Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 23
Sunnuðagwr 1. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 23 — 7. maí Framhald af bls. 11 reyndu að ná af þeim spjöldun- um. Lengi framan af hafði ég eng íir pólitískar skoðanir heldur voru það aðeins hagsmunamál verkalýðsins, sem fyrir mér vöktu. Seinna fór ég að gera mér grein fyrir því að það var ekki sama hvernig þessari bar- áttu var hagað. Sá ég þá að oft var unnið beint gegn hagsmun- um okkar verkamanna og það af þeim sjálfum, sem átu að berj- ast fyrir okkur. Kjarabaráttan verður að byggj ast á skilningi og trúnaði full- trúa verkamanna og fulltrúa at- vinnurekenda. Þess vegna falla okkur vinnubrögð eins og þau, að á sama tíma og fulltrúi at- vinnurekenda situr á samninga- fundi við okkur og stendur þar gegn öllum kröfum okkar, er ihann að yfirbjóða verkamönn- um, í eigin þágu, bak við tjöldin. Fáir eiga meiri sigrum að lagna á jafn skömmum tíma og íslenzkir verkamenn og jafn mikilli stórbyltingu í allri at- vinnuaðstöðu þeirra. Ef við berum gæfu til að vinna jafn friðsamlega að þessum mál um og verið hefir á síðustu tímum, er ekki langt í reglulegt velferðarríki hér á landi. Að síðustu óska ég öllum verkamönnum til hamingju með daginn. Friður r'iki um vinnulaun Gustaf Kristiansen, formaður Sveinafélags pípulagninga' manna Aðal baráttumál okkar hefir verið á undanförnum árum að koma á ákvæðisvinnufyrirkomu lagi. Hefir það verið við haft nú Ihátt á annað ár. Hefir oltið á ýmsu með það og ágóðann af því. Enginn vafi er hinsvegar á að vinnuafköst hafa orðið mun meiri við hið nýja skipulag. Félag okkar er lítið, enda reiðastjórar. Við erum því með dýr tæki í höndum og þurfum því ekki aðeins að hugsa um laun okkar sjálfra heldur einn- ig afkomu þeirra tækja, sem við eruim með. Kjarabarátta okkar verður því tvíþætt. Við erum alltaf í harðri bar- áttu við atvinnurekendur, sem eiga sína bíla sjálfir. Okkur finnst að að talsvert hafi gengið á okkar hlut í þessu efni og því þurfum stoppa menn þar aðeins fá ár, þar sem þeir gerast fljótlega atvinnurekendur sjálfir. í fé- laginu er því um lítið fjámiagn að ræða og af þeim sökum fé- lagsstarfið fremur lítið. Svo sem nú horfir virðist út- litið fremur bjart fyrir hinar vinnandi stéttir. Það er eðlilegt og á svo að vera, að friður hald- ist sæmilegur með launþegum og atvinnurekendum og er von andi að hægt verði að semja milli þessara stétta án þess til verkfalla komi eða harðra vinnu deilna. Með þeirri, að svo megi verða, vona ég að þessi dagur verði öllum launþegum sem hátíðleg- astur. Aðstaða sjálfs- eignabifreiðastjóra sérstæð Slgurður Sigurjónsson, vörubif- reiðastjóri Aðstaða okkar vörubifreiða- Stjóra er nokkuð sérstæð innan veralýðshreyfingarinnax þar sem ▼ið erum allir sjálfseignarbif- við að vera að stöðugum verði um atvinnu okkar samfara því, sem við þurfum að skapa okk- ur viðunandi laun og rekstrar- grundvöll fyrir bifreiðirnar. Tvö síðustu ár hafa verið samstaða innan verkalýðshreyf- ingarinnar 1. maí svo og um al- menn kjarabaráttumál verka- lýðsins. Fagna menn því að svo er. Það er ósk mín þennan 1. maí að sú samstaða haldist til hags- bóta fyrir verkalýðinn í landinu. Sameinaðir sigrum við en sundr aðir föllum við. Loks vil ég óska öllum verka- lýð til hamingju með daginn. Fræðslumál garð- yrkjumanna á dagskrá Steingrímur Benediktsson, for- maður Féiags Garðyrkjumanna: í dag er 1. maí hinn alþjóðlegi rétt að staldra við og llta yfit hátíðisdagur verkamanna því er liðið ár. Að flestra dómi mun liðið ár hafa verið okkur Islendingum gjöfult. Sjaldan mun meiri sjáv- arafli hafa borizt á land, sem skapað hefur næga atvinnu og almenna velmegun. Hvað okkur við kemur hjá Félagi garðyrkjumanna, höfum við á liðnu ári séð gamlan draum félagsins rætast. Við höfum nú eignast húsnæði fyrir starfsemi okkar. Um mitt síðastliðið ár, festi félagið kaup á efstu hæð hússins að Óðinsgötu 7 ásamt 7 öðrum verkalýðsfélögum. Hús- ið