Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. maí 1966 DÚFNAVEIZLAN Höfundur: Halldór Laxness Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikmyndir: Steinþór Sigurðsson Tóniist: Leifur Þórarinsson Guðrún Ásmundsdóttir (Anda) og Borgar Garðarsson (Rögn- valdur Reykili). STYRKUR Dúfnaveizlunnar, hins nýja leikrits Halldórs Lax- ness, sem frumsýnt var hjá Leik- félagi Reykjavíkur síðast liðinn föstudag, er sá mestur, að fyrsti og síðasti þáttur eru í senn sann- ferðugir og skemmtilega skrifað- ir, svo maður þekkir þar víða handbragð Nóbelsskáldsins, eins og það getur verið með eftir- minnilegustum hætti. Fyrsti og síðasti þátturinn mynda góðan ramma utan um verkið og varna því að það losni úr böndunum. f>eir eru óvenjuskemmtilegir og iþar nýtur sín vel fyndni höfund- Pressari-nn er höfuðpersóna verksins og stendur það raunar og fellur með því, hvernig til hefur tekizt um gerð hans. Mundi ég óhikað segja að hann væri góð viðbót við annars fjöl- breytt persónumyndasafn Lax- ness, og gæfi ýmsum öðrum þjóð- frægum manngerðum hans lítið eftir. Þetta hlutverk er einkar vel skrifað og verður ógleyman- legt í meðförum Þorsteins Ö. Stephensens, sem gefur þessum viðfelldna og einfalda lífsfílosóf hlýjan og manneskjulegan eðli- leik. Konu hans leikur Anna Guð- mundsdóttir og gerir hlutverki sínu mjög góð skil, enda er efni- viður í kerlingu frá hendi höf- undarins. Beztu kaflar verksins eru að mínum dómi samtöl þeirra hjóna, sem mörg hver eru eftirminnileg og skemmtilegt leikhús, en engar skrípakúnst- ir. Anna Guðmundsdóttir sýnir enn einu sinni að hún er sér- fræðingur í mæðulegri góð- mennsku guðhræddra kvenna á vissum aldri. Kímnin í þessum tveimur fyrr- nefndum þáttum er eðlileg og sjaldan langsótt, og fellur vel að sálarlífi og umhverfi persón- anna tveggja, sem fyrr er getið. Þessir tveir þættir gera það raunar að verkum að hægt er að kalla Dúfnaveizluna skemmt- unarleik í gamalli merkingu, eins og skáldið gerir, þ.e.: leik- ur til að skemmta fólki. Hér er ekki um að ræða neinn af- skræmdan gleðileik í venju- legum skilningi, enda eru kafl- ar í miðhluta leikritsins. þriðja og þó einkum fjórða þætti, í senn dauft og staðnað drama — og ekki getur kómedía átt við þá. En af Dúfnaveizlunni má fá all- góða skemmtun, og yirðist mér það eitt af því sem fyrir höf- undi vakir. Stundum fer „skemmtunin“ þó út í öfgar, t.d. þegar Rögnvaldur Reykill eyðir sjálfum sér — og er öll sú se'na vægast sagt misheppnuð. Aðalvankantar leikritsins eru, eins og fyrr getur, deyfðin eða kyrrstaðan í dramanu 1 þriðja og þó einkum fjórða þætti, sem gerist í Grand hótel. En með sjálfri dúfnaveizlunni má segja að Eyjólfur hressist, enda er veizlan, þótt stutt sé, harla fyndin og allnöpur ádeila á ýmis- legt i nútímanum. Hún er kær- komið ris í leiknum og sýnir í senn örugga leikstjórn og kunn- áttu höfundar. Aftur á móti er „giftingin“ misheppnuð og hefði mátt gera kröfur til að leikararnir útfærðu þá senu með meiri stílfestu, en það hefði kannski engu bjargað. Annars leikur Guðrún Ásmunds- dóttir stúlkuna Öndu af nær- gætni, og túlkun Borgars Garð- arssonar á Rögnvaldi Reykli, eða RR, er oft góð, en leikur hans er þó með köflum of mikið „teater" fyrir minn smekk, þ.e. hann ofleikur persónuna og mað- ur gleymir því of sjaldan að hann er á sviðinu, enda ekki heiglum hent að koma þessum róbót til skila með viðunandi árangri. Hér á höfundur sök, því hann hefur ekki lagt nóga rækt við hlutverkið. Langar óg glórulausar bollaleggingar RR eru harla þreytandi og margt óeðlilegt í orðum hans og at- höfnum, enda kannski ekki und- arlegt, þar sem hér er á ferðinni spjátrungur og gervimaður — og hann ekki af betra taginu. Hann er aðalandstæða gömlu hjón- anna, sem halda vörð um fornar dxggðir af góðmennsku og ást- ríki, en RR virðist ekki hafa áhuga á öðru en milljónum, hug- arórum og dellu í einhverri mynd — og viðhorfin í samræmi við manngerðina: aðalatvinna hans er t.d. framleiðsla á músa- fóðri. Það með öðru álíka er hans „húmanismi". Og svo vill hann auðvitað einnig finna upp aðferð til að koma fólki til tunglsins! Munurinn á mönnum og öpum er ekki umtalsverður í hans aug- um. En hvað sem þessu líður: hann táknar eitthvað nýtt og ómerkilegt í okkar tíma (og þar er áreiðanlega af nógu að taka) — en það virðist allt fara í súg- inn undir lokin. Er uppörvandi að höfundur skuli ekki gera ráð fyrir að allt muni að lokum fara til fjandans. Hann er sém sagt