Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 17
Sunrraélagur 1. maí 1966
MORGU NBLAÐIÐ
17
Karlakórinn Vísir frá Siglufirð i er farinn í söngför til Danmerkur. Syngur kórinn í Herning,
vinabæ Siglufjarðar, svo og þrem öðrum bæjum á Jótlandi, Kaupmannahöfn og fyrir danska
útvarpið. Myndin var tekin á A kureyrarfiugvelli er kórinn hélt í söngförina. Ljósm.: Sv. P.
Látlaust starf
Látlaust er unnið að því að
gera Reykjavík ekki einungis að
stærri heldur fegurri og betri
borg. Á síðustu fjórum árum
hefur hér verið lokið smíði 2.500
íbúða. Svarar það til þess, að
reistur hafi verið frá grunni
a. m. k. 10 þúsund manna bær.
Það er nokkru meiri mannfjöldi
en býr í nokkru bæjarfélagi á
íslandi utan Reykjavíkur. Öllum
má vera ljóst, hversu geysimikið
átak þarf til þess að koma upp
þvílíkri byggð á einu kjörtíma-
bili, jafnframt því, sem hin eldri
hverfi eru gerð vistlegri og ráðið
er fram úr óteljandi aðsteðjandi
vandamálum. Þar á meðal hefur
verið samþykkt nýtt skipulag,
sem í senn lýsir stórhug og fyrir-
hyggju. Öllu þessu verður ekki
komið í framkvæmd nema vel
sé að verið og víðsýni fái að ráða.
Ekki skal dregið í efa, að allir
borgarfulltrúar hafi lagt sig
fram um að láta gott af sér leiða,
en meginþungi starfs og ábyrgð-
ar hefur hvílt á meirihlutanum,
og þá fyrst og fremst borgarstjór
anum, Geir Hallgrímssyni. Hann
er einn þeirra manna, sem vinn-
ur traust allra, er honum kynn-
ast. Ungur að árum, en nú þegar
ríkur að reynslu, hugmynda-
auðugur og athafnasamur.
Uppby^^ile^
fundahöld
Eitt af þeim nýmælum, sem
Geir Hallgrímsson hefur beitt
sér fyrir, er fundahald í sex
hverfum bæjarins undanfarna
daga, til þess að ræða málefni
borgarana við þá sjálfa. Á tím-
um óteljandi samkvæma, skemmt
ana, sjónvarps, útvarps og funda
um öll möguleg málefni, tala
menn hvarvetna, og ekki að
ástæðulausu, um fundaleiða.
Endalausar þrætur á Alþingi og
rifrildisnöldur í borgarstjórn
vekja takmarkaðan áhuga. Því
eftirtektarverðara er, hvílíkar
undirtektir og aðsókn fundahöld
borgárstjórans hlutu. Sjálfur
stóð hann sig þar með ágætum,
svo og samstarfsmenn hans.
Fundarmenn fóru í senn ánægð-
ari og fróðari heim til sín að
fundahaldi loknu. Reykvíkingar
eru með réttu stoltir af að hafa
í sameiningu byggt upp höfuð-
borg fslands, með þeim hætti,
sem raun ber vitni. Þess vegna
fylgjast þeir af alhug með því,
sem vel er gert, og láta sér fátt
finnast um nöldur og róg þeirra,
sem hér sýnast ekki geta fest
rætur, og setja út á flest það,
sem bezt hefur tekizt. Hugarórar
Tímans út af atviki, sem gerðist
á Lidó-fundinum s.l. miðviku-
dag, sanna þeim, nær sex hundr-
uð mönnum, sem þarna voru
staddir hversu ótrúverðugar frá-
sagnir Tímans eru.
Öfundssjúkir
andstæðingar
Andstæðingarnir eru f senn
gripnir felmtri og öfund vegna
fundahalda þessara. Þjóðviljinn
talaði um það af innilegri
hneykslun, að til fundanna væri
efnt í stærstu samkomuhúsum
bæjarins. Honum hefur auðsjá-
anlega verið hugsað með hryll-
ingi til ál-fundarins á dög-
unum, þegar Magnús Kjartans-
son og kumpánar hans urðu að
tala yfir auðum stólum eftir allar
hótanirnar um, að Alþingi skyldi
sýnt í tvo heima, ef það gerðist
svo djarft að samþykkja ál-
bræðslusamninginn. Öfundin
leggur andstæðingunum nú
þau orð í munn, að hin
mikla aðsókn að fundum
borgarstjóra og frásagpir af
þeim sýni persónudýrkun á Geir
Hallgrímssyni. Meirihluti Reyk-
víkinga á það sammerkt með
flestum öðrum íslendingum, að
þeir eru frábitnir allri slíkri
dýrkun. En menn kunna vel að
meta, hvers virði það er fyrir
bæjarfélagið, að svo ágætur
maður sem Geir Hallgrímsson
skuli fást til forustu þess. Það
vilja borgararnir þakka, en um-
fram allt eru þeir þakklátir fyrir
allt það, sem hér hefur verið
gert og verið er að gera, eiga
kost á að fá um það örugga
gert og verið er að gera.
