Tíminn - 24.12.1957, Qupperneq 12
12
í tunglsljósi, stóð afi gamli klæddur
hlífðarklæðum með þrúgur á fótun-
um. í hægri hendi hélt hann á öxi.
Hann hafði heyrt eitthvað hljóð
neðan úr dalnum rétt áðan. Þaö
hafði ekki verið skothvellur, og
ekki þytur í snjófokinu. Hann
hafði heyrt eitthvað annað . . .
II.
Litli, svarti hesturinn, sem brauzt
áfram í snjónum andaði svo ótt
og títt, að strókurinn út úr honum
stóð langar leiðir. Á baki hans sat
roskinn kvenmaður, hávaxin og
mögur. Hún var klædd kápu úr
úlfskinni og andlit hennar var
hörkulegt, nefið beint og hvasst,
munnurinn lítill og varirnar þunn-
ar, augun smá og skörp. Hesturinn
mássaði og hún laut fi'am og klapp-
aði honum.
— Svona, klárinn minn. Þú verð-
ur að reyna að komast dálítinn
spotta enn, aumingjans klárinn
minn. Hott, hott. Reyndu nú.
Og hesturinn brauzt áfram. Á
eftir hestinum, óð maður snjóinn.
Hann hafði byssu um öxl sér og
hafði hneppt frá sér loðfeldinum,
svo að kaldur snjórinn féll niður
á bringu hans. Hann var þakinn
snjó frá hvirfli til ilja, svo að varla
sá f hann. Rauðleitt hár hans féll
fram á ennið öðru hverju nam
hann staðar og reyndi að þurrka
svitann af þreytulegu andlitinu.
— Þú verður að reyna að herða
á klámum, Anna, sagði hann, —
eins mikið og þú getur.
r— Sérðu þá? spurði konan á
hestinum.
— Ekki ennþá.
Nokkur hundruð metrum fyrir
aftan þau heyrðist ýlfur, og dökk-
ur skuggi kom i ljós, síðan annar
ogiloks sá þriðji.
Anna sneri sér við í hnakknum:
— Þeir hafa fundið slóðina okkar,
Andrés. Heyrurðu ekki til þeirra?
— Hertu bara á klárnum. Kann-
ske hötfum við það.
Andrés tók byssuna af öxlinni
til að vera Viðbúinn.
Hesturinn festi sig í snjóskriðu,
sem hrunið hafðKniður á götu-
slóðina. Anna snaraðist af baki og
þreif, beizlið, klappaði örþreyttri
skeppnunni og talaði hvetjandi til
hennar. Hesturinn brauzt um af
öllum kröftum. Hann steig nokkur
skref ái'ram, svo stóð hann aftur
fa.stur. Ándrés rak á eftir og áfram
öraiúzt veslings sl/epnan, fáfeina
metra í senn.
Ýifrið heyrðist nú miklu nær.
Þau litu við og í um það bil
þundpað metra fjarlægð sáu þau
úifan'a koma.
Sá er fremstur var nam staðar.
Hínir' tveir komu upp að hlið hans;
síðáh' stönzuðu þeir.
' Andrés lyfti byssunni.
—‘-Nei, það var of dimmt. Hann
gekk Vnokkur skref í áttina til
þeisíra, nám staðar, gekk enn nokk-
ur skref. Úlfarnir stóðu enn kyrrir
Hapn ,heyrði til Önnu, þar sem hún
stritaðist áfram með klárinn.
Hghn . ætlaði að snúa sér við og
hrópa til, hennar, en sá þá, að sá
fremmsti ,var lagður af stað. Þeg-
ar 'hann var kominn spölkorn frá
hinhm nam hann staðar og rak upp
hátt ög lángdregið ýlfur. Þá fylgdu
hiniT á eftir, gætilega en án þess
aö : hika, og nálguðust manninn.
Andrés horfði fast á þá, hann var
fullkomlega rólegur nú.
. Anna .hrópaði eitthvað. Hann
heyrði ekki almennilega hvað hún
sagði, en skildi, að hún var komin
yfir skaflinn og biði eftir honum.
- Farðu á bak, og hraðaðu þér
eins og þú getur, hrópaði hann. í
guðanna bænum reyndu að hraða
þér. Um tvö mannslíf er að tefla.
Hann lyfti byssunni og hleypti
af, Einn úlfanna stökk til hliðar
★ JDLABLAÐ TlMANS 1 Q c ”
pcet hósmceð-
ut, sem reynt
haía Clozone
þvottaduh
pota atdret
annað. (
Clozone innt-
hetdur súretnis-
kom sem "
treyða ddsam_
lega og 9)°ra * „
þvott\nn
^aUahvítan
og bragg'e9'
an.
Clozone hefir hlotió sér-
stök meðmœli sem gott
þvottaduft í þvottavélar.
::
::
Heildsölubirgðir:
Eggert Kristjónsson & Co. h.f.
og féll síðan dauður í snjóinn. Hin-
ir tveir stukku eldsnöggt burtu en
fundu þá blóðlyktina, sneru við og
fóru að rífa í sig hinn dauða fé-
laga þeirra.
Andrés gekk aftur á bak og reyndi
að hlaða byssuna á ný. Eftir á vissi
hann aðeins óljóst um það sem
gerðist, fyrr en hann stóð með byss-
una og reyndi að hleypa af. Ár-
angurslaust, skotið reið 'ekki af.
Hann sá dýrin koma nær og nær,
hann hrasaði og féll. Hann heyrði
óhugnarlegt ýlfur og fann hvernig
dýrin rifu í andlit hans. Hugsun-
in um hnifinn þaut í gegn um huga
hans, hníf . . . Hann þreifaði ör-
væntingarfullur í tómu sliðrinu, sá
rauða, lafandi tungu og hvassar
tennur. Vinstri handleggurinn —
hann fann stingandi sársauka í
vinstri handlegg . . . Hann heyrði
niðurbælt hróp að baki sér. Bjalla
hljómaði.
III.
Aðfangadagur! Það er aðganga-
dagur í dag, hugsaði Árni litli, þegar
hann vaknaði uppi á dimmu fjós-
loftinu og heyrði dýrin japla á
morgunfóðri sínu. Hann greindi
ekki, hvað afi og amma voru að
tala um, en hann fann ósjálfrátt
öryggi að heyra til þeirra þarna
niðri, þar sem þau voru bæði að
mjólka.
En svo heyrir hann, að ókunnug
kona kemur inn í fjósið, og hann
er á svipstundu glaðvaknaður. Hún
talar hátt og hvellt: — Sofa, nei,
ég held nú síður. Ég get alltaf sofið
og hvílt mig. Ef ég^fæ aðeins að
vera hér til morguns, \dl ég fá að
gera gagn eins og aðrir.
Síðan hvarf hún út og Árni litli
vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann
varð að gera eitthvað til að bæla
niður þessa hræðilegu óvissu, sem
gagntók hann.
— Inga, hvíslaði hann lágt, —
Ertu sofandi, Inga?
— Nei, og þú þá ekki heldur?
— Nei.
— Veiztu að Anna er komin?
— Já, ég heyrði til hennar niðri
í fjósinu. Hvað helduröu, Inga?
— Ég held að við séum búin að
eignast nýjan bróður, sagði Inga
hreykin.
— Af hverju heldurðu það?
— Ég heyrði þau vera að tala um
þaö áðan.
— Ertu viss um það?
— Næstum því.
Þegar börnin þrjú komu inn í
baðstofuna seinna um morguninn,
fundu þau þegar, að eitthvað hafði
gerzt. Eitthvað var öðruvísi en áð-
ur. Það var aðfangadagur, en samt
einhvern veginn ólíkt því sem þau
áttu að venjast á aðfangadag.
Anna gekk um og tók til. Afi og
amma voru þar bæði og mamma í
hinu herberginu. En byssan hans
pábba lá brotin á skápnum og
pabbi . . . ? Þau ætluðu einmitt að
fara að spyrja eftir honum, þegar
móðir þeirra kallaði til þeirra: —
ÆtliÖ þið ekki að koma og sjá litla
bróður?
Þau urðu svo undarlega lítil og
feimin og þorðu ekki að hreyfa sig
alveg strax. Þarna stóö mamma
svo grönn og fögur, að þau þorðu
alls ekki að líta á hana. En svo
gátu systurnar ekki lengur á sér
setið, hlupu inn í herbergið og lædd
ust að rúminu.
— Ó, hvað hann er lítill og fall-
egur, hrópuðu þær báðar frá sér
numdar.
En aumingja litli Árni stóð kyrr
og barðist við grátinn.
— En, stamaði hann loks, — en
pabbi?
Enginn svaraöi, en um leið kom
pabbi inn um dyrnar og var alveg
óþekkjanlegur í framan, og vinstra
handlegg hafði hann i fatla.
— Já, Árni, sagði hann hlæjandi,
þegar hann sá, hvað barnið starði
á hann, — hér sérðu, hvernig fer,
þegar maður slæst við úlfa með
berum höndum.
— Með berum höndunum, sagði
Árni litli ráðvilltur, en hafðirðu
ekki . . . ?
— Jú, ég hafði byssuna, skal ég
segja þér, en hún hafði blotnað
svo mikið, þegar ég ætlaði að skjóta
á úlfana, að skotið reið ekki af. Þá
réðust tveir á mig og það var rétt
að ég gat rekið hnífinn í annan
áður en ég datt og .. .
— Og svo . . . ?
— Svo, jæja, við skuíum sleppa
þvi, sagði faðirinn hægt. Hann
þagnaði.
Allt í einu stóð afi gamli hjá
drengnum og klappaði á öxl hans:
— Það var gott, að allt fór vel í
þetta skiptið, sagði hann rólega, —
varla hefur það mátt tæpara
standa. Svo held ég að við ættum
ekki...
Hann þagnaði, en hélt síðan á-
fram: — Svo held ég að við ættum
ekki að tala meira um þetta núna.
Það eru jól núna og margt aö gera
í dag. Við getum byrjað með því, að
sækja jólatré út, eða hvað finnst
þér, Árni?
Rödd gamla mannsins skalf ofur
lítið, en svo lítið-, að hin tóku .alls
ekki eftir því.
J.K. þýddi úr scensku.
— ug góði guð, mikið yrði ég glaður
ef ég fengi reiðhjól.
— Þú þarff alls ekki að kalla svona
hátf, guð heyrir alltaf til þín."
— Já, en ekki pabbi —