Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. maf 196« fHttgnitftlnMfr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 t lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STORIÐJA A ISLANDI 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Reykjavík egar þetta er ritað, er ráð gert að þriðju umræðu um álfrumvarpið ljúki í Efri deild og það verði samþykkt sem lög frá Alþingi, áður en sunnudagsblað Morgunblaðs- ins kemur út. Er þar um að ræða mesta stórviðburð í at- vinnusögu íslendinga frá upp hafi. Ekki skal hér rifjað upp efni málsins, enda er álmálið svo margrætt, að flestum mundi finnast það vera að bera í bakkafullan lækinn. Og því miður hafa umræð- urnar oft verið ómálefnaleg- ar, og lítt til þess fallnar að upplýsa málið, einkum þó fullyrðingarnar um ímyndaða hættu af gerðardómsákvæði samninganna, en í þeim um- ræðum hefur það sannazt, að erfitt er hér á landi að vera hvort tveggja í senn, fræði- maður í lögvísindum og póli- tíkus. í álmálinu hafa margir lagt hönd á plóginn, eins og áður hefur verið rakið hér í blað- inu. Ríkisstjórn Ólafs Thors hóf athugun þessa máls og frumkvæðið féll í hlut Bjarna Benediktssonar, þáverandi iðnaðarmálaráðherra. Síðan hefur stjórn hans haldið mál- inu áfram undir forustu Jó- hanns Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra. Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga og emb- ættismanna hefur unnið að undirbúningi stóriðjunnar og stórvirkjunarinnar í Þjórsá, og eiga þeir allir þakkir skyld ar fyrir mikil og heilladrjúg störf, en þó fyrst og fremst Jóhannes Nordal, Seðlabanka stjóri, sem mest hefur mætt á. Frá upphafi var allmikil andstaða gegn stóriðjufram- kvæmdunum og samningum við hið svissneska fyrirtæki. Harnaði sú andstaða er samn- .ingarnir nálguðust lokastig. Yar þá ljóst, að afturhalds- öflin í Framsóknarflokknum hugðust nota mál þetta til pólitísks ávinnings, enda skefjalaust beitt hótunum og hvers kyns stóryrðavaðli. En stuðningsmenn stóriðjumáls- ins héldu ótrauðir áfram að vinna að framgangi þess, og svo fór að lokum, að hand- járn Framsóknarafturhalds- ins brustu og flokkurinn klofnaði. Á því leikur enginn vafi, að þeir menn, sem barizt hafa gegn stóriðjuframkvæmdun- um munu, er fram líða stund- ir, hafa fá orð um frammi- stöðu sína í því máli, enda mun komandi kynslóðir furða á því að öflug andstaða skyldi gegn því að hefja iðnvæðingu Islands.. Sem betur fer urðu frjáls- lynd og framfarasinnuð öif ofan á í þessu máii. Það er fyrst og fremst að þakka stefnufestu ríkisstjórnarinn- ar og þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, auk mjög vandaðs málatil- búnaðar, sem gerði landslýð kleift að sjá í gegnum falsvef þann, sem stjórnarandstaðan reyndi að spinna. Nú, þegar máli þessu er að ljúka, er skylt að færa öllum þeim, sem þátt áttu í fram- gangi þess, þakkir, og leyfir Morgunblaðið sér að gera það hér með fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar allrar. Og ekki getur blaðið stillt sig um að láta í ljós þá von, að fullyrð- ingar andstæðinganna um það, að eindregin afstaða Morgunblaðsins frá fyrstu tíð hafi átt drjúgan þátt í framgangi málsins, verði stað festar í atvinnusögunni. ATVINNUJÖFN- UNARSJÓÐUR LÖGFESTUR Oíðastliðinn föstudag var ^ frumvarp ríkisstjórnar- innar um Atvinnujöfnunar- sjóð