Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. maí 1966 Dómsmálaráðherra á Alþingi: Ekki geriar athugasemdir í þingmannanefndinni um gerðardómsákvæðin Fullyrðingar stjórnarandstæðinga hraktar 1 FYRRAKVÖLD lauk í efri ideild Alþingis 2. umræðu um frumvarpið um álbræðslusamn.- inginn. Var áformað að taka mál- Sð til þriðju umræðu í gær og Ihlyti það þá afgreiðsiu sem lög. Við aðra umræðu málsins hélt Jóhann Hafstein dómsmálaráð- Iherra ræðu og hrakti í henni al- gjörlega þær staðhæfingar er komið höfðu fram í ræðu Ólafs Jóhannessonar við 1. umræðu málsins í deildinni að honum liefði ekki verið kunnugt um k gerðardómsákvæði samningana frá upphafi. Hér á eftir fer stutt- ur úrdráttur úr ræðu ráðherra. Ráðherra sagði að vert væri að rifja upp hvað hann hefði sagt í málinu, vegna þess að Ólafur Jóhannesson hefði verið að gera því skóna að hann færi með víðs- vitandi ósannindi. í fyrsta lagi væri það það að prófessor Ólafur Jóhannessyni hafi verið sýnd frumdrög samningsuppkastsins frá íslendingum, — hann viður- kenndi að það væri rétt, í öðru lagi að hann hafi þá ekki gert neinar athugasemdir um ráða- gerðir og hugmyndir um alþjóð- legan gerðardóm — það viður- kennt að þetta væri rétt. Vitnaði ráðherra síðan í ummæli sín í neðri deild er málið var þar til umræðu og sagði að þá hefði komið skýrt fram að upphaflega uppkastið eða frumdrögin frá ís- lendingum hefðu gert ráð fyrir gerðardómi og það væri meira en ár liðið frá því að þetta var ‘ sýnt Ól-afi Jóhannessyni sem fræðimanni á því stigi málsins, eða síðar. Ráðherra sagði, að aldrei hefði komið fram hjá sér, að Ólafur Jóhannesson eða aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar bæru á- byrgð á þessu eða öðrum ákvæð- um samningsins, — en ekki væri skiljanlegt þegar litið væri til allra stóryrðana og gífuryrðanna niú af hverju stjórnarandstæð- ingar skildu ekki taka sig á fyrr. f>á kvaðst ráðherra aldrei hafa vitnað i neina álitsgerð Ólafs Jó- hannessonar, en hinsvegar spurt af hverju hann hafi ekki séð ástæðu til þess í öndverðu og síðar undir meðferð málsins, að aðvara gegn því að semja um gerðardóm af hálfu ríkisins við einkaaðila, úr því að hann teldi nú slikt svo fráleitt og vansæm- andi. Hver væri þá afsökunin sem hann bæri fram. Hún væri þessi: Það sem mér var sýnt er allt annað en nú er umsamið. Spyrja mætti þá hvað þessum þingmanni hefði verið sýnt. Hann hefði gert grein fyrir því í sinni ræðu og hefði komizt að þessari niðurstöðu: en af því sem ég hef lesið er alveg ljóst, að í fyrsta Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra samningsuppkastinu sem Islend- ingar lögðu fram, uppkastinu sem mér var sýnt voru engin slík gerðardómsákvæði, sem í samn- ingi þeim sem nú á að lögfesta eru. Síðan hefði hann lesið grein úr upphaflega uppkastinu en í því kæmi einmitt fram í fyrstu málsgrein 22. greinar stæði að vísa skildi deilum ef sættir tækj- ust ekki til ísl. dómstóla, nema hún færi til gerðar eftir 3. máls- grein þessarar sömu greinar. Hvaða gerð gæti þetta verið. í þýðingu Ólafs kæmi fram að yrði uppkast Alþjóðabankans að alþjóðasamningi um iausn fjár- festingadeilna fullgilt af nægi- lega mörgum ríkjum og af Al- þingi og af réttum svissneskum stjórnarvöldum væri ríkisstjórn- in reiðubúin að ræða þennan möguleika við