Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLADID Sunnudagur 1. maí 1966 y Nýft skipulag er lifsnauðsyn Sverrir Hermannsson, form. f Landssamb. ísl. verzl.manna. Á ÞBSSUM hátáðisdegi íslenzkr ar verkalýðshreyfingar er mér efst í huga hin mikla nauðsyn þess að skipulagsmál allþýðu- samtakanna séu tekin föstum tök um og hafin upp úr því skipu- lagsleysi, sem þau nú eru í, sem nálgast öngþveiti. Þegar svo er komið að sjálft þing Alþýðu- sambands íslands, sem marka á hina mikilsverðu stefnu sam- takanna út á við og inn á við, er orðið að lítt viðráðanlegri fjöldasamkundu, alls ómegnugri að gegna hlutverki sínu, þá er augljót að til róttækra ráða þarf að grípa. Skipulagsmál sam takanna hafa um langt árabil verið til umræðu á þingum ASÍ, og eitt af því fáa sem menn hafa þar getað orðið sammála um er mauðsynin á að gerbylta þeim, en þingið i sjálfu sér, í þessu sem öðru, ófært um að ná neinni niðurstöðu. Núverandi skipulag ASÍ á sér sína sögu sem mjög er skiljan- leg eins og málum var háttað í okkar fábreytta þjóðfélagi fyr- ir hálfri öld, og um áratugi eftir að ASÍ var stofnað. En takist alþýðusamtökunum ekki að að- hæfa sig gjörbreyttum þjóðfélags háttum og nýju tækniþjóðfélagi þá dæma þau sig sjálf úr leik „ sem ráðandi afl.. Það hefir verið seilst út fyrir landsteinana eftir fyrirmyndum að nýju skipulagi og margt nýtilegt fram komið sem styðjast má við, en því fer fjarri að þær fyrirmyndir henti okkur í einu og öllu. íslenzk verkalýðshreyfing verður sjálf að finna sitt skipulagsform. Gömlu félagsheildirnar eiga að fá að halda sér innan 10—12 landssambanda, sem halda þing sin annað eða fjórða hvert ár, ári á undan Alþýðusambands- þingum, ræða þar sín sérmál og eiga beina aðild að ASÍ, en á þiingum þess verði svo tekin sambandanna til umræðu og af- fyrir stærstu hagmunamál sér- greiðslu og síðast en ekki sizt verði ASÍ hinn mikilsverði og ábyrgi aðili gagnvart alþjóð og rikisvaldi, jafnt í samningsgerð um sem öðrum málum. A þing- um landssambandanna yrði kos- ið hlutfallskosningu á Alþýðu- sambandsþing og eins yrði kos- ið hlutfallskosningum á því þingi. Hér er stiklað á stóru, enda ætla ég mér ekki þá dul að segja fyrir verkum í þessum efn um, en hygg þó að þessi mál séu ekki eins flókin og vandasöm í framkvæmd og ýmsir vilja vera láta. Spurningin er sú hvort æðsta valdasamkunda íslenzkrar veraa lýðshreyfingar, Alþýðusam- bandsþing, á að halda áfram að vera grútmáttlaust rifrildissam- kunda, sem ekkert skilur eftir sig nema kostnaðinn, eða að stungið verði við fótum og henni og samtökunum haslaður sá völlur sem þeim ber, en slíkt er lífsspursmál fyrir launastétt- irnar í landinu. Engin pólitik hjá hljómlistar- mönnum Svavar Gests, form. Félags isl. hl j óml ista rmanna: ÞEIH hringdu í mig frá Morgun- blaðinu 1 fyrradag og báðu mig af því að ég væri formaður í verkalýðsfélagi, að skrifa grein í tilefni af fyrsta maí, en það er ástæðulaust að hafa hana póli- tíska, sagði blaðamaðurinn um leið og hann kvaddi. Hvað er pólitík? Þegar ég var strákpjakkur, þá var Þjóðviijinn heimilisblaðið okkar. Ég klippti myndirnar út úr honum og safn- aði. Svo skiptumst við á mynd- um, ég og strákurinn í næsta húsi. Ég ^arð að láta hann fá þrjár myndir af Brynjólfi Bjarnasyni fyrir eina af kóngin- um og við höfðum hvorugur nug mynd um hvað pólitík var. Þessi