samþykkt við þriðju um- ræðu í Neðri deild. Þar með var þetta þýðingarmikla og merka mál orðið að lögum. Hér er tvímælalaust um að ræða stærsta sporið, sem stig- ið hefur verið til margvíslegr ar uppbyggingar og framfara í byggðum Iandsins. Stofnfé hins nýja atvinnujöfnunar- sjóðs er 364 millj. króna og ráðstöfunarfé sjóðsins á þessu ári mun verða um 44 milljón- ir króna. Á næsta ári mun það verða um 50 milljónir króna, og mun síðan aukast ár frá ári eftir því sem tekjur hans hækka af framleiðslugjaldinu frá álverksmiðjunni. En eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir að 71 til 76% af fram- leiðslugjaldinu renni til At- vinnu j öf nunars j óðsins. En til viðbótar stofnfé At- vinnujöfnunarsjóðs, er hon- um í lögunum tryggðar stór- ar lánsheimildir. Sjóðnum er heimilt að taka lán hjá Fram- kvæmdasjóði ríkisins, ef eig- ið fé sjóðsins nægir eigi, til viðbótar lánveitingum ann- arra stofnsjóða, til þess að stuðla að framgangi fram- kvæmdaáætlana í hinum ýmsu landshlutum. Er At- vinnujöfnunarsjóði jafnframt í þessu skyni heimilt að taka erlend lán allt að 300 millj. króna, hvort heldur er beint, eða fyrir milligöngu Fram- kvæmdasjóð ríkisins. Það er af þessu auðsætt að Atvinnujöfnunarsjóður verð- ur mjög öflug lánastófnun, sem hefur möguleika til þess að stuðla að margvíslegum FYRSTA maí, á hinum al'þjóð- lega hátíðisdegi verkalýðsins, fylkj.a íslenzk verkalýðssamtök liði sínu til varnar og sóknar, til sóknar fyrir bættum kjör- um og auknum réttindum, og til varnar því, að aftur verði tekið það, er áunnizt hefur. Á þessum merku tímamótum íslenzkra verkalýðssamtaka — hálfrar aldar afmælis Alþýðu- sambands íslands — minnumst við frumherjanna, er brautina ruddu, og þökkum þeim störf- in með því að vera trúir hug- sjón þeirra og þeirri skoðun, að sameinuð eru félögin sterkari en hvert eitt út af fyrir sig, og strengjum þess heit að vinna heilshugar að aukinni einingu innan íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar. Við minnumst þess, að ís- lenzk verkalýðssamtök eru hlekkur í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu og hennar vandamál því jafnframt okkar. Þrátt fyrir aukin visindi og tækni líður meir en helmingur íbúa jarðarinnar skort og bilið milli ríkra og fátækra, þróaðra og vanþróaðra, breikkar stöð- ugt. Enn er nýlendukúgun og kyn þáttamisrétti beitt af mikilli grimmd, og má þar minna á Portúgal, Rhódesíu og Suður- Afríku. Það er krafa íslenzkra verkalýðssamtaka, að hungur- vofunni verði bægt frá dyrum hinna snauðu, kynlþáttakúgún aflétt og að hver einstök þjóð fái að ráða málum sínum sjálf á grundvelli fyllsta lýðræðis og sjálfstæðis. Aldrei hefur verið brýnna en nú, að hin allþjóðlega verka- iýðshreyfing fylgi eftir kröfum sínum um frið, frelsi og jafn- rétti allra manna. Það gengur í berhögg við hugsjónir verka- lýðshreyfingarinnar og réttlæt- iskennd, að voldug stórveldi beiti herjum sínum, auði og fullkominni styrjaldartækni til þess að reyna að kúga vanþró- aðar og snauðar smáþjóðir til undirgefni. íslenzk alþýða tek- ur undir kröfu stéttarsystkina sinna um heim allan, um tafar- lausan frið í Víetnam, kröfurn- ar um frjálsar kosningar og um, að Víetnambúar fái einir að ráða málum sínum á grund- velli lýðræðis og sjálfstæðis. Islenzk verkalýðssamtök vilja á þessum baráttu- og