Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 3
^ Sunnudagur T. waf 1966 MORCU N BLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: STÉH VIÐ STÉH í ÖLLUM höfuðtrúarbrögðum mannkyns er bræðralagshugsjón í einhverjum mæli boðuð. En hvergi eins og í kenningu Jesú frá Nasaret. Þar er bræðralags- hugsjónin grundvöllur alls, sem um mannleg samskipti og sam- félag manna er kennt. Og þessa meginhugsjón um mannlegt samfélag orðar einn hinna helgu höfunda svo: „Vér erum hver annars limir". 1 Mannkynsfjölskyldan er einn líkami. Limir hans eru mennirn- ir. Ef einn limur þjáist, þjáist annar með honum. Því getur enginn maður skoðað sig sem ein angraðan einstakling, óháðan öll um hinum. Við erum bundin margvíslegum böndum í eina fjöl skyldu. Við hljótum því að eiga samflot um vellíðan og vansæld. Breyttar aðstæður knýja til skilnings á samábyrgð borgar- anna. Áður fyrr var með nokkr- um sanni hægt að segja, að hver einstakur gæti búið að sínu. En þeir tímar eru liðnir. Menn geta ekki leyft sér lengur, að tala um bræðralagið sem fjarlæga hug- sjón og gera við hana viðkvæmis gælur sem fagran en óframkvæm anlegan draum. Eins og nú er komið nútíma- þjóðfélagi, er líf borgaranna við sjó og í sveit og í öllum stéttum samtvinnað í miklu ríkara mæli en áður var. Þá gátu hin einstöku heimili að mestu leyti verið sjálf um sér nóg. En nú er svo komið, að bræðralag í framkvæmd og lifandi ábyrgðarkennd einstakl- inganna gagnvart þjóðarheild er beinlínis skilyrði þess, að við fá um lifað í landinu. Hið litla ís- lenzka þjóðfélag fær ekki staðizt, ef skefjalaus einstaklingshyggja, sérdrægni og tillitsleysi við þjóð arhag og afkomu annarra stétta ræður athöfnum borgaranna. Við verðum að læra að dýpka samfélagskenndina, ef við ætlum okkur að varðveita lýðræðið. Og hér það, að hið mikla hlutverk bíður kistindómsins. Það er ekki líklegt að það hlut verk verði rækt með þeirri sí- vaxandi áherzlu, sem nú er verið að leggja á kirkjulegheitin, til- gerð og lítúrgískt tildur. Allt slíkt var svo víðsfjarri Kristi, þegar hann flutti Fjallræðuna. En hún er það lifandi orð, sem á að kenna samtíð okkar þá lexíu sem henni er nauðsynlegust að læra: Lexíu samfélagsins, flutta á lifandi máli, sem samtíðin skil ur og er tunga hennar. Þá lexíu hefir naumast nokk ur orðað einfaldar og betur en hinn helgi höfundur, sem sagði: „Vér erum hver annars limir“. í dag er haldinn hátíðlegur dagur þeirrar stéttar, sem minnst ber úr býtum af borði þjóðfélags ins. Og á hennar degi er ástæða til að minna á þær skyldur, er þeim ber að rækja, sem miklu stærri skerf skammta sér úr þjoð arbúinu. Mönnum er að skiljast það bet ur en fyrr ,bæði þeim sem vinnu selja og þeim sem vinnu kaupa, að hófsamlegt jafnvægi þarf að ríkja milli stétta þjóðfélagsins. Þessvegna má engin stétt, og sízt þær, sem mest úr býtum bera, ganga svo freklega fram í hagsmunakröfum sínum, að þær sprengi þá umgjörð, sem litlu og fámennu þjóðfélagi er óhjá- kvæmilega sett. Hið gengdarlausa kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags er öllum hugsandi mönnum í þjóð- félaginu áhyggjuefni, og kapp* hlaupið milli stéttanna um kaup-< gjaldið, kapphlaupið, sem jafnaai kemur harðast niður á þeim, sena lægst hafa laun. Hvar má drepa við fæti og finna grundvöll til að byggja á skynsamlegra og heilbrigðara þjóðlíf? Grundvöllurinn er sú samfé- lagshyggja, sem Fjallræðan boð- ar og er kjarni kristilegrar sið- fræði. Án þess að virða það lögmál í valdstjórn sinni njóta valdhaf- arnir ekki trausts borgaranna. Og er nokkur önnur leið hugs anleg til að vekja í borgurunum þá samfélagskennd, sem við verð um að eignast, ef við viljum varð veita lýðræðið og tryggja þjóðar- hag? „Vér erum hver annars limlr**. Bræðralagið er ekki fjarlæg hugsjón til að gera gælur við Og punta sig með á tyllidögum. Bræðralagið er lögmál, sem eng- inn getur brotið án þess að bíða böl og tjón. IJR • • hTiUdLTITH BO R GIIM M I BORGIMMI GIMMI Or þróun í leikvallamálum borgarinnar Takmarkið að leikvellir og húsa- byggingar í nýju hverfunum fylgist að — Tveir nýir vellir á þessu ári MJÖG ör þróun hefur orð- ið í leikvallamálum borg- arinnar síðustu árin og eru leikvellir, sparkvellir og leiksvæði ýmisskonar á hennar vegum nú samtals 66 og ráðgert að bæta við tveimur nýjum leikvöllum með mjög fullkomnum leiksvæðum nú í ár. Fyrir fjórum árum voru hér 50 slík leiksvæði handa börn- um, en svo ört hefur þeim fjölgað þessi fjögur ár að bætzt hafa við á hverju