var opnað til afnota 19. jan. sl. að viðstöddum stjórnum og gestum viðkomandi félaga. Eitt af höfuð baráttumálum Félags garðyrkjumanna á liðn- haust örlaði fyrir nokkrum skiln ingi á þessa baráttumáli félags- ins, svo vonir standa til að úr rætist á næstunni. Fræðslumál stéttarinnar hafa nokkuð verið á dagskrá á árinu og ný skólabygging er nú að rísa af grunni að Reykjum í ÖJf- usi og var nokkur hluti hennar tekinn í notkun síðastliðinn vet ur. Að lokum vil ég óska félög- um mínum og öðrum lands- mönnum allra heilla á þessum hátíðisdegi verkalýðsins. Steingrímur Benediktsson formaður Félags Garðyrkju- líianaa. Allir búi i eigin ibúðum Guðmundur Guðmundsson, formaður Málfundafélagsins Óð- ins: Við launþegarnir spyrjum sjálfa okkur og aðra hvað er það sem við þurfum að gera til að lifa mannsæmandi lífi. Þessi spurning er svo stór að ekki er hægt að svara henni með nokkr um orðum. En það fyrsta sem kemur í huga manns eða konu sem ætla og vilja halda heimili. „Hvern- ig á ég að fara að því að eign- ast eigin íbúð.“ Já, það er hin stóra spurning og sjálfsagt ekki heiglum hent að fara í slíkar framkvæmdir upp á eigin spít- ur. En í samstarfi með öðru fólki er þetta möguleiki. Og til þess hafa verið stofnuð Byggingarfélög víðs vegar um landið. Ég hef persónuleg kynni af einu slíku Byggingarsam- vinnufélagi sem stofnað var 1. apríl 1965 og er nú að byggja um vum auk almennra kjara- mála hefur verið að fá garð- yrkju lögfesta sem iðngrein. Það mál hefur ekki náð fram að ganga vegna andstöðu iðn- aðarmanna samtakanna í land- inu. En á Iðnþingi síðastliðið 38 íbúðir fyrir efnalítið fólk, framkvæmdir við þessar íbúðir eru komnar það langt á veg að það er svona nokkurn veg inn hægt að segja um verð þeirra og miðað við kaupverð íbúða í dag þá er útkoman mjög hagstæð fyrir íbúðar eig- anda. Með tilkomu Húsnæðismála- stjórnar og þeirra fyrirgreiðslu sem þar er látin í té þá sé ég ekki annað en þarna sé hinn stóri möguleiki til að bjarga sér sjálfur í hinu stóra spursmáli hins vinnandi manns. Á mínu kröfuspjald í dag 1. maí stendur því þetta. AUir launþegar búi í eigin í búðum. Og um leið óska ég öllum launþegum til hamingju með daginn. Guðmundur Guðmundsson form. Málfundafélagsins Óðinn. Auka þarf samstöðu launþega Magnús L. Sveinsson, varaform Verzlunarmannafélags: JAFNFRAMT því, að 1. maí hef ur verið hátíðisdagur íslenzkr ar verkalýðshreyfingar í rúrna fjóra áratugi, hefur hann ætíð verið dagur uppgjörs um stöðu vei'kalýðshreyfingarinnar. For ustumenn verkalýðshreyfingar innar geta þá jafnan þeirra áfanga, sem unnizt hafa og eigi síður þeirra verkefna, sem vinna ber sérstaklega að í næstu framtíð. Jákvæð þróun íslenzkra verka lýðsmála þefur gengið tiltölu- lega hægt og eru orsakirnar ef- laust margar. Ég hygg þó, að þar eigi stærstan hlut að máli sú djúpstæða sundrung, sem átt hef ur sér stað um áraraðir í hreyf- ingunni. Síðustu árin hefur dregið veru lega úr innbyrðis átökum inn- an verkalýðshreyfingarinnar og vonandi er það fyrirboði um, að hún beri gæfu til að beina kröftum sínum og mætti i vax- andi mæli til sóknar stéttarlegra hagsmuna. Skilningur ríkisvaldsins hefur nokkuð aukizt undanfarið fyrir því, að það er ekki aðeins æski- legt, heldur í flestum tilfeiium nauðsynlegt að eiga samstarf og samvinnu við verkalýðshreyfing una um lausn á hinum ýmsu þáttum þjóðmálanna. Núverandi ríkisstjórn hefur t.d. átt verulegan hlut að lausn kjaradeilna undanfarin tvö ár, með því að beita sér fyrir úr- bótum í vissum þáttum efnahags lífsins, sem mikilvægir hafa ver ið fyrir launþega og raunar alla landsmenn. En einmitt vegr.a mikilvægis þess, að gott sam starf sér ætíð tryggt milli ríkis- valdsins og verkalýðshreyfingar innar, sem er eitt sterkasta afl ið í þjóðfélaginu, er nauðsyniegt að launþegar fái aukið áhrifa- vald á sviði þjóðmálanna. Ég er raunar ekki í nokkrum vafa um, að sú þróun hlýtur að verða fyrr en síðar. Hverjar þær