sumur var ég í sumar- bústað uppi í Grafarvogi. Þá var net lagt yfir voginn og lax veidd ur. Maðurinn, sem gætti net- anna, bjó í litlum kofa réft hjá sumarbústöðunum og við strák- arnir fórum oft til hans, því hann sagði okkur svo skemmti- legar sögur. Stór og myndarleg- ur maður með alvarlegt andlit og há kollvik og aldrei minntist hann á pólitík. Þegar mér fór að vaxa fiskur um hrygg var ég sendur í sveit á sumrin. Eitt sumarið unnu allir bændurnir í hreppsvegin- um og við strákarnir færðum þeim matinn í hádeginu. Þetta var fyrri hluta sumars og kosn- ingar í vændum. Mér skyldist, að bændurnir væru allir fram- sóknarmenn, nema þessi, sem ég var hjá. Hann var sjálfstæðis- maður. Og karlarnir tættu hann í sig í hverjum matartíma. Og strákarnir á hinum bæjunum tættu mig fyrir bragðið auðvitað í sig, mér tókst þó að feila stór- an drjóla sunnan úr Hafnarfirði á hælkrók. Síðan hefur mér allt af fundist ég vera 2-3 tommum hærri en ég er, þegar ég mæti Hafnfirðingi. En þetta var ekki pólitík, heldur húsbóndaholl- usta. Árin liðu og allt í einu var ég orðinn formaður í verkalýðsfé- lagi, rétt kominn á kosningaald- urinn. Við tókum völdin, ef svo má segja, nokkrir ungir menn í félaginu, því okkur fannst þetta ekki vera alveg eins og það átti að vera. Félagið var staðnað og hjakkaði í sama hjólfarinu. Við spurðum aldrei um stjórnmála- skoðanir þeirra manna, er fóru frá, en tókum samt eftir því, að allar fundargerðir höfðu verið færðar með rauðu bleki. Svo var allt í einu kominn fyrsti maí og það kom til mín hár og myndarlegur maður. Hann sagðist vera starfsmaður fulltrúaráðs Verkalýðsfélaganna og bað mig að skrifa undir 1. maí ávarpið. Þarna var þá kom- inn maðurinn sem gætti laxa- netanna forðum daga. Hann sagðist heita Guðmundur Vig- fússon og nú voru kollvikin kom in aftur á hnakka.. Ég hafði ekki hugmynd um hvar Guð- mundur var í pólitík og var reyndar sama, því áhugi minn fyrir henni var ekki meiri en sá, að ég skrifaði ekki undir ávarpið, vildi ekki koma nálægt neinu slíku. Sennilega hefði ég þó látið til leiðast, ef Guðmund ur hefði sagt mér sögu. Um haustið lenti ég á Alþýðu- sambandsþingi og fyrir tilviljun eina tók kunningi minn í öðru verkalýðsfélagi mig með sér nið ur í Sjálfstæðishús, því þar ætl- uðu lýðræðissinnaðir fullltrúar að hittast í hádeginu. Þarna borðaði maður í fjóra daga. Á eftir súpunni og kjötinu kom ýmist ráðherraræða eða desert. Sennilega hafa hinir líka hitzt í hádeginu, því ég sá að þeir lögðu allir af. Rauðgrautur hefur aldrei verið fitandi. Nú fór ég aðeins að gera mér grein fyrir hvað pólitík var. Enn liðu árin og aðrir menn tóku við stjórnartaumunum í félaginu. Þeir gleymdu reyndar alveg að þetta var verkalýðs- félag og það þurfti að gæta þess, að láta kauptaxtann fylgja verð lagi. í stað þess fóru þeir út í atvinnurekstur, tæmdu sjóði félagsins og hleyptu því út í óstjórnlegt skuldafen. Hlupu svo undan merkjum á miðju ári þeg ar allt var komið í óefni. Fund- argerðarbækurnar voru einmitt færðar með rauðu þessi árin, en ekki sögðust þessir menn vera kommúnistar og til þess að sanna það gengu þeir í framsókn arflokkinn. Við tókum félagið að okkur nokkrir menn, áhugasamir um félagsmál, Björguðum skuldun- um einhvern veginn og vegna tímans , sem fór í það láðist okk ur, samkvæmt lögum félagsins, að halda aðalfund á réttum