Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 Alusuisse og isal reiðubúin til að aðstoða íslenzka iðnaðaraðila við þróun úrvinnslu úr áli á Islandi Lr ræðu Sveins Guðmundssonar koma mér lyrir sjónir. Virðist nú rétt að rifja upp bókmennta- lega stöðu verksins. Þó Dúfna- veizlan sé harla frábrugðin sam- nefndri sögu í Sjöstafakverinu, sem út kom haustið 1964, gaetir verulegra áhrifa frá henni á per- sónusköpun O'g viðhorf. í smásögunni fjallar skáldið ekki um annað en dúfnaveizluna og allt utan við hana í leikrit- inu er því nýtt af nálinni. En sumt úr sögunni gengur aftur 1 leikritinu, það hlýtur hver mað- ur að sjá í hendi sér. í fyrsta þaetti koma áhrif sög- unar t d. strax vel í ljós í sumu af því sem pressarinn og kona hans segja og einnig eru mann- gerðirnar líkar á margan hátt, einkum pressarinn; konan . er jafn slæm í fótunum, guðsótti hennar samur og jafn og „hjarta- blíðan“ undirtónn sálarlífsins í báðum tilfellum; pressarinn á svipaðar minningar um fóstra sinn, hugarheimur hans er sá eami: „Ég bauð símaskránni", 6egir hann, og í leikritinu kem- ur símaskráin einnig við sögu: Hún er „eina bókin, þar sem merkilegir menn standa við hlið- ina á ómerkilegum“, segir press- arinn. Þannig ber margt að sama brunni og ekki er hægt að ganga framhjá sögunni, þegar fjallað er um leikritið, skop og ádeila af sama toga, ýkjur og fjarstæð- ur — jafnvel peningaflóðið svip- að vandamál. Auk þess koma fleiri persónur en fyrrnefnd- ar við sögu í báðum verk- unum: sá blindi, sá sem hefur hellu fyrir eyrum, svo dæmi séu tekin af þessum fulltrúum mann- félagsstigans upp og ofan — og niðurstaðan af veizlunni miklu í tilefni af sjötugsafmæli press- arans í sama stíl: „Samkvæmið í heild minti á blaðsíðu úr texta sem satsinn af honum hef- ur fallið í gólfið og linurnar farið í graut, en verið tíndar upp í skyndi og prentaðar án þess tími ynnist til að lesa þær saman“. Og auðvitað má ekki niinna vera en veizlugestir rífi í sig tákn friðarins í þessu alþjóð- lega samkvæmL Dúfnaveizlan birtist fyrst á prenti í tímariti Máls og menn- ingar vorið 1964. Ekki veit ég, hvers vegna Halldóri Laxness kom einmitt í hug að fjalla um þetta efni, en þó get ég ekki varizt þeirri hugsun, að Oddur Björnsson hafi ýtt við honum. Athyglisverður einþáttungur Odds, Partý, var sýndur í Grímu 1963, og kom út um svipað leyti, ef ég man rétt. í>ar er einnig fjallað um einskonar dúfna- veizlu, og ég sé ekki betur en svipað vaki fyrir báðum höf- undum; fjarstæðufyndnin ekki ósvipuð og ádeilubroddinum beint að samskonar fyrirbærum í nútímanum. Ef hér er um ein- skæra tilviljun að ræða, sem ég skal ekki fortaka, er ekki hægt að segja annað en hún sé í senn skemmtileg og einstæð. En hvað getur ekki komið fyrir; eitt sinn skrifuðu tveir ger- tnönskufræðingar doktorsritgerð- ir um smáorðið of í fornnorræn- um skáldskap, vissi hvorugur af hinum — en komust að sömu niðurstöðu. Það sem fólki getur dottið í hug! f smásögunni Dúfnaveizlan er tekið til meðferðar eitt af aðal- temum þeirra leikrita Halldórs Laxness, sem sýnd hafa verið síðustu árin, sbr. þessi orð buxnapressarans: „En þegar ég var búinn að kasta peningun- um í hús, þá tók í hnúkana. Fyrst tvöfölduðust þeir, síðan tí- földuðust þeir, þarnæst hundrað- földuðust þeir og loksins þúsund- földuðust þeir. Altaf komu meiri og meiri hús fyrir pen- íngana og meiri peníngar fyrir húsin. Einusinni vissi ég ekki fyren lögfræðingurinn kemur til mín með nýa amríska bíla, — ©g ég sem hafði aldrei stigið upp i bíl!