Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 31
Sumnudagur 1. maí 1966 MORCU N BLAÐIÐ 31 — Úr borgmni Framhald af bls. 3. ið með börnin sín hingað". Yið lítum inn fyrir. Rétt við hliðið er drengur, á að gizka fjögurra ára gamall að baksa með lítið vogasalt fyrir tvo. Örlítil hnáta, rauðklædd, vind ur sér snarlega að honum og segir saltið sína eign og stund argaman, hann skuli bara hafa sig á brott. Snáðinn t verður hvumsa við, enda and- ■ stæðingurinn ekki einasta I dama heldur líka svo miklu ] minni en hann að hann getur ekki fengið af sér að gera neitt í málinu. Jens skerst í leikinn og segir: „I>að er ekk- ! ert gaman að vera ein að I þessu“ og gerir sig líklegan til I að vega salt á móti þeirri rauð klæddu. Hún horfir stórum augum á þennan óvænta, há- vaxna leikbróður og lízt sýni- lega ekki á blikuna, grípur síðan til þess ráðs að hörfa nokkur skref aftur á bak, hnarreist og þrjozk. Drengur- ! inn stendur stundarkorn við endurheimt leikfangið og veit ekki hvað hann á af sér að gera, en hann er undireins umsetinn fegurðardísum bæði • eldri og viðmótsþýðari þeirri rauðklæddu og tekur s am- stundis gleði sína aftur. Sú stutta horfir á álengdar, sér að leikurinn er úti, þrífur skóflu sína og fötu, snýst á hæli og arkar í átt til sand- kassanna með stöku yfirlæti, rétt eins og svona nokkuð sé langt fyrir neðan hennar virð ingu. Þarna í Bólstaðahlíðinni eru líka 3 gæzlukonur og hafa töluvert rýmra húsnæði en starfssystur beirra á Dunhag- anum. „Þetta eru nýrri hús“, ! segir Jens, „dýrari líka, að I vísu, en ólíkt hagkvæmari og snotrari í alla staði. Ég held við höldum okkur við þau í framtíðinni. Hinum megin við viðarlagða veggi setustofu gæzlukvenna eru snyrtiher- J bergin barnanna, björt og rúmgóð — og alltaf mikil að- sókn. Er okkur ber að garði hafa gæzlukonurnar rétt ný- lokið talningu og reynust börnin á vellinum vera 275. Þetta er nokkuð há tala, en hverfið líka þéttbýlt þótt fjöl- býlishúsið sé enn ekki komið til skjalanna. Bólstaðahlíða- völlur tók til starfa í maímán- uði í fyrra og hefur mest að- sókn að honum verið 3567 börn á einum mánuði en minnst um þúsund. Það var í desember, en þá er eins og að líkum lætur minnst aðsókn áð leikvöllunum, oft þriðjungi eða jafnvel helmingi minni en yfir hásumarið. „Yfirleitt una börnin sér vel á leikvöllunum", segir Jens er við höldum brott, „en þess verður að gæta að hafa þau þar ekki of lengi í einu og sizt í skammdeginu. Ann- ars er það skrítið", heldur hann áfram, „að eftir því sem þær segja mér stúlkurnar eru börnin yfirleitt úrillust og erf iðust við að eiga þegar sól- ríkir sumardagar eru annars vegar, ekki í rigningu og sudda, eins og maður kynni að ætla. En þegar eitthvað bjátar á reyna gæzlukonurn- ar oftast að safna börnunum í kringum sig og láta þau syngja eins og fóstrurnar gera á leikskólunum og lesa jafnvel fyrir þau eða segja þeim sögur. Ein stúlknanna þarna uppfrá er skáti“, segir hann, „þessi dökkhærða á rauðu peysunni, og þau kunna vel að meta það, krakkarnir, þegar hún tekur fram gítar- inn sinn og spilar fyrir þau og syngur“. „Eru gæzlukonurnar yfir- leitt fóstrur?" „Nei, það er fátt um útlærð ar fóstrur á leikvöllunum“, segir Jens, „enda ekki til þess ætlazt að þær hafi þá mennt- un þótt víst þætti okkur það ekki verra. Kannski verður okkur líka að þeirri ósk bráð- um, því margar stúlknanna, sem hafa verið hér hjá okkur, fara í Fóstruskólann síðar. Annars hafa flestar gæzlu- kvennanna sótt námskeið sem haldin hafa verið hér fyrir þær og reynzt mjög gagnleg. En það sem mest er um vert er að til þessa starfa veljist góðar stúlkur, sem skilja börnin og hafa lag á þeim. Og við höfum verið ákaflega