„Á undanhaldi44
Fimmtudaginn 28. apríl sl.
birti Þjóðviljinn forustugrein
um borgarmálefni undir þessari
fyrirsögn. Hún lýsir vel hugar-
ástandi kommúnista um þessar
mundir. Hugur þeirra er hel-
tekinn af þeirra eigin undan-
haldi. Þess vegna segir Þjóðvilj-
inn, að sigur sé sama og undan-
hald, og þá væntanlega að undan
hald sama og sigur! Orðrétt
hljóðar mestur hluti harmagráts
Þjóðviljans svo:
„sjálfstæðisflokkurinn miklast
einatt af því að hann hafi unnið
marga og stóra sigra í kosning-
um í Reykjavík á undanförnum
áratugum. Og víst er um það að
sigurganga flokksins er orðin
löng, ef sigur er fólginn í því
einu að halda völdum. Hitt er þó
jafnsatt að á vettvangi málefn-
anna sjálfra greinir sagan frá
samfelldum ósigrum flokksins.
Það var frá upphafi stefna Sjálf-
stæðisflokksins að ráðamenn
höfuðstaðarins ættu að hafa sem
allra minnsta forustu um mál-
efni borgaranna; þar ætti að
eftirláta hinu frjálsa framtaki
einstaklingsins sem stærstan
hlut. Þessi stefna hefur beðið
einn ósigurinn af öðrum á sviði
félagsmála, skólamála, heilbrigð
ismála, atvinnumála, skipulags-
mála og s. s. frv. Sjálfstæðis-
flokkurinn var í öndverðu í
grundvallaratriðum andvígur
flestum þeim framkvæmdum
sem hann miklast nú af; hinir
upphaflegu forustumenn flokks-
ins myndu snúa sér við í gröf
um sínum ef þeir vissu hverjar
skrautfjaðrir ráðamennirnir telja
nú helzt prýða sig“.
Leggjast lifandi í
"r'*f
Kommúnistar eru kunnir að
því að láta sér títt um grafir lát-
inna manna. Þess vegna þykjast
þeir geta trútt um talað, hvað
þar gerist. Látna forystumenn
Sjálfstæðisflokksins er þeim
samt sæmst að sjá í friði.
Það er að vísu rétt, að Sjálf-
stæðismenn hafa frá upphafi haft
óbilandi trú á frjálsu framtaki
einstaklings, en þeim hefur
einnig ætíð verið ljós náuðsyn
á samhjálp og samstarfi. Ef
Þjóðviljinn kynni nokkur skil á
því, sem hann skrifar um, yrði
hann að játa, að Sjálfstæðis-
menn hafa hér í borg haft for-
ystu í öllum þeim málaflokkum,
sem taldir eru í tilvitnaðri grein.
Þetta vita allir, sem rétt vilja
vita, enda eru til um það hand-
hæg og óyggjandi gögn, sem auð-
velt er að rifja upp. Þar með er
þó ekki sagt, að engir aðrir hafi
þar einnig komið við sögu í til-
lögugerð og jafnvel framkvæmd-
um, né heldur að Sjálfstæðis-
menn hafi séð allt fyrir og skoð-
anir flokksmanna hafi að engu
leyti breyzt eða þroskast við
aukna reynslu á umbreyting-
anna öld. Sjálfstæðismenn hafa
aldrei haft þann hátt á að leggj-
ast lifandi í gröf, útiloka sig frá
umheiminum, neita að taka tillit
til breyttra aðstæðna eða læra
af lífinu. Svo lengi lærir sem
lifir, geta allir sagt, sem ekki eru
andlega dauðir. Ógæfa kommún-
ista er sú, að þeir hafa lagt sjálfa
sig lifandi til grafar.
