Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 19
Timmtudagur 7. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 LIBANON SÖGUFRÆGÐ OG NÚTÍMA ÞÆGINDI Táknræn mynd írá fjallaþorpi í Líbanon LÍBANON, smáríkið við botn Miðjarðarhafs, er í hópi hinna sögufrægustu ferðamannalanda og sérstætt á margan hátt. — íbúarnir, um 1,7 milljónir, eru að meginstofni Arabar, en hafa tileinkað sér í ríkum mæli menningu og lifnaðarhætti vestrænna þjóða. Menntun er þar á háu stigi, t.d. fjórir há- skólar, og þeir tveir elztu, franskur háskóli og amerískur, yfir aldargamlir. Þá er þar rík- isháskóli og fyrir nokkrum ár- um var stofnaður svokallaður arabískur háskóli, sém mjög er undir egypzkum áhrifum. Einn- ig er þar'listaakademía. Líbanon á sér langa sogu og merka þó ekki sem sjálfstætt sríki — því fullt sjálfstæði í nú- verandi mynd hlaut landið ekki fyrr en 1943 — heldur sem hluti mikilla stórvelda. Nægir þar að nefna veldi Persa, Grikkja og Rómverja, Byzantíska veldið og það Ottomannska og loks ný- lenduveldi Frakka. Þar stóð vagga Föníkíumanna, hinnar miklu verzlunar- og siglinga- þjóðar, sem stofnaði og réði yfir fjölda borgríkja við Miðjarðar- haf á sínum tíma. Allt frá þeim .tíma hefur landið verið miðstöð verzlunar og viðskipta milli hins arabíska heims Aust- urlanda og vestrænna landa. Þangað komu kaupmenn með varning jafnvel allt austan frá Kína og höndluðu við þá, sem höfðu Evrópuvörur á boðstól- um. Stærð landsins er um 9 þús. ferkílómetrar. Það er mjög há- lent, í rauninni aðeins tveir fjallgarðar, Líbanons- og Anti- Libanons-fjöll og dalurinn á milli þeirra, Bekaa-sléttan. Á arabísku heitir landið Djebel Libnan, það er „Hvíta fjallið.“ • Höfuðborg Libanon, Beirut .— gamla Fönekíuborgin Bery- tus — er fögur og nýtízkuleg borg í örum vexti. En gamli borgarhlutinn vekur þó ef til vill mesta athygli, og enginn ferðamaður má láta hjá líða að leggja leið sína þangað, þótt margt annað glepji hugann, ganga um þröngar markaðs- göturnar þar sem allt er ið- andi af lífi og hávaðinn yfir- þyrmandi. — Þá kemst eng- inn hjá því að heimsækja þjóðminjasafnið með öllum sín- um minjum, jafnvel heilu kon- ungagrafhýsi. Einnig verður að heimsækja Moskuna miklu. Hún var í upphafi reist sem kirkja, en nú verðum við kristn ir menn að draga þar skö af fótum og gefst þá tækifæri til ®ð sjá játendur Múhameðstrú- ar tilbiðja guð sinn. • Fyrir sunnan Beirut eru hinar sögufrægu borgir Sidon og Tiros, en fyrir norðan Bybl- os og Tripoli. Allar eru þessar borgir með merkum minjum frá tímum Fönikíumanna, Grikkja, Rómverja og krossfar- anna og einnig frá veldistímum Araba. Byblos er elzt þessara borga, raunar elzta byggða bólið, sem vitað er um með vissu á þess- ari jörð. í rústunum þar eru merkilega skírar minjar jafn- vel allt frá steinöld og síðan hægt að rekja þróunarsöguna um aldaraðir. Þaðan er stafa- gerðin fengin og Biblian ber nafn borgarinnar. Kristur kom til Sidon og pré- dikaði þar. Á dögum Dariusar var borgin mikilvægt persneskt vígi. Það tók krossfarana 47 daga umsátur að sigra borgina é sínum tíma og þeir reistu þar mikinn kastala 1228, sem enn stendur. — Nebukadnesar keisari reyndi í 13 ár að ná borginni Tiros á sitt vald, en varð að gefast upp við það. Alexander mikli tók hana áft- ur á móti eftir sjö mánaða um- sátur. Varð hann að láta grafa til þess mikið síki, sem enn sjást minjar um. • Þá er og mjög fróðlegt að heimsækja Beit Eddine kastal- ann í hlíðum Líbanonsfjalla. Hinn frægi Emis Bashir (1788— 1840) lét reisa hann. Er kastal- inn og allur búnaður hans tákn rænn fyrir byggingarstíl og austurlenzka list á þeim tíma. • Fyrir norðan Beirut fund- ust fyrir nokkrum árum miklir hellar við upptök Hundaár, Jeita-hellarnir. Er siglt um þá eftir ánni mörg hundruð metra inn í iður jarðar. Eru hellar þessir stórkostlegt náttúruund- ur, svo mikil er sú „listsköp- un“, sem þar hefur átt sér stað. • Á Bekaa-sléttunni, sem í ’heild er hinn frjósamasti aldin- garður, verður heimsóknin til Baalbeck eftirminnilegust og alls ógleymanleg. Borgin er upphaflega reist til dýrðar sól- arguðinum Baal, en síðar reistu Rómverjar þar stórfengleg hof til vegsemdar og tilbeiðslu guða sinna og þó kannski ekki síður sem tákn um yfirburði sína og veldi. Júpíters-hofið með stórum hofgarði var þeirra mest, en þá Bakkusar-hofið og Venusar-hofið minnst. Rústir þessar hafa varðveitzt betur en rústir nokkurra annarra róm- verskra hofa, þrátt fyrir skipu- lagða eyðileggingarherferð krossfaranna, sem var sérstak- lega uppsigað við myndir hinna heiðnu guða og síðar Araba. Jarðskjálftar komu og einnig til. Ekki er hægt að segja um, hver áhrif þessar rústir hafa á hvern og einn, en flestir standa orðlausir og fá ekki svar við ásæknum spurningum. Hvernig til dæmis farið var að því að flytja hin gífurlegu björg, sem þar eru, í ’heilu lagi ofan úr fjöllunum og koma þeim iiyrir tilhöggnum á sínum stað. ímyndunaraflið fær kann- ski leyst úr öðrum að einhverju leyti, til dæmis í sambandi við hina einstæðu listsköpun, bæði hvað byggingarnar sjálfar snert ir og skreytingu þeirra. Ef stein arnir tala þá gera þeir það á þessum stað. Hin síðari ár er haldin mikil listahátíð í Baalbeck. í ár stend ur hún yfir frá miðjum júlí til 3. september. Þar eru sýndar óperur, leikrit og ballett, haldn ir sinfóníuhljómleikar, kórsöng ur og sýndir helgileikir. • Baalbeck er ekki eini stað- urinn, sem vert er að heim- sækja í Bekaa-sléttunni. Sjálf- sagt er einnig að koma við í Anjar. Þar eru miklar rústir arabískrar borgar frá Ommay- ad-tímabilinu. • En Líbanon er ekki aðeins sögufrægt land heldur nýtízku ferðamannaland, þar sem á- herzla er lögð á að láta gest- um líða sem bezt og gefa þeim kost á að njóta lífsins. Beirut hefur nú tekið við af Cairó sem aðal-ferðamannamiðstöð land- anna.^við botn Miðjarðarhafs. Fjöldi nýrra hótela hefur risið þar upp á síðustu árum, en mörg eldri voru fyrir. Eins manns herbergi er hægt að fá þar fyrir allt frá 6 LL (Liban- ons-lírur. Hver LL jafngildir um kr. 14,50. 3 LL eru 1 dollar) upp í 45 LL á lúxus-hótelum eins og Phönicia og Saint Ge- orges. Um 150 næturklúbbar eru í Beirut, og skulu hér aðeins nefndir tveir, Bacchus, þar sem söguminjar skapa andrúmsloft- ið og einn sá nýjasti í Coral Beach hótelinu, sem er í póly- nesiskum stíl. Skammt norðan við Beirut er Casino du Liban, spilavíti, sem þarlendir menn leggja til jafns við þau stærstu í Monte Carlo. Rétt fyrir sunnan Beirut ér stór baðströnd og norðan við borgina er nýreist mótel-hverfi, Tabarja Beach, þar sem sól- og sjódýrkendur fá notið lífsins. Verðlag þar er lægra en í Beirut og almennt gildir það um staði utan höfuðborgarinn- ar. • f auglýsingapésum frá Lib- anon segir, að sól skíni þar 300 daga á ári. Bezti tíminn fyrir fslendinga að ferðast þangað er tvímælalaust snemma á vorin eða seint á haustin. Uppi i fjöll unum er þó alltaf miklu sval- ara en við ströndina og þar erú víða gististaðir, sem menn geta leitað tii. — Mestur þeirra er Laklouk þar sem bæði eru hótel og mótel. Þar festir snjó á veturna og hægt að iðka skíða ferðir fram á vor. Aðalskíðasvæðið er þó í Iandi sedrus-skóganna frægu. Nú standa þar aðeins 400 tré, þau yngstu nokkurra alda gömul, en þau elztu nokkur þúsund ára. Sedrus-viðurinn er slíkur kjörviður, að faraóarnir eg- ypzku sóttust mjög eftir honum og Salomon „konungur notaði hann í musteri sitt. • íslendingar þurfa vegabréfs áritun til að ferðast til Liban- on. Hafi menn ekki fengið hana fyrirfram í einhverju sendiráði landsins erlendis, er hægt að fá hana hjá útlendingaeftirlit- inu í hafnarborgum landsins og flugvellinum í Beirut. Aðeins verður að gæta þess að hafa ekki ísraelska vegabréfsáritun í sama passa. í Beirut geta menn svo fengið vegabréfsáritun til annarra Arabaríkja í sendiráð- um þeirra þar. • Sjálfsagt er fyrir ferða- menn, sem ekki eru í hópferð- um að leita upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í Beir- ut, National Office of Turism. Til dæmis um bílstöðvarnar, þar sem hægt er að fá leigð sæti í leigubílum. Þannig kemst maður, sem er einn á ferð sem. farþegi í fimm manna leigubíl frá Beirut til Baalbeck og aftur til baka fyrir 10 LL og hring- ferð Beirut-Baalbeck-Damask- us í Sýrlandi-Beirut kostar ekki nema 13 LL. • Líbanon hefur tekið að sér forystuhlutverk sem ferða- mannaland í Austurlöndum nær Sögufrægðin og náttúrufegurð- in ein ráða þar ekki öllu um, heldur einnig stöðugleiki í stjórnmálum landsins, sem er þveröfugt við það, sem er í öðrum arabalöndum austur þar. Þ=ttc, er þeim mun athyglisverð ara þar sem helmingur lands- manna er múh&meðstrúar og helmingur kristinn. Arabíska er þjóðtungan, en frönskukunn átta er almenn, og ferðamaður, sem talar ensku, er á grænni grein hvað málið snertir. • í Líbanon fæst „allt milli himins og jarðar" hvaðanæva að úr heiminum. Þó skyldu menn ráðfæra sig við kunnuga, ef skartgripur eða minjagrip- ur er keyptur, því nóg er af ódýrum eftirlíkingum á boð- stólum. Og óskemmtilegt er að koma heim með austurlenzkan minjagrip „made in Japan“. En margar verzlanir hafa ein- göngu ekta vörur á boðstólum. Skal hér aðeins nefnd ein, sem er viðurkennd: Indian Store (Grand Magasin Indien), 66 Avenue des Francais, Beirut. Nú er rétti timinn til þess ab ákveða sumarleyfið og tryggja sér far með GULLFOSSI Reykjavik — Leith Kaupmannahöfn Siglingaleið m/s Gullfoss. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeild — Sími 21460. VK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.