Morgunblaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 20
20
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 1. maí 1966
Einar Ólafsson
Fyrirspurnir og svör
á fundi borgarstjóra með íbuum
Langhoits-, Voga- og Heimahverfis
HÉR FER á eftir hluti þeirra
fyrirspurna, sem fram voru born
ar á fundi borgarstjóra í Laugar
ásbíói sl. föstudag og svör borg
arstjóra við þeim:
Hannes Björnsson spurðist fyr
ir um gerð biðskýla af einfaldri
gerð við biðstöðvar strætisvagna.
Borgarstjóri: Ætlunin er nú á
þessu ári, þrátt fyrir væntanlega
endurskoðun leiðakerfis strætis-
vagnanna, að reisa tíu biðskýli.
Þessi biðskýli eru það færanleg,
að það ætti ekki að vera nein
sérstök fjárútlát að reisa þau,
þótt seinna þurfi að flytja þau
til. Og ég býst við því að tíu ný
biðskýli verði til nokkurra bóta
í þessum efnum.
Þorkell Sigurðsson: Er það
rétt að koma eigi upp umhleðsl
unarmiðstöð fyrir Sementsverk-
smiðjuna í Ártúnshöfða, sem
komi til með að hafa skaðleg
óihrif á laxveiðar í Elliðaám?
Borgarstjóri: Það er rétt, að
Sementsverksmiðjan á að fá lóð
við Artúnshöfða, til þess að þar
risi upp höfn fyrir sementsflutn-
inga til Reykjavíkur og nágrenn-
is. Uppskipun verður þannig hátt
að, að sementinu verður dælt í
lokuðum leiðslum og sementsryk
á þess vegna ekki að berast. Þaer
tilfæringar, sem þarf á lóðinni og
athafnasvæðinu eru fólgnar í
BRIDGE
(Heimsmeistarakeppnin í
bridge fyrir sveitir, sem fram
fer þessa dagana í borginni ST.
VINCHENT á Ítalíu er sú 14.
í röðinni. Fyrsta keppnin fór
fram árið 1950 og er sú keppni
íslenzkum bridgeunnendum
minnisstæð vegna þess, að þá
kepptu tveir íslendingar þeir
Einar Þorfinnsson og Gunnar
Guðmundsson.
Hér fer á eftir upptalning á
heimsmeistarakeppnunum:
1950: (Mamilton) Bandaríkin
1951: (Napoli) Bandaríkin
1953: (New York) Bandaríkin
1954: (Monte Carlo) Bandarikin
1955: (New York) England
1956: (Paris) Frakkland
1957: (New York) ítalía
1958: (Como) Italía
1959: (New York) Italía
1961: (Buenos Aires) Italia
1962: (New York) ítalía
1963: (St. Vincent) Ítalía
1965: (Buenos Aires) Italía
Eins og áður hefur verið skýrt
frá eru spiluð 140 spil milli
sveita og er þeim skipt í sjö 20
spila lotur.
1 þeim leikjum þar sem lokið
hefur verið við 40 spil er stað-
an þessi:
Italia — Bandaríkin 110:62
Italía — Thailand 177:24
Holland — Thailand 84:24
Bandaríkin — Venezuela 121:99
Þar sem lokið hefur verið við
20 spil er staðan þessi:
Italía — Holland 72:25
Italía — Venezuela 63:26
Holland — Bandaríkin 53:45
Holland — Venezuela .. 46:25
Bandaríkin — Thailand 52:31
Venezuela — Thailand 43:33
í spilum nr. 21—40 sigraði
Italía Thailand með 108 stigum
gegn 10, sem eru óvenjulega
haar tölur.
sprengingum á landi, en ekki neð
ansjávar, og verður ekki um ann
að rót í sjónum að ræða en það,
sem hlýzt af því að lausu grjóti
verður fyllt upp í Grafarvoginn.