“ Hina eiginlegu fulltrúa pen- ingastrefsins mikla geymir höf- undur sér þar til hann semur leikritið, en þar gefur hann þeim líf, sumpart í samsettri persónu Gvendós, en þó einkum í RR. Eykur það auðvitað á dýpt viðfangsefnisins. í smásög- unni skortir aftur á móti ekki á andstæður þeirra kumpána, eins og lesa má út úr þessum orðum kerlingarinnar, svo dæmi sé tekið: „Við eigum sálmabók- ina, sagði konan uppúr balanum. Þar er þessi blessaði sálmur eftir hann séra Pál heitinn Jónsson í Viðvík, Enn í trausti elsku þinn- ar. Það er óþarfi að kunna fleiri sálma“. Niðurstaðan? Ætli sé fráleitt að svara með annarri spurningu: Hvað stoðar það manninn þó hann eigi fullt hús peninga — ef hann á engan söngfugl í brjósti sínu? Hér verður látið staðar numið, enda ekki ástæða til að fara frekar út í einstök atriði þess- arar sýningar Leikfélagsins á Dúfnaveizlunni. Leikstjórn Helga Skúlasonar er hugmynda- rík og örugg, enda er hann frjór og hugkvæmur leikhúsmaður, og leikmyndir Steinþórs Sigurðs- sonar heppnuð umgjörð um líf harla ólíkra og einkennilegra persóna og mannfélagsfulltrúa. Margir leikarar koma við sögu, en ekki þykir mér ástæða til að nefna þá alla, enda flest hlutverkin fyrst og fremst eyðu- fylling í heildarmynd verksins. Hrumsýningargestir tóku leik- sýningunni ágætlega og voru í bezta skapi leikinn á enda. Þar sátu ekki „mismunandi skap- góðir veizlugestir“, eins og segir í Prjónastofunni Sólinni. Enginn vafi leikur á því, að þetta síðasta verk Halldórs Lax- ness kemst næst þvi að takast \ sviðinu af þeim* leikritum, sem sýnd hafa verið eftir hann síð- ustu árin. Dúfnaveizlan er á margan hátt athyglisvert leikhús verk og fróðlegt að sjá, hvernig honum hefur nú loks tekizt að ganga ósár að mestu frá glímunni við sviðið. Hér hafa margir lagt hönd á plóg, og er ekki annað af sýningunni að sjá en allir hafi lagzt á eitt að gera hana sem bezt úr garði, þó um sumt megi deila. Halldór Laxness hefur sjálfur komizt svo að orði í blaðaviðtali, að leiklistin sé „fag, sem þarf að læra“. Hann hefur nú fengið gott tækifæri til að læra þetta fag, betra en margir aðrir. Og hann hefur ekki brugðizt vonum manna í þetta sinn. Hann á heið- ur skilið fyrir „að reyna að ala sjálfan sig upp á gamals aldri“, eins og hann hefur komizt að orði. Það hlýtur að vera mikið átak fyrir svo frægt skáld að kanna lítt kunnar slóðir og hætta svo miklum orðstír, sem raun ber vitni. En hann hefur haft hugrekki til þess. Og úr þessu fer árangurinn að koma í ljós (ég tala nú ekki um ef hann tileinkaði sér eitthvað af vinnu- brögðum og mannskoðun banda- rískra leikskálda, sem hann virð- ist hafa ofnæmi fyrir). Hann hefur sagt að allir væru á móti því að hann skrifaði leikrit — nema hann sjálfur. Eftir Dúfna- veizluna getur varla verið að hann verði áfram einn á báti. Bilið milli síðustu skáldsagna hans og leikhússins var lítið orð- ið, svo eðlilegt var að hann stigi skrefið til fulls. íslenzk leikhús eiga áreiðanlega eftir að njóta góðs af þessari ákvörðun hins mikla sagnaskálds — en það þarf ekki endilega að hafa í för með sér að rómaninn deyi á íslandi. Aftur á móti gæti það orðið til þess að líf færðist í tuskurnar í islenzkri leikrita- gerð — enn betur en hingað til. Og þó hefur hún nú um skeið verið fjölskrúðugri en stundum áður. Matthías Johannessen. IÍRAFNKELL ASGEIRSSON, héraðsdómslögmaffur Vesturgötu 10, Hafnarfirði Sími 50318. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viffar, hrl. Hafnarstræti 1.1 — Sími 19406. Máiflutningsskrifstofa JÖN N. SIGL'RÐSSON Simi 14934 — Laugavegj 10 FRUMVARPIÐ um álbræðslu í Straumsvík kom til 2. umræðu í efri-deild Alþingis á föstudaginn. Fram komu um málið þrjú nefnd arálit. Sveinn Guðmundsson mælti fyrir áliti meiri-hluta ál- bræðslunefndar deildarinnar og rakti málið ýtarlega. Fara hér á eftir kaflar úr ræðu hans. Sviss-Alusuisse Fyrirtækið í Sviss, sem hér hef ir gengið til samninga við íslend inga, Sviss Aluminium Ltd., er gamalt og rótgróið