Eins og að ber ja
höfðinu við stein
Eins og oft hefur áður verið
sagt, þá eru margir kommún-
istar að upplagi greindir og góð-
viljaðir menn. En þeir hafa
í kenningamoldviðrinu villzt nið
ur í gröf, sem þeir komast ekki
með nokkru móti upp úr. Annar
rússnesku rithöfundanna, sem
Laugard. 30. apríl
dæmdur var í margra ára þrælk-
unarvinnu á dögunum, sagði
sjálfUm sér til varnar fyrir rétt-
inum:
„Rök ákærunnar vekja hjá
manni þá tilfinningu, að maður
sé bakvið auðan múr, sem alveg
sé þýðingarlaust að berja höfði
sínu við, og ómögulegt sé að
brjótast í gegnum til að finna
sannleikann".
Sá kommúníski hugsunar-
háttur sem hér er lýst, er ekki
einungis ógæfa þeirra manna,
sem honum eru haldnir, heldur
allrar okkar samtíðar. Ekki er
kyn þó að Halldór Laxness, einn
þeiira, sem hafði kjark og dug
til að brjótast upp úr þeirri
myrku andlegu gröf, sem hann
hafði búið sér, láti í leikriti setja
upp lýsandi aðvörun gegn orð-
unum, „Ideologia propaganda“.
Því miður hafa fæstir fyrri hér-
lendra félaga Halldórs heiðar-
leika til að viðurkenna, að þeir
hafi verið vondslega blekktir á
sama veg og hann nú hefur gert.
Bera í sér sitt eigið
fangelsi
í frásögninni af réttarhöldun-
urn er íróðlegt að lesa um hvað
Sovétyfirvöldunum gramdist
mest. Meðal þess, sem ákærand-
inn tekur upp eru setningar eins
og þessar:
„Þú getur ekki hlaupið burtu
frá sjálfum þér“.
„Fangelsi okkar er í okkur
sjálfum”.
„f því skyni að leggja niður
öll fangelsi reistum við ný
fangelsi".
„í því skyni að ekki væri út-
hellt einum blóðdropa, drápum
við og drápum og drápum".
Sannleikanum verður hver
sárreiðastur. Ekki er um það að
villast, að valdhafarnir í Kreml
hafa talið, að með slíkum orðum
væri svo nærri þeim höggið, að
ekki mætti vera refsilaust. En
jafnvel í hinum mesta sorgar-
leik, koma fyrir skopleg atvik,
eins og þegar dómarinn í þessum
hneyklisréttarhöldum tók upp
útgáfu af einni skáldsögu annars
hins ákærða og sagði:
„Tveir þriðju hlutar bókar-
kápunnar eru svartir, og ein-
ungis einn þriðji rauður. Á þetta
að sýna að hið svarta yfirgnæfi
í Sovétsamveldinu?"!
„Gaffalbita-
pólitíkin64
Mönnum er enn í fersku minni,
þegar helztu menn íslenzkra og
rússneskra kommúnista gáfu
fyrir tæpum tveimur árum út
fréttafilkynningu um viðræður,
sem íslendingum var ætlað að
skilja svo, að auðfenginn væri
stórkostlegur markaður í Sovét-
ríkjunum fyrir niðurlagða síld.
Næstu vikur á eftir voru viðræð-
urnar skýrðar í Þjóðviljanum á
þá leið, að þarna mundi á
skammri stund skapast markað-
ur að verðmæti 200 milljónir
króna vegna sölú á vöru, sem
annars staðar hafði reynzt óselj-
anleg. Ekki voru þó allir Alþýðu
bandalagsmenn jafn bjartsýnir
og þeir, er réðu skrifum Þjóð-
viljans. Félögum Hannibals
Valdimarssonar þykir hann
sjaldan of jarðbundinn. Að þessu
sinni reyndist hann félögum sín-
um hinsvegar mun raunsærri og
talaði með litilli virðingu um
„gaffalbitapólitík“, er hann svo
kallaði. Niðurstaðan varð sú, að
eftir langt samningaþóf reyndust
rússnesk stjórnvöld fáanleg til að
láta það standa opið í samning-
um, að þau mundu, ef um ein-
stök atriði semdist, e. t. v. kaupa
umræddar vörur fyrir allt að 25
milljónir króna, þ. e. liðlega tí-
unda hluta þess, sem auðfengið
átti að vera ,að sögn Þjóðvilj-
ans, í fyrstu. Sízt ber að gera
lítið úr þeirra góðvild, sem lýsti
sér í þessari samningsgerð af
hálfu rússneskra yfirvalda. Því
miður lifa menn ekki á góðvild-
inni einni, og sannarlega var það
að gefa mönnum steina fyrir
brauð, að vísa þeim sjávarpláss-
um á Norðurlandi, er illa hafa
oiðið úti sökum aflabrests, á
þennan markað.