tíma. Um haustið átti að kjósa full- trúa á Alþýðusambandsþing og gerðum við það. Og kommúnist arnir, sem sögðust vera fram- sóknarmenn, kærðu til Hanni- bals. Honum rann blóðið til skyldunnar (blóð er rautt) og eyddi í það heilum degi á þing- inu að meina fulltrúa félagsins þingsetu. Það voru teknar af honum margar myndir meðan hann talaði og ég er viss um það, að ef hann hefði verið í tízku í gamla daga, þá hefði ég þurft að láta þrjár myndir af kónginum fyrir eina af Hanni- bal. Hannibal, Snorra og köllun um í Dagsbrún, sem ráku alltaf höndina upp í loftið, allir sem einn, í hvert skipti sem hann Eðvarð togaði í spottann, tókst þó ekki að nota pólitíkina í þetta sinn, stundum sigrar rétt- lætið. En nú loksins vissi ég ná- kvæmlega hvað pólitík var. Síðan hef ég ekki komið á Al- þýðusambandsþing. Verkalýðs- málin eru, sem betur fer, að kom ast á það stig, að tilkoma sér- sambanda mun smám saman úti loka pólitík, þá pólitík, sem ráð- ið hefur ríkjum í allt of mörg- um þeirra. Þá pólitík, sem gert hefur Alþýðusamibandsþingin að sirkussýningum. Fyrir tæpu ári keyptum við hljóðfæraleikarar, ásamt sjö öðr um verkalýðsfélögum, skrifstofu og fundarhúsnæði. Og við höf- um ekki hugmynd hverjar stjóra málaskoðanir forráðamanna þess ara sjö félaga eru. Síðan gengum við í sérsamband með starfs- fólki í veitingahúsum, matsvein- um og framreiðslumönnum. Og þar hefur enn ekki verið minnst á pólitík. Og ég held að það verði varla í bráð. Við höfum ekkert með pólitík að gera í Félagi íslenzkra hljómlistar- manna og hversvegna ætti geein þessi þá að vera pólitísk? T ómstundaiðjan einnig nauðsynleg Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík: Undanfarin ár hefir verið eining meðal hinna ýmsu afla innan verkalýðshreyfingarinnar. Svo er enn í dag og er það vel að stéttarþroski forystumanna verkalýðsfélaganna er orðinn þetta mikill. Því er ekki að leyna, að hinir almennu félagar verkalýðsfélaganna eru orðnii þreyttir á hinum sífelldu skær- um, sem átt hafa sér stað inn- an verkalýðsfélaganna, en Sjálf- stæðismenn í launþegafélögun- um hafa frá öndverðu barizt fyrir því, að verkalýðsfélögin kæmu fram ópólitískt á lagaleg um grundvelli og berðust sem slík fyrir raunhæfum kjarabót- um. Áhrif SjálfstæSismanna innan launþegasamtakanna leyna sér því ekki þegar þenn- an 1. maí ber upp. Þessi dagur er eins og venju- lega baráttudagur. Við fögnum þeim áföngum, sem náðst bafa, og berum fram kröfur sem ým- ist eru alþjóðlegar eða eiga beint við íslenzkar aðstæður. Þar ber hæst krafan um stöðv- un dýrtíðarinnar og styttan raunverulegan vinnutima og þá á verkalýðshreyfingin beinlínis við að meiri sjálfvirkní þurfi að taka upp í atvinnulífi þjóðar innar. Miklar breytingar þarf að gera í sambandi við orlofsgjöf- ina og á ýmsu í sambandi við ihana. Þegar verkamaður í Reykjavík fer með fjölskyldu sina út í sveit að sumarlagi, blas ir allstaðar við: Berjatínsla bönnuð. Fólkinu í þéttbýlinu sem heldur uppi í byggð úti á landi, með því að greiða nær einn þriðja hluta af sínum raunveru- legu tekjum í ríkissjóð til þess arna, er meinað að fara með börnin sín til að tína ber úti í sveitinni. Ekki geta heldur verkamenn rennt í ár fyrir lax, þegar dag- urin kostar yfir 3000 kr. fyrir stöngina, og sufnar ár hafa ver- ið leigðar útlendingum fyrii mun hærra verð. Það verður að gera