Alþýðublaðið - 24.12.1942, Qupperneq 34

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Qupperneq 34
34 * Jólablað Benjamín Sigvaldasson, þjóðsagnaritari; Frá Hlaupa-Manga j . . AF HLAIJPA-MANGA hafa birzt ýmsar sagnir a prenti, bæði hér heima og í tímaritum Vestur- Islendiniga. Allar hafa 'þær gengið út á það eitt, að lýsa því, hversu mikill afburða íþróttamaður hann var, þ. e. hlaupari. Til eru svo áreiðanlegar sagnir iaf afrekum Manga, að ekki verður um það deilt, að hann hefir verið einn sá mesti þolhlaupari, sem við íslending-ar höfum átt, og er þa.g nægilegit til þess, að nafni hans sé á lofti haldið. Því fer víðs fjarri, að birtar hafi veríð allar þær sagnir, sem til eru af afreks-hlaupum Magnúsar, og ég tel það hlutverk íþróttamanna, að vernda slíkar sagn- ir frá gleymsku. En hinsvegar hefi ég talið mér skylt, að s'krásetja aðrar sagnir af Hlaupa-Manga, sagnir er sýna, að hann hefir fleira til síns ágætis en það, að vera afburða þol-hlaupari, þó það eitt hefði verið nægilegt til þess, ag vernda nafn.hans frá g-leymsku. — Hlaupa- Mangi átti í ríkum mæli þann hæfileik-a eða þá gáfu, að -geta sagt fyrir óorðna atburði og séð það sem gerðist á fjarlægum stöðum, samitímis því sem atburðirnir áttu sér raunverulega stað. Sagnir,nar -benda á það, að hann hafi blátt áfram séð atburðina gerast fyrirfram, einkum ef um örlagaríka atburði var að ræða. Þótt margir íslendingar, fyrr og sxðar, hafi verið gædd ir þessum hæfileika, þá hefi ég ekki sannar sagnir af neinum nema Drauma-Jóa sem þessa gáfu hafa haft í jafn ríkum mæli og Hlaupa-Mangi. Og í einu var. hann fremri Drauma-Jóa: Það kom fyrir að -hann gat séð at burðina, áður en þeiráttu sér stað, eins og ég hefi þegar tekið fram. Ég hefi skrifað upp ýmsar merkilegar sagnir úr Norð- ur-Þingeyjarsýslu, og þar á meðal „Þátt af Birni Sölva syni og Grjótnesmönnum", og kemur þar Hlaupa-Mangi nokkuð við sögu. Þessvegna æt-la ég hér að taka up-p úr þeim þætti þá kaflana, sem Hlaupa-Manga er að nokkru getið: Á fyrsta fjórðungi 19. aldar bjó bóndi sá að Grjótnesi á Melrakkasléttu er Hákon hét og var Þorsteinsson. Hann var auðugur nokkuð og hafði margt hjúa. Þar á meðal hafði hann í -mörg ár ráðsmann þann er Björn hét og var Sölvason, er jafnan hafði foi-ystu í stórræðum öllum, isvo sem sjóferðum, flutningum og selaveiðum. En .? á þeim tíma var seladráp stundað af kappi rniklu og ráð- kænsku. Var Björn þessi rómaður mjög fyrir áræði, dugnað og harðfylgi. — Eftir að. komið var fram yfir* 1820, voru synir Hákonar bónda að vérða svo uppvaxnir, þeir elztu, að gerlegt þótti, að láta þá fara að taka við formennskunni, en að sama skapi minnkaði vegur Björns ráðsmanns á heimilinu. Og mun þó eitt ó-happ hafa ráð- ið hér mesíu um. í þennan tíma voru kaupstaðarvörur sóttar á róðranbátum al-la -leið til Húsaví'kur frá Mel- rakk-asléttu, einkum kornvörur og brennivín — og aðrar lífsnauðsynjar. Voru ferðir þessar bæði erfiðar -og hættu- legar. Það bar við í einni slíkri ferð, haustig 1822, að bátur frá Grjótnesi, hlaðinn nauðsynjum, sökk m-eð öllu saman í. Grím-shöfn við Kópasker, þá er -bátshöfn var í ' landi. og. var Birni Sölvasyni að nokkru leyti kennt um. Þorsteinn, elztu sonur Hákonar bónda, var nú kominn yfir -tvítugt og þótti' því ráðlegast að láta hann taka við formennskunni, enda var pilturinn efnilegur. En við þessi umskipti gat Björn ekki unað, og ákvað því að flytja burt frá Grjótnesi. Falaði hann jörðina Ytra- Aland í Þistilfirði, og hugðist ag byrja þar búskap næsta vqr. Var honum svo 'brátt, að komast burt frá Grjótnesi, að í þorra-lok ákvað hann að flytja farangur sinn sjóleiðik þaðan og austur. Velur hann til þessarar farar fyrsta sunnudag góu, ef veður leyfi. Urn þessar mundir bjó að. Núpskötlu (sem er næsti bær austan'við Grjótnes) maður sá er Magnús hét og álmennt gekk undir nafninu Hlaupa-Mangi. (Kona hans hét Guðrún Pálsóttir, systir Gottská-lks á Fjöllu-m í Kelduhverfi, sem Gottskálks-ættin er við kennd). Magn- ús var sjómaður góður. Björn Sölvason leitar því til hans og -biður ha,nn að fara meg sér hina fyrirhuguðu sjó- ferð, við þriðja mann, úg heitir Magnús förinni: Kvöldið áður en leggja átti af stað, kom Magnús vestur í Grjótnes -og ætl-aði að' gista þar um nóttina, því árla átti að leggja af stað morguninn eftir. — í her-berginu, þar sem Magnús átti að sofa, voru aðeins tvö rúm. Var hrepps-ómagi í öðru en M-agnús átti að sofa í -hinu. Hann háttar nú í rúmið en getur ekki sofn- að. Hin fyrirhugaða sjóferð ,,leggst illa í hann“, og hann er að velta því fyrir sér hvernig á því standi. Heyrist h-onum þá, sem einhver sé að rjá-la við hurðina. Han-n lítur upp og sér þá „furðu“ Björns ráðsmanns standá í dyrunu-m. Magnús stekkur upp úr rúminu og klæðir sig í skyndi. Hann ávarpar gamalme.nnið, sem var í -hinu rúminu og biður fyrir þau orð til Björns, að hann skuli ekki fara í verra.veðri en svo, að hann geti tekið sig í „Kötlu-möl“, semi er rétt í leiðinni. Síðan hleypur Magnús heim -til sín. — Daginn eftir er landsunnan átt og allhvasst, en þó ekki ófært sjóveður. Magnús byrjar að lesa árdegis-hús-le-stur, sem ha-ns var venja á sunnudögu-m, -en -biður þó börnin að vera úti við og háfa gætur á bátnum, ef Björn kynni að koma. Þeg- ar hann er hálfnaður með húslesturinn koma börnin inn og segja að nú sé báturinn að komia. Magnús snai’- ar frá sér 1-estrarbókinni, og hleypur ofan í ,,Mölina“, og er þá báfurinn kominn all néerri land-i. Voru þeir tveir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.