Kosningatillaga
Sá af þingmönnum kommún-
ista, sem náði kosningu vegna
framboðs í Norðurlandskjör-
dæmi vestra, fékk þó þrjá þing-
menn, tvo úr Framsókn og einn
úr Alþýðuflokknum til liðs við
sig um tillöguflutning, um að
koma skyldi upp niðursuðu-
verksmiðju á Skagaströnd. Eftir
hans eigin skýringum átti verk-
smiðja þessi raunar ekki að
framleiða fyrir markaðinn í So-
vétríkjunum, heldur sjóða niður
sjólax fyrir Tékkólsóvakíu, enda
fullyrti hann, að í því landi væri
ónotuð veruleg söluheimild fyrir
þeirri vöru. Hinsvegar er vitað,
að hér á landi eru þegar til nið-
ursuðuverksmiðjur, sem ekki
hafa treyst sér til að nota þann
I sölumöguleika, efalaust bæði
vegna erfiðleika á að afla efni-
vörunnar og verðsins sem í boði
er. Allar íslenzkar niðursuðu-
verksmiðjur eiga ýmist í vand-
ræðum vegna skorts á efnivöru
eða markaðsleysis nema hvort-
tveggja sé. Verksmiðjurnar, sem
nú þegar eru á Norðurlandi,
geta a. m. k. framleitt tvöfalt á
við þann markað, sem opnaðist
með samningunum við Rússa á
sl. sumri. Þess vegna er fráleitt
að byggja nú verksmiðjur til að
vinna fyrir þann markað, eða að
ætla þeim, sem í erfiðleikum eru,
að úr vandræðum þeirra verði
leyst með því að ryðjast inn á
svo yfirfylltan markað. Það var
þess vegna ekki furða þó að sá
Framsóknarþingmanna, sem
neitað hafði að skrifa upp á til-
löguna með kommúnistanum,
segði á Alþingi að hér væri sýni-
lega um „kosningatillögu" að
ræða. Er það óneitanlega harður
en réttlátur dómur um þá flokks-
bræður þingmannsins, sem vegna
kosninga-hagsmuna kommúnista
hafa látið hafa sig til að reyna að
blekkja kjósendur sína, sem við
erfiðleika eiga að etja.
Hver hafði rétt*
ara fyrir sér?
Sundrungin og úrræðaleysið
innan Framsóknar lýsir sér oft
á hinn ótrúlegasta hátt. Ekki
alls fyrir löngu var nær samtím-
is útbýtt á Alþingi tveimur þing-
skjölum. Á þeim voru nefndar-
álit um tillögu Gils Guðmunds-
sonar og fl. um afstöðuna til At-
lantshafsbandalagsins og rann-
sókn um frambúðaraðild íslands
að því. í nefndaráliti meirihlut-
ans var lagt til að tillagan væri
felld, og komizt að orði eitthvað
á þá leið, að þátttaka íslands í
Atlantshafsbandalaginu væri
hornsteinn utanríkismálastöðu
landsins. Undir þetta skrifuðu all
ir fulltvúa Alþýðuflokks, Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar í
utanríkismálanefnd. Einar Ol-
geirssonar skilaði minnihluta-
áliti, og lagði til, að tillagan væri
samþykkt. í nefndaráliti sínu
sagði hann einnig, að Framsókn-
armennirnir í utanríkismála-
nefnd hefðu setið hjá við af-
greiðslu málsins í nefndinni.
Þetta var þvert á móti því, sem
ætla varð af áliti meirihlutans,
er bar undirskrift tveggja Fram-
sóknarmanna. Þingmenn hlutu
því að ætla að hér hefði einhver
ill mistök átt sér stað. Nú hefur
Þjóðviljinn sagt frá því að nefnd
armenn Framsóknar hafi ekki
fengist til þess að taka afstöðu
í málinu á sjálfum nefndarfund-
inum, heldur fyrst gert það eftir
að fundi lauk, svo að Einar Ol-
geirsson hefur í raun og veru
haft rétt fyrir sér. Víst ber að
þakka það, að Framsóknarmenn
skuli sjá sig um hönd. En óneit-
! anlega virðist það a. m. k. noltk-
j uð kátlegt, að skoðanaskipti
j verði með svo skjótum hætti án
þess að nokkuð nýtt beri að, sem
I gefi skýringu á þeim.
REYKJAVIKURBREF