fólkinu í þéttbýlinu það kleift að njóta þeirrar ánægju, sem lax- og sil- ungsveiði er m.a. með því að banna alla netaveiði í ám og vötnunum á íslandi, og sérstaka áherzlu verður að leggja á Hvítársvæðið og taka þar upp fiskirækt undir eftirliti veiði- málastjóra. Ég hef orðið nokkuð orðlang- ur um þennan þátt orlofs og frístunda, en það fer örugglega vaxandi að menn sækist eftir tómstundagamni . Sumardvalarheimili þarf að reisa á fallegum stöðum þar sem verkamenn geta dvalizt með fjölskyldur sínar í sumarleyfum án þess að brga ærna peninga byrja á framkvæmdum á veg- um ríkisins og verkalýðssarn- fyrir. Húnæðisimálin eru mjög ofar- lega á baugi og er nú verið að byrja á framkvæmdum á vegum samtakanna, sem vonandi eiga eftir að lækka byggingarkostn- að á húsnæði verkamanna. Það er staðreynd, að hægt er að gera fjögra herbergja íbúð í fjölbýl- ishúsi (100 ferm.), fokhelda fyr- ir um 220 þús. kr. en samsvar- andi íbúði er seld á opinberum markaði fyrir 400 þús. kr. Byggingarsamvinnufélag verkamanna og sjómanna, sem er með 38 íbúðir í smíðum, mun á næstunni birta reikninga um þessar framkvæmdir og sýna fram á, að mikill hluti húsnæð- iskostnaðar hefir farið á ó- kunna staði. Það þarf því að taka upp rannsókn á því hver hinn raunverulegi byggingar- kostnaður er. Ég vil að lokum vona, að þessi dagur verði hátíðisdagur fyrir alla verkamenn og verka- konur á Islandi og vænti þess að framtíðin verði þeim björt og gæfurík. Nýársdagur hags- munabaráttunnar Jóhann Sigurðsson, verk- maður: Sundurþykkja, tortryggni og allt að ærumeiðandi brigzlyrði, hafa löngum sett of sterkan svip á þjóðmálabaráttu okkar íslend- inga. Hefur þetta ekki hvað sízt mótað úrlausnarefnin síðustu vikur og mánuði. Það kemur því vissulega, ekki síst á þessum degi 1. maí, hátíðisdegi launþeg- annahuganum til að ígrunda I fullri alvöru hvað átt er við, þegar eitt stjórnarandstöðublaðið TÍMINN birtir fyrir nokkrum dögum í forystugrein ummæli á þá leið að þjóðfélagið gengi þá braut í dag að rýra hlut laun- þega og atvlnnurekenda en þjóna þess í stað „afætulýð“ eins og komist er að orði. Að sjálfsögðu er hver kunnugastur sínum hús- körlum og marka því ummæli sín innan eigin landamerkja. Fyrsti maí er eins konar nýárs dagur í hagsmunabaráttu laun- þegasamtakanna, þá skal merk- ið til nýrrar sóknar einnig hins gætt að meta unna sigra og vega þau mistök sem orðið hafa og sjá svo um að þau endurtaki sig ekki. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan verkalýðshreyfingin skildi að hinar gömlu baráttuaðferðir samrímast ekki lengur ört vax- andi nútíma þjóðfélagi þess vegna hafa ástæðurnar smá þok- að kjarabaráttunni inn á nýjar leiðir, sem tvímælalaust stefna í rétta átt þótt þar sé enn hvergi nærri nóg að gert. Að vonum er kaup og kjara- mál sett efst á blað þegar lífsaf- koma þjóðfélagsþegnanna er sett undir smásjána. Nú er það einu sinni svo að mannlegt eðli til- einkar sér ekki hvað sízt, að fá sem mest, en láta í staðinn það minnsta sem komist verður af með. Hér er á freðinni ein snar- asti þátturinn í kjarabaráttu allra tíma. Nú skal það fjærri mér að halda því fram að hlutur verkamanna og annarra laun- þega sé of stór í dag. Það er þvert á móti viðurkennt af öll- um að þessir aðilar verða að leggja á sig langa og stranga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.