Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 35

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 35
JóLABLAÐ VfSIS 35 U óyrpu- ^JJeicja prá J-^o'ruótökimi. Fjórar gamlar sögur, Oddur var maður nefndur, hann var Björnsson og bjó á Þúfu í Ölfusi um miðja síðustu öld. Oddur var með ríkustu bændum sinnar sveit- ar, og er til dæmis um efna- liag hans, að níu ára gamalt liey átti hann einu sinni. Mun hafa verið fremur fálílt að fyrningar yrðu svo mikl- ar hjá bændum. Elvki sköp- uðu heybirgðir Odds honum þó mikla giftu, og verður sagt frá þeim atburðum hér á eftir. Yeturinn, sem elztu heyin á Þúfu ux-ðu níu ái'a gömul, var mjög liarður, og var þá liaglaust frá byrjun jólaföstu til sumarmála. Vai’ð knappt um fóður hjá flestum, og nokkrir alveg bjargarlausir. Margir af þeim sem aflögu- færir voru lánuðu hey, og gillti þar hjá öllum sami kaupmálinn, að einn kapall úr garði væiá sama og tveir af teig. Sumir velstæðir menn létu þó hina nauð- stöddu synjandi frá sér fara, og einn þeirra var Oddur á Þúfu. Hálfum mánuði fyrir sum- armál kom bóndi úr Hjalla- sókn að máli við Odd og bað hann að lána sér liey, því all- ur f jái*stofn hans, um þrjátíu kindur, var bjargarlaus heima og ekki annað að gera en draga hnífinn á bai'ka skepnanna ef lijálpin kæmi ekki strax. En ekki var sú ferð til fjár, því enga úrlausn fékk bóndinn hjá Oddi og skar því allar kindurnar dag- inn eftir. Að hálfum mánuði liðnum frá þessum atburði kom góðviðri og þá beit um leið. Á réttardagskvöldið liaust- ið eftir voru mjög líkar á- stæður hjá Oddi á Þúfu og bóndanum sem hann neitaði um heyið vorið áður. Þá um daginn liafði bærinn á Þúfu verið mannlaus stundarkorn, en á meðan kom eldur upp í elzta lieystabbanum, og magnaðist hann brátt svo mjög að öll hey og bæjarhús brunnu til kaldrar ösku. Fátt hafði Oddur sagt þegar liann spurði þessi tíðindi í réttirn- ar, en mönnum sýndist eins og hagl hrökkva úr augum hans. — Mai-gir ux-ðu til að rétta Oddi hjálparhönd við þetta tækifæri. Þar á meðal fóðraði Gísli Eyjólfsson á Kröggólfsstöðum fyrir liann nautpeninginn í lengri lima, og Magnús, faðir Jórunnar konu Odds, Beinteinsson i Þorlákshöfn, s*endi honurn við í nærri því allan bæinn. Þjóðtrúin taldi það hafa verið liefnd frá guðlegri for- ^jón, að kvikna skyldi i þess- Um heyjum Odds, sem liann var svo knappur á, en fleiri Iiugðu þó að liér hefði verið um mannaverk að ræða. Margt leyfist þeirn sem liátt eru settir, og oft má finna sannindi þessara orða Einai’s Benediktssonar: „að sekur er sá einn sem tapar“. Lög og réttarhöld fara oft í manngreinarálit, og oft vinn- ur sá ríki í þeim viðskiptum þó hann bafi verri málstað. Svo var það og þess sjást enn- þá dæmi. Á siðustu öld bjó maður á Elliðavatni í Mosfellssveit er Jón hét. Bíkur var liann og harðdrægur í peningamálum. Eitt sinn tapaði liann liesti, og kom bann livergi fram, þó leitað væri. Skömmu síðar var Jón sladdur í Beykjavík, og sá þar mann ausjan úr Ölfusi sem liafði meðfei’ðis liest mjög líkan þeim sem honum vantaði. Jón bar þeg- ar upp á Ölfusinginn að hann hefði stolið frá sér liestinum, en Ölfusingur þrætti. Jón hélt máli sinu fast fram og sór sér gripinn við nafn heilagrar þrenningar. Var þá Ölfusingurinn dæmdur á Brimarholm. Svo var sagt; að þeir þrjr fingur Jóns, sem bann rétti upp við eiðsærið hefðu visnað daginn sem gengið var frá dómnum, og eftir það hafi liann jafnan haft vettling á hendinni. En hesturinn sem livarf fannst á sínum tíma clauður í mógröf, og var mjög lejmt farið með þann fund. Af ölfusingnum er það að segja, að enga leiðréttingu fékk liann á málum sínum þó flestir teldu liann sýknan saka. Hann flæmdist suður með sjó þegar liann kom úr tugthúsinu, og var ætíð mið- ur sín eftir þetta. Þá skal liér sagt frá