ekki svartsýnni en efni standa til. Þá er Gvendó harla tvísýn per- sóna, og kannski sá þáttur leiks- ins sem menn eiga erfiðast með að átta sig á. Hann er ýmist lög- fræðingur í einkennisbúningi eða barónessa í kjól, og að því er virðist allt þar á milli. Þarna breytist skemmtunarleikurinn í farsa, strax í öðrum þætti verða takmörkin óglögg. Þekkt- um mönnum i þjóðlífi okkar bregður fyrir í persónunni eins og leiftri: þeim sem selja eða seldu hús, þeim sem starfa eða störfuðu á vegum Rauða kross- ins o.s.frv. Ég spurði skáldið hvernig á því stæði, að Gvendó kemur í kjól inn á sviðið, og hann svaraði þessu til: „Það er hans fyndni“. Ég verð að við- urkenna að mér finnst „fyndni“ Gvendós með köflum truflandi og grínið harla vandræðalegt, Virtist mér þessi persóna gjarna gegna því hlutverki einu að beina leiknum í ákveðinn far- veg, en þó verður að játa að hún stendur einnig í sambandi við grundvallartema höfundar, þ.e. hjálpar okkur til að skilja hvert hann er að fara; rugling- urinn á gervi hennar undirstrik- ar rugling á verðmætum, en það viðfangsefni glímir Halldór Lax- ness ekki aðeins við í þessu leik- riti, heldur velflestum verkum sínum upp á síðkastið. Hér er ekki verið að deila á yfirstétt eða auðmenn, eins og var í tízku í gamla daga, heldur á peningastrefið almennt, hvar sem það fyrirfinnst á byggðu bóli. Skáldið gagnrýnir hvernig allt verður keypt með pening- um og þá ekki sízt mannssálin — og hann lýsir frati á þessa kaupmennsku. Kemur þetta sjónarmið einnig fram í Prjónastofunni Sólin, og er raunar undirstöðutema þess leikrits, sem er fram að hléi athyglisverð skopstæling á mannlífsgríninu og ekki útskots- áfangi á þróunarferli skáldsins Halldórs Laxness, þó mislukk- að sé. Hvorki þar né í Dúfna- veizlunni er gert ráð fyrir að ýtt sé undir fólk að vera ein- staklingar, sterkir og sjálfstæð- ir í skoðunum ,heldur söluvarn- ingur, ef spekúlöntum býður svo við að horfa. Heimurinn er leik- rit. Hvað á maður í leikriti? Rulluna sem maður leikur. En mundu ekki ýmsir vilja ná „rull- unni“ á sitt vald, annaðhvort með peningum eða á annan hátt? í Dúfnaveizlunni er ekki að- eins fjallað um þá sem hafa misst hendurnar, heldur fyrst og síðast hina sem hafa misst hjart- að. Gvendó er einn þeirra, en hann snýr heim aftur að lokum eins og týndi sonurinn (sumir mundu segja vegna taós!). En samt skulum við fara varlega i bjartsýni okkar: þegar pressar- inn ætlar „að taka á sig glæp- inn“ í lok leiksins, vaknar sú spurning hvort það mundi ekki vera bannað með logum „að endurreisa mannkynið". En Gvendó sýnir að einstaklingur- inn getur aftur orðið einstakling- ur, hann á þess sem sagt kost að brjóta lögmál Hávamála um ap- ann og aurana. Hann á þess kost að snúa „heim.“ En þó standa þeir höllum fæti, bæði í Prjóna- stofunni og Dúfnaveizlunni, sem ætla sér að halda trúnað við hjarta sitt. En pressaranum og konu hans, sem raunar er eins og gömul mubla, en þó traust og sterk, er það eiginlegt. Þess vegna sigra þau. í Dúfnaveizlunni er meira að segja gengið svo langt, að gera velheppnað skop að svokallaðri stéttabaráttu hér sem annars staðar og á Gvendó þátt í því. Eftirsókn eftir misskildum verð- mætum hefur jafnvel gert stétta- baráttuna að smáborgaralegri kómedíu, lúðrablæstri og orða- skaki þegar bezt lætur. (Við skulum vona, að það ásannist ekki í dag). Þetta skop — eða eigum við heldur að kalla það ádeilu á stéttabaráttuna — fær aukinn slagkraft með velheppn- aðri tónlist Leifs Þórarinssonar, ekki sízt með dálítið fyndinni notkun eða öllu heldur skopstæl- ingu á internasjónalnum, og grímubúningum í öðrum þætti. Hvorttveggja mjög vel heppnuð leikhúsbrögð. Gisli Halldórsson leikur Gvendó vel og er fróðlegt að gefa gaum að því, hvernig leikur hans breytist frá fyrsta þætti, þegar hann kemur í heimsókn til pressarans sem lögfræðingur og til síðasta þáttar, þegar hann nær góðum tökum á óvæntri kímni. Aftur á móti er hlutverk- ið vandræðalegt með köflum eins og fyrr segir og tekur út yfir, þegar hann er að drepa flugurnar í hótelinu. Slíkar kúnstir (þær tóku talsverðan tíma) eiga aðeins heima í förs- um og revíum. En þar með er ekki sagt að þær geti ekki verið „teater'M —O— Hér að framan hefur verið reynt að benda á kosti og galla Dúfnaveizlunnar, eins og þeir Þorsteinn Ö. Stephensen (pressarinn) og Anna Guðmundsdóttir (kona hans) ar. Gísli Halldórsson (Gvendó) og pressarahjónin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.