Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 31

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 31
JóLABLAÐ VfSIS - 31 Oócav' WJilcle: HAHIIIMGJIISAIVII PRIIMSIIMIM Hátt yfiv borginni, á háum s'talli, stóð Ijkneski hamingju- sama prinsins. Hann var allur saman gylltur með Jninnum, fínum gullblöðum, augu hans voru tveir bjartir safirar og á sverðslijaltanu lians glóði rauður gimsteinn. Hann var í raun og veru mjög aðdáuriarverður. Einn úr bæjarráðinu, sem vildi vinna sér álit fyrir listrænan smekk, gerði þá atliugasemd, að hamingjusami þrinsinn væri jafnfallegur og vind- hani, hann er bara ekki cins nytsamur bætti hann við, tií’ að koma í veg fyrh’ að fólk teldi liann óraunsæan, en það var hann alls ekki. „Hversvegna getur þú ekki verið eins og liamingjusami prinsinn?“ spurði ein skyn- söm móðir litla drenginn sinn, sem æpti af óþolinmæði. „Ilamingjusama prinsinum mvndi aldrei dctta í hug að orga út af cngu.“ „Mér þykir vænt um að einhverjir eru fullkomlega_ hamingjusamir i þessum heimi,“ umlaði vonsvikinn maður, sein starði á hina dá- samlegu myndastyttu. „Hann er alveg eins og engill,“ sögðu börnin frá upp- eldisheimilinu, þegar þau komu út úr dómkirkjunni í ljósu skarlatskápunum og með hreinu barnasvunturnar. „Hvernig vitið þið það?“ sagði reikningskennarinn. „Þið hafið aldrei séð neinn.“ „Ó, en okkur hefir dreymt liann,“ svöruðu börnin. Reikningskennarinn hnykl- aði brýrnar og setti upp strangan svip; hann tók ekki mark á barnadraumum. Kvöld eitt flaug litil svala yfir bprgina. Vinir hennar voru farnir til Egyptalands fyrir sex vikum, cn liúrr hafði orðið eftir vegna þess, að hún var trúlofuð fallegasta reyrn- ,um. Hún liafði kynnst honum snemma um vorið j>egar hún flaug niður með ánrii eftir stórri gulri eyTÍ. Ilún varð svo hugfangin af hinum fagra limaburði reyrsins, að hún nam staðar og tók hann tali. „Má eg elska þig?“ sagði svalan, sem vildi helzt kom- ast að efninu undir eins, og reyrinn hneigði sig djúpt. Svo flaug hún í kringum hann, snerti vatnið með vængjunum og myndaði þannig silfurglitrandi gárur. Þannig var bónorðið, og svo lifðu þau í tilhugalífinu alll sumarið. „Þetta er hlægileg ást,“ tístu hinar svölurnar. „Hann á enga peninga og alltof mik ið af skvldfólki, i sannleika sngt vár nú áin full'af reyr. Þegar hausfaði flugu allar svölurnar burtu. Þegar þær voru farnar fannst syöíunni lnin vera einmana, enda fór lnin þá að þreytást á kærastanum. „Ilann segir ekki neitt,“ sagði hún, „og þar að auki er eg hrædd um, að liann sé daðurgjarn, liann er alltaf eitthvað að viðra sig upp við goluna“. Og í raun og veru var það þannig, að reyrinn hneigði sig eins mjúklega og han’n gat í livert skipti, sem golan var á ferðinni. „Eg játa, að bann er heimakær,“ hélt svalan áfram, „en mér þykir gamán að ferðast og þess vegna þyrfti maðurinn minn einnig að vcra hneigður til ferðalaga. „Villtu koma með mér,“ sagði svalan að lokum, en rcyrinn hristi höfuðið, hann var svo bundinn við heimilið. „Þú hefir verið að gabba mig,“ brópaði svalan, „eg fer til pýramídans, vertu sæll“ og svo flaug hún burtu. Hún flaug ailan daginn og um kvöldið kom hún til borgarinnar. „Hvar á eg' nú að setjast að,“ sagði hún við sjálfa sig', „eg vona borgin hafi annast undirbúning- inn?“ Hún kom auga á lík- neskið á liáa stallinum. „Þarna ætla eg að setjast a'ð“, hrópaði hún. „Þetta liggur vel fyrir og nóg er af hreinu lofti.“ Svo settist hún milli fóta hantingjusama prinsins. „Eg hefi gullbúið rúm,“ sagði hún við sjálfa sig mn leið og liún svipaðist um og bjóst til að fara að sofa; en einmitt jægar hún var að stinga höfðinu undir væng- inn, féll stór vatnsdropi á hana. „Þetta er merkilegt fyrir- brigði,“ hrópaði hún. „Þa'ð er ekki nokkur skýtoti á himninum, stjörnurnar blika i lieiði og samt er rigning. Loftið i norðurhluta Evrópu er í sannleika sagt hræðilegt.