at- burði sem mörgum finnst kaldranalegur, en ekki var hann þá siður um það leyti sem liann skeði. Gísli hét maður, hann bjó í ölfusi við mikla fátækt og átti hóp af börnum. Dugandi maður var Gísli, og vildi veiða bjai'gálna, en erfiðai'a var að komast yfir auðæfi þá en nú. Ekki var Gísli talinn frómur maður, og vár hann hýddur að þeix'rar tíðar sið fyrir hvinnsku. Hafði hann þó meiri málsbætur en marg- ur annar sem slikt verður á, mikil fátækt og önnur-hvers- kyns vandræði. Nokkuru eftir flenginguna átti Gisli leið um Selvogs- heiði, varð þar á leið lians dauðyfli sem einhver ríkasti sveitungi hans átti. Gísli hvai'f frá virðing eignarétt- arins, því ef til vill hafa solt- in börn og mædd kona beðið hans lieima. Tók liann því kindarskrokkinn. Svo óheppilega vildi til, að maður hafði farið á undan Gísla yfir heiðina, séð þar dauðyflið og sagt frá því. Sá hinn sami vissi af fex'ðum Gísla, og var því þjófurinn fundinn um leið og hin dauða kind kom ekki fram á sínum stað. Fyrir þjófnaðinn var Gísli dæmdur í langa tugthusvist. En sumum varð það á að spyrja hvort hinn ríki maður mundi hafa getað fangelsað refinn eða hrafninn senx án efa hefðu séð fyrir þýfinu ef Gisli hefði ekki misséð sig á þvi. Fátækur maður i Hjalla- sókn stal einu sinni reyktum sauðarskrokk frá Þorgeiri Þórðarsyni á Núpum. Yar mjög mikið talað um þann vei'knað Þorgeiri sjálfum til lítillar gleði. Þegar það sla-af stóð sem liæzt sagði Þor- geir: „Skyldi fólkið liafa talað svona mikið, ef eg hefði gefið manninum- sauðinn“. Allir geta borið saman verðmæti sjálfdauðrar lior- rollu og reykts sauðarfalls, og álíka munur virðist hafa vei'ið á manngæðum Þorgeirs á Núpum og sveitunga lians sem kom Gisla í tugthúsið. Sængurkonuklettur stend- ur í hlíðum Ingólfsfjalls spöl austar en vegurinn liggur niður að Selfossi. Steinn þessi er fremur stór, og meii'i að lengd en í þvermál. Nokkui'u austar, alveg við þjóðveginn, eru rústir, sem auðsjáanlega eru gamalt bæjarstæði, og mun bærinn Fjall í Ölfusi bafa staðið þar. Fjall var sæmilegt býli eftir því sem Árni Magnússon greinir í Jarðabók sinni, Þjóðsaga er til um þessa staði, og bljóða þau munn- mæli á þessa leið: Siðla kvölds að haustlagi kvaddi þunguð kona dyia í Fjalli og baðst gistingar. Var henni synjað um húsaskjól, og liéll bún þá vestur með fjallinu eins og leið liggur. Um nóttina lét hún fyrir berast undir háum sleini, álti þar bai-nið og hefir steinninn síðan verið kallaður Sængui'- konuklettur. Moi'guninn eftir fann Iiana þar bóndi frá Helli, sem var næsti bær við Fjall, og kom lienni og barninu til manna. — Fyi'ir ofan bæinn í Fjalli var stór klettagnípa, rnjög supdur klofin. Nótt- ina eftir að förukonunni var úthýst var stórfelld rigning, féllu þá skriður miklar og stór bjöi'g úr gnípunni nið- ur á túnið svo það spilltist með öllu, og lagðist þá byggð niður i Fjalli. Almennt var lalið að þar hefði forsjónin liefnt fyrir þá harðneskju, sem förukon- unni var sýnd. (Heimildir: Gamlar sagnir úr ölfusi.) Cerebos salt er óa ít jaJar Cerebos borðsalt er alltaf jafn hreint og fínt og ekki fer eitt korn til ónýtis. j^a& jœót í öiium uerziunum Jafnan fyrirliggjandi í góðu úrvali: Innisloppar fyrir karla og konur Kamgarnsdúkar. Káputau Drengjafataefni Leðurvörur, allskonar Hanzkar fynr dömur og herra Kvenlúffur ur skinni Barnalúffur, með loðkanti eða án Loðsútaðar gærur Teppi, margar gerðir _ Buxur, allskonar Sokkar, ullar og fleiri tegundir Peysur Garn, lopi og margt fleira. Sannfærizt um verð og vörugæði hjá okkur, áður en þér festið kaup annars staðar. — Seljum ennfremur hina velþekktu „iÐUNNARSKÓ^ \JerLómitjuútóaian Cje^jun — Jltunn ’ Klæðaverzlun — Saumastofa — Skóverzlun Hafnarstræti 4. — Sími 2838.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.