aðgerðir, sem gerðar eru á sviði efnahags- og atvinnumála, snúa að lang- stærstum hluta að launþegum og fjölskyldum þeirra, þar sem þeir mynda meginhluta þjóðar- innar. Það er því eðlilegt, að þeir hafi veruleg áhrif og vaid við ákvörðun aðgerða í efnahags og atvinnumálum þjóðarinnar hverju sinni og beri þá jafn- framt ábyrgð á afleiðingum þeirra. Fyrir þær sakir er mjög mik- ilvægt, að til forustu í verka- lýðshreyfingunni veljist góðir og gegnir menn, sem skilja þá ábyrgð, sem fylgir því að leiða samtök launþega til ábyrgðar sóknar fyrir bættum kjörum sín um og allra landsmanna. Segja má, að síðasta ár hafi verið viðburðaríkt í sögu verka lý ðshreyf ingarinnar. Fyrir nokkrum vikum var minnst hálfrar aldar afmælis Alþýðusambandsins, 60 ára af- mælis og 75 ára afmælis verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, sem þó er ekki nema 11 ára gamalt sem launþegafélag, en er nú orðið eitt stærsta laun- þegafélag landsins. 22 orlofshús verkalýðshreyf ingarinnar við Ölfusborgir voru tekin í notkun sl. sumar, sem brjóta blað í menningarsögu sam takanna. Sparisjóður alþýðu var stofnaður, sem miklar vonir eru bundnar við. Samkomulag náðist um al mennar kjarabætur og verzlun- arfólk fékk nú loks fyrirheit um aðild að atvinnuleysistrygg ingasjóði með sama rétti og önn ur verkalýðsfélög frá næstu ára mótum að telja. En óþrjótandi verkefni eru framundan. Stærsta og ef til vill erfiðasta verkefnið, sem við blasir í dag, er viðureignin við verðbólguna, sem herjað hefur undanfarna áratugi, Sífellt er deilt um skipt ingu þjóðarteknanna. Það verð- ur víst seint hægt að finna hinn gullna meðalveg, svo að öllum líki. En ef menn íhuga þessi mál með sanngirni, hygg ég, að flestir komist að þeirri niður- stöðu, að hlutur hins almenna launþega, af því sem er til skipt- anna hverju sinni, er ekki svo stór, að efnahagskerfi þjóðar- innar riði til falls af þeim sök’- um. Margir launþegar hafa að visu allháar tekjur, en því að- eins að þeir leggi á sig mjög mikla yfirvinnu. Ætla má, að vinnuþiggjandinn hafi einnig nokkrar tekjur af yfirvinnu laun þegans, ella léti hann ekki vinna í yfirvinnu. Hitt er svo annað mál, að fjijldi launþega myndi naumast fleyta fram lífinu mið- að við þær kröfur, sem til þess eru gerðar í dag, ef þeir hefðu ekki þær tekjur, sem yfirvinnan hefur gefið þeim. Þetta er mjög alvarleg þróun. Vinnutími manna verður í mörgum tilfell- um allt of langur og hlýtur það að vera eitt af brýnustu verk- efnum verkalýðshreyfingarinn- ar, að tryggja öllum launþeg- um mannsæmandi laun fyrir eðlilega dagvinnu. Mörg önnur verkefni bíða úr- lausnar svo sem skipulags- og fræðslumál samtakanna, sem brýn nauðsyn er að gefa meiri gaum en hefur verið og vinda bráðan bug að raunhæfum að- gerðum í þeim málum. Um leið og ég fyrir hönd Verzl unarmannafélags Reykjavíkur flyt öllum launþegum landsins árnaðaróskir í tilefni dagsins, á ég þá von stærsta, að íslenzk verkalýðshreyfing beri gæfu til að auka samtakamátt sinn og samstöðu. Með því verður hún það afl, sem hún er stofnuð til, aflið, sem forustu á að hafa um bætt kjör allra launþega, allra lands- manna. Magnús L. Sveinsson. 77/ sölu eru: v/s HARALDUR SF. 70, stærð 35 rúmlestir, með 235 ha. Rolls-Royce-vél. • v/s STRAUMUR GK. 302, stæríl 20 rúmlestir, með 120 ha. Albin-dieselvél. v/s SÆBORG VE. 344, stærltf 14 rúmlestir, með 86 ha. Ford-dieselvél. v/s HAFDÍS SI. 100, stærð 10 rúmlestir, með 55 ha. Bukh-dieselvél. v/s AUSTRI RE. 150, stærð W rúmlestir, með 52 ha. Petter-dieselvél. v/s FREYJA SU. 311, stærð 8 rúmlestir, með 55 ha. Bukh-dieselvél. v/s SÆRÚN KO. 9, stærð 6 yúmlestir, með 54 ha. Buda-dieselvél. verða seld standsett og tilbúin til veiða. iýsingar gefa Guðni Jóhannsson í síma þj. 19 og 20, og Axel Kristjánsson í síma ofutíma. ^ FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSUANDS. Skip þes: Nánari u 17662 mil 24310 á si

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.