Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 32
Langstæista og
fjölbreyttasta
blað landsins
97. tbl. — Sunnudagur 1. maí 1966
Helmingi útbieiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Eldhúsdags-
timræðtir
'á mánudags-
og þriðfu-
Lækna-
sfjórnir á
fund ráð-
herra
dagskvöld
ÍITVARPSUJVIRÆÐIIR, eldhús
dagsumræður, verða frá Alþingi
nk. mánudagskvöld og þriðju-
dagskvöld og hefjast kl. 8. Röð
flokkanna fyrra kvöldið verður
þessi: Alþýðubandalag, Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur.
Ræðumenn Sjálfstæðisflokks-
ins á mánudagskvöld verða
Bjarni Benediktsson, forsætisráð
herra, Óskar Levý og Sigurður
Bjarnason.
Ræðumenn Sjálfstæðisflokks-
ins síðara kvöidið verða Ingólf-
ur Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, Pétur Sigurðsson, Matt-
hías Á. Mathiesen, Jóhann Haf-
stein, dómsmálaráðherra, og
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra.
Gunnar Hermannsson,
arkitekt
Þetta er hin nýja fiskréttaverksmiðja SÍS í Harrisburg í Pennsylvaníu. Heiti hennar er Iceland
Food Terminal Inc. Sjá grein og myndir bls. 5.
Miklar framkvœmdir við
kísilgúrverksmiðjuna
Vogum, 29. april.
SVO má heita að allan nýliðinn
vetur hafi stöðugt verið unnið á
vegum kísilgúriðjunnar. — Nær
eingöngu hefur þó vinnan mið-
azt við að fullgera skrifstofur og
mötuney tishús á væntanlegum
verksmiðjustað. Nú er þetta verk
allvel á veg komið og gert er ráð
11 báfar með
105 Umn
Akranesi, 30. apríl.
VÉLBÁTARNIR Ólafur Sjg-
urðsson og Höfrungur II. eru
báðir hættir á þorskanetjum og
hafa tekið síldamætur um borð.
Ellefu bátar lönduðu nér í
gær 105 tonnum. Sólfari var
afJahæstur með 18 tonn, Ver
fiskaði 11 tonn og Sigurborg 11
tonn.
fyrir, að húsið verð'i að ein-
hverju leyti tekið í notkun á
þessu sumri.
Fyrirhugaðar eru mikiar fram-
kvæmdir á næstunni hjá kísil-
gúriðjunni. Verið er nú að
byggja vatnsgeymir í Jarðs'baðs-
hólum og grafa fyrir vatnslögn
með jarðýtu. í>á er einnig búið að
grafa fyrir frárennslisþró. í sum-
ar er áætlað að reisa griðarlega
stóra geymsluskemmu, ennfrem-
ur á að byggja sjálfan verk-
smiðjuturninn, sem verður 30
metrar á hæð. í>á er einnig gert
ráð fyrir að reisa þrjú íbúðar-
hús í væntanlegum verksmiðju-
bæ. Hyggja margir gott til allra
þessara framkvæmda hér, enda
þótt eflaust séu til einhverjar úr
tölu- og óánægjuraddir, sem lítt
er á mark takandi.
Að sjálfsögðu kaJla aliar þess-
ar framkvæmdir á mikið vinnu-
afl. Finnst mér einboðið að
heimamenn hér, þeir sem það
íslendincjur frægur í
franska sjónvarpinu
Sigraðí í spumingaþætti í sex máifuði
ER fréttamaður Mbl. var í
Frakkiandi íyrir skömmu,
heyrði hann mikið taiað um
íslenzkan arkitekt, „seim vissi
allt“, eins og fólk orðaði það.
Þetta er Gunnar Hermanns-
son, arkitekt, sem heíur
mánuðum saman verið í
spurningaiþætti í franska
sjónvarpinu og varla orðið
svarafátt. Sigraði hann alla
aðra keppendur, og hætti eift
ir sex mánuði, en þá var sá
sem á móti honum var ekki
hálfdrættingur á við hann.
Mbl. átti stutt símtal við
Gunnar, sem sagðist hafa
svarað spurningum þrisvar í
viku, á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum í
15 mínútur í hvert skipti í
sex mánuði, en væri nú bú-
inn að draga sig í hlé.
— Hvers vegna?
— Jú, þetta var orðið al-
veg ómögulegt. Það er leið-
inlegt að vera alltaf á sjón-
varpsskermin.um. Fólk verð-
ur að fá að sjá einhver önn-
ur andlit. Og maður gat
varla farið út fyrir dyr, án
þess að þekkjast og vera ó-
náðaður af rithandasöfnurum
og þess 'háttar.
— Er ekki gaman að vera
frægur?
— Það er lítil frægð í
þessu í sjálfu sér. Ég get
verið slæmur arkitekt, þó ég
geti svarað éinhverjum
spurninguim.
