Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 39

Vísir - 23.12.1945, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ VÍSIS á9 Cju&jón . J/óniáon: Að brenna út gamla árið -----—-- • ... Við Þorskafjörð. LYSISAMLAG ÍSLENZKRA BOTNVÖRPUNGA Símar 3616, 3428. Símneíni: Lýsissamlag R e y k j a v í k Stærsta og Sulikomnasta kaldhreinsunarstöð á íslandi, Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum og kaupfélög- um fyrsta flokks kaldhreinsað meðalalýsi, sem er framleitt við hm allra beztu skilyrði. {-Jnignun skipastólsins var á sínum tíma ein helzta orsök þess, að Islendingar gerðust háðir öðrum þjóð- um og glötuðu sjálfstæði sínu. JSjægur skipakostur er ekki siður nauðsynlegur sjálf- stæði landsins nú en þá. Og má það því aldrei framar henda, að landsmenn vanræki að viðhalda skipastól sínum, og tvímælalaust er nauðsynlegt að éfla hann frá því sem nú er. jHlynnið því að hinum íslenzka flota. Með því búið þér í haginn fyrir seinni tima, og eflið sjálfstæði þjóðarinnar. Takmarkið er: FLEIRI SKIP — NÝRRI SKIP — BETRI SKIP. Skipaútgerð ríkisins Þegar leið fram á jóla-1 föstuna, fóru eldri og yngri að telja tímana til jólanna, þessarar mestu og vegleg- ustu hátíðar ársins. Og þeg- ar þau voru liðin hjá var önnur á næsta leyti, eins og nýárið. Og livað var nú ann- ars þá til gleði sérstaklega? Að visu var hinn skemmsti dagur ársins liðinn hjá, og dagarnir urðu strax pínulít- ið lengri og hirtan skýrari og dulmætli skammdegisins að missa tökin á hugum fólks- ins, með hverjum deginum sem leið, og sólin að sigrast á myrkrinu; og nú voru hin- ir Ijósu dagar á næstu grös- inn, og gáfu vonum manna frain á leið unz sól og vor fengi algerlega yfirhöndina iheð sumrinu. — En það var nú ekki þetta sem börnum. og unglingum var efst i huga um nýárið og fögnuðu mest. Nei, það var að fá að taka þátt í brenn- unni á gamlárskvökl. Það var þá mjög títt og var alda- gömul venja um Breiða- fjörð, að efna til brennu á hverjum bæ um dagseturs- leytið þetta kvöld, og var það kallað að brenna út gamla árið“. Var það mikið tilhlökkunarefni börnum og unglingum, og einnig þeim fullorðnu, var þetta tilbreyt- ing í góðu veðri. Nú kom það í hlut okkar strákanna að draga að efni til brennunnar,hrís ogspítna- rusl og færa heim á klettinn á Bólhjallanum, þar sem við geymdum liornin okkar. Líka var þarna kóngstóllinn, þegar við vorum að leikjum þar. Söfnuðum við saman þarna öllu sem til féklcst og eflt gæti bálið, svo sem mó, taði, hrossafeiti. Gott þótti og ef tjara var til að tendra blysin. Brennan í Flatey þótti bera af öllum að glæsi- leik, eins og gull af eiri. Var okkur sagt að kaupmaður- inn, Jón Guðmundsson, hefði ekki skorið við nögl tillag sitt til brennunnar þar, þvi hann hefði lagt til tvo tjörukagga ofan á köstinn, svo loginn teygði sig hátt á loft i húm- inu, og sást víðs vegar að af ströndum fjarðarins. Eins og liann vildi benda á, að enn væri vegur Flateyjar mest- ur og að hún vildi lilynna að þeim kyndli þeirrar menningar, sem um skeií liefði verið arineldur héraðs- ins í tíð ólafs próf. Sívert- sen og Brynjólfs Benedikts- sen. — En lirísið okkar klökúgt upp úr gaddinum gaf nú ekki eins glæsilegar vonir og brennan þeirra í Flatey. En ef liún gæti orðið sú bezta í firðinum, þá var nóg. — Það var venja foreldra okk- ar að þau hjálþuðúst að, vio lengst af i sinni búskap- artið, og fannst okkur eittlivað hátíðlegra og ein- ingarlegi-a við það. Þegar við svo höfðum etið okkur sadda af því sem búið