Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 16

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐ VÍSIS veitti ekki af lieilu „falli“, (kroppi) eður meiru, og s\o Jjaðan af minnu eftir mann- fjölda og efnahag heimil- anna. Jafnan var jólakjötið soðið á Þorláksmessu. Víða tíðkaðist líka, .að sjóða þá einn reyktan bringukoll handa hverjum heimilis- marini. Það var Þorláks- messuréttur. Víða um Vest- firði.var líka venja að sjóða kæsta skötu lítið eitt í hangi- kjötssoðinu og gjöra úr lienni stöppu með nægu hangifloti, þótti þetta sjálf- sagður Þorláksmessuréttur, og þótti flestum sælgæti, og þykir sumum enn, etin með hrauði eða kartöflum. Þeg- ar liún storknar, má skera hana upp eins og kæfu. Þegar hangikjötið * var hl.utað sundur, er sjóðast 'skyldi, var lærinu skipt í þrjá hluti^ mjöðmin var einn, miðjan úr lærinu ann- ar, — kölluðu sumir það kringiustykki, —- langlegg- urjni^ var þriðji lilutinn. Bógnum var skipt í tvennt, herðablað og bóglegg. J-Iryggnum var skipt í sjö eða át,ta stykki. Siðurnar voru •soðnar heilar; sömuleiðis huppar og skammrifjabræk- nr (framsíður). í hugum fólksins var seiri jólahátíðin hyrjaði með Þor- láksmessu. í kaþólskum sið voru jólin talin frá Þorláks- Jnessu til þrettánda. Á að- íangadaginn var svo allt hú- ið sem hezt undir aðalhátíða- lialdið. Allur útigangspen- ingur, svo sem hross og sauð- fé, var þá hýstur fyr en vana- lega, þótt gott væri veður. Siður var þá og, sumstaðar að minnsta kosli, að gefa öllum skepnum meira og hetra fóður það kvöld en endranær. IJúsdýrin skyldu líka njóta góðs af jólafágn- aði mannanna. Innanbæjar yar allt sópað og prýtt svo vel sem auðið var, og iiver maður klæddist þá bezlu fötum sínum. Öllu þessu átti lielzt að vera lok- ið fyrir dagsetur, því að þá byrjaði hátiðin. Skönimu eftir dagsetur byrjaði hátíðahaldið, víðast með því, að gefið var kaffi og luinimir; kannske var dá- lítið meira borið í á efna- heimilum, svo sem pönnu- kökur með kaffinu og brennivinsstaup út í boll- ann, eða með Iionum. Þá sátu ekki allir heimamenn að einu borði, svo sem nú gerist, heldur var hverjum einum afhentur sinn deildi verður, og friður og ánægja ríkti víðast hvar, og flestir „undu svo glaðir við sitt“. Að lokinni kaffidrykkju var borinn fram rausnarlegi jólaskammturinn, og hver hlaut sinn ákveðna verð: Stóru kökuna og ríflega smjörskökusneiðjheiltstykki af læri eður bóg og annað af hrygg, tvö eða þrjú rif af síðu, sneið af hupp og aðra af skammrifi, hálfur' reyktur magáll og lunda- liaggi, súr eða reyktur, og síðast en ekki sízt jólakert- ið, sem oftast var látið fylgja jólaskammtinum. Flestir kveiktu þá þegar á kertinu sínu og komu því fyrir á hentugum stað nálægt rúm- inu sínu; létu það t. d. standa i snúð af halasnældu og tóku síðan til matar síns. Flestir fóru þó sparlega að, þvi að síðar komu aftur erfiðu dag- arnir, með svengd sinni og seyru, víða livar. Var þá gott að hafa verið geyminn á gftðmetið sitt og geta bætt úr því með sælgætisbila. Að lokinni máltíð var komið nær venjulegum vökulokum. Var þá lialdin guðsþjónusta, sungnir jóla- sálmar og