Morgunblaðið - 01.05.1966, Síða 8

Morgunblaðið - 01.05.1966, Síða 8
8 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 1. maí 1966 Veitt verði undanþáguheimild til veiða innan 4 mílna marka Úr ræðu Sigfúsar J. Johnsen d Alþingi f SfÐUSTU viku mælti Sijffús J. Johnsen fyrir frumvarpi er hann flytur um breytingu á lögum um botnvörpuveiði. Leggur hann til með frumvarpi sínu, að ríkis- stjórninni verði veitt heimild til þess að veita undanþágu til veiða innan 4 mílna markanna. Fer hér á eftir framsöguræða Sigfúsar nokkuð stytt. Önnur meginástæðan til út- færslu fiskveiðimarkanna er að færslu fiskveiðimarkanna er að sjáMsögðu sú, að íslendingum einum sé sköpuð aðstaða til að nýta þau fiskimið, sem við strendur landsins eru á þann hátt og með þeim veiðarfærum, sem hagkvæmust þykja á hverjum tíma og á hverju veiðisvæði, enda verði þess að sjálfsögðu lávalt gætt, að ekki sé um of- veiði eða rányrkju að ræða. Fisk vinnsla og fiskveiðar og fiskvinn- sLa sjávarafurða eru, eins og kunnugt er aðalatvinnugrein ís- lendinga og aðalundirstaðan und ir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og ekki annað sjáanlegt en svo verði um langa framtið. f>að er því fyllilega tímabært og eðlilegt að nýtingu veiðisvæðanna inn- an fiskveiðimarkanna sé kom- iS í fastara form en verið hefur og þá ekki einskorðuð við á- kveðin veiðarfæri heldur séu veiðarnar stundaðar á hverjum tima og hverjum stað með þeim veiðanfærum, sem hagkvæm- ust geta talizt og arðvænlegust eru, án þess að um oifveiði eðá rányrkju sé að ræða. Um þessi atriði má segja, að þeim er svar- að í þessu frv. Það er fyllilega tekið til greina að reynt verði að forðast það, að hér verði um rányrkju eða ofveiði að ræða, sérstaklega með tilliti til þess, að 1 frv. er gert ráð fyrir því að færa msokvastærð togveiða úr 120 millm. í 130 mm., sem svar- ar tiá þess, að fiskur að mestu þvermáli 20 cm. eða 200 mm. mundi ekki ánetjast í slíkri vörpu. í öðru lagi er í frv. gert ráð fyrir því, að ekki verði Sþyngt þeirri heimild, sem far- ið er fram á, að ráðh. geti veitt. Því er tekið fram, að honum skuH ekki heimilað að veita þessa undanþágu, nema til komi, að ekki sé um að ræða þyngsli, sem að við köllum „bobbinga" þ.e.a.s., sem valdið gætu varan- legu tjóni á gróðri neðansjávar. Þetta tvennt hygg ég, að megi með sanni segja, að ætti að verða til þess að auðvelda fram gang málsins og sérstaklega með hliðsjón af því, að ef þessi gamla fordild og bábilja um eilífðar- bann við veiðum innan landhelg- innar á ákveðnum svæðum og með ákveðnum tækjum, ef hún ekki fæst losuð í sölum þing- heims þá horfir uggvænlega víða um land. Svo ihagar til á aðalveiðisvæð- um vél'bátaflotans, að vetrinum til, að veiðar eru nær eingöngu stundaðar með línu og netum og nú hin síðustu árin einnig með nót. Veiðar með handfær- um eru ekki lengur nein uppi- staða í fiskveiðum íslendinga að sumrinu til og einnig á sumum veiðisvæðum að vetrinum til, eins og t.d. á svæðinu frá Dyr- hóley og þar austur af, horfir þetta öðru vísi við. Á þessum tíma verða línu og netaveiðar ekki stundaðar með neinum ár- k angri am.k. ekki á svæðinu frá Reykjanesi og austur með suð- urströnd landsins. En á þessu svæði, t.d. á svæðinu frá Reykj- arnesi og út með allri suður- ströndinni, svo sem í Vestmanna eyjum, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn eru tugir báta, er skortir rekstrargrundvöll, eins og aðstæður eru nú. Er hér um að ræða báta af millistærð, sem eru of litlir til síldveiða en of stór til dragnótaveiða, verður því mjög að undirstrika í þessu sambandi, að einmitt þessi stærð báta er um land allt aðalundir- staðan undir þeim útvegi, sem rekinn er hvarvetna við strend- ur landsins, þar sem á annað borð eru um einhver sjávarþorp og einhver starfandi fiskiðjuver Sigfús J. Johnsen. að ræða. Víða má skapa þessum bátum öruggan rekstrargrund- völl með rýmkun á ákvæðum um bann við botnvörpuveiði, þar sem það að áliti Fiskifélags- íslands og annarra sérfróðra að- ila, getur talizt áhættulaust sem við á. En eins' og lög um bann gegn botvörpuveiði eru nú getur sá ráðherra, sem með þessi mál fer, hvergi veitt undanþágu til slíkra veiða. innan þeirra marka, sem sett voru í reglugerð nr. 21. frá 19. marz, 1952, þe.aÆ. innan 4 mílna markanna, nema um sé að ræða eingöngu Kampalampa eða Leturhumarveiðar með þar til gerðum sérstökum vörpum. Ég tel fyllilega tímabært, að ákvæði þessi séu rýmkuð þannig, að ráðh. hafi einnig heimild til að veita vélbátum undanþágu til botnvörpuveiða með venju- legri fiskivörpu, einnig innan 