ári fjögur leiksvæði ein- hvers konar og þar af að minnsta kosti einn leik- völlur árlega. Af þessum leikvöllum og leiksvæðum eru 22 gæzluvellir, 18 þeirra svo- kallaðir „lokaðir smábarna gæzluvellir" en fjórir „opn ir“. Aðsókn að völlunum. er mjög mikil og eykst jafnt og þétt en er misskipt milli einstakra valla. Heild araðsókn að leikvöllum í fyrra var 506.510 börn og 1964 var hún 470.081 barn. Áformaðar eru nú í ár fram kvæmdir við tvo nýja ieik- velli, annan við Rofabæ og hinn við Sæviðarsund, sem báðir verða mjög glæsilegir og fullkomnir í alla staði. Þar verða auk lokaðra smábarna- gæzluvalla einnig opnir leik- vellir, rúmgóð körfubolta- svæði og knattspyrnuvellir. Allt verður þetta á einum og sama stað og reynt verður að fylgja eftir framkvæmdum í húsbyggingum á þessum stöð- um eftir því sem föng eru á. Síðar verður reynt að láta jafnan haldast í hendur bygg- ingaframkvæmdir í nýjum hverfum og skipulag og bygg- ingu leikvalla og leiksvæða fyrir börn hverfisbúa. Nú í vor eiga leikvellir borgarinnar annars hálfrar aldar afmæli, því það var ein- mitt á sumardaginn fyrsta ár- ið 1915 sem hinn fyrsti þeirra tók til starfa. Það var leik- völlurinn við Grettisgötu, er Kvenréttindafélag íslands beitti sér fyrir að gerður yrði. Ekki var þó mikið að gert í leikvallamálum næstu árin og áratugina og leið svo fram á sjötta tug aldarinnar. Árið 1951 voru aðeins fjórir leik- vellir í Reykjavík auk Grettis götuvallarins, vellirnir á Njálsgötu og Freyjugötu, við Hringbraut og Vesturvalla- götu. Skúlagötuvöllurinn, hinn sjötti í röðinni, var tek- inn í notkun 1953 og síðan hefur þróunin verið æ örari. 1957 voru leikvellirnir orðnir 14 og í árslok 1965 voru þeir 22, eins og áður segir. Blaðamaður Mbl. skrapp einn morguninn að skoða snöggvast og bera saman nokkra hina nýrri leikvalla í fylgd með Jens Guðbjörns- syni, yfirumsjónarmanni leik- valla og leiksvæða í borginni. Fyrst var haldið til leikvall arins við Dunhrga, sem tek- inn var í notkun 1957. Sá völl- ur er einkar vel staðsettur, kyrrlátur og friðsæll reitur að baki húsagarða og liggur ekki að neinum umferðargötum. „Það er nú einmitt það sem við keppum að“, segir Jens, „að börnin þurfi aldrei að fara yfir neinar umferðargöt- ur fyrr en þau hafa vit og þroska til slíks. Annars eiga foreldrar að láta fylgja börn- um til leikvallarins og frá“. Á leikvellinum er rúmt hundrað barna að leik og gæzlukonurnar þrjár hafa í nógu að snúast. Flest eru börnin tilsýndar undir fjögurra ára aldri. „Það er svona núna“, segir ein þeirra, „en það eru daga- og jafnvel stundaskipti að þessu. Sex ára börn þykjast flest orðin of stór til að vera hér, og eru líka oftast ódælust þegar þau koma“. í snotru skýli í öðrum enda vallarins rétt við hliðið er af- drep fyrir gæzlukonurnar og þangað er líka hægt að skreppa með barn sem þarfn- ast sérstakrar aðhlynningar, þarf að hugga eða binda um sár á. Þar inni geyma líka gæzlu- konurnar skýrslur sínar, þar sem skráður er fjöldi þarna sem völlinn sækir dag hv.ern — það er talið tvisvar á dag, kvölds og morgna — athuga- semdir um veðrið, sem hefur einna mest áhrif á aðsóknina — „fyrir utan flensuna núna“, segir gæzlukonan. Þar er líka ætlað rúm til að skrá aðrar athugasemdir, slys og óhöpp, sem fyrir kunna að koma o. þ. h. Við gluggum í nokkrar skýrslur, barnafjöldinn er upp og ofan, enda gera bæði páska vikan með öll sín frí og svo flensan fyrrgreind strik i þá reikninga, veðurfar er breyti- legt eins og oftast nær á þessu landi, og slys eru engin — „og hafa ekki orðið svo mig reki minni til“, segir Jens, „engin alvarleg að minnsta kosti — þótt plástrar og sára- bindi gangi stundum skjótt til þurrðar". Þegar við förum, ámálga gæzlukonurnar hvort ekki muni hægt að fá einhvern til þess að hreinsa tröðina sem liggur að leikvellinum og Jens lofar að sjá til þess að það verði gert. „Við höfum nefni- lega flokk manna sem fer um bæinn og annast viðhald og snyrtingu þessara tæplega sjötíu leikvalla og leiksvæða okkar“, segir hann þegar við ökum brott, ,.auk hinna, sem við nýbyggingarnar vinna“. Inni í Bólstaðahlíð er nýj- asti leikvöllur borgarinnar, settur niður í þéttbýlu hverfi, sem enn er ekki fullbyggt. „Hér erum við sem næst jafn- fljótir húsbyggjendum", segir Jens. „Þarna er verið að vinna að smíði nýs fjölbýlishúss, og þegar íbúarnir flytja inn geta þeir strax fyrsta daginn kom- Framhald á bls. 31. BORGIMMI IIR BORGIMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.