heppnir með gæzlukonur yfir leitt“. „Hvað eru þær margar?" „Á leikvöllunum öllum eru þær um það bil fimmtíu gæzlukonur, þrjár saman á þeim stærstu, tvær á hinum minni“. Við komum líka við á leik- vellinum í Safamýri rétt í þann mund er krakkarnir í Álftamýrarskólanum fara í frímínútur og leikvallarbörn- in horfa yfir þangað hrifin. Þar eru um 90 börn að leik, „heldur fátt í dag“, segir gæzlukonan, og þurrkar sand framan úr einum prakkaran- um, sem er lítið hrifinn af svoleiðis óþarfa andlitssnyrt- ingu. Á leið um Miklubrautina í bæinn aftur segir Jens: „Já, nú er þetta komið í nokkuð gott horf. Hérna eru sem næst fimm leikVellir sitt hvoru megin, í nýju hverfun- um og svo eru nýju vellirnir tveir sem koma eiga á þessu ári inn við Rofabæ og Sævið- arsund, og við vonum að verði tilbúnir ekki síðar en húsin þar í kring. Svona á það að vera, við megum ekki láta okkar hlut eftir liggja. Það er gaman að því og gleðilegt að nú skuli þessum málum vera svo vel á veg komið að hald- izt í hendur við aðrar fram- kvæmdir í nýju hverfunum, þar sem þeirra er svo brýn þörf“. — Ræða Jóhanns Framhald af bls. 2. áherzla á það er varðaði hinn efnislega rétt, sem leggja ætti til lagagrundvallar með samkomu- lagi aðilanna, að samningana og fylgisskjölin ætti að túlka og framkvæma í samræmi við ís- lenzk lög. Hefðu svisslendingar að lokum gengið inn á þessi skil- yrði. Ráðherra sagði, að úr þessu vildi hinsvegar Ólafur Jóhannes- son lítið gera og meira segja teldi hann, að aðalstarf hans yrði lítils virði, ef svo einhverjir al- þjóðlegir dómstólar ættu að dæma eftir í’slenzkum lögum. En þetta ætti þá við hjá fleirum en okkur því að slík ákvæði eins og þessi væru einmitt í Aliþjóða- banka samþykktinni og kæmi það þar fram í 42. grein. Benda mætti og á það að ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna hefðu und irritað þennan samning. Yrði að ætla það, að ríkisstjórn sem undirskrifaði slíkan samning eins og þennan, felldi sig við ákvæði hans og ætlaði sér að stefna að því að framkvæma hann, eða stuðla að því að hann kæmi til framkvæmda. Ráðherra vék að lokum að því er komið hafði fram hjá Helga Bergs að það hefði verið ákaf- lega óljóst hvað verða vildi um þessi gerðardómsákvæði. Nú hefði hinsvegar verið frá því skýrt, að mál þetta lá nokkuð skýrt fyrir í októbermánuði og um miðjan nóvember hefðu þeir fengið þetta uppkast sent og hefðu þau verið í meginatriðum alveg eins ákveðin og þau væri nú. Það hefði að vísu, verið sett inn ákvæði síðar eftir tillögum sinum og í samræmi við óskir sem komið hefðu frá þingmanna- nefndinni, að reyna að takmarka þau mál, sem kæmu fyrir gerðar- dóminn og kæmi fram í lok 46. greinar að aðilarnar ættu ekki að leggja fyrir dóminn nema meiri háttar mál. Ráðherra kvaðst vilja taka undir þá ósk sem komið hefði fram í lok ræðu Ólafs Jóhannes- sonar, að framkvæmd samninga þessa mætti verða til farsældar fyrir land og þjóð. Að sínum dómi væri hér um að ræða merkilegt mál, sem margir hefðu áður óskað og leitazt við að framkvæma. í sínum augum stækkaði landið, en minnkaði ekki, við stórvirkjanir og stór- iðju. Þjóðhagurinn efldist, at- vinnugreinar aðrar yxu, ný tækniþróun færðist inn í landið og framtíðin yrði öruggari kom- andi kynslóðum. X DX D IJlankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heinia á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga ki. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756. » Kosningaskrifstofur IISA mun veita Evrópu aðstoð, komi til dtaka í dlfunni, segir Ball, vara- utanríkisrdðherra Bandaríkjanna Washington, 30. apríl — AP, NTB. VARAUTANRÍKISRÁÐHERRA Bandarikjanna, George Ball, lýsti þiví yfir í gærkvöld, að ákvörðun frönsku stjórnarinnar um að taka ekki lengur þátt í varnarsamstarfi ríkja N-Atlants- hafsbandalagsins, myndi verða til þess að veikja varnaraðstöðu Vesturlanda. Sagði Ball, að stefna frönsku stjórnarinnar, sem væri hrein Ekið utan í Ijósaskilti AÐFARANÓTT 28. eða 29. apríl mun hafa vcrið ekið á ljosa- skilti yfir dyrum húsgagnaverzl- unar Þorsteins Sigurðssonar að Grettisgötu 13. Eigandinn telur fullvíst, að bíl hafi verið ekið eftir gang- sbéttirmi og yfinbygging hans rekizt í skiltið. Hafi einhver séð afcburðinn er faann vinsamlegast beðinn að gera rannsóknarlögreglunni að- vart. þjóðernisstefna, væri í andstöðu við alla þróun, sem átt hefði sér stað eftir lok annarrar heims styrjaldarinnar, og miðaði að einingu Evrópu. Ráðherrann sagði ennfremur, að Frakkar hefðu stefnt að því að reyna að draga úr bandarísk- um áhrifum í Evrópu. Ball tók hinsvegar fram, að máleiini Evrópu væru fyrst og fremst við fangsefni þeirra, sem í álfunni byggju, en benti samtímis á, að framtíð Bandaríkjanna og Evr- ópu byggðist á samstarfi, og væri því nauðsyn á nánum tengslum. „Hvað, svo sem sagt er nú, þá er það staðreýnd, að þurfi Evr- ópumenn nokkurn tíma á aðstoð að halda, vegna ofbeldis, þá munu bandarískir hermenn koma til hjálpar", sagði Ball loks. Saigon, 30. apríl — NTB. TVÆR herþotur af gerðinni MIG-17 voru skotnar niður í loftbardögum yfir N-Vietnam í gær, að því er fregnir frá Saigon herma. MIG-þotur eru framleiddar í Sovétríkjunum. Tel Aviv, 30. apríl — NTB. ÍSRAELSKAR hersveitir réðust í gærkvöld tvívegis inn í Jórdaníu. 14 hús í tveimur jórdönskum þorpum voru sprengd í loft upp. Talsmenn ísraelshers halda því fram, að í þorpum þessum hafi ver- ið miðstoð skæruliða, sem að undanförnu hafa gert usla innan landamæra ísraels. Berlín, 30. apríl — NTB. Walter Ulbricht, leiðtogi a-þýzkra kommúnista, hefur slegið á frest fyrirhuguðum viðræðum fulltrúa flokks síns og fulltrúa Sósíaldemokrata- flokks V.-Þýzkalands. Talið er, að viðræðurnar hefjist þó, er lokið er kosningum í Nord- rhein-Westfalen, en þær fara fram snemma sumars. Sagt er í fregnum frá A-Þýzkalandi, að Ultoricht hafi lýst því yfir, að viðræð- urnar gæti farið fram á vin- samlegri hátt, er kosningarn- ar eru afstaðnar. París, 30. apríl — NTB. Francois Mitterand, sem var frambjóðandi vinstrimanna í forsetakosningunum í Frafrk- landi í desember, hefur lýst því yfir, að hann muni innan fcíðar setja á laggirnar „skugga“-ráðuneyti. Verður það í fyrsta skipti, sem slíkt ráðuneyti er sett á laggirnar af stjórnarandstöðunni. Fuil- trúar allra vinstriflokkanna, að kommúnistum frátöldum, munu £á sæti í ráðuneytinu. Sjálf stæðisf lokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur kosningaskrífstofar utan Reykjavikur á eftirtöldum stöðuni: AKRANESI Vesturgötu 47, sími: 2240 opin kl. 10—12 og 14—22. ÍSAFIRÐI Sjálfstæðishúsinu II. hæð, simi: 507 og 232 opin kl. 10—19. SAUÐÁRKRÓKI Aðalgötu 5, simi 23 — opin kl. 10—18. SIGLUFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 71151 opin kl. 13—19. AKUREYRI Hafnarstræti 101, simi 11578 opin kl. 10—12, 14—18 og 20—22. VESTMANNAEYJUM Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233 opin kl. 10—22. SELFOSSI Hafnartúni, sími 291 opin kl. 9—17 og 19,30—21. KEFLAVIK Sjálfstæðishúsinu, sími 2021 opin kl. 10—19. HAFNARFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 50228 opin kl. 9—22. GARÐAHREPPI Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341 opin kl. 15—18 og 20—22, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. KÓPAVOGI Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708 opin kl. 9—22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.