Þess vegna er það álit manna, að
þetta hafi ekki áhrif á laxagöng
ur í Elliðaárnar, og ennfremur
eru á ferðinni framkvæmdir til
þess að fegra og prýða Elliðaár-
voginn ,og þá verður einnig í
þeim efnum gætt vel að því, að
laxinn rati rétta leið upp straum
inn.
Jakob Þorsteinsson: Mig lang
ar til að fá upplýsingar um leik-
völl, sem er staðsettur á opnu
svæði milli Drekavogs og Siglu-
vogs. Nóg rými er þarna fyrir
leikvöll, en hann er alls ekki bú
inn þeim tækjum, sem við telj-
um að nauðsynlegt sé. Vissulega
eru þar nokkur vegasölt og ról-
ur og ein klifurgrind, en sitthvað
fleira þyrfti þarna að vera. Ég
vil einnig benda á að að þess-
um leikvelli standa margar göt
ur, sem mikið er af íbúðarhúsum
við. Það eru bæði Sigluvogur,
Hlunnavogur, Njörvasund, Dreka
sund og einnig mestur hluti,
bæði af Efstasundi og Skipa-
sundi. Hver er hugmyndin í sam
bandi við þennan leikvöll. Á að
reka hann í því formi,-sem hann
er nú í dag, eða á að stækka
hann og bæta á næstu árum. Er
unnt að koma þarna upp lóðum
eða leikvöllum með gæzlu, sem
við, sem búum í þessu hverfi
teljum náttúrulega ákaflega
æskilegt?
Erlingur Gíslason:
1. Eru einhverjar áætlanir um
bætta þjónustu í sorphreinsunar
málum á döfinni, sem hafa munu
í för með sér örari tæmingu sorp
íláta?
2. Hvenær má gera ráð fyrir
þvi, að íbúðargötur í Vogunum
verði að blindgötum, eins og að
alskipulagið gerir ráð fyrir?
3. Hvenær má gera ráð fyrir því
að lóðin umhverfis Vogaskóla
verði lagfærð?
4. Hvenær er lyfjaverzlun vænt
anleg í Vogahverfi og Heima-
hverfr?
5. Á mesta umferðartíma dagsins,
eftir hádegið eru miklir erfið-
leikar fyrir Voga- og Heimahverf
isbúa að komast úr Álfheimum
inn á Suðurlandsbraut. Má gera
ráð fyrir því, að úr þessu verði
bætt, t.d. með uppsetningu götu
Langferða-
bílstjórar til
Þýzkalands
Langferðaibilstjórar fóru í gær
morgun tiJ Þýzkalands í boði
Ijósa á þessum gatnamótum?
Borgarsjóri: Ég tók mér frest
til að svara fyrirspurn Jakobs
Þorsteinssonar varðandi svæðið
milli Drekavogs og Sigluvogs, og
hvað fyrirhugað væri í þeim efn-
um, og get svarað eftir að hafa
flett upp í Aðalskipulagsbókinni
að þar er ráðgert að koma upp
lokuðum barnagæzluvelli, á-
samt því að leiksvæðið þar verð
ur endurbætt. Það er nú nýlega
búið að ganga endanlega frá
skipulagi og fyrirkomulagi svæð
isins við Langholtsveg, og þess
vegna ætti nú að vera hægt að
ganga endanlega frá svæðinu í
heild sinni, og m.a. bæta þar við
leiktækjum á leikvellinum.
Erlingur Gíslason nefndi fyrir
ætlanir til að bæta sorphreinsun-
ina í borginni.
1. Þær fyrirætlanir eru vissu-
lega til staðar og fólgnar eink-
um og sér í lagi í því að afla
þeirra tækja, sérstaklega nýrra
sorpbifreiða, sem eru afkasta-
meiri. Sorphreinsunin hefur átt
við vinnuaflsskort að glíma og
því skiptir miklu máli að nota
vélar og tæknina í þj ónustu Sorp
hreinsunarinnar.
2. Það verður gert smátt og
smátt eftir því sem gatnagerð
fleygir áfram.