átti bezt til, þá fengum við oklc- ur eld hjá mömmu, í aflóga járnpotti og brotið að mó og laði, og nú var arkað út á klettinn, og tekið að blása að glóðinni; bárum lirísið á, og hvað annað sem tendrað gæti logann, svo bálið lýsti nú allt umhverfið, túnvöll- inn og alla leið heim á bæj- arhúsin, hvít af snjó. Og um allan fjörðinn, við hvern bæ, komu vitarnir í ljós, liver eftir annan,og gáfu til kynna að hér var líka unga fólkið að-skemmta sér. Þarna var svo snúizt í kring um bálið og sungnir álfasöngvar sem þessir: Allir flytja álfar sig áramótin við Iilaupa þá í hópum um hóla og klettarið. :/: Stígum stígum vorn dans, stynur freðin grund, Silfurrúnir ritar rnáni, ránar á sund :/: Slíkir og þvílikir söngvar minntu okkur á beztu rökk- ursögurnar sem við heyrð- um i æsku, og maður sá í anda glatt og prúðbúið álfa- fólkið stíga dansinn á glæru hjarninu, og máninn varp- aði glitrandi geislarúnum á fjarðarísinn fyrir neðan bæ- inn. Þegar eldurinn tók að dvína, gerðum' við okkur blys og lýstum upp um- liverfið, og þeyttum svo eldi- bröndum í allar áttir og lékum Skarphéðinn í brenn- unni. Á hverjum bæ í firðinum mátti sjá vitana frá okkur, og jafnvel suður í Saurbæ ef skyggni var gott. Bezt sá- ust bálin er jörð var auð, þá skáru þau svo vel af við bleksvart rökkurhúmið og minntu á, að þar væru líka mannabústaðir, sem væru að minnast þess að: ,Árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gervallt er runnið á eilífðarbraut; En minning þess víst skal þó vaka.“ Væri gott veður var reik- að úti lengi kvölds og skemmt sér liið bezta. Svo þegar maður kom í bæinn sveittur og móður, eftir ærsl- in, mætti manni kaffi með dýsætum lummum. Við þessar og því líkar skemmt- anir undu menn glaðir við sitt, og gerðu ekki hærri kröfur til lífsins en efni stóðu til þá. Þetta kvöld átli liúsfreyj- an á bænum að ganga þrisv- ar umhverfis bæinn og mæla fyrir munni sér: „Komi þeir sem koma vilja, og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Og ljós var sett i livern krók og kima þetta kvöld, svo álfarnir sæju lil ef þeir vildu nota bæinn á flökti sínu um landið á gamlárskvöld. En þá voru, þeir í búferlum, var sagt. Áður en fólk háttaði, var lesin áramótahugvekja Pét- urs biskups og sungnir við- eigandi sálmar. Blær æfin- týra og þjóðsagna fylltu liugi unga fólksins, og allir voruj ánægðir með tilbreytni kvöldsins í einfaldleik sín- um, og fámenni liinnar dreifðu byggðar. Maður fann ékki svo mjög til ein- angrunarinnar er gott var veður, þó hávetur væri. Unglingarnir í fullu fjöri höfðu það á tilfinningunni, að þeir væru ekki lengi að skreppa til næstu hæja ef á lægi, eða að gamni sínu. Þar komst engin vanmáttartil- finning hins aldurhnigna að. Æskan var glöð og hress sem enn í dag. Væri vont veður á gaml- árskvöld urðu allir að sætta sig við það, og finna sér eitt og annað til skemmtunar. Þrátt fyrir hríðarveður úti gat verið lilýtt og notalegt inni, er allir voru komnir í bæinn, og skemmtu sér þá við bóklestur, skriftir, spil eða tafl, gátur eða leiki, o. fl. og urðu heimili til sveita þá eins og nokkurskonar smáriki út af fyrir sig i vetr- arhríðinni. Þá var og miklu mannfleira i sveitunum en nú er orðið. Eg var nýlega að skyggn- ast í manntal i Gufudals- sveit í mínu ungdæmi. Þá voru þar uiri hálft þriðja liundrað sálir og flestir bæir með 10—15 manns i heimili. En nú er önnur öldin þar, senl annars staðar í sveitum. að skammta liátíðamatinn,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.