hátíðis- degi sínum nú sem fyrr strengja þess heit að standa trúan vörð um sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar, vernda þjóðerni og menningu hennar og tryggja að íslendingar einir hafi óskoraðan eigna- og yfir- ráðarétt yfir auðlindum lands- ins og hafsins umhverfis það, svo og framleiðslutækjum. Stofnun erlendra stórfyrir- tækja á íslandi mun leiða stór- felldan vanda yfir landsmenn og einkanlega verkalýðssam- tökin, sem verða nú að etja kapp við nýjan og voldugan stéttarandstæðing i kjaraibar- áttu sinni. Verkalýðshreyfingin leggur ríka áherzlu á þá staðreynd, að iangur vinnutími almennings, gott árferði, síhækkandi verð á útflutningsvörum okkar og ný tækni hafa stóraukið þjóðar- umbótum og framkvæmdum í hinum ýmsu landshlutum. Ríkisstjórnin á þakkir skild ar fyrir skilning sinn á nauð- synlegri og óhjákvæmilegri uppbyggingu í strjálbýlinu. Auðlindir íslands til lands og sjávar verða ekki hagnýttar nema þróttmikil og blómleg byggð haldist í öllum lands- hlutum. Það er kjarni máls- ins. tekjurnar á undanförnum ár- um. Á síðasta ári einu saman jókst fiskaflinn um meira en 20%, viðskiptakjörin bötnuðu um 10% og þjóðartekjurnar hækkuðu um nær 9%. Því fer mjög fjærri, að verkafólk hafi fengið þann hlut, sem því ber af stórhækkuðum þjóðartekj- um í raunverulegum kaup- hækkunum fyrir eðlilegan vinnutíma. Því veldur verð- bólgan, sem hefur fært til fjár- muni í þjóðfélaginu verkafólk- inu í óhag og raskar í sífellu öllum kjarasamningum. Verka- lýðssamtökin líta það mjög alvarlegum augum, að marg- ítrekuð loforð ríkisstjórnarinn- ar um stöðvun verðbólgunnar hafa reynzt marklaus og má þar minna á síðustu verðhækk- anir á brýnustu lífsnauðsynjum almennings, sem bitna harðast á tekjulágum barnafjölskyld- um. Verðbólgan grefur einnig und an félagslegum ráðstöfunum, sem hafa átt að greiða fyrir kjarasamningum á undanförn- um árum. Með áframhaldandi verðbólguþróun verða húsnæð- islán með visitöluákvæðum ekki aðstoð heldur baggi, sem launafólk getur ekki tekið á sig, og verður því tafarlaust að afnema þau ákvæði. Alþýða Reykjavíkur leggur áherzlu á, að í samningum 1. maí stjórnar BANDALAG starfsmana ríkis og bæja fagnar því, að 1. maí hefur nú verið lögfestur sem almennur frídagur. Sendir stjórn BSRB meðlimum samtakanna og öllum launþegum landsins kveðjur og árnaðaróskir á þessum hátíðis- og baráttudegi launþega. Þróunin í málum opinberra starfsmanna hefur að undan- förnu orðið sú, að kjörum þeirra hefur hrakað á sama tíma, sem þjóðartekjur hafa vaxið stórum. Kjaradómur, sem gildir frá áramótum sl., ákvað laun opin- berra starfsmanna lægri en laun sambærilegra starfshópa á frjáls- um markið. Dýrtíðaralda sú, sem nú flæð- ir yfir landið veldur lakari lífs- kjörum hjá öllum launþegum. Hækkun vísitölunnar vegur eng- an veginn upp á móti þeim verð- hækkunum, sem orðið hafa, m.a. vegna misræmis milii einstakra liða í vísitölugrundvellinum. Þegar það svo bætist við, að grunnkaup opinberra starfs- manna, sem vísitölunni er bætt á, er alltof lágt, þá er sýnilegt, að Hlutur þeirra fer sífellt vesn- andi. Þetta er staðfesting þess, að samningsaðstaða opinberra starfs manna er í alla staði ófullnægj- andi. Á þeim hefur bitnað bæði andstaða ríkisvaldsins gegn al- mennum kjarabótum og réttmæt um leiðréttingum og hlutdrægni