3. Ástæðan til þess að ekki hef-
ur verið betur gengið frá þeirri
lóð er sú, að eftir er að byggja
síðasta áfanga skólans, en nú í
sumar á að ganga betur frá lóð
skólans er að Ferjuvogi snýr og
ennfremur ætti að vera unnt að
ganga frá lóðinni að öðru leyti
en því, að ætla hinni nýju bygg
ingu sæmilegt rými á meðan hún
er í smíðum.
4. Ráðgert er að sú verzlun rísi
á horni Álfheima og Suðurlands
brautar, en skipulag á því svæði
og skipting verzlana á svæðið er
ekki fulllokið, en reynt verður
að sjá svo um, að byggingar-
framkvæmdir lyf jabúðarinnar
geti hafist nú með vorinu.
5. Ég get ekki fullyrt um fyrir
ætlanir í þeim efnum, en Vek
þó athygli á því, að þau gatna-
mót verði í framtíðinni ekki eins
mikil og þau eru núna, þar sem
ætlunin er að Suðurlandsbraut
skeri ekki Miklubraut í framtíð
inni, heldur lokist við Lang-
holtsveg, ef ég man rétt.
Framhald af fyrirspurnunum
og svörum verður birt í blaðinu
síðar.
Daimler-Bens bílaverksmiðj-
anna, en fararstjórn annast Um-
boðsmenn þess fyrirtækis hér á
Iandi, Ræsir h.f. Ferð þessi er
farin í tilefni af því, að nú á að
afhenda 500. vörubílinn til ís-
lands, sem Daimler-Bens hefir
afgreitt frá því árið 1964, að nú-
verandi umboð tók við.
Alls eru ferðafélagarnir 42 í
hópnum, en þar á meðal eru
Geir Þorsteinsson, forstjóri Ræs-
Lækjarhvammi
STOFNFUNDUR Stéttarsam-
bands bænda að Laugarvatni
varð minnisstæður mörgum
þeim, er hann sátu. Þar urðu
deilur harðari en jafnan síðan á
fundum þessara samtaka og þó
mikill og sameiginlegur áhugi
fyrir málstað landbúnaðarins.
Fátt eitt man ég úr ræðum
fundarmanna, jafnvel sjálft
deilumálið hefir að nokkru
sveipast móðu fjarlægðar í huga
mínum.
En það sem mér hefir orðið
eftirminnilegast frá þessum
dögum eru svipmyndir þeirra
manna ýmissa, er þar mættust.
Einn þeirra var Einar Ólafs-
son, bóndi í Lækjarhvammi.
Mér gazt strax vel að þessum
samanrekna snaggaralega ná-
unga með glettnina í augnakrók
imum. Sennilega hef ég líka þá
strax skynjað, hversu grunnt
er í hlýjunni undir fremur harð
legu yfirbragði mannsins.
Ég er fram úr hófi ómann-
glöggur og kannski að sama
skapi lítill mannþekkjari. En í
þetta sinn skjátlaðist mér ekki.
Bíl stolið af
verkstæði
AÐFARANÖTT laugardags
var brotizt inn i bílaverkstæðið
að Hverfisgötu 103 og stolið
þaðan Volkswagenbílnum R—
2729, sem er af árgerð 1960 eða
1961.
Bíllinn er grænn að lit, en
afturljósum hefur verið breytt
þannig, áð þau eru eins og á
árgerðinni 1965.
Hafi einhver orðið bílsins var-
ir eru þeir beðnir að gera rann-
sóknarlögreglunni vart þegar í
stað.
Atvinnujöfnunar-
sjóðsfrumvarpið
oroio ao lop;um
Á FÖSTUDAG afgreiddi neðri
deild Alþingis frumvarp um At-
vinnujöfnunarsjóð sem lög frá
Alþingi. Kom frumvarpið til 2.
umræðu á fimmtudagkvöld og
urðu þó nokkrar umræður um
það, og eins og áður segir hlaut
það svo fullnaðarafgreiðslu á
föstudag.
