögur er hún.“
Það þykir mörgum fallegt hér í
Húsavík, og ég er þeim sammála.
Um Húsavík segir Hulda skáldkona
í gullfaliegu kvæði sínu: Húsavík
við Skjálfanda:
„Hér er frítt þó skorti skjól og
skjól sé lítt.
Kvöldskin frítt við hafið nóg og
hugrúm vítt.“
Ennþá standa „Kinnarfjöllin
bylgjublá“ á sama stað og ég leit
þau fyrst barnsaugum mínum og
hélt að himinninn hvildi á þeim,
og Húsavíkurfjall gnæfir enn yfir
vikinni og speglar sig í flóanúm.
— „Hér vil ég una ævi minnar
daga“, því að hér stóð vagga mín,
og ég vona, að gröfin verði hér
líka.
Karl Einarsson,
Túnsbergi, Húsavík.
Fjalla-Eyvindur
Flutt af 23. síðu.
stað, hver eða hverjir sem hafa
búið þar, en ekki hefir Eyvindur
verið til þess nefndur. Hins vegar
er almennt trúað, að hann hafi
átt hreysi í Herðibreiðarlindum á
Mývatnsöræfum, en jafnframt á-
litið, að þar hafi hann verið einn.
En hula er yfir því, sem mörgu
fleiru, hvenær Eyvindur hafi dval-
izt þarna, gæti jafnvel hafa verið
næst áður en hann lenti í Fljóts-
dalnum.
Það má næstum fullyröa, að á
útlegðardögum Höllu og Eyvindar
hafi þau verið meira með byggðar-
fólki en almennt var vitað og að
þau hafi haft ýms samskipti við
það, því annars hefðu þau ekki
haldið lífi. Það þarf heldur enginn
að hugsa það, að það hafi einungis
verið kænska Eyvindar, sem olli
því, hversu opt honum tókst að
sleppa úr haldi. Hitt mun oftar
hafa verið, að honum hefir verið
hjálpað til þess. Svo hefir það verið
með Hans Wíum og húsfreyjuna í
Felli. Húnvetningurinn, sem brást
á verðinum á Grímstunguheiði,
hefði sennilega getað gert að sín-
um orðum: „Ég læt, sem ég sofi, en
samt mun ég vaka“. Þá er og líka
tortryggilegt hvarf Eyvindar frá
Reykj ahlíð og Höllu frá Flugumýri.
Sögn er um það, að fyrst þegar
Eyvindur hvarf úr byggð, hafi
hann farið að leita að Þórisdal og
fundið hann og hitt þar búandi
fólk, sem eigi hafi tekiö honum
betur en svo, að hann hafi orðið
að flýja þaðan hið skjótasta og ætti
þá fótum sínum fjör að launa, eða
komist undan á handahlaupum. En
hvort Eyvindur hefir sjálfur sett
þessa skröksögu saman, eða ein-
hver annar, er ekki hægt að segja.
Þórisdalur er algerlega gróður-
laus dalskora, við suð7vesturrönd
Langjökuls eða á milii hans og
Þórisjökuls, er dalur þessi hulinn
fönn og gaddi, nema aðeins ör-
skamman tíma úr sumrinu og því
gjörólíkur ( því, sem þjóðsögur og
•.... : i ( • ii'í <;
I
'mp;
munnmæli herma, það er grösugur,
blómlegur dalur, þvert á móti er
þar engri skepnu lift.
Keimlík lygasögunni um byggð-
ina í Þórisdal, er saga sem Arnes á
að hafa sagt um fólk, er hann hafi
hitt, og búið eitthvað með inni í
miðju Ódáðahrauni, komizt þar í
kærleika við bóndadóttur, en orðið
að hverfa frá því ástalifi vegna of-
ríkis vandamanna stúlkunnar.
—o—
Margir, eigi þó sizt skáldin virð-
ast hafa sjúklega löngun til þess
að halda í hönd með vandræða
mönnum, bera blak af þeim og
eigna dáðir og dyggðir, sem þeir
aldrei áttu .Er þetta að finna jafnt
í bundnu, sem óbundnu máli og
hafa þau Halla og Eyvindur fengið
þar vel útilátinn sinn skerf. Hefir
svona að minnsta kosti að öðrum
þræði verið reynt að breiða blæju
unaðs og fegurðar yfir þeirra þyrn-
um stráðu braut, yfir hrakföll
þeirra og fyrirmunun.
Má í þessu sambandi nefna leik-
ritið „Fjalla-Eyvind“, þar sem Halla
er, í fyrsta þætti, sýnd virðuleg,
jafnvel glæsileg frú. Líka má benda
á þetta erindi um* Eyvind: „Þótt
með bófum aldur æli, / örlög blési
tíðum kalt, / gafst hann þó sig
gæfan fæli, / góður drengur þrátt
fyrir allt. / Hví svo horfinn heillum
öllum, / hugarseldur kvöl og raun,
/ varð hann uppi á eyðifjöllum / í
ævisekt að búa á laun.“ —
Já, hví svo horfinn heillum öll-
um? Mun nokkur fremur en Ey-
vindur sjálfur hafa átt að svara þar
til sakar.
Það mun engan hneyksla þó fé-
lagar Eyvindar, Arnes, Abraham og
þeir hinir sem koma við sögu á
Ströndum, séu kallaðir „bófar“, en
það virðist bara ekki hægt að und-
anskilja'Eyvind.
Eftir að Halla er sloppin úr haldi
hjá Halldóri sýslumanni Stranda-
manna birtir hann opinbera lýs-
ingu á henni, lýsingu, sem hún átti
að þekkjast af, og því sennilegt að
hún hafi átt að vera nákvæm og
hnitmiðuð, en sú hugmynd sem þar
fæst, um útlit Höllu bendir síður
en svo til þess, að hún hafi verið
sjáleg.
En þegar meta skal virðuleika
Höllu og drengskap Eyvindar getur
reyndar hver og einn svarað fyrir
sig.
Annað mál er svo það, að þessum
persónum hefir ekki verið alls
varnað, að minnsta kosti er það
kunnugt um Eyvind, að honum var
margt vel gefið, því hagur var hann
í bezta lagi, slyngur íþróttamaður
og vaskur með afbrigðum.
En þegar litið er yfir sögu Höllu
og Eyvindar vekur mesta furðu, að
nokkrar manneskjur skyldu treysta
sér til, að afbera allar þær kvalir
og þjáningar, sem útlaga lífinu
fyrirsjáanlega hlaut að fylgja og
velj a þann kost, er þau völdu, frem-
ur en þola refsingu. Þvi það er mikil
villa að tala um frelsið, sem fjalla-
lífið hafi haft aö bjóða. Á fjöllun-
um gátu þau aldrei um frjálst höf-
uð strokið vegna sínagandi ótta um
það, að verða þá og þegar gripin
höndum og hneppt í fjötra, óttinn
því meiri, sem veðrið var betra og
fjöllin greiöfærari.
Þorlákur Marteinsson.