Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 11
Sunnudagur T. tnaf 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 vinnudaga svo að takast megi að skapa sér og sínum þau lífsskil- yrði sem nútíminn krefst þó hér hafi nokkuð áunnist með stytt- ingu vinnuvikunnar sem vissu- lega er kjarabót út af fyrir sig, þá hnikrar það ekki þeirri stað- reynd að land okkar er strjálbýlt og lítt numið við fámenni ann- arra þjóða mælikvarða en verk- efnin er vinna þarf mörg og fjár- frek, það hlýtur því að koma meira á hverja hönd til úrlausn- ar en hjá fjölmennari þjóðum. í hartnær aldarfjórðung hefur verkalýðshreyfing verið undir yfirstjórn sömu aðila það er eama stjórnmálaflokks sem venjulegur borgari verður að hafa sig allan við svo fylgst verði með hvort hann heitir þetta í dag eðá hitt á morgun. Þessir menn hafa alla tið og gera enn, að telja þjóðinni trú um að þeir séu einu réttu málsvarar hinna minni máttar. Þessir menn hafa fengið sín tækifæri, ekki síður en aðrir og hefðu þá átt að sina í verki að hugur fylgdi máli, hitt hefur þó reynslan sýnt, sam- anber stjórnarseta þessara manna árið 1956—58 að hagur hins vinnandi manns hefur síður en svo batnað ef ekki beinlínis versnað við slíka stjórnasetu enda þeirra sjálfra dómur sá að eftir áratuga forystu í verkalýðs- samtökunum sé árangurinn sorg lega lítill í dag. Það er og verður einkenni kommúnista samsteyp- unnar að tönglast sífellt í ræðu og riti á samheldni, einingu, og samstilltum átökum öllum til hagsbóta og velfarnaðar, þrátt fyrir það að allir viti sem vilja sjá að þeirra eigin stjórnmála- samtök eru simdurleytust og klofnust alls þess er klofnað get ur, enda þeir sjálfir fyrstir manna innan verkalýðssamtak- anna að rjúfa einingu og sam- starf, ef þeir telja það henta betur sinni pólitísku sambræðslu eða hvers hgsmunum þjónaði sú afstaða A.S.Í. að draga fyrirvara- laust fulltrúa launastéttanna úr verðlagsnefnd landbúnaðarafurða (sex manna nefndinni) eins og gert var á síðastliðnu haust. Trúi hver sem trúa vill að það hafi verið gert með hagsmununi neyt enda fyrir augum. Því miður er hægt að benda á fleiri ekki óáþekk fyrirbæri sem þessir að eiginsögn vinir verkalýðsins hafa látið henda sig fyrr og síð- ar. Það er ekkert nýtt þótt við- komandi ríkisstjórn sé kennt um allt sem miður ferð í þjóðfélag- inu hvort það tilheyrir hennar verkahring eða ekki og hins þá síður gætt að geta þess sem vel er gert og gjarnan öðrum þakkað þótt ríkisstjórn hvers tíma hafi haft forystu um heilldrjúg fram- faramál. Núverandi ríkisstjórn hefur síður en svo sloppið við þennan óvana og oft verið það fast að stutt að storkað hefur almennu velsæmi. Þótt engin stjórn sé óskeikul frekar en önnur mann- anna börn, þá væri núverandi stjórnarandstöðu hollt að staldra aðeins við líta um öxl og skoða stórnmálaandlit sitt í spegli lið- inna ára. Vissulega eru það ekki verk stjórnmálanandstöðunnar svo sem stórfelld lagfæring í tryggingamálum, stytting vinnu- tímans, stóraukin aðstoð við hús- byggjendur með stærri lánveit- ingum og nú síðast með athugun á innflutningi hentugra tilbú- inna íbúðahúsa og tollækkun í því sambandi. Einnig mun vera á næsta leiti gagngerð breyting á skattalöggjöfinni og mun vænt- anlega koma til framkvæmda á næsta ári og verða tvímælalaust öllum launþegum til stórfelldra hagsbóta. Laurtþegar! Skoðið hug ykkar rækilega,, látið niðurrifsöflun um ekki haldast það uppi lengur að vera ávallt þrándur í göta, hverju nytsömu framfaramáli og misnota valdastöðu sína inn- an verkalýðssamtakanna, póli- tískum hagsmunum sjálfra sín til framdráttar. Styðjið að aiefli það sjónarmið í samninga- og kjaramálum sem núverandi rík- ísstjóm hefur grundvallað á und anförnum árum. Það er ekki ein göngu fleiri krónur, heidur á- þreifanlegar, raunhæfar kjara- bætur. Jóhann Sigurðsson, verkamaður. Kjarabarátfan mildarí Helgi Steinar Karlsson múrari 1. maí er hátíðisdagur verka- lýðsins. f dag minnast launþegar þess sem áunnist hefur og orðið hef- ur verkalýðshreifingunni til góðs. Kjarabaratta verkalýðsfélag- anna hefur tekið á sig heldur mildari blæ undanfarin ár, á ég þar við að verkfallsvopninu hefur ekki verið beitt eins og oft áður, þessi leið verkalýðs- félaganna hefur mótast vegna betri skilnings stjórnarvaldanna á vandamálum verkalýðshreif- ingarinnar. Hið svokallaða júní samkomu lag sem gert var á milli rikis- stjórnarinnar og verkalýðsfelag- anna hefur að vissu marki orðið til hagsbóta fyrir þau, ég tel þetta samkomulag vera spor í rétta átt og að slík samvinna sé æskileg fyrir áframhaldandi fé- lagsmálum umbótum í framtíð- inni. Þá ber að fagna því að 1. maí hefur fengið viðurkenningu lög gjafarvaldsins sem frídagur. 