Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 5
ÚR ÖLLUM ÁTTUM Sunnuðagur 1. mal 1906 MORCU N BLAÐIÐ í Harris- l>að var sölufyrirtæki Sölu miðstöðvar Hraðfrystihús- anna vestra, Coldwater Sea- food Corporation, sem reið á vaðið með sölu á unnum ís- lenzkum fiskblokkum. í fyrra þegar Iceland Products seldi 5 milljónir punda af steikt- um fiski, seldi Coldwater yfir 20 milljónir punda. Þessi sala á unnum fiski í neytendaum- búum er eina færa leiðin til þess að tryggja markaðinn fyrir íslenzka fiskinn í Bandaríkjunum og skila jafnframt arði af fisksölunni heim. Og nú þegar Samiband- ið hefur fengið jafn full- komna verksmiðju og raun ber vitni í Bandaríkjunum til framleiðslu á vörunni, verður aðaláherzla lögð á útvegun hins allra bezta hráefnis að heiman frá íslandi til fram- leiðslunnar og á sölumennsk- una á mörkuðunum vestra en samkeppnin þar er mjög hörð. Nýja verksmiðjan var vígð með viðhöfn síðdegis á laug- ardag 16. þessa mánaðar. Efnt var til samkvæmis í húsa- kynnum verksmiðjunnar, sem voru fagurlega skreytt og beið þar gesta blaðið borð ýmiskonar ljúfmeti úr is- lenzkum fiski. Meðal gesta við athöfnina voru sendi- herra íslands í Washington, Pétur Thorsteinsson; fulltrúi Scrantons fylkisstjóra í Pennslyvaniu; 3 af stjórnar- mönnum Samibands íel. sam- vinnufélaga: Skúli Guð- mundsson alþingismaður, Finnur Kristjánsson kaup- félagsstjóri, Kúsavík og Þórð ur Pálmason kaupfélagsstjóri, Borgarnesi, Vilhjálmur Þór bankastjóri; Þorsteinn Gísla- son forstjóri Coldwater; bandariskir kaupsýslumenn, sem stuðluðu að byggingu verksmiðjunnar Bjarni V. Magnússon framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar S.Í.S. og Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins, sem hélt aðalræðuna við þetta tækifæri, greindi frá því hlut verki sem verksmiðjan ætti að rækja fyrir íslenzkan sjáv arútveg og frá uppbyggingu fyrirtækisins. Nýja verksmiðjan, sem heit ir Iceland Food , Terminal, stendur í fögru dalverpi í út- hverfi Harrisburg og á fyrir- tækið þar fjögurra hektara lóð, þannig að hægt er um vik að stækka húsakynni ef með þarf. Mikill hluti verk- smiðjubyggingarinnar er tveggja hæða enda hefur raunin orðið sú í verkmiðjum Framh. á bls. 21 Nýkomið: Hátalarar, bamasæti í bifreið- ar, hjólbarðahringir, flautur (Ioft), mottur í úrvali, — ýmsar stærðir af bíltjökikum, felgulyklar, aurhlífar, þurrku blöð og armar í úrvali, út- varpsstengur í úrvali, demp- arar, hleðslutæki, f jórar gerð- ir, hurðargúmmí, gorma - gúmmí, benzínipetalar, benzin- lok, toppgrindur, allskonar verkfæri, ljós margs konar, Black magic málmfyllingar- efni. Arco mobil bifreiðalökk, sparsl og þynnir. Ýmis smá- varningur, NÝKOMB) — Sendum gegn póstkröfu — um land allt H. Jónsson & Co. Brautarholti 22. Simi 22255 Kjörgarður auglýsir 7/7 sölu gæðingar og folar af úrvals kyni, með öllum gangi. Upplýsingar í sima 36273, eftir kl. 7. og fullkomin fiskiðnaðarbygg ing Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í Harrisíburg í Pennsylvaniufylki í Banda- ríkjunum. Sölufyrirtæki Samibandsins vestra, Iceland Products, var stofnsett árið 1951. Stofnun þessi var nauðsynleg vegna bandarískra skattalaga, en sölufyrirtækið starfaði fyrstu árin í tengslum við skrif- stofu Sambandsins í New York, en hún var stofnsett ár- ið 1940 og starfaði óslitið til ársins 1901, þegar hún var lögð niður. Árið 1959 flutti Iceland Products aðsetur sitt til Harrisburg, sem er höfuð- borg Pennsylvaniufylkis, en þangað er nærri fjögurra klukkustunda akstur frá New York. Enda þótt drjúgur spöl ur sé til hafnar, er aðstaða hentug