Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 1
tffálíabhað 1943 Orðið var Guð . . . 0g orð.ð vrrð hold — og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika. Jóh. g. 1, 1.14. OrSið var Guð . . . Og orðið varð hold. Þann boðskap flytja jólin oss. Lúther flytur þann boðskap jólanna skýrt: „Sannur Guð, vafinn reifum er.“ ,,Hann er nú orðinn ung- ur sveinn, | öllum sem hlutum ræður einn. Valdimar Briem sömuleiðis: ,,Sá Guð, er öll á himins hnoss | varð hold á jörð og býr með oss.“ Og enn er þessi boðskapur skýrt fluttur, í hreinustu tónum nútímaknstni. „Hvernig Guð kom til vor“ (Söe). „Guð sté niður“ (Fangen). Hirðarmr lifðu það „að Guð kom til mannanna“ (Berggrav). „Maður eins og vér“, fæddist, „maðurmn, sem guð er maður í“ (Barth). Enn er jólaboðskapur Knsts kirkju „Guð gjörðist maður“, „og hann bjó með oss“. Barn á móður örmum. Fulltíða maður, „máttugur í verki og orði“. Þrautum hlaðinn, dæmd- ur og deyddur á krossi. Jesús Kristur. Þetta er boðskapur um miskunnarríka endurlausn Guðs. „Fullur náðar“ er Guð, sem jólin boða. „Himinninn var honum of lítill, er hann sá vora synd og eymd“. Vor óleys- anlegi vandi var honum neyðarkall sköpunar eftir skapara sínum. Því kom hann. Varð hold og bjó með oss. Til þess sjálfur að bæta þar öll vor mein, er hann einn gat bætt. Leysa vorn lífsvanda, er hann einn gat leyst. Guð greip í fæðingu Krists inn í okkar eilífðarörlög, ákvarðandi, svo réði úrshtum. Afmáði synd, sigraði dauða, endurleysti mann- kymð. Ekki er jólaboðskapurinn, um endurlausn Guðs í Kristi, sjálfsagður sannleikur mannlegu hyggjuviti. Kristur er „full- ur náðar óg sannleika“. En hann er sannleikur Guðs um Guð, þeim sem trúa. Guð í nýfædau barni. Hvað er fjar- lægara mannlegri hyggju? Einn maður, eitt mannslíf, mið- depill Guðs alheimsstjórnar, mannkyninu til hjálpræðis. Hvað er fjarstæðukenndara? Og enn njeir, hjálpræði Guðs fullkomnast í þessum manni, þegar hann berst við dauðann, negldur á kross. Hið vanmáttka barn, hinn máttvana mað- ur, algjör hjálp almáttugs Guðs, til handa mönnunum. Meiri þverstæða er ekki til. En trúin sér hér helgasta sannleika tilverunnar. Trúin sér, frá jötunm í Betlehem til krossins á Golgata, Guð, sem endurleysir mannkymð. Margt þjakar enn mannkyn, en trúin veit að með fæð- ingu Krists er þó allt breytt. Styrjaldir geisa. Já, aldrei verr en 4 vorum dögum. En Kristur er fæddur. Englarnir hafa sungið „friður á jörðu“. Frá því orði sleppa mennirnir ekki. Menn syndga með kærleiksleysi. En Kristur er fæddur. „Þér allir eruð bræður“, hefir hann sagt, og lifað sam- kvæmt því. Það bindur samvizkur manna, og knýr mn á nýjar brautir. Oft erum vér hryggir yfir sjálfum oss. En Kristur er fæddur. Hið merkilega orð, fyrirgefning, fylgir oss, svo vér getum aldrei örvænt um oss, meðbræður vora, né mannkymð. Vér eigum að deyja. Mold í moldu verðum vér. En hitt er enn sannara: Kristur er fæddur, hann er upprisinn, og hefir sagt: „Eg lifi og þér munyð lifa.“ Síð- an Knstur kom, fer titnngur um allt þetta mannkyn eins og skip, sem er á ferð. Kristur er á leið með oss til fyrir- heitna landsins, sem Guð ávann oss, er hann varð hold og bjó með oss. Guð kom til mannanna. „Orðið varð hold“. Jesús Kristur er fæddur. Nú vita þeir, sem á hann trúa, vér erum í hönd- um Guðs, sem í mnsta leyndardómi eðlis og vilja, í ákvörð- unum og markmiði með oss menn, er Jesús Knstur. Vort Iíf og örlög eru í höndum Guðs, sem elskar oss veika skamm- lífa 'menn, hefir endurleyst oss, og sleppir oss ekki. Vér kristnir höldum því jól, fæðingarhátíð frelsarans, og þökk- um Guði. Fyrir allt, sem að oss hann gaf óverðskulduðum kærleik af, honum sé þökk af hjarta skýrð. Honum sé eilíft lof og dýrð. Sé Drottni dýrð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.