hlutafélag, stofnað 1888. Félagið er stofnað til að sannprófa og nýta uppfinn ingu um rafgreiningu og fram- leiðslu á áli. En þess má geta í þvi sambandi að 8% jarðarskorp unnar samanstendur af þessu efni. Á sama hátt inmheldur jarð skorpan aðeins 5% af járni. £ þeim tíma sem framleiðsla áls hefst í Sviss byggðu Ameríku menn einnig ál-bræðslur og eru þeir að sjálfsögðu ? dag lang slærstu frainleiöendur þess málms. Merkilegt er að benda á, að Bandaríkjatnenn telja nauðsyn, til þess að gera álbræðslu arð- vænlega, pa þuvfi stærð bræðsl- unnar helzt að vera með allt að 2P0.00 tonna ársaiköst. Svisslendingar hínsvegar hafa byggt sínar álbræðslur mikið minni. Meðalbræðslur þeirra eru jafnvel með 30.000 tonna ársaf- köstum. Það, sem hér er talið koma til, er meðfæda nýtni og hagleikur S? isslendinga. Er því mikils vert fyrir ckkur íslend- inga, að komast í nánari kynni við þjóð, sem getur af hagleik og nýtni boðið stórþjóðum birginn og framleitt vörur fyrir heims- markað í smærri stíl en þær gera og á fullkomlega samkeppnis- færu verði. Stóriffja á íslandi Um áraraðir hefir það verið hugsjón beztu og víðsýnustu manna að koma þyrfti upp fjöl breyttari atvinnurekstri hér á landi, til öryggis og bættrar lífs- afkomu íslenzku þjóðarinnar. Vísir að stóriðju á íslandi má telja Innréttingar Skúla Magnús sonar á miðri 18. öld. Á þess tíma mælikvarða, var um stór- virki að ræða og hugsunin hjá Skúla, var að sjálfsögðu sú, að nýta hráefni sem til féll í land- inu, íslenzku ullina. Stórhugur þessa athafnamanns fékk hörmulegan endir, sem ekki þarf að rekja hér, svo kunn er sú saga öllum landsmönnum. Með virkjun vatnsaflsins hefst raunverulega íslenzk iðnbylting, svo stóran þátt á raforkan í þró unarsögu íslenzku þjóðarinnar. Með virkjun Sogsins, var brot- ið blað í notkun íslenzkra nátt- úruauðæfa og lagður grundvöll- ur að uppbyggingu þeirri, sem staðið hefir hin síðari ár. Það er engum vafa undirorpið, að beizlun fossanna hefir lagt grund völl að margháttuðum framför- um í landi okkar. Þetta sjáum við vel, en var þetta jafn ljóst öllum, þegar virkjanirnar hófust? Það má með sanni segja, að stóriðja hafi skapast hér á landi í sjávarútvegi, frystihúsin, síldar og fiskimjölsverksmiðjurnar tala sínu máli og landbúnaðinn, eða vinnslu landbúnaðarvara má einn ig nefna, svo sem stærstu mjólk- urvinnslustöðvarnar. Hið eiginlega hugtak stóriðju eins og okkur er það tamast 1 dag, miðast hins vegar við rekst ur svo sem Áburðarverksmiðj- una, Sementsverksmiðjun og ál- bræðslu, sem nú verður væntan lega að veruleika. Hugleiðingar um byggingu ál- bræðslu er ekki nýtt fyrir okkur íslendinga. Ég skal þó ekki fara lengra aftur í tímann en til árs- ins 1950—1953, þegar Hermann "Jónasson var raforkumálaráð- herra í ráðuneyti Steingr. Stein- þórssonar og lætur kynna sér á- huga erlendra aðila fyrir bygg- ingu álbræðslu á íslandi. Þetta leiðir af sér, að hér koma fulltrúar frá erlendum álbræðsl- um til þess að athuga möguleika til slíkra framkvæmda, hér á landi. Á þessum árum, komu hér Bretar, Kanadamenn og Sviss- lendingar. Ferðuðust þeir um landið, að Dettifossi, Þjórsá og Sveinn Guffmundsson víðar. Flugu yfir vatnasvæði og kynntu sér hafnarmöguleika. Þrátt fyrir áhuga þáverandi íslenzkra stjórnarvalda á málinu, varð ekki vakinn sá áhugi þess- ara erlendu aðilja á byggingu ál bræðslu hér á landi, að áfram- hald yrði á viðræðum. Árið 1957 í tíð V-stjórnarinnar lætur svo Hermann Jónasson hefja viðræð- ur við ameríska áliðjuhölda, Ren old, Keiser o. fl. Til þeirra viðræðna völdust Steingrímur Hermannsson og Vil hjálmur Þór þáverandi bankastj. Landsbankans og einn úr forustu liði Framsóknarflokksins. Hversu mjög sem þessir menn lögðu sig fram, var enn árangurslaust unn ið að álbræðslu á