til dreifingar á sjáv- arafurðum frá Harrisburg. Borgin er þannig í sveit sett, að fjórðungur bandarísku þjóðarinnar býr innan við 3®0 km. fjarlægðar frá borg- inni og má segja, að borgin standi á krossgötum hinna miklu bílaakbrauta. Kælibíl- ar, sem flytja kjöt frá mið- vesturríkjunum til austur- strandarinnar, eiga leið um Harrisfburg og hafa yfirleitt mjög lítið að flytja til baka og taka því íslenzka fiskinn til flutnings fyrir mjög vægt gjald eða svo að jafnvel ódýr- ara er að flytja fiskinn frá ströndinni vestur til Harrisburg en flytja hann milli hverfa í New York. Þá ber þess að geta að vinnuafl er ódýrara í Harrisburg en í sumum hafnarborgunum á austur- ströndinni. íbúar í Harrisburg og útbæj um eru um 250 þúsund að tölu. Atvinnulíf hefur ekki verið blómlegt í þessum hluta Pennsylvaniu. Meðal annars vegna ástands ins í atvinnumálunum hefur Iceland Products átt hægt með að fá lán og aðra fyrir- greiðslu til að koma upp nýju verksmiðjunni í Harrisburg. Hefur ekki þurft að leggja neitt fé héðan að heiman til fyrirtækisins, þótt verk- smiðjuhús með vélum kosti um eina milljón dollara. Raunverulega er Iceland Products ekki eigandi að verksmiðjuhúsinu sjálfu eins og sakir standa, heldur leigir fyrirtækið húsið með hag- kvæmum kjörum af Fram- kvæmdafyrirtæki Harrisburg og nágrennis (Harrisburg Area Industrial Development Corporation). Kostnaðarverð hússins er um 600 þús. doll- arar og getur Iceland Prod- ucts keypt húsið hvenær sem er á næstu 16 árum við því verði að frádregnum þeim hluta leigunnar sem telst til afborgunar. Er þetta mjög hagstætt því byggingarkostn- aður vestra hefur farið hækk andi yfirleitt 4-5% á ári und- anfarin ár. Vélarnar í verk- smiðjuna kosta um 400 þús- und dollara og fengust einnig mjög hagstæð lán til kaupa á þeim. Þessi verksmiðja er talin hin fullkomnasta sinnar tegundar vestra, afköst geta orðið 20-30 milljónir punda (lbs.) af fisksteikum pökkuð- um og frystum á ári. Það var Bjarni V. Magn- ússon, núverandi fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar S.Í.S., sem stofnsetti verksmiðju Iceland Products í gömlu frystihúsi, í Steelton, einum af útborgum Harris- burg árið 1959. Framleiðsla þeirrar verksmiðju árið sem leið var um 5 milljónir punda af fisksteikum. Fram að þessu hefur Ice- land Products einkum selt fisksteikur sínar vestra til skóla, veitingahúsa og sjúkra húsa, en með vaxandi fram- leiðslu er ráðgert að hefja sölu í neytendaumibúðum í verzlunum. Vegna þeirrar nauðsynjar að hafa vöruheiti auðveld í framburði og til þess að neytendur muni þau auðveldlega, hafa afurðir Iceland Products undanfarið verið auglýstar og seldar undir nafninu SAMBA. Upp- runalega var vöruheitið SAMBAND, en frá því var horfið, þar sem nafnið var ekki nógu auðvelt í fram- burði enskumælandi fólks. Merking heitisins hefur ekki gildi á markaðnum. Fra vígsluathöfninni. Á myndinni eru frá vinstri: Bjarni Magnússon, Erlendur Einarsson og Pálmi Þórðarson. garn Or vör i vör sjostokkur frö DÓTTIKFYRIRTÆKI Sam- bands ísl. samvinnufélaga í Bandarikjunum, Icelands Products Inc., tók nýlega við nýrri fiskréttaverksmiðju í Harrisburg í Pennsylvaníu. 1 fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðið hefur fengið frá SÍS um hina nýju verksmiðju segir: Díjéfoj gÚuji Laugardaginn 16. þ.m. var tekin formlega í notkun ný íslenzku réttirnir fengu mikið lof gesta við vígsluathöfnina. AUor tegundir hjurtagorns PER GYNTGARN DALAGARN SKÚTUGARN GRILLONGARN ORLONGARN Ársframleiðsla verksmiðju SÍS burg 20-30 milljónir punda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.