og ósjálfstæði Kjaradóms. Með þeirri óbilgirni, sem opinberum starfsmönnum hefur verið sýnd, virðist að því stefnt að veikjá og jafnvel sundra samtökum þeirra. Stjórn BSRB skorar eindregið á öll félög innan samtakanna og einstaklinga í opinberri þjón- ustu að styrkja samstöðuna um rétt sinn og hagsmunasamtök og vina ötullega að framgangi sam- eiginlegra baráttumála . Meginkrafa opinberra sfcarfs- manna í dag er fullur samnings- réttur og þar með talinn vérk- fallsréttur til jafns við aðra launþega. Aðrar kröfur opinberra starfs- manna eru m.a.: þeim, sem framundan eru, verða að nást verulegar kjara- bætur, sem veita verkafólki eðlilega hlutdeild í sívaxandi þjóðartekjum. Gera verður ráð- stafanir sem duga til þess að stytta raunverulegan vinnu- tíma og ná sem fyrst því marki, að dagvinna ein saman tryggi öllum þegnum sómasamleg lífs- kjör. Tryggja verður alþýðu- samtökunum aðstöðu til að gera orlofslögin að veruleika fyrir verkafólk, sem notið geti ferða- laga og hvíldar í leyfum sínum innan lands og utan. Endur- skoða verður grundvöll vísi- tölunnar og sjá til þess, að kaupgjaldsvísitalan gefi rétta mynd af öllum hækkunum á lífsnauðsynjum. Leysa verður húsnæðismálin á félagslegan hátt í samræmi við þarfir al- mennings og uppræta hvers- kyns brask og spillingu á þeim vettvangi. En megin forsenda þess að unnt sé að gera samn- inga, sem standist, á þessum sviðum og öðrum, er að verð- bólgan verði heft með stjórnar- stefnu, sem miðist við hags- muni almennings en engra sér- réttindahópa. Barátta verkalýðshreyfingar- innar fyrir hugsjónum sínum og hagsmunum er enn sem fyrr komin undir einingu og vilja allra félagsmanna. Minnumst frumherjianna með því að sýna þann einhug 1. maí. 1. maí nefnd Fulltrúaráða verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1966. Óskar Hallgrímsson Jóna Guðjónsdóttir Sig Guðgeirsson Guðjón Jónsson Guðjón Sigurðsson Sigurjón Pétursson ávarp B.S.R.B. Raunhæfar ráðstafanir verði tafarlaust gerðar gegn verð- bólguþróun. Álagning skatta og útsvara verði réttlátari og hert verði eft- irlit með skattaframtölum. Gerðar verði ráðstafanir til lækkunar byggingarkostnaðar og auknir verði lánsmöguleikar án vísitölubindingar. Lenging orlofs með óskertu heildarkaupi. Stytting vinnuvikunnar, eink- um hjá þeim, sem nú hafa lengst an vinnutíma. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja leggur áherzlu á nauðsyn þéss að aukið verði samstarf og gagnkvæmur skilningur laun- þegasamtakanna í landinu, og að ríkisvaldið hafi jafnan fullt samráð við launþegasamtökin um lausn þeirra mála er snerta kjör almennings. „Ekki spor í rétta átt“ Frá Flugbjörgunarsveitinni: STJÓRN Flugbjörgunarsveitar- innar harmar þann kafla úr skýrslu forseta Slysavarnafélags íslands á 13. landsþinginu, sem fjallar um aðfinnslur á störfum Flugmálastjórnarinnar, í sam- bandi við leit að flugvél, sem fórst við Norðfjörð, 18. jan. sl. Stjórnin telur þessa aðferð ekki spor í rétta átt til að vinna að öryggismálum í landinu. Stjórnin. Töfur leiðrétlair í BLAÐINU I gær féllu niður núll úr tveimur tölum í frásöga af dómi í máli Kristmanns Guð- mundssonar gegn Thor Vithjálms syni. Var Thor gert að greiða 2000 kr. sekt í ríkissjóð og fé- bætur til Kristmanns að upp- hæð lcr. 5B00,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.