Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 10

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ VÍSIS ' son bróðir liennar, þegar yinir liennar áttu í hlut, eða það kom að lienni, og er syo jsagt, dl * ekkert fátæks manns barn væri svo skírt í Ilaga, meðan hún var þar, að hún gæfi því ekki al- klæðnað. Fleiri börnum gaf hún, er þar vorit. skírð, og allríflega ef vinir hennar áttu i lilut, en sagt er að þeir væru fáir. Oft lét húri taka göðar kýr frá landsct- lim sínum, hve snauðir sem .voru, og fá þeim lílt nýtar í síaðinn. Þólti öllum óþol- andi vfirgangur þessi, þótt eigi þyrðu þeir berlega um að vanda. Það er ein sögnin, að fátæk ekkýa Jtarnmörg bjó á Grænhól, hjáleigu frá Haga í útjaðri túnsins; liún átli kú sem mjólkaði með afbrigðum; lét Halldóra sækja bana og leiða aðra í bennar stað lítt nýta. Ekkj- an átti gamla móður,*og varð benni það að orði, þegar kýr- in var leidd út: „Nú Iiefir Halldóra rænt mig lífi og börnin, og segið henni, að kýrin muni ekki verða lang- líf, fremur en aðrar eigur bennar.“ Um kvöldið var ínjólkuð pundfata (24merk- lir) úr kúnni, en um morgun- Inn lá hún dauð á básnum og íöll helblá. — Maður er nefndur Jón og yar Eyjólfsson; bann bjó í bjáleigu einni í Tungu í iTálknafirði. Hann hafði, jnisst konu sína þá fyrir Svefneyjar. skömmu; var liann við sjó-, róðra, en dóttir lians var j heima ung að aldri með systkinuin sínum að gæta búsins; var hún þeirra elzt. Þau áttu eina kú, sem var liinn bezti gripur. Þetta frétti Halldóra í Haga, og það með, að Jón bóndi væri eigi heima; sendi liún þá menn frá sér og lét taka kúna og bar það fyrir að liann hefði ekki gert rétta grein fyrir dánarbúi konu sinnar. Dótt- ir lians varð að sleppa kúnni en sendi þegar á fund föður síns ög lét liann vita livar komið var. Jón var maður gamall en braustur og karl- menni mikið, luigvær en reiddist illa, ef útaf bar. Ilann kom af sjó, er honum barst orðsending þessi. Bað liann þá flýta soðningu sinni og mælti siðan: „Fullir kunna flest ráð“, bjóst til jferðar, og stakk skálm mik- iilli í ermi sér. Hélt síðan af stað og létti eigi fyrr en liann kom í Iiaga. Þegar þangað kom sá hann að kýrnar voru þar á fitinni. Hann lagði band við kú sína og leiddi liana á brott. Halldóra sá til ferða hans; var hún úti á túni og Ástríður fósturdótt- ir liennar, er hún hafði alið upp, og vinnukonur flestar, en karlmenn voru heima. En þó henni þætti sárt, að Jón tók kúna, þorði hún eigi að þær réðu til að ná henni. Fór bann síðan heim til sín. \'ar hann þá spurður, livað hann Iiefði tekið lil bragðs, ef konurnar liefðu allar að honum sótt, því varla mundi liann hafa staðizt þær allar. Jón svaraði: „Fyrst mundi ég liafa stíkað með bredd- unni ístru þykkt á bönd Halhlóru, hvað sem á eftir befði komið.“. Ekki er þesS getið að Halldóra áreitti liann síðan. Guniíar liét maður á Barðaströpd, braustmenni að burðum, en snauður að fé. Ilann lagðist á hugi við Helgu Jónsdóttur í Hænuvík og bað liennar oftar en eitt sinn. Var honum synjað kon- unnar með öllp, af foreldr- um hennar og frændum; kom þá svo, að hún varð þunguð eftir hann, og gramdist frændum liennar það enn meira. Sigurður hét maður nórðlenzkur að ætt, kallaður „elli“, lausamaður vel fjáreigandi og kallaður peningamaður mikill. Hann bað og Helgu og fékk lienn- ar; gekkst liann við barni því er Helga gekk með eftir Gunnar; hafa þó sumir sagt,að Helga réði lionum frá því, en liann sinnti þvi ekki. Helga ól barnið og var það sveinn og liét Einar. Þau Sigurður og Helga bjuggu á Geirsej’ri. Þeir voru og syn- ir þeirra Þórarinn og Jón, er utan fór og nam sigurverk- smíði. Einar og Þórarinn kvonguðust báðm Einar átti síðan barn með konu þeirri er Guðrún Valdadóttir Iiét. Sigurður elli var hraust- menni og manna liarðgerv- astur og kunni ekki að liræð- ast. Eitt sinn liöfðu Franskir eða Hollenzkir rænt hann sauðum og j-ekið til sjávar og voru þeir sex eða niu saman. Sigurður sá til ferða þeirra, sigaði hundi sínum á sauðina og elti þá úr hönd- um þeim. Ætlaði þá einhver skipverja að skjóta Sigurð, en byssan kveikti eigi. Flýðu þeir þá sem skjótast í bát sinn. Jón Konráðsson var mik- ilmenni að lireysti og at- orkumaður, en brokkgengur og átti oft í erjum við kaup- metin og sýslumenn, einkutn ef liann næði þeim í einrúmi, með ómjúkum bakskellum, að því er séra Ólafur á Ball- ará hefir ritað. Tvisvar eða þrisvar er sagt að hann liafi hýtt Ólaf sýslumann, og forðaðist • því sýslumaður jafnan að verða á vegi hans. Hann var fjáður.maður, gæf- ur liversdagslega, og nafn- kenndur að gestrisni og góð- gerðum við snauða menn, varð af þvi vinsælli en vænta mátti fyrir ofsa lians. Iiann átti konu þá er Guð- rún liét úr ísafirði, Péturs- dóttir, og margt barna. Páll bróðir Jón's var hraustmenni mikið og jafnvel talinn sterk- ari. Hann varð bráðkvaddur er liann var í bákai’lalegu með bróður sínum. Sigurður elli bjó lengi á Geirseyri; missti liann þar konu sína, og gerðist þá ráðskona hans Guðrún Valdadóttir, er Einar, sem kallaður var sonur hans, átti barnið með, en Einar var sonur Gunnars sem áður er T0LED0 VOGIR eru framleiddar í óteljandi gerðum til mismunandi þarfa. — Nokkrar búðarvogir fyrirliggjandi. Einkaumboð á Islandi mÞm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.