Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 6
JS_______________________ Vil selja Volkswagen ’58 árg., blæju bíll, sem er búið að hluta í sundur. Uppl. í síma 32491 eða á Sogaveg 106. Tökum að okkur klæðningar. Gefum upp verð áður en verk er hafið. Verzlunin Húsmunir Hverfisgötu 82. Sími 13655. Húsdýraáburður til sölu Mokað á bíla. Hestamannafélagið Fákur Fermingarmyndatökur Nýja myndastofan Laugavegi 43 B. Sími 15-1-25. Keflavík — Atvinna Röskur maður og unglings- piltur óskast til afgreiðslu- starfa. Stapafell, sími 1730. Iðnaðarpláss 60—80 ferm. með ljósi og hita óskast til leigu. Uppl. í síma 23912 á daginn og 22807 eftir kl. 6.00 á kvöld- in. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn, Skólavörðu- stíg 23. Sími 23375. Kaupið 1. flokks húsgögn Sófasett, svefnsófar, svefn- bekkir, svefnstólar. 5 ára ábyrgð. Valhúsgögn, Skóla vörðustíg 23. — Sími 23375. Kaupi háu verði Jarðabók (AM). Sýslu- mannsævir (BB). Arbæk- ur Espólín. Ættarskrár o.fl. Jón Ólafsson. Sími 14537. Ullargamið Clarissa Nova og Dralon- garn. Verzlun Þorláks Benediktssonar, Akurhús- um, Garði. Sími 1704. Gúmmístígvél „Tretorn" sænsk gæðavara, fyrir kvenfólk, unglinga og börn. Verzlun Þorláks Benediktssonar, Akurhús- um, Garði. Sími 7104. Strigaskór — uppreimaðir. Verzlun Þorláks Benediktssonar, Akurhúsum Garði. Sími 7104. Svissneskur kajak til sölu. Ui>plýsingar í sima 18605. Til sölu Skoda Oktavian, árg. ’61. Uppl. í síma 10238, eða Drápuhlíð 22. Baby-gam — Angoragam, Dralongam — 7 teg. Skútugam. Cambi crep, Hjarta crep. Þorsteinsbúð, Snorrabr. 61 og Keflavík. MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 1. naaí 1966 Ur riki náttúrunnar Þórseðla mætir Járnbrautarlest. Eins og flestir vita, geyma jarðlögin minjar um tilvist hinna geysistóru skriðdýr og annarra risadýra, sem lifðu á miðöld jarðsögunnar. Fæstir hafa þó leiit huga að því hvílikar voða skepnur þetta voru. Við munum í dag- bókinni i dag og næstu daga birta nokkrar myndir, sem menn þekkja, og eru stærð- arhlutföllin rétt. Þórseðlan var eitt stærsta dýr á þessum tíma. Þyngd hennar var 40 smálestir, en heili hennar vóg þó aðeins 1 kg. Hún gat lyft höfðinu 10 metra í loft upp. Myndin sem bér birtist til hliðar, sýnir járnbrautarlest mæta Þórs- eðlu, og óhætt er að fullyrða að farþegunum myndi bregða illilega í brún, ef slíkt og þvílíkt gerðist í dag. Risaletidýrið verkar líka stórfenglega við hliðina á strætisvagninum. Það var 7 metrar á hæð, og sjálfsagt ylli það mikilli umferðartöf, ef það birtist einn daginn á Lækjartorgi til að heilsa upp á farþegana í Kleppi-hrað- ferð. Annars var þetta risa- vaxna dýr frekar hættuiítið, enda sauðlatt. Svona hefur heimurinn ver- ið skrýtinn hér áður og fyrr meir. Ætli sé ekki margt skrýtið í honum ennþá? En svo við endum þetta spjall okkar um dýr í dag, er ekki úr vegi að minna einu sinní enn á sýningu þá á nátt úrugripum, sem nokkrir á- hugamenn um náttúrufræði standa að á Fríkirkjuvegi 11. Síðasti sýningardagurinn mun vera í dag, og er sýningin op- in frá kl. 2—10. Þetta er ágæt sýning. Þótt hún komi ekki í stað náttúrugripasafns, en salur þess hefur ekki ver- ið opinn um árabil, og er mik ill skaði. En sjón er sögu rík- ari, og siðasta tækifærið er í dag. — Fr. S. Þvi að til Jvess eruð þér Kallaðir, Því að Kristur leið einnig fyrir yður Qg eftirlét yður fyrirmynd (1. Pét. 2, 21). I dag er sunnudagur 1. maí og er það 121. dagur ársins 1966_ Eftir lifa 244 dagar. Hátiðisdagur verkalýðsins. 