“ Reyrnnm þótti yfirleitt vænt um rigninguna, en það var bara hans eigin vitleysa.“ Nú féll anriar dropi. „Iiva'ða gagn er að mynda- i styttu ef liún getur ekki haldið vatni?“ sagði svalan, „eg verð að svipast um eftir reykháfspípu,“ og bjóst til að halda burtu. En á'ður en liún var búin að þenja út væng- ina leit liún upp og sá----- já, hvað sá hún? Augu hamingjusama prins- ins flutu í tárum, og þau runnu niður gullnu kinnarn- I ar hans. Andlit hans var svo ; fagurt í tungsljósinu, að sval- an fylltist meðaumkvunar. i „Hver ert þú “ „Eg er hamingjusami prinsinn. 3 „Þvi ertu þá að gráta?“ spurði svalan. „Þú ert alveg búiim að gegnbleyfa mig.“ „Meðan eg lifði og hafði mannlegt lijarta vissi eg ekki hvað- tár var, því eg lifði í Sans-Souci-höllinni, þar sem engum er leyft að vera hrygg- ur. A daginn lék eg mér við félaga mína og á kvöldin stjórnaði eg dansinum i stóru liöllinni. Kringum garðinn var liár múr, en eg hafði aldrei neina lönguri til að spyrja um livað hinumegin væri, allt í kringum mig var svo fallegt. Hirðmenn mínir kölluðu mig hamingj usama prinsinn og' hamingjusamur var eg, ef ánægja er liám- ingja. Þannig lifði eg og þannig dó eg. Og nú þegar eg er dáinn liafa þeir sett mig hingað svo hátt upp, að eg sé allan herfuskapinn og eymd- ina í borginni minni, og Inigsaðu þér lijarta mitt er gert úr blýi og eg get elckert nema grátið.“ -—- „Hvað er hann ekki úr tómu gulli,“ sagði svalan við sjálfa sig. Hún var of kurteis til að koma með nokkrar persónu- Iegar atliugasemdir upphátt. „Langt i burtu,“ liélt lík- neskjan áfram lágri, liljóm- þýðri röddu, „langt í burtu i þröngri gölu er fátækleg't liús. Einn glugginn er opinn og gegnum liann sé eg konu sitja við horð. Andlit hennar er magurt og úttaugað, hendurnar rauðar og' allar stungnar eftir nálina, því hún er saumakona. Hún er að sauma út blóm i satin- kjól, sem yndislegasta liirð- mærin á að vera í á næsta hirðdansleik. Úti i liorni á herberginu liggur Iitli dreng- urinn hennar í rúmi, liann er veikur. Iiann hefir hitasótt og biður um appelsínu, en móðir lians hefir ekkert til að gefa honum, nema vatn, þess vegna grætur liann. — Svala, litla svala, villtu ekki færa henni rúbíninn úr sverðs- lijaltanu mínu. Fæturnir á mér eru fastir við fótstallinn svo mér er ómögulegt að hreyfa mig.“ „Það er vonast eftir mér i Egyptalandi,“ sagði svalan, „vinir mínir fljúga nú um nágrenni Nilar og tala við stóru lótusblómin; bráðum fara þeir að sofa i gröf kon- ungsins mikla. Konungurinn hvilir sjálfur í máluðu lik- kistunni; hann er hjúpaður gulu líni, og smurður með kryddsmyi'slum.“ „Svala, litla svala,“ sagði prinsinn, „viltu ekki vera hjá mér eina nótt og verá sendiboði minn? Drengurinn er svo þyrstur og móðirin svo hrygg. „Drengir eru eltki i neinu uppáhaldi hjá mér,“ svaraði svalan, síðastliðið sumar þegar eg dvaldi við ána, voru þar tveir hrekkja- strákar, sem alltaf voru að henda steinum eftir mér. Auðvitað hæfðu þeir mig aldrei, til þess erum við svöl- urnar of fljótar að fljúga, og þar að auki er eg komin af fjölskvldu, sem er fræg fyr- ir lipurð, en samt sem áður var þetta óvirðingarmerki.“ Það kom svo mikill hryggðarsvipur á hamingju- sama prinsinn, að svalan fann til meðaumkvunar. „Þa'ð cr kalt hér,“ sagði hún, en eg skal vera seiidi- boði þinn eina nótt.