íslandi. Það sem næst skeður, eftir því sem mér er bezt kunnugt, er að íslenzkir iðnrekendur undir for- ustu F. í. I. gengu til samstarfs við norræn iðnrekendasamtök og 1960, um sumarið, er hér hald- inn Norrænn fundur iðnrekenda. Formaður F. í. I. var þá Sveinn B. Valfells, mikill áhugamaður um íslenzka iðnþróun. Á fundinum sumarið 1960, var rætt af miklum áhuga og velvilja af háífu norrænna iðnrekenda, um orkulindir landsins og upp- byggingu stóriðju á íslandi, þar sem íslendingar gætu notið stuðn ings hinna Norðurlandanna í einu eða öðru formi. í þessum viðræðum kom ótví- rætt í ljós, að norskir, danskir og finnskir iðnrekendur töldu lönd sín ekki aflögufær til neinna fjár hagslegra átaka utan síns heima- lands. Fulltrúar Svíþjóðar töldu hinsvegar ekki útilokaðar frek- ari athuganir og viðræður. Var það svo í byrjun næsta árs 1961 eftir nokkur bréfaskrif við F. í. I. að Sveriges Industriförbund bauð flokki fslendinga til Sví- þjóðar, svo þeir af eigin reynd gætu kynnt sér stóriðnað Svía, virkjanir og annað með tilliti til uppbyggingar stóriðju á íslandi. Sendinefnd þessari á vegum F. í. I. var mjög vel tekið og fékk hún aðstöðu til að kynna sér m.a. raforkuver, fiskiðnað, vélaiðnað og annað sem til mála gæti komið, er lyft gæti íslenzk- um iðnrekstri á hærra stig og verða mætti til bættra lífskjara íslenzku þjóðinni til handa. Eftir þessa kynningu var ljóst, að álbræðsla hér á landi myndi henta bezt, eins og á stóð, til þess að nýta náttúruauðæfi íslands og gerðu Svíar því sérstaka athugun á því, að hve miklu leyti, þeir gætu aðstoðað við byggingu ál- bræðslu hér á landi. Síðar kom í ljós, að hér var um of fjárfrekar framkvæmdir að ræða, jafnvel fyrir svo efna- hagslega sterka þjóð, sem Svíar eru. Eftir að þáverandi iðnaðar- málaráðherra, dr. Bjarni Bene- diktsson, hafði fengið í hendur skýrslu, yfir þessa Svíþjóðarför, skipaði hann 5. maí 1961 Stóriðju nefnd undir formennsku Jóhann esar Nordal Seðlabankastjóra, en hann var einn af þeim sem val- inn hafði verið til ferðarinnar. Það þarf ekki að rekja þessa sögu lengra. Störf Stóriðjunefnd ar eru kunn, m.a. af samningi þeim, sem hér liggur nú til stað- festingar. Ég hefi talið rétt að orðlengja nokkuð um aðdraganda þessa máls, vegna afstöðu og forgangs íslenzkra iðnrekenda til málsins, með tilliti til blaðaskrifa og um mæla, þar sem látið er að því liggja, að álbræðsla eigi ekki til- verurétt og verði til þess, að 6- eðlileg samkeppni skapist við inn lenda iðnrekendur, bæði um vinnuafl og á tæknisviði og séu þeir því mótfallnir álbræðslu á íslandi. Ég vænti að það sem ég hér hefi sagt, varpi skýru Ijósi á af- stöðu íslenzkra iðnrekenda til þessa frumvarps sem hér er til umræðu, álbræðslu í Straums- vík og er mér ekki kunnugt um einn einasta íslenzkan iðnrek- enda sem ekki fagnar þessum á- fanga. Meira að segja er mér kunnugt um stór iðnrekendur innan Framsóknarflokksins sem beinlínis bíða með eftirvæntingu, eftir að þessi draumur framfara- manna rætist. Framleiffsla áls Notkun á áli fer að sjálfsögðu ekki algjörlega eftir framleiðslu- löndum. Evrópulöndin sem samanlagt framleiða 1.2 millj. tonn nota 1.5 millj. til sinna þarfa. Noregur sjálfur notar 10% af því áli sem þar er framleitt. Svíþjóð notar yfir 50.000 tonn á ári og flytur þar af inn 20.000 tonn. Bretland notaði 360.000 tonn 1964 en framleiddi í landinu sjálfu aðeins 32.000 tonn. Af þessu verður nokkuð ljóst að markaður fyrir ál liggur ekki fjarlægt okkur, þar sem Bretar einir flytja inn yfir 300.000 tonn á ári. Heimsmarkaðsverð áls var að vísu mjög hátt í byrjun, eða allt að 50.000 kr. tonnið, en á árunum 1920 til 1950 hélzt verðið um 12.000 kr. Síðan steig verðið Framhald á bls. 2J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.