lesin jólanóttar- lestur í kvöldhugvekj um dr. P. Péturssonar. Flestir sungu með, liver á sína bók og liver með sínum róm og sinni rödd. Að lestri loknum var sumstaðar gefið kaffi, — jólanáttarkaffi. Á hverjum bæ var látið lifa ljós alla jólanóttina í baðstofunni, og sumstaðar fleiri en eilt, enda létu margir loga á kertum sínum lengur eða skemur þá nótt. Mai’gir vöktu við lcst- ur góðra bóka, andlegs efnis, svo sem Biblíu, Nýjatestá- mentis, eða í öðrum góðum bókum. Aldrei var spilað á spil eða haft annað til skemmtunar, seni aukið gat liávaða. Þannig leið þá nótt- in lielga á þeim árum, sem hér um ræðir á flestum sveitaheimilum, að minnsta kosti vestanlands. Snemma morguns á jóla- daginn voru unnin nauðsyn- leg og venjuleg heimilisstörf við gegningar, malreiðslu og fleira. Þá var gerður þykk- ur grautur úr mjólk og grjónamjöli, og hafður til morgunverðai’, víðast með sætri mjólk eða rjóma að útáláti. Að loknum morgun- verði var lesinn liúslestur, annað hvort í Vídalíns- eða Péturs-postillu, og sungnir jólasálmar fyrir og eftir. Að lestri loknum var enn unnið að og lokið við nauðsynleg heimilisstörf, svo sem fénað- arhirðingu og fleira, og sið- an etinn miðdegisverður, sem víða var saltkjötssúpa. Á jóladagskvöldið skemmtu margir sér við spil. Fullorðn- ir spiluðu helzt vpúkk“ eða „alkort“, en unglingar „mar- ,ías“, „liund“, „laumuspil“, „svarta-pétur“ og fleira. Á annan jóladag og sum- staðar einnig á þriðja dag- inn, voru le'snir liúslestrar að deginum og sungnir jóla- sálmar, auk venjulegra kvöldlestra, sem þá tíðkuð- ust nálega á liverju byggðu bóli. Enn er þcss ógetið, að víð- ast var mjög fjölmennt við kirkjur livern messudag, langt fram eftir 19. öldin.ni, þar s.em kirkjuvegur var ekki mjög erfiður, en þó var langt um mest kirkjusókn á öllum stórhátíðum, einkum á jólunum, en.da var þá meiri öll ytri viðliöfn ön aðra helga daga ársins. Allar kirkjur voru þá ljósum prýddar langt umfram það, sem var á öðrum helgum, og margt fleira var þá fólkinu til uppörvunar, einkum ef vel viðraði. Á árunum eftir 1840 bjó Ólafur E. Jónsson prestur og prófastur á Stað á Reykja- nesi í Barðastrandarsýslu. Hann var bræðrungur Jóns Sigurðssonar forseta og bróðir Ingibjargar, konu Jóns. Kona Ólafs prófasts hét Sigriður og var Þorláks- dóttir. Ilún var viðfrægt kvenval. Ólafur jirófastur var glæsimcnni mikið og héraðshöfðingi, skartmaður og lribýlaprúður. Hann reisti n>rj a kirkju á Stað skömniu eftir að hann kom þangað. Hún stendur enn, og mun.-nú veræ elzta kirkja á Vesl- fjörðum og allslæðileg. Eg, sem línur þessar rita, kom oft til Staðarkirkju á árun- um frá 1870—79, því eg ólst upp þar í nágrenninu. Mér þótti kirkjan alltaf falleg, en langtum fallegust þó á jóí- unum. Þá voru ljósin svo mörg; það var nú meiri dýrðin. Á altarinu voru lólf Ijós. Þar logaði meðal ann- /--------------------\ H.i Öigerðin Egill Skallagrímsson REYKJAVÍK Sími 1390 — Símnefni Hjöður Sh igsássM íöi •JtírtusBttáöi S^löÉBBSBBt ÍÖÍ oJeírB&StGBJpBB 31&e£eSsBBM íöi SÍMAR I6BD-16B5 - SÍMNEFNI LANDSSMIÐJAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.