“ „Þakka þér fyrir, svala lilla,“ sagði prinsinn. Svo plokkaði svalan rúbin- inn af sverðinu prinsins og flaug' með hann í nefinu liátt yfir húsþölc borgarinnar. Ilún fór framhjá dómkirkj- unni, þar sem cnglarnir voru höggnir út í livítan marmara. Hún fór framhjá höllinni og lleyrði hávaða frá dansin- um. Fögur stúlka kom út á svalirnar mcð elshuga sín- um. „En hvað stjörnurnar eru dásamlegar,“ sagði liann við liana, „og hversu dásam- legt er ekki afl ástarinnar.“ „Eg vona að kjóllinn minn verði tilbúinn fyrir Irirðdans- leikinn,“ svaraði hún. „Eg er búinn að panta blómaútsaum í hann, en saumakonurnar eru svo latar.“ Svalan fór yfir ána og sá Ijóskerin hanga á möslrum skipanna. Hún fór yfir Gyð- ingahverfið, og sá gömlu Gyðingana verzla livern við annan og vega út peninga í koparskálum. Loks kom hún að fátæklega liúsinu og leit inn. Drengurinn lá með ákafa hitasótt í rúminu og móðir- in var sofnuð, liún var svo þreytt. Svalan hoppaði inn og lag'ði rúbíninn á borð- ið við liliðina á fingurbjörg- inni. Síðan flaug hún blíð- leg.a kringum rúmið og snerti enni drengsins með vængjunum. „En hvað eg finn notalegan svala,“ sagði drengurinn, „mér hlýtur að vera að batna,“ og bann sofn- aði værum svefni. Að þessu loknu flaug svalan aftur til liamingjusama prinsins og sagði honum hvað hún hefði gert. „Það er einkennilegt,“ bætti hún við, „mér finnst svo hlýtt og þó er kalt.“ „Það er af því að þú hefir gert góðverk,“ sagði prins- inn. Svalan fór að hugsa um þetta og sofnaði svo von bráðar. Sifelldar hugsanir gcrðu hana syfjaða. í dögun morguninn eftir flaug liún niður að ánrii til að baða sig. „Þetta er merkilegur fyrir- burður,“ sagði prófessor í fuglafræði, þegar liann var að fara yfir bni, sem var á ánni, „svala um jietta leyti vetrar,“ og skrifaði langa grein um þa'ð í dagblaðið í borginni. Allir, sem sáu blað- ið fleyg'ðu þvi, þar var svo mikið af orðum, sem þeir skildu ekki. „í kvöld fer eg til Egypta- lands,“ sagði svalan, himin- lifandi yfir útsýninu. Hún heinisótti allar lielztu mynda- stytturnar og sat lengi á kirkjuturninum. Hvert sem hún fór tistu spörfuglarnir sín á milli: „En livað þessi gestur litur virðulega út,“ svo svalan skemmti sér reglulega vcl. Þegar tunglið kom upp flaug hún aftur til prinsins og sagði: „Hefirðu riokkur skilaboð til Egypta- lands, eg er alveg að fara.“ „Svala, litla svala,“ viltu ekki vera hjá mér eina nótt til?“ sagði prinsinn. „Það er vonazt eftir mér í Egyptalandi,“ sagði svalan, „á morgun fljúga vinir mín- ir upp til Efri-Nílar.“ „Svala, litla svala,“ sagði prinsinn. „Langt í burtu lrinu- megin við borgina, sé eg ungan mann sitja á fátæk- legu kvistlierbergi. Hann hallar sér yfir skrifborðið, sem er þakið skjölum. í vatnsglasi við hliðina á hon- um er knippi af visnuðum fjólum. Hárið á honum er í óreiðu og varirnar eru rauð- ar eins og granítepli, augun eru stór og dreymandi. Hann er að reyna að ljúka við leik- rit fyrir leikhússtjórann, en getur nú ekki skrifað fyrir kulda. Eldurinn er kulnaður í ofninum og liann er orðinn máttvana af liungri.“ „Elg skal vera lijá þér eina nótt enn,“ sagði svalan sem i raun og veru var góðlijört- uð. „Á eg að færa honum annan rúbín?“ „ó, eg á ekki fleiri rúbina,“ sagði prins- inn, „augu mín er allt sem eg á«eftir. Þau eru úr dýrum safirsleinum, sem voru flutt- ir hingað fyi’ir þúsund ár- um. Plokkaðu þau út og færðu honum þau, hann get- ur selt þau til gimsteinasal- ans og síðan keypt bæði mat og eldsneyti og lokið við leik- ritið sitt. „Kæri prins,“ sagði svalan, „eg get ekki gert þetta,“ og hún fór að gráta. „Svala, litla svala,“ sagði prinsinn, „gerðu eins og eg segi þér.“ Svo plokkaði sval- an augun úr prinsinum oö flaug með þau til þakher- bergis stúdentsins. Það var _______ ___________________:.i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.