Aðspurður hvers konar
spumingar þetta hefðu verið,
sagði Gunnar að spurt hefði
verið um allt mögulegt, leik-
list, kvikmyndir, íþróttir,
heimsfréttir. T.d. er spurt
hvað gerðist í apríl 1965,
hver vann ákveðið hlaup og
á hvaða tíma, eftir hvern er
þessi músik, sem leikin er
o.s.frv.
Og svo komurn við að
spurningunni, hvort ekki
væri gífurlega mikið upp úr
þessu að hafa. Ekki lét
Gunnar mikið yfir því. —
Það er lítið borgað, enginn
milljónagróði í því. Ég er
reyndar ekki farinn að fá
neitt enn. En það fer að
koma.
— Hve mikið hafðirðu upp
úr þessu. Eina milljón?
— Já, alltaf milljón
franska. En eins og ég segi,
þó hefi ég ekki fengið neitt
enn.
MiJljón franskir frankar
eru að skráðu verðgildi um
8,8 millj. ísl. króna. Þá er
miðað við nýfranka, sem nú
gilda í Frakklandi. En Gunn
ar er búinn að búa í meira
en 15 ár í Frakkiandi, og má
vera að hann hugsi enn, eins
og fjöldi Frakka í gömlu
frönkunum, og þá er verð-
gildi milljón franka um 875
þús. kr.
Gunnar er ættaður frá
Bakka við Húsavík. Hann
varð stúdent frá Menntaskól-
anuim á Akureyri, fór síðan
til Parísar til náms, og hef-
ur unnið þar sem arkitekt
síðan hann lauk prófi að und
anskildu einu ári, er hann
var hér og vann hjá ráðhús-
nefnd. í arkitektaskólanum
franska hafði Gunnar orð á
sér fyrir miklar námsgáíur
og kenndi þé skólafélögum
sinum stærðfræði í aukatím-
geta sitji fyrir vinnu svo þeir
þurfi ekki að leita atvinnu ann-
arsstaðar.
Inflúensa hefur nú borizt á
nokkra bæi hér í sveitinni og
einnig i barnaskólann. Kennsla
hefur því að mestu leyti fallið
þar niður að undanförnu. Um
tíma urðu nemendur að annast
þar matseld og önnur störí sjálf-
ir. —
Nú eru vegir víða allblautir og
jafnvel illfærir á köflum. í dag
er verið að ryðja snjó af vegin-
um austur yfir Mývatnsfjöll að
Hólsfjöllum. Snjó hefur mikið
leyst upp undanfarna daga og
fugiarnir eru nú sem óðast að
koma og farið að verða vorlegt
hér við vatnið. — Kristján.
: kom seint út í gær vegna •
• vélarbiiunar. Eru lesendur ;
; beðnir velvirðingar á því. I
JÓHANN Hafstein, heilbrigðis-
málaráðherra, hefur boðað á
fund nk. mánudag stjórn Lækna-
félags Islands og Læknafélags
Reykjavíkur vegna viðræðna
þeirra, sem staðið hafá yfir að
undanförnu um laun og starfs-
aðstöðu lækna hjá ríkisspítölun-
Rússnesku
fogararnir
horfnir
RÚSSNESKU togararnir,
sem að undanförnu hafa ver-
ið að veiðum fast við fisk-
veiðitakmörkin suður af
Surtsey, voru horfnir s.l.
föstudag og hafa ekki sézt
síðan við Suðurland.
Móðurskip fylgdi toga r:\flot
anum, em togararnir voru 17
er þeir voru flestir. Fækkaði
þeim smám saman.
Togaramir voru þarna að
karfaveiðum, en afli mun
hafa verið lítill samkvamt
upplýsingum Landhelgisgæzl
nnnar.
Systur slasasf
vitl bilveltu
KLUKKAN 10.54 á föstudags-
kvöld varð það slys á Reykjanes
hraut á möts við Þúfnabarð í
Hafnarfirði, að bíll valt á veg-
inum og út af honum, 5-6 metra
fall.
í bílnum sem er af gerðinni
Willis station, frá Reykjavík,
voru tvær systur og slösuðust
þær báðar.
Voru systurnar fluttar í Slysa-
varðstofuna ,en mun hafa verið
leyft að fara þaðan heim til sín.
Lára Rafnsdóttir (píanó), Guðný Guðmundsdóttir (fiðla), Fáll
Einarsson (celló).
IMemendatónleikar
TÓNLISTA RSKÓEINN í Reykja
vík heldur fjöltoreytta nemenda-
tónleika í Austurbæjarbiói næst-
komandi mánudag (2. maí) kl.
7,15 siðdegis. Þar koma fram ell-
efu af eldri nemendum skólans
og leika einleik og samleik á
fiðlu, celló og píanó. Meðal ann-
arra viðfangsefna er frumsaminn
þáttur úr strengjatríói eftir einn
nemanda, Pál Einarsson. Nokkr-
ir aðgöngumiðar að tónleikunum
munu verða fáanlegir við inn-
ganginn.