3. sunnu- dagur eftir páska. Tveggja postula messa Valborgarraessa. Tungl næst jörðu. Árdegisháflæði kl. 4:32. Síðdegisháflæði kl. 16:07. Upplýsingar um læknaþjón- ustu í borginní gefnar i sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Siminn er 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sóiar- hringinn — simi 2-12-30. Næturlæknir í Keflavík 28. apríl til 29. april Guðjón Klem- enzson simi 1567, 30. apríl til 1. maí Jón K. Jóhannsson sími 1800 2. maí Kjartan Ólafsson sími 1700 3. maí Arinbjörn Ólafsson sími 1840, 4. mai Guðjón Klemenzson sími 1567. Næturlæknir í Hafnarfirði: Helgarvarzla laugardag til mánu dagsmorguns Bjarni Snæbjörns- son símí 50245, Helgarvarzla sunnudag til mánudags 2. — 2. maí Eiríkur Björnsson sími 50235 aðfaranótt 3 .mai Kristján Jó- hannesson, simi 50056. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka dagakl. 9—7, nema Iaugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Framvegis verðar tekið á móti þoim, er geía vilja blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl 9—11 f.h. og 2—4 eJi. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f,h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja* víkur á skrlfstofutíma 18222. Nætur* og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtakanna Hverfisgötu 116, sími 16373. Opin alU virka daga frá kl. 6—7. I.O.O.F. 1« = 148528*4 = I.O.O.F. 3 = 148528 = O. sá NÆST bezti Eins og kunnugt er, greiddi Karl Kristjánsson með frumvarpinu um kisilgúrinn, og má nærri geta, að upplitið hafi ekki verið fagurt á Eysteini, enda herma fregnir, að hann hafi hellt sér yfir Karl á fundi í þingfl okknum, skammað hann duglega fyrir að brjótast undan flokksaganum. Þetta væri miklu verra en Álið. Þá er sagt, að Karl hafi svarað með hægð: „Þið settuð fyrir mig rottugildru, og ég sat í henni,“ í dag er 60 ára frú Laufey Sigurðardóttir kona Björgvins V. Jónssonar málarameistara á Akureyri. Frú Laufey er dóttir Sigrúnar Sigurðardóttur frá Leyningi og Sigurðar Sigurðs- sonar manns hennar. Hún ólst upþ í Eyjafirði fram, hjá for- eldrum sínum en fluttist síðan til Akureyrar og kvæntist þar manni sínum og búa þau að Hlíðargötu 3 þar í bæ. Þau eign uðust tvö böm, Jón Ragnar, sem búsettur er í Reykjavík og Sig- rúnu kennara á Akureyri. Fréttir Náttúrugripasýning áhuga- manna Frikirkjuvegi 11 er opin daglega frá kl. 2—10. Komið og sjáið - fallega náttúrugTipi. Kvenfélag Laugarnessóknar, heldur fund í kirkjukjallaranum mánudaginn 2. maí kl. 8.30 stund víslega. Fjölbreytt fundarefni. Stjórnin. Kristniboðsfélag kvenna i Reykjavík hefur sína árlegu kaffisölu í kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13, sunnudag inn 1. maí frá kl. 3—11 síðdegis. Allur ágóði rennur til kristni- boðsstöðvarinnar í Konsó. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. GMLT oe con Skarða-Gísli var ölkær, einkum þegar hann kom í kaupstað. Eitt sinn kom hann út á Húsa- vík, keypti brennivinsstaup og renndi úr því í einum teyg. Jakob Johnsen kaupmaður var þar nærstaddur og hafði orð um, að þessi aðferð væri „svolaleg". Gísli gegndi þegar með þessari vísu: Hálsinn skola mér er mál, mín þvi hol er kverkin. Ég mun þola þessa skál, það eru svolamerkin. Spakmœli dagsins Kristindómurinn kenndi mönn- um, að kærleikurinn er meira virði en gáíurnar. — J. Maritain. Loftmynd af Ytri- og Innri Njarðvik. Fréttirnar í fáum dráttum fiskeríið er að glæðast, póletík úr öllum áttum, ýmiss konar listar fæðast. Veðrið það er vestan bræla veit ei, hvað ’ún stendur lengi Austan kalda ýmsir hæla ánægður, ef logn ég fengi. Flensan er í fullum gangi ferðast um og kemur viða i hana þótt engan langi upp í rúmin viU hún skríða. Bjargast hver, sem bezt hann getur bræðslutýlu margur háður, kemur eftir kaldan vetur kæra vorið, nú sem áður. I fréttum ekki færðu meira, Friðrik minn, i Visukornið leggðu tólið létt við eyra, lítið fyllir pokahomið. Flestir eru af fréttnm mettir fljótt þær koma, oftast strax. Eru þetta engar fréttir? annáll kannski nú tU dags? Guðmundur A. Finnbogason, Hvoli. Innri-Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.