4 mílna markanna, þar sem slíkt að áliti reyndra og sérfróðra að- ila getur talizt áhættulaust og eðlilegt og þar með forðað stór- fellum samdrætti í atvinnulíf- inu. Um þessi mál hafa útvegs- bændafélög Vestmannaeyja og hin ýmsu hagsmunasamtök i Eyj- um gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá þessi ákvæði eitthvað rýmkuð og ég vil, með leyfi hæstv. forseta, leyfa mér að vitna hér til niðurlagsbréfs frá Útvegsbændafélagi Vestmanna- eyja, sem að ritað er til sjávar- útvegsmálaráðherra og er stílað þann 20. janúar. í brétfinu segir, með leyfi hæstv. forseta, í nið- urlagi bréfsins. „Við viljum leyfa okkur að benda mjög eindregið á, að eitthvað raunhæft verður að gera nú þegar í þessu mali. Það þolir að okkar dómi enga bið lengur. Verði ekkert að gert er hætta á, að stór hluti vélíbáta- flota Vestmannaeyinga stöðvist og mundi byggðarlagið ekki fá risið undir slíku. Við leyfum okkur að fara fram á, að bátum frá Vestmannaeyjum verði, af framangreindum ástæðum, leyfð ar togveiðar innan fiskveiðimark anna á svæðinu frá Geirfugla- skeri við Eyjar og eitthvað aust- ur fyrir Ingólfshöfða“. Lýkur hér tilvitnun í bréf Útvegsbænda félags Vestmannaeyja. Svar við þessu bréfi er að finna í bréfi ráðun., sem ég vil einnig, með leyfi hæstv. forseta, leyfa mér að vitna til. í bréfi ráðun. 24. janúar segir, í niðurlagi bréfs- ins: „í 1. gr. 1. nr. 6 frá 17. febrúar 1959 segir. í fiskveiði landhelgi ísjands, eins og hún er ákveðin í reglugerð nr. 70 frá 30. júní 1958, skulu bannaðar vera fiskveiðar með botnvörpu og flotvörpu. Rétt er ráðh. að veita íslenzkum fiskiskipum und anþágu frá banni þessu, þó utan þeirra marka, sem sett voru með reglugerð nr. 21. frá 19. marz —1952“. Og ennfremur segir í sama bréfi. „Af framansögðu er Ijóst, að eigi að heimila íslenzkum skipum botnvörpu- veiðar innan marka þeirra, sem ákvörðuð voru með reglugerð nr. 19. marz ’52, þarf ný lagaheimild til að koma. Lína sú, er dregin er með þeirri reglugerð er, eins og áður sagði, 4 sjómílur frá yztu annesjum, skerjum eða eyjum". Og lýkur þar með tilvitnun í bréf hv. sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins. Nú hafa málin skipazt þannig, að sérstakt ástand hefur nú skap- azt, vegna aflabrests á miðun- um við suðurströnd landsins og þá alveg sérstaklega við Vest- mannaeyjar, sem kallar á skjóta úrlausn þessa máls. Heildarafli vertíðarbáta í Vestmannaeyjum var eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs 10711 lestir en á sama tíma í fyrra 17450 lestir eða um 40% minni nú en þá. Ef sagan væri nú þar með öll sögð, væri nú kannske ekki svo skuggalegt um að litast, en því miður er ekki þar með öll sagan sögð og vant- ar þar mikið á. Staðreyndin er sú, að heildarafli landsmanna á þessu sama timabili, þ.e.a,s. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er, þegar í heildina er tekið 7% minni en á sama tíma í fyrra. Þessi 7% svara til að vera al- veg um 7 þús lestir en heildar- afli Vestmannaeyjabáta á sama tímabili er einmitt að sama skapi nákvæmlega eða alveg um 7 þús. iestum minn en á sama tíma í fyrra. Þessu til viðbótar er svo þá raunasögu að segja, að ekki einasta það, að þessi afli, sem að miklu leyti er þorskur er tveggja og þriggja nátta, verð- lítil sem skapar tiltölulega litla vinnu í landi er stór uppistaða í þeim þorskafla, sem á land er kominn og svo til viðbótar og til að kóróna allt saman kemur svo hitt, að hinn hlutinn er að miklu leyti loðna, sem engum náttúrlega dylst hugur um, að skapar hvorutveggja í senn, litla atvinnu og er í útflutningsverð- mætum ákaflega verðlítil sölu- vara. Sá tími sem þegar er liðinn, aif þessari vertíð, var sá tími er útgerðarmenn og sjómenn byggðu á, að yrði uppistaðan í rekstrarafkomu bátanna á þessu ári. Þeir verða að treysta á, að sumarvertíðin geti í einhverju, bætt upp þann aflamissi, sem Framhald á bls. 25 L0RAN ENAC LORAN hefur 80—90% af markað- inum í U. S. A. « ENAC LORAN er mest seldur á íslandi. ENAC LORAN er til afgreiðslu nú þegar. útvarpsvirkinn BALDUR BJARNASON. Sími 23173. — Hringbraut 121. Barnavagnar PÓLSKIR BARNAVAGNAR nýkomnir, með hverjum vagni fylgir kerra. Vegna mikilla eftirspurna eru aðeins örfáir vagnar eftir. Gerið verðsamanburð. Verð kr. 1995 Miklatorgi. Prentarar Viljum ráða pressumann nú þegar. Prentsmiðjan Viðey Vorkjólar Sumarkjólar Samkvæmiskjólar FRÁ ENGLANDI: Shubette of London Lady Court of London. FRÁ HOLLANDI: Dooyes jersey kjólar. FRÁ DANMÖRKU: Elson dagkjólar. Alltaf eitthvað nýtt í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.