1. maí er fyrst og fremst hátíð isdagur, hana verður að vera hafinn yfir hið politíska dægur- þras og á ekki að vera notaður sem áróðursdagur fyrir pólitiska æfintýramenn. Ég vil að lokum óska öllum launþegum til hamingju með daginn. Óskin er friðsöm kjarabarátta Geir Þórðarson prentmynda- smiður, gjaldkeri Prentmynda- smiðafélags íslands í tilefni 1. maí, þessa baráttu- dags verkalýðsfélaganna, er ekki úr- vegi að geta þess, að allir þeir laimþegar, er að bóka- gerð vinna, eru að mynda með sér samband. í þeim samtök- um verða prentarar, bókbindar- ar, offsettprentarar og prent- myndasmiðir. Hlutverk þessa sambands er fyrst og fremst að annast kjaraimál fyrir þessar iðnaðarstéttir sameiginlega svo og að koma á ýmisskonar fræðslustarfsemi og upplýsinga- þjónustu fyrir félagsmenn til þess að þeir megi verða færari hver í sínu starfL Atvinnurek- endur, sem eiga og reka prent- verk og bókagerðarfyrirtæki hafa þegar stofnað með sér sitt samband. Eitt þeirra stærstu hagsmuna- mála, sem við nýlega höfum komið heilu í höfn, er kaup félagsheimilisins, en við keypt- um ásamt 7 öðrum verkalýðs- félögum efstu hæðina á hús- inu að Óðinsgötu 7. Þetta hefir orðið mjög til eflingar öllu fé- lagslífi okkar, en fram til þessa höfum við ávallt verið á hrak- hólum með húsnæði og hefir það að sjálfsögðu staðið allri félagsstarfsemi fyrir þrifum. Um kjaramál okkar er það að segja, að öll vinna prent- myndasmiða er einvörðungu tímavinna, því mjög erfitt er að koma ákvæðisvinnu við í þessu starfL Kjarabarátta okk- ar í framtíðinni beinist því nær eingöngu að því að reyna að fá hækkað kaupið. Vinnutími og vinnuskilyrði eru hvorttveggja orðið allvel viðunandi. Véla- kostur við iðngrein þessa er ó- hætt að segja að sé mjög góð- ur hér á landi. Hins vegar væri mjög æskilegt að nemar í þess- ari iðn, og raunar fleiri, væru styrktir til utanfarar til þess að kynna sér nýjungar á þessu sviði, sem eru alltaf mjög mikl- ar, því framþróun þessarar iðn greinar er mjög ör. Það er svo að lokum von min og ósk að þegar til næstu kaup- samninga kemur, megi þeir ganga sem friðsamlegast fyrir sig, því vinnudeilur eru öllum ávallt til tjóns og hið mesta neyðarúrræði. Ekki að slá af réttmætum kröfum Ólafur Vigfússon, sjómaður: í dag er hátíðisdagur alþýð- unnar, hins virka afls þjóð- félagsins og í dag bera hin ýmsu félagssamtök fram kröfur sínar, um leið og þau safnast saman undir fánum sínum og kröfu- spjöldum. Eitt er það, sem ég teldi þess- um degi til heilla, ef alþýðan vildi samena krafta sína til raunhæfrar baráttu fyrr bæt- um kjörum og auknu öryggi. Ég tel að vinnustéttirnar eigi ekki að slá af réttmætum kröf- um, en þær mega ekki láta ó- ábyrga æsingamenn leiða sig á villigötur í kjarabaráttunni. Kommúnistar hér á landi hafa oft skipt um nafn á flokki sín- um, en eðlið er ætíð hið sama. Þar sem þeir ráða ríkjum ’nafa þeir svipt verkalýðin öllu frelsi. Þetta skulum við hafa í huga er við höldum 1. maí hátíðleg- an og fylgja liði til sóknar gegn einræði og ofbeldi, en fyrr frelsi. og jafnrétti allra manna. Laun- þegar, þökk fyrir vel unnin störf, til hamingju með dag- inn. Fáir eiga meiri sigrum að fagna Sigurjón Bjarnason, verkamað- ur: Þótt ég sé ekki nema rúm- lega fertugur hef ég lifað mikla byltingu í atvinnuöflim og launamálum verkamanna hér í Reykjavík. Fyrst þegar ég man eftir há- tíðahöldum 1. maí voru það ekki nema kommmúnistar ein- ir, sem þátt tóku í kröfugöngu. Nú er þetta sem betur fer orð- inn ópólitískur hátíðisdagu verkamanna, þótt alltaf sé reynt af einstaka mönnum að troða á daginn pólitískum stimpli. Ég hef tekið virkan þátt í félags- málum verkamanna fra unglings árum, eða allt frá því ég gekk í Dagsbrún. Mér eru í fersku minni nokkrar hópgöngur verka manna m.a. 1. maí. Einu sinni man ég að við fórum nokkrir neðan úr verkamannaskýli heim til Bjarna Benediktssonar nú- verandi forsætisráðherra. Var þetta í tilefni atvinnubótavinn- unnar. Var Bjarni þá bæjarfull- trúi og bjó á Skólavörðustíg 11. Ég man að Bjarni kom út á tröppurnar og ávarpaði hópinn, en allt fór þetta fram með frið- samlegum hætti. Ég slóst í för- ina þá aðeins unglingur, en karl arnir sátu þá dag út og daginn niðri í skýli. Þetta sýnir glöggt ástandið eins og það þá var. Nú er heldur annað á ferðinni og böli atvinnuleysisins af okk- ur létt. Þá er mér minnistæður einn 1. maí þar sem Björn Th. Björns on listfræðingur talaði. Ég man bæði hve mælskur hann var og hve ungur hann var. Til var að menn réðust á spjaldbera í hópgöngunni og Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.