Á föstudag voru einnig af-
greidd sem lög frumvörpin um
aðstoð við vangefið fólk og um
sölu jarðarinnar Orlygsstaða í
Helgafellssveit.
is, og Oddgeir Bárðarson full-
trúi iyrirtækisins.
Fyrst verður haldið til Lux-
emborgar og þaðan til fram-
leiðsluborga Daimler-Bens, svo
sem Mannheim, Gagenau, Stutt-
gart og loks til Heidelberg.
Komið verður heim um Lux-
emburg, með flugvél Loftleiða,
en með því félagi fer hópurinn
fram og til baka.
sjötugur
Kynni okkar Einars eru né
orðin þó nokkur. í fyrstu skái>
ust götur árlega á aðalfundum
Stéttarsambands bænda. Síð-
ustu misserin hafa svo slóðil
legið samsíða í stjórn sambands
ins, Framleiðluráði og víðar á
skyldum vettvangi. Og öll okk-
ar samskipti hafa staðfest þæi
hugmyndir, er ég gerði mél
um manninn við fyrstu sýn.
Og nú er Einar í Lækjar-
hvammi orðinn sjötugur. Á
þeim hluta æfinnar, sem þegar
er genginn hefir hann ekki ein-
asta fengizt við höfuðskepn-
urnar eins og þær mæta íslenzk
um sjómanni og bónda í breyti-
legum myndum, Um langt skeið
og enn í dag stendur hann 1
fremstu röð í félagsmálabar-
áttu bændanna, í sölufélögun-
um, á Búnaðarþingi og í Stétt-
arsambandi bænda, — þá sögu
ætla ég ekki að reyna að rekja.
enda þekkja aðrir hana betux
en ég.
Með þessum örfáu línum vil
ég aðeins tjá þér, Einar minn,
persónulegar þakkir mínar fyr-
ir ágætt samstarf og einstak-
lega góð og skemmtileg kynni,
— Ég árna þér allra heilla á
sjötugsafmælinu og sendi konu
þinni alúðarkveðju.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Leiðrétting
í FRÉTT blaðinu í gær um
umxæður á Alþingi um frum-
varpið um landshöfn í Þorláks-
höfn, var ha'ft eftir Sigurði
Bjarnasyni, að hann teldi að
slík ráðstöfun orkaði tvímælis,
m.a. af því að engri höfn á
Vesturlandi, — Norðurlandi og
Austfjörðum hefði verið veittur
slíkur stuðningur. Vitanlega átti
að standa Vestfjörðum í stað
Vesturlands, þar sem landshöín
er á Snæfellsnesi.
— 7. maí-ávarp
Framhald af bls 1
Um, hvaðan sem honum kann að
vera hætta búin.
Hinum frjálsu verkalýðsfélög
um er það vel ljóst, að friðui
þjóða í milli er nauðsynleg for-
senda fyrir félagslegum fræn-
förum. Látum þjóðirnar jafna á
greining sinn við samningaborð-
ið. Látum þær samþykkja al-
þjóðlega afvopnun undir traustu
eftirliti. Á þann hátt væri unnt
að veita ógrynni fjár til bar-
áttunnar gegn hungri og sko-rti,
Verkamenn allra landa heims*
eflið frjáls verkalýðssamtök ykk
ar sem vopn til varnar friði og
frelsi, og til eflingar félagslegu
réttlæti hvarvetna.
Höldum ótrauðir áfram bar-
áttu Alþjóðasambands frjálsra
v erkalýðsf élaga fyrir brauði,
friði og frelsi — til handa öll-
um verkamönnum hvar sem er
í heiminum.
Sparifjáreigendur
Avaxta sparifé á vinsælan og
öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12
f. h. og 8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3 A.
Sími 15385 og 22714.
- I.O.G.T. -
St. Víkingur
Fundur mánudag kl. 8% e.h.
Kosning embættismanna.
Kosið til stórstúkuþings.
Myndasýning frá Spánarferð.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.