Alþýðublaðið - 24.12.1942, Side 7

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Side 7
ALÞÝÐUBLAÐSINS t lómfrú Katy OHN STEINBECK er nú heimsfrægur orðinn fyrir bókmenntaafrek sín, skáldsögur, smá- sögur og leikrit. Hann átti framan af ævi sinni heima í bænum Monteroy í Kaliforníu, og þótti hann þar góður fiskimaður, en fyrstu bækur hans vöktu litla athygli. Sagan „Tortilla Flat“, sem gefin hefir verið út á íslenzku undir nafninu „Kátir voru karlar“, varð svo til þess að gera hann frægan og síðan hafa sögur hans vakið æ meiri athygli og borið frægð hans um allan heim. Frægust mun vera „Grapes of Wrath“, sem verið r hefir kvikmynduð og sennilega verður sýnd hér I innan skamms. Auk bókarinnar „Kátir voru karlar“ er nýkomin út á íslenzku sagan „Máninn | líður“. I / . ISVEITINNI P— (eins og Frakkar kalla hana) bjó, árið þrettán hundruð og eitthvað, vondur maður, sem átti illræmda gyltu. Þetta var vondur maður vegna þess, að hann hló, þegar verst gegndi, að öllu, sem aflaga fór. Hann hló að góðu bræðrunum í M-klaustri, þegar þeir komu til þess að biðja hann um viskýlögg eða fáeina skildinga, og hann hló að þeim, þegar þeir komu að heimta inn tíundina. Þegar bróðir Clement datt í myllutjörnina og drukknaði vegna þess, að hann vildi ekki sleppa saltpokanum, sem hann bar á bakinu, hló vondi maðurinn Roark, þangað til hann varð að leggj- ast í rúmið. Hefðirðu heyrt þennan illgirnislega hlátur, hefði þér skilizt, hversu vondur maður Roark var og þér hefði þá ekki komið á óvart' þótt hann borgaði ekki tíundina og fengi orð á sig fyrir ófélagslyndi. Og Saga eftir Joha Stelaheek Roark var ekki heldur þannig í framan, að honum færi vel að hlæja. Hann var svipdimmur og grettur í andliti, og þegar hann hló, var eins og hann væri að búa sig undir að æpa af kvölum. Auk þess kallaði hann menn heimskingja, sem er alls ekki hyggilegt, jafnvel þótt maður gæti staðið við það. Enginn vissi, hvers vegna Roark var svona vondur maður, nema ef vera skyldi af því, að hann hafði ferðast víða og séð margt fara aflaga í heiminum. Svona var nú umhverfið, sem vonda gyltan, Katy, ólst upp í, og því fór sem fór. Það eru til ættartölur, sem sýna, að Katy var komin af vondum svínum í báðar ættir. Það var alkunna, að faðir hennar vílaði ekki fyrir sér að éta kjúklinga, og að móðir hennar át sína eigin grísi, ef ekki var aðgát höfð. En þessar ætt- artölur eru falsaðar og þetta er ekki satt. Foreldrar Katy voru heiðarleg svín, að svo miklu leyti sem svín geta verið heiðarleg, sem ekki vill nú segja mikið. Móðir Katy eignaðist marga laglega grísi, sem voru eins og aðrir grísir. Það er því augljóst mál, að inn- ræti Katy var ekki ættgengt, heldur var það uppeldinu að kenna og vonda manninum Roark. Þarna lá nú Katy litla í stíunni með lokuð augu og fitjaði upp á trýnið og var allra viðkunnanlegasti grís þangað til Roark labbaði einn góðan veðurdag út að stíunni til þess að gefa grísunum nöfn. — Þú átt að heita Brigid, sagði hann, — og þú Rory. Og þú, snúðu þér viðt skrattinn þinn, þú heitir Katy. Og frá þeirri stundu var Katy vondur grís, versti grís, sem alizt hafði upp í þeirri sveit. Hún byrjaði á þvi að stela allri mjólkinni frá veslings Rory og Brigid og eftir ofurlítinn tíma var hún orðin helmingi stærri og sterkari en systkini hennar. Og út yfir tók þó, þegar hún réðst á systkini sín og át þau upp til agna. Með svona glæsilegri byrjun mátti búast við hinu og þessu af Katy, þegar fram liðu stundir, enda skildi hún ekki hænsnin eða endurnar eftir, unz Roark lét málið til sín taka og girti fyrir alifuglana sína. Eftir það át Katy aðeins alifugla nágrannanna. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á Katy. Frá því for- mælingin hrein á henni var hún svipýrð og illileg til augnanna. Allir í nágrenninu voru hræddir við hana. Katy var á ferli á nóttunni og stal alifuglum, og stund- um hurfu börn og spurðist ekki til þeirra meir. En Roark, sem hefði átt að blygðast sín fyrir skepnuna, varð hrifnari og hrifnari af henni með hverjum deg- inum, sem leið. Hann sagði, að hún væri bezta gyltan, sem hann hefði nokkru sinni átt og væri gáfaðasta gyltan í allri sveitinni. Loks barst sá orðrómur út, að hún væri umskiptings- gylta, sem ráfaði um á nóttunni og æti alifugla. Sumir létu sér jafnvel um munn fara, að það væri Roark sjálfur, sem breytti sér í gyltulíki á nóttunni og lædd- ist inn í garðana. Roark hafði ekki betra orð á sér en þetta. Jæja, Katy var nú orðin fullorðin gylta, og það þurfti að koma því svo fyrir, að hún eignaðist grísi. En upp frá þeim degi var gölturinn ófrjór og afar súr á svip- inn. Hins vegar belgdist Katy út og þar kom eina nótt- ina, að hún eignaðist grísi. Fyrst karaði hún þá vel og vandlega, en því næst lét hún þá alla standa í röð og át þá. Loks var þá Roark nóg boðið, því að gylta, sem étur sína eigin grísi, er gersamlega siðspillt. Hálf Hikandi bjó Roark sig undir að slátra henni. Hann var einmitt að brýna hnífinn, þegar hann sá

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.