Alusiusse að nota þá aðferð til sátta og gerðar sem þar er gert ráð fyrir, enda sé um meiri háttar deilumál að ræða. Spurja mætti, hvort ekki stæði þarna í fyrstu frumdrögum að ríkisstjórnin væri reiðubúin að ræða þann möguleika að skjóta málinu í aiþjóðlega gerð. Menn hefðu ekki vitað að þessu | stigi málsins hvernig ákvæði um hana mundu verða, en allavega W7'4 I •V í GÆRMORGUN var SA- kaldi og skúraveður á S- og V-landi, en léttskýjað og vindur hægur á Austfjörðum og NA -landi. Á Hornströnd um og N-landi var A-goia og skýjað. Lægðin suðvestur a” ínu mun verða á svipuðum slóðum í dag. Kinnig mun hæðin yfir Norðursjó hald- ast, svo að í dag mun verða suðlæg átt með lítils háttar skúrum syðra ,en bjartviðri fyrir norðan. átti þar að vera erlendur gerðar- dómur er fjallaði um deilur milli ríkis og einkaaðila. Væri þá nokkur furða þótt spurt værL Átti þetta ekki að vera prófess- ornum viðvörunarefni eins og hann talar nú um hvílík ósköp það séu af hálfu ríkisins að semja um gerð eins og gert væri nú, um leið og hann lætur þess getið að ekkert væri við það að athuga ef sá samningur væri við annað ríki. Miðað við núverandi mat Ólafs Jóhannessonar á því að ríkið leggi deilur við einkaaðila í alþjóðlega gerð. þá mætti það undrun sæta að prófessor við Háskóla íslands teldi slíkt sam- bærilegt við það að vera mútað til þess að skríða á fjórum fótum á Lækjartorgi, skuli enga hvöt hafa fundið hjá sér að vara við, að leggja út í slíkt niðurlægjandi ævintýri fyrir þjóðina, og jafn- vel heldur ekki eftir að þing- flokki hans var gefinn kostur á að starfa að undirbúningi máls- ins á Alþingi. Það yrði því að leiðrétta dóms- niðurstöðu Ólafs Jóhannessonar að hans eigin málflutningi í öll- um meginatriðum. Hann segði sjálfur, „með þessu hef ég al- gjörlega sannað, að það er ekki fótur fyrir dylgjum dómsmála- ráðherra“, — en dylgjurnar ættu að vera þær að sagt hefði verið, að honum hefði verið sýndar ráðagerðir og hugmyndir um samningsákvæði um alþjóðlegan gerðardóm, eins og nú væri nán- ar samið um. Hann hefði ekki sannað né afsannað neíít, heldur aðeins staðfest frásögn sina. Þá væri eftir annar þáttur þessa máls um gerðardóminn og hvernig meðferð málsins hefði verið, en það hefði komið fram hjá Helga Bergs. Ráðherra sagði að á síðari stigum málsins, a.m.k. hálfu ári áður en samningurinn var undirskriíaður þá hefðu gerð ardómsákvæðin legið skýrt fyrir, — en aldrei hefðu komið fram athugasemdir í þingmannanefnd- inni að fella þessi ákvæði úr, og það væri algjörlega rangt að það væri fyrirvari um það í fundargerðum 14. fundar í bók- un Helga Bergs og Ingvars Gísla- sonar, sem vitnað hefði verið til. Þar kæmi einungis fram að verk- smiðjufyrirtækið skuli í einu og öllu lúta íslenzkum lögum, en auðvitað gæti það lotið islenzk- um lögum þó að samið væri um það milli ríkisstjórnarinnar og eigandans að dómum út af rekstri fyrirtækisins megi reka fyrir gerðardómi. Það hefði aldrei verið túlkað í þingmannia- nefndinni að í því fælist útilok- un á vísun málsins til gerðar- dóms, sem um skýringu, túlkun og framkvæmd gildi og ábyrgð samningsins á að fara að ís- lenzkum lögum samkvæmt sama ingnum, enda fengi það almennt ekki staðizt eðli málsins sam- kvæmt. Ráðherra vék síðan að þeim. breytingum sem gerðardómsá- kvæðin hefðu tekið í meðferð frá fyrsta samningsuppkasti. Sagði hann, að svör þau er komið hefðu frá Svisslendingum í maí 1965 hefðu verið í allt öðrum dúr, heldur en íslendingar hefðu lagt til og ákvæðin væru nú. Þar hefði verið gert ráð fyrir gerðar- dómi, sem átti að úrskurða eftir grund.vallárreglum íslenzkra og svissneskra laga, að svo miklu leyti, sem þau væru sameiginleg og ella eftir alþjóðarétti. Þéssi ákvæði hefðu þess vegna verið sérstaklega áréttuð og fjallað um þau á þann hátt að í ákvæði samningsins ætti í fyrsta lagi að koma fram eðlilegur greinar- munur milli efnislegs réttar og réttarfars, en í því hefði falizt, að það þyrfti að ákvarða nánar eftir hvaða lögum gerðardómur- inn ætti að dæma. Hefði verið lögð áherzla á það að það væru íslenzk lög, sem hér ætti að dæm.a eftir, — að það væri fyrir- fram ákvarðað um efnislega rétt- inn, hvað sem síðar kynni að verða formað um réttarfarsregl- urnar og nú síðar hefði verið byggt á, að fara eftir Alþjóða- banka samþykktinni um það efni. í öðru lagi hefði verið lögð Framhald á bls. 13 Hverjar voru fyrirspurnirnar? Grein þessi barst Velvakanda í gær, en er birt hér með leyfi höfundar: Reykjavík 30/4. 1966 Kæri Velvakandi! ÉG VARÐ fyrir svo skemmti- legri reynslu í gær, að ég má til að skrifa þér og segja þér frá henni. Ég hef bókstaflega fengið aukna trú á mannfólk- ið og mannlifið vegna þessarar reynslu, svo að mig langar t.'l, að sem flestir fái að njóta hennar með mér. Tildrögin að þessu öllu sam- an voru þau, að ég fór á fund, sem borgarstjórinn okkar hafði boðað til 1 Lídó siðastliðið miðvikudagskvöld. Þar gerðist það atvik, sem í rauninni var 5>lls ekki í frásögur færandi, að maður nokkur, roskinn að aldri, hóf að kalla fram í íyrir Gísli Halldórssyni, á meðan hann var að flytja ávarp sitt um íþróttamál í höfuðborg- inni. Maðurinn sagðist heimta, að umræður á þessum fundi snerust eingöngu um eitt mál, ál-málið, sem hann taldi eina málið, sem vert væri að tala um, þar sem fyrirhugað væri að blanda borgarloftið eitri frá ál-verksmiðjunni! Var hon- um sýnilega mikið niðri fyrir. Fundarstjóri bauð manninum að skýra mál sitt að ræðu Gísla lokinni, en hann hélt áfram að kalla fram í, svo að Gísli fékk ekki lokið máli sínu. Kom þá ungur maður, sem á fundinum var, og bað manninn góðfús- lega að ganga með sér út úr salnum, og gerði hann það. Hygg ég, að flestir fundarmenn hafi fljótlega gleymt þessu at- viki. Ég varð því meira en l'ítið undrandi, þegar ég sá forsíðu Tímans í gær, sem var að mestu leyti helguð þessu at- viki. Við lestur greinarinnar sá ég þó strax, að sá, sem hana hafði skrifað, hafði alls ekki verið á fundinum, því að mjög var þar hallað réttu máli. Mað- urinn, sem reyndist vera Vig- fús Helgason, fyrrverandi kennari við baendaskólann að Hólum, var sagður hafa ætlað að bera fram „óþægilega fyrir- spurn“, en þar sem hún hafi ekki „fallið í kramið hjá fund- arboðendum", hafi honum ver- ið meinað það og loks verið „fluttur af fundinum af ungum mönnum, sem virtust vera þar sem einhvers konar óeinkenn- isklædd lögreglusveit". Grein- inni lýk\jr með dylgjum um það, að hér sé eitthvað mjög ískyggilegt að gerast á fund- um borgarstjóra, svo að ég segi fyrir mig, að mér létti stórum, er ég sá það af stórri mynd, sem blaðið birti af Vig- fúsi ásamt viðtali við hann, að hann hafi þó ekki hreinlega verið „látinn hverfa“! Eins og ég gat um áðan, sá ég strax, að ritari greinarinn- ar hafði ekki verið á fundin- um, heldur látið blekkjast af röngum upplýsingum óvand- aðra manna. Þar sem ég var þess fullviss, að blaðmenn Tímans, eins og raunar blaða- menn yfirleitt, vildu heldur hafa það, er sannara reyndist, flýtti ég mér að hringja niður á skrifstofu Tímans og bað um að fá að tala við þann er skrif- að hafi umrædda forsíðugrein. Var mér tjáð, að það væri Indriði G. Þorsteinsson, rit- stjóri, og náði ég fljólega tali af honum. Ég sagði honum allt hið sanna um atburðinn í Lidó, en hann vildi í fyrstu ekki trúa mér, því að hann sagðist hafa góðar heimildir fyrir frásögn sinni. Þó held ég, að mér hafi að lokum tekizt að sannfæra hann um sann- leiksgildi orða minna, enda benti ég honum á, að hann gæti fengið það staðfest hjá hverjum sem væri þeirra, er Lídófundinn sóttu, en þeir voru mörg hundruð. Sagðist hann þá skyldu „athuga málið“. í samtali okkar minntist rit- stjórinn á viðtal það, sem þeir Tímamenn áttu við Vigfús Helgason, og innti ég ritstjór- ann eftir því, hvort þeir hefðu ekki spurt Vigfús, hvaða „óþægilegar fyrirspurnir“ það væru, sem hann hafði ætlað að koma á framfæri við borgar- stjóra. Og þá gerðist það gleði- lega og óvænta, sem eiginlega varð tilefni þess, að ég fór að skrifa þér þetta hréf. Ég verð að játa, að ég hafði haldið — þó að ég skammist mín eftir á fyrir svo lágkúrulegan hugs- unarhátt — að sá blaðamað- ur borgarstjórnarandstöðunn- ar, sem í slíku viðtali léti und- ir höfuð leggjast að fá upplýs- ingar um hinar „óþægilegu fyrirspurnir", (auðvitað í þeim tilgangi að geta birt þær í blaði sínu til hneisu fyrir borgarstjórann) ætti ekki upp á pallborðið hjá ritstjóra sín- um á eftir. En það var nú eitt- hvað annað. Ritstjórinn tjáði mér sem sé, að þeir hefðu ekki einu sinni spurt Vigfús um þetta atriði! Hugsaðu þér Vel- vakandi góður, hvílík kurteisi og nærgætni, og það í garð stjórnmálaandstæðings síns! Þeir hafa auðvitað hugsað sem svo, að úr því að borgarstjór- inn vildi ekki sjálfur, að þess- ar fyrirspurnir kæmu fram, þá væri þetta sjálfsagt eitthvað óþægilegt fyrir hann, og þess vegna ættu þeir ekkert að vera að hnýsast i það. Ef slíkur hugsunarháttur er ekki til þess fallinn að koma manni í gott skap, þá veit ég sannarlega ekki, hvað ætti að vera það. Ég varð að vísu fyrir dálitl- um vonbrigðum, þegar ég fletti í gegnum Tímann í morg- un og sá hvergi leiðréttingu á hinni röngu frásögn í gær. Ég að hún stæði þar á fremstu hafði þó fastlega gert ráð fyrir, síðu, á jafn áberandi stað og frásögnin sjálf. En þess ber að gæta, að Vísir birti strax í gær rétta frásögn af atburðin- um, svo að ef til vill hefur Indriða fundizt, að það væri nægileg leiðrétting. í góðleik sínum hefur ritstjórinn ekki hugsað út í, að það vaeri kannske ekki sama fólkið, sem. læsi Vísi og það, sem les Tím- ann. Það er ekki tilviljun, að ég sendi þetta bréf Morgurwblað- inu, en ekki Tímanum. Ég vildi nefnilega, að einnig stjórnmálaandstæðingar Tíma- ritstjórans sæju, hvern rnaim hann hefur að geyma — fylgis- menn hans hafa auðvitað séð c. það fyrir löngu